Mánudagsblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 9

Mánudagsblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 20. desember 1978 Mánudagsblaðið 9 Rétt áður en að Glen Campell hélt hljómleika nú fyrir skömmu, uppgötvaði hann, að hann átti nokkra auka-miða sem hann vildi gjarna losna við. Loks rakst hann á mann, sem kvaðst gjarnan myndu þiggja einn miðanna og tók Campell af honum það loforð að nota hann fyrir sjálfan sig, i stað þess að selja hann. Skömmu síðar rakst söngvarinn svo á 13 ára strákling, sem kvaðst hana keypt miðann fyrir 20 dollara hjá fyrr- greindum manni, og var það 8 dollurum betur en miðarnir á hljómleikana höfðu kostað. Campell dró í skyndi upp 20 dala seðil og gaf unglingn- um... öskarsverð- launahafinn úr „West Side Story „George Charkiris hefur nú fundið hina einu sönnu ást... leikkon- Una Jill Bennett. konan hans. • Cher hefur nú boðist fyrsta kvikmyndahlutverk- iðá þessum vetri. í myndinni mun rokkhljómsveitin Kiss einnig koma f ram, en það er líka hið eina sem enn er vitað... Merv Griffin sást ekki alls fyrir löngu á því fræga Stúdíó54 í fylgd með ekki ómerki- legri manneskju en eiginkonu Hamilton, Jordans aðstoðarmanns forsetans. Er sagt að þetta sé ekki í fyrsta sinn, sem þau tvö eiga stefnumót. Listamaður einn í Californíu höfðar nú mál á hendur leikkonunni Förruh Fawcett-Majors og sambýlismanni hennar Lee. Segir hann þau hafa hengt tvö málverk eftir sig upp í íbúðina hjá sér. Skötuhjúin séu hins vegar ekki búin að greiða fyrir nema aðra myndina* en skuldi honum enn andvirði hennar. A hún að kosta 51.000 dollara... Ava Gardner er enn vinsæl meðal aðdáenda sinna, þótt hún sé tekin að eldast. A dögunum skrapp hún inn á veitingahús í Beverley Hills og hafði nýlokið við að panta sér málsverð, þegar hópur æstra aðdáenda kom stormandi og umkringdi leikkonuna. Hún komst undan við illan leik og eftir að hafa ekið aðdáendaskarann af sér á nærliggjandi götum, stansaði hún aftur fyrir framan veitingahúsið og lét færa sér matinn út í bfl! Söngvarinn Wayne Newton á nú stöðug stefnumót við hina þokkafuilu Lolu Falana. Eini gallinn á gjöf Njarðar er sá, að eiginkonu Newtons likar þetta alls ekki. En þrátt fyrir það hef ur sam- band hinna fyrrnefndu nú staðið um sex mánaða skeið og sjást þau iðulega saman í Lake Tahoe, þar sem þau snæða saman og skreppa á diskótek á eftir... Það kostaði Diönu Ross um 2.000 dollara að leigja húsgögn í setustofuna sína, áður en Barbara Walters átti við hana viðtal. Stofan var, eins og aðr- ar vistarverur hússins auð vegna þess að Diana er að flytja til New York, svo ekki var um annað að ræða en að draga upp budduna... Bob Hope hugieiðir nú að setja á stofn safn á landsspildu sem hann á. Sagt er, að han eigi þrjár stórar geymslur í Burbank, sem eru yfirfullar af alls kyns dóti, sem gamli maðurinn hefur verið að safna að sér á undanförnum árum. Barbi Benton fyrrverandi kærasta Hughs Hefners varð ösku- vond, þegar hún kom inn í Roy's veitingahúsið í LA og sá fallega blondínu vera að daðra við núverandi félaga sinn, Andy Prine. Hún greip í handlegg hans og dró hann út af staðnum. Burt Reynolds leikur heldur betur tveim skjöld- um þessa dagana, enda vandlif að þegar dömur eins og Sally Field og Dinah Shore eiga í hlut. Þegar Danah heimsækir hann i Bev. Hills, felur hann allar myndirnar af Sally, en dregur myndir af hinni fyrrnefndu. Og þegar Sally kíkir inn hverfa allar myndirnar af Dinuh eins og dögg fyrir sólu, en hvarvetna gefur að líta litlar og stórar myndar af Sally... Jack Nicholson var ekki fyrr farinn að renna hýru auga til leikkonunnar Elaine Raige, en þávarandi unnusta hans, Anjelica Huston, sem hafði flogiðalla leiðtil Englands, til að vera í návist sins elskulega, fór í fússi til Hollywood. ÚR HEIWIS PRESSÚNIMI Flóknir forlagaþræðir eftir Denise Robins Óþarft er að kynna Islenskum lesendum Denise, þar sem áöur hafa komiö eftir hana á islensku 12 bækur og notiö vaxandi vinsælda. ... Var þetta draumur eöa veruleiki. Gat þaö átt sér staö, aö veriö væri aö selja hana á þrælamarkaði? ... Stór svertingi dró hana útúr bilnum og lyfti henni uppá pall. Stúlkurnar voru allar hlekkjaöar hvor viö aöra og biöu þess aö uppboöið byrjaöi. — Góöi guö, láttu mig deyja.... .... hatturinn var tekinn af henni, munnur hennar opnaöur svo hvitar tennurnar sæust... klipiö i húö hennar hér og þar og þuklað á fótum hennar. Ævintýraleg og eldheit ástarsaga. Astin sigrar eftir Dorothy Quentin Þessi bók flytur sigildan boöskap. Ástin hefur alltaf sigraö og mun væntanlega alltaf gera. Hér er lýst baráttu ungrar hjúkrunarkonu, viö aö ná ástum draumaprinsins, sem er eftirsóttur og dáöur læknir. Þær eru margar um boðiö dömurnar og tvisýnt um úrslitin. Ýmsum brögöum er beitt, en samt lýsir þessi bók eölilegu heilbrigöu fólki og er skemmtileg tilbreyting frá hryiling og öfugsnúnu sálarilfi, sem er hugstæðasta yrkisefni nútima höfunda. Skemmtileg og hörkuspennandi ástarsaga. Fiona eftir Denise Robins Fiona er ung, fögur og lifsglöö, dóttir auöugs skipaeiganda. Aö boöi fööur sins, trúlofast hún frænda sinum, frönskum aðalsmanni og þar sem þetta er ágætur maöur, sættir hún sig mætavel viö ráöstöfun fööur sins. En höggormurinn leynist i Paradis, ungur sjómaöur veröur á vegi hennar og borgirnar hrynja. Hún er ofurseld ástinni. Leiöin veröur nú vandfarin og torsótt. Þetta er saga um eldheita ást, sem öllu býöur byrginn. Æsispennandi frá upphafi til enda. Ægisútgáfan V

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.