Mánudagsblaðið - 21.11.1977, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 21.11.1977, Blaðsíða 7
MÁNUDAGSBLAÐIÐ 7 VÍÐA POTTUR BROTINN Gleðin margan manninn tœlir af Ijösri braut Vélritunarstúlkur, sem ekki kunna á ritvél en eru þeim mun lagnari við að létta lund og limu stjórnmálamanna, sem annars kynnu að sligast undan ofurþunga skyldu- starfa sinna, hafa valdið Bandaríkjamönnum miklum áhyggjum og kvíða um fram- tíðina. Er nú þessi siðavanda þjóð svo hneyksluð á þessu framferði forystumanna sinna, að amerískir blaðamenn eru farnir að hugga hana við að þetta þætti saklaust grín og ekki í frá- sögur færandi í öðrum löndum, þar sem altítt sé að gleðikonur velti heilum ríkis- stjórnum eins og gerst hefur í Japan, Vestur-Þýzkalandi og Bretlandi. PLkki þykir sæma að taka mið af fransmönnum eða suðrænum þjóðum yl'irleitt þegar siðgæði er til umræðu. París er og verður ,,Gay Paree” og svo er það mál útrætt. Sænskar stúlkur eru „kyntákn”, sálarlaus kjötstykki, til þess skapaðar að horfa á en ekki hlusta á. Þó kunna Bandaríkjamenn vel að meta tviræða brand- ara, ef fínt er farið í sakirnar, eins og gamanblöð þeirra bera vott um. Þeir hlógu mikið þegar Sukarnó heitinn lndónesíuforseti gagnrýndi þann sið bandarískra stjórn- málamanna að kyssa smá- börn, en heilsa mæðrum þeirra með handabandi. ..Þetta köllum við Indónesíu- menn að fara aftan að hlutun- um,” sagði Sukarnó. ,,Þar heilsum við börnunum með handabandi en kyssum mæður þeirra.” Þetta þótti Ameríkönum bráðfyndið, hafa sennilega ekki áttað sig á, að Sukarnó var ekki að reyna að vera fyndinn, heldur hreinskilinn. Það ber að hafa í huga að Bandaríkin voru eiginlega stofnuð af alls konar halelúja- og helvítistrúar- flokkum og þar er Billy Gra- ham nokkurs konar véfrétt. Við íslendingar höfum okkar Eddu og sögur og sækjum ekki vit í siðgyðinglegar hug- myndir kristindómsins. Kristur sagði margt fallegt, en hann var barn síns tíma, og mikið af því sem hann sagði er löngu úrelt. Billy Graham kom til Kaupmannahafnar fyrir nokkrum árum og slapp naumlega úr höndum reiðra unglinga sem vildu grýta hann. Hingað mun hann ekki áræða þótt glerhús Morgun- blaðsins standi honum til boða. Víkjum nú heldur talinu að fögrum konum og frægum stjórnmálamönnum, sem óhamingjusöm ást hefur orðið að falli. ,,Það er brot á öllu velsæmi að spyrja svo nærgöngulla spurninga um einkalíf 'manna,” hreytti Tanaka forsætisráðherra Japans út úr sér, þegar pólitískir andstæð- ingar hans i þinginu spurðu, hvort satt væri að hann hefði keypt þriggja hæða villu handa ástmey sinni á landi, sem verið hefði í eigu ríkisins. Svarið hæfði í mark og þagg- aði niður óánægjuraddirnar um hríð. En þó var þessi smá- vægilega yfirsjón notuð til að steypa ríkisstjórn hans nokkrum árum síðar. í Vestur-Þýskalandi tvinnuðust ástir og njósnir saman og leiddu til þess, að Willy Brandt sem þá var kanslari, sagði af sér þótt ekki væri hann sjálfur við málið riðinn, heldur undirmaður hans Gunter Guillaume. Þessi Guillime, aðstoðar- maður Brandts, var austur- þýskur njósnari og hafði tekizt að ná ástum konu sem var einkaritari embættis- manns, sem mótaði stefnu V- Þjóðverja gagnvart A- Evrópuríkjum. Eins og sannur kommúnisti setti hann málstaðinn ofar ástinni og notaði konuna og starf sitt hjá Brandt, til að afla sér upplýsinga sem hann sendi í austurveg. Brandt, sem var krafti og norrænn séntilmaður í aðra ættina. þótt vafi leiki á um faðernið, tók á sig alla ábyrgð á málinu og sagði þegar af sér, þegar málið varð uppvíst. Profumo-málið er Bretum enn í fersku minni, þótt meira en áratugur sé liðinn síðan John Profumo neyddist til að viðurkenna að hann hefði sagt þinginu ósatt um sam- band sitt við gleðikonu, Crist- ine Keeler að nafni. Cristine var það, sem Bretar kalla „call-girl”. Hún tók við pöntunum í sima, en var ekki „streetwalker”, eða óbreytt gangstéttamella, eins og Einar Ben reyndi að islenzka hug- takið, sem þó er fullgróft orð, því ekki munu allar þær stúlkur, sem segja ,,hæ!” á götum Reykjavíkur vera mellur að atvinnu, heldur öllu fremur hórur, sem stunda íþrótt sína af áhuga og neita að þiggja borgun fyrir. Profumo var 48 ára að aldri þegar mál þetta komst í hámæli, árið 1963. Hann var kvæntur maður, og kona hans Valerie Hobson þekkt leikkona. í fyrstu hafði Profumo sagt þingmönnum, að ekki væri neitt ósiðlegt í kunningsskap sínum við Cristine Keeler. En svo gerðist það, að annar viðskiptamaður hennar, Évgeni Ivanoff, sem var her- málaráðunautur við sovezka sendiráðið, fór að gerast tíður gestur i íbúð hennar. Ivanoff var undir eftirliti leyniþjón- ustunnar, eins og aðrir erlendir hermálaráðunautar. Öryggisverðirnir urðu mjög undrandi er þeir sáu, að bíll varnarmálaráðherrans stóð oft og tíðum fyrir utan sama hús. Stjórnmálaferli Profumos lauk með miklum hvelli, og svo fór einnig fyrir Lambton lávarði, sem var varahermála- ráðherra tíu árum síðar. Blöðin komust yfir myndir sem teknar voru á laun, af Lambton, í faðmi annarrar gleðikonu, og birtu þau þær umsvifalaust með gleiðletruð- um fyrirsögnum. Brezkir blaðamenn svífast einskis í þessum efnum, frekar en amerískir kollegar þeirra, og ættu þeir að leggja leið sína til íslands og læra siðgæði af ís- lenzkri blaðamennsku, eins og hún gerist best. Aldrei minnist Vilmundur Gylfason á kvennafar í greinum sínum og þykir hann þó siðavand- astur þeirra íslendinga, er nú munda penna. Og alltaf heldur hann sig við málefnið, fremur en menn í þungum ádrepum sínum. Jafnvel ger- spilltir hórumangarar eru aldrei nefndir á nafn. Jón Sólnes og Kristinn Finnboga- son og Gunnar Asgeirsson þurfa ekki að kvíða því að vera kallaðir réttum nöfnum í greinum Vilmundar. Menn verða að geta í eyðurnar, hví- líkt botnlaust spillingardýki felist bak við fágað orðalagið, þegar talað er um „mann eins og Jón Sólnes,” „mann eins og Kristin Finnbogason” og „mann eins og Gunnar Ásgeirsson”. Fyrir tveim árum reyndi breski þingmaðurinn John Stonehouse að sviðsetja drukknun sína undan strönd Miami. Stonehouse hafði áður verið loftvarnamálaráð- herra og póstmálastjóri. Hann hvarf í hafið við Florida-skaga, en birtist seinna bráðlifandi í Ástralíu. Kvaðst hafa ætlað að byrja nýtt og betra líf með einkarit- ara sínum, hinni gullfallegu Sheilu Buckley. En bresk yfirvöld kröfðust nánari skýringa á hvarfi hans, og játaði hann þá, að kynni hans við ungfrú Buckley hefðu verið nánari en ströng- ustu embættiskröfur leyfðu. í Ástralíu urðu hvassar deilur þegar loftvarnamála- ráðherrann Dudley kenndi einkaritara forsætisráðherr- ans, John Gordon, og véla- brögðum þessa fríða flagðs um embættismissi sinn. „Hvað olli því, að ég var rekinn? Það er fallegt, ítur- vaxið og það dillar lendum og það heitir Ainsley Gotto,” sagði hann stutt og laggott. Og hér var ekki um að villast við hverja var átt. Ástralíustjórn riðaði til falls þegar því var haldið fram, að ungfrú Gotto færi raunverulega með völd, þótt aðrir héldu um stjórnvölinn. Svo fór að hún lét af störfum í Ástralíu og var umbunað með vellaunuðu starfi í Monakó. Aftur á móti hefur hinn slægvitri forseti Uganda, Idi Amin, aldrei þurft að hafa áhyggjur af gagnrýni á heim- ilislíf sitt, þótt á hann hafi verið deilt fyrir aðrar veilur í skapgerð sinni, svo sem óseðjandi morðsýki og því um líkt. Amin hefur verið stór- tækur í kvennamálum eins og öðru. Hann hefur átt fimm konur og tuttugu börn. Amin varð leiður á fjórðu konu sinni og lík hennar fannst sumarið 1974. Hafði hún verið brytjuð í marga parta og þeir síðan faldir í bíl- skotti. Og í fyrra flýði Elísabet prinsessa af Toro land, en hún hafði verið utanríkisráð- herra Uganda. Leitaði hún hælis í London til að sleppa undan látlausri ásókn Aniins. „Agentar frá Uganda eru á hælunum á mér, — Amin vill fá mig fyrir konu,” sagði hún og það fór hrollur um hana.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.