Mánudagsblaðið - 21.11.1977, Blaðsíða 3
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
3
einhver blanda af fullum sjó-
manni, bónda í réttum og ný-
ríkum kaupmanni, sem þorir a
sleppa fram af sér beislinu.
Leikur Flosi hann af einstakri
innlifun og töluverðum exhi-
bitionisma. Þau hjón Þóra
Friðriksdóttir og Gísli
Alfreðsson leika vel og
sannferðuglega hlutverk sín,
einkum Þóra og Randver Þor-
láksson, Rúnar, kemur vel og
skilmerkilega fyrir. Lilja Þóris-
dóttir, Jóa, er mjög lagleg,
hreyfingar nokkuð óöruggar
enda óvön.
Er hér sýnilega farið eftir
hinni kunnu lýðræðisreglu að
„gefa ungum óreyndum sjans”
en þessi regla gefst jafn djöful-
lega og raun ber vitni, því það
er staðreynd að þegar um ekki
nema þokkalegt verk er að
ræða, þá er stór nauðsyn þess
að hvert sæti leikara sé vel skip-
að — og það þarf ekki mikinn
leikhúsmann til að greina á
milli viðvaningsleiks og
Róberts Arnfinnssonar, Þóru
og Guðrúnar.
En mestu vonbrigðum olli
sjálfur höfundurinn. Að fá
góðar hugmyndir, — ef það er
góð hugmynd að slátra Flosa
og geyma í frysti til neyslu — er
engan veginn nóg fyrir leikhús.
Kúnstin er að vinna vandlega
úr þeim hugmyndum, nýta alla
þá möguleika sem hægt er að
kreista úr þeirri hugmynd.
Þetta er hið rétta aðalsmerki
hins sanna höfundar. Kjartan
er of efnilegur höfundur til þess
að honum leyfist að kasta
höndunum til verks og sýna
hinum fáu dómbæru leikhús-
gestum þannig óvirðingu.
A.B.
Leikhúskj allarinn:
r
Ovenjuleg
hugulsemi
Leikhúskjallarinn:
Fröken Margrét
Höf.: Roberto Athayde.
Leikstj.: Benedikt Árnason
Það er ekki nema góðra
gjalda vert að leikhúsið skuli
spara uppfærslur sínar með því
að hafa fáa leikara og einföld
tjöld. Þetta er því aðeins baga-
legt þegar sjálft val verksins
veldur vonbrigðum. Fröken
Margrét eftir Róberto Athayde
er nú sýnt um „allan heim”
eins og áróðursmeistarar Þjóð-
leikhússins segja, svo auðvitað
verða íslenskir að fá hlutdeild í
þeirri dýrð. Frá sjónarhóli
undirritaðs er sko ekki neinni
dýrð fyrir að fara, því síður
snilld né hugkvæmni. Þetta er
leiðinlegur reyfari um kennslu-
konu, sem virðist þjást ýmist af
einhverskonar kynferðislegri
sýndarmennsku, ofsóknaræði,
endurminningahjali og
einfaldri heimsku, öllu blandað
saman í sálfræðilega „alminni-
legheder” sem sífellt eru
upptuggnir í þeim tveim löngu
þáttum þessa kvöldstund.
Þetta gæti gengið ef Roberto
væri frumlegur eða jafnvel orð-
snjall en hver sæmilega lesinn
maður þekkir þessa frasa,
þekkir efnið og þekkir
fátæktina — þessa dyggu fvlgi-
konu herra Robertos, þessa
unglings tæplega þrítugs.
Ungfrú eða fröken Margrct er
bara venjuleg skólatýpa, sem
þjáist af sálarkreppu, endur-
tekur sig í tæplega tvo tíina á
sviðinu, beinlínis talar sig í rot
um leið og þá fáu áhorfendur
sem rúmast á sýningunni. í lok
leiksins líður vfir hana og hún
fellur í gólfið með þvílíkum til-
burðum að allir áhorfendur
vakna.
Höfundur ætlar sér augsýni-
lega of mikið, hann er óþarf-
lega hrifinn af þessari hugmynd
sinni og því tækifæri sem hann
gefur leikkonunni sem leikur
fröken Margréti. Leikhús-
manneskja á borð við Hcrdísi
hlýtur að vera Ijóst, að þetta
getur ekki tekist nema með af-
burðalcik sem ekki er fyrir
hendi og það ætti að vera meira
„teater” í Benedikt en það að
láta slíkt frá sér fara — ótil-
neyddur. Umgjörð leiksins var
allgóð gerð af Birgi Engilberts
og skólabörnin þ.á m. mennta-
málaráðherrahjónin voru hin
prýðilegustu.
Þó, af tilviljun, ég nyti ekki
hinna góðu drykkja á barnum
þetta kvöld, þá rann mér til
rifja sú hugulsemi, að láta hann
vera opinn þelta kvöld.
CVILJIRÐU
GOTT
Reykjavík..
appa af í næSi, eða þá hitta
í setustofu, veitingasal eða
þá er að leita til Hótel Esju.
angað er auðvelt að komast
aka erfiðar umferðargötur, og
tisvagna er rétt við hótelið.
g íþróttahöllin í Laugardal,
skemmtistaðir af ýmsu tagi
nágrenni. Næsta heimsókn
ður skemmtileg tilbreyting
og góð hvíld.
OMIN Á HÓTEL ESJU
>RAUT 2 — SÍMI 82200
A.B.