Mánudagsblaðið - 23.11.1981, Síða 1

Mánudagsblaðið - 23.11.1981, Síða 1
MANUDAGSBLMID Mánudagur 23. nóv. 1981, 8. tbl. 31. árg. Verð 6 kr. ii „SVARTA HÖNDIN Sagan um Mafíu- gangstera og gleðikonur BLS. 5 BÓKAÚTGEFENDUR ERU ORÐNIR LANGÞREYTTIR PRENTVERK ■ HYTJAST Rokkarnír eru þagnaðir Nú er talið fullvisst, að þolinmæði bókaútgefenda sé loksins alveg á þrotum gagnvart prentarastéttinni. Með árvissum verkföllum og hótunum ef ekki sé gengið að kröfum þeirra, hefur prenturum tekist að flæma iðngrein sína á erlendan vettvang. Gera má ráð fyrir að bókaútgefendur vilji ekki lengur taka þá áhættu ár eftir ár, í nóvember eða desemberbyrjun, að allt útgáfustarf þeirra stöðvist vegna kenja stéttarinnar og óheyrilegra krafna. Það er staðreynd að talsvert af bókunum er nú prentað erlendis t.d. barnabækur og sama máli gildir um hin vandaðri tímarit eins og Iceland Review o.s.frv. Hefur þessum aðilum blöskrað svo hinn yfirgengilega heimtufrekja inn- lendra prentara, að þeir hafa ekki séð önnur úrræði. Þá er verðlagið úr hófi fram t.d. eins og litgreining, sem hér á landi er bæði dýr og léleg. Ovíst um heimkomu Það er dálítið neyðarlegt að heil iðngrein skuli lögð í hættu vegna þeirra manna sem vinna við hana, því fari svo að bókaútgefendur, að einhverju ráði komast uppá bragðið erlendis, er allsendis óvíst, að þeir snúi í bráð á heimaslóðir og mega þá prentiðnaðarmenn bíta í það súra epli nefnilega atvinnuleysið. Því það geta prentarar bókað að þetta verkfallsbrölt þeirra er ekki til annars en að skerða þeirra atvinnumöguleika og gjarna mega þeir minnast hinna grimmu orða hagfræðingsins, að best er að hafa að staðaldri 3% (þrjú prósent) atvinnuleysi til þess að allt gangi cins og i sögu. Ef þetta er vilji prentarastétt- arinnar þá er kannski dálítil von um að henni verði að ósk KVENNA- FRAMBOÐ Á bls. 3 skrifar Smá- með góða kosningu úr borgari um kvenna- prófkjörum flokkanna framboð. Hann segir munu krefjast betri „Það er ljóst, að konur embætta í borgarstjórn.” Glannalegiii' akstur bílstjóra a bílum Upp er runninn sá tími árs, þegar umferð á vegum og strætum er hvað hættulegust og slysin tiðust. Eftir því, sem bílum fjölgar og umferð verður hraðari, gerist erfið- ara fyrir þá, sem ekki hafa þeim mun meiri æfingu í borgarakstri að komast leiðar sinnar á höfuðborgarsvæð- Ein mesta hættan fyrir gang- andi jafnt sem akandi stafar af glannaakstri. Sagt er, aðbílstjórar á bílum með G-númerum séu staðnir að slíku athæfi oftar en aðrir. Auðvitað er slík alhæfmg Hafnarfjarðarvegur hættulegastur á íslandi varhugaverð, en við lauslega könnun, sem blaðið gerði, kom hið sama í ljós. Það er tæplega tilviljun, því farnar voru nokkrar ferðir. Bögglast fyrir brjósti Einkum er það akreinaakst- urinn, sem virðist bögglast fyrir brjóstinu á sumum ökumanna G-bílanna, og auðvitað fleirum. Menn svína á milli akreina á svívirðileg- um hraða hreint eins og þeir væru I rallakstri á bersvæði. Þeim, sem verða fyrir barð- inu A þessum ófögnuði er eindregið ráðlagt að sveigja þegar út í kant, hægja á sér og jafnvel nema staðar þar til rallkappinn er farinn hjá. Glæpaakstur Þeir, sem hafa með umferðamál að gera, hafa ekki viljað gera því skóna, að bílar með utanbæjar- númerum yllu hlutfallslega fleiri umferðaróhöppum en R-bílarnir. Það væri þó í sjálfu sér ekkert skrýtið og ósköp eðlilegt, þar sem ökumenn éru margir alls óvanir akstri í mikilli umferð. En öðru máli gegnir um G-bílana, en aðra utanbæjarbíla. Þeir eru allir af höfuðborgarsvæðinu eða næsta nágrenni og ökumenn þeirra eiga að vera vanir akstri í umferð. en allir þurfa þeir að aka til borgarinnar eftir malbikuðum hraðbrautum og spýta þá rækilega í, eins og sést á glæpaakstrinum á Hafnarfjarðarvegi, sem líklega má teljast hættulegasti staður á ísiandi á annatímum dagsins. Kannski gleyma þeir svo bara að slá af þegar þeir eru komnir til borgarinnar. Líka getur hluta orsakarinnar verið að leita í þeirri staðreynd, að íslenskt pólití hefur aldrei verið staðið að því að áminna eða taka mann fyrir venjulegt umferðarbrot. Það þykir því ekki ómaksins vert að vera að læra umferðarreglur eða fara eftir þeim, ef hægt er að leika lausum hala án þeirra.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.