Mánudagsblaðið - 23.11.1981, Síða 7

Mánudagsblaðið - 23.11.1981, Síða 7
Mánudagur 23. nóv. 1981 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 7 SVARTA HÖNDIN frh. á bls. 5 öru fólksfjölgunar, því að margir af viðskiptavinum hóruhúsanna voru innflytjéndur, sem skilið höfðu eiginkonurnar eftir í gamla landinu, meðan þeir reyndu að vinna sér inn peninga til að geta sent eftir þeim, Slíkir menn þöfnuðust kvenmanns öðru hverju og það var ekki nema rökrétt að þeir sæktust eftir konum, sem líktust þeirra eiginkonum, eða töluðu að minnsta kosti sama tungumál. margar af stúlkunum í þessum húsum voru dætur innflytj- enda sem ekki höfðu getað krækt sér í eiginmann og sneru sér því að vændi til að ná sér í pening og betra líf. Aðrar voru tældar til þessa lífs af „ropers”, sem flekuðu þær eða lofuðu að útvega þeim vellaunuð störf í fjarlægum borgum. I sumum bórgum eins og t.d. Chicago var komið upp svokölluðum „æfinga- búðum” til þess að þjálfa eða „temja” nýjarstúlkur. Sérfræðingar voru fengnir til að nauðga ófúsum stúlkum æ ofan í æ, þangað til þær voru orðnar andlega niðurbrotnar. Stúlkur, sem voru laglegri og forhertari en gengur og gerist, fengu sérstaka þjálfun og var útvegað starf á fínni hóruhúsunum, þar sem viðskiptavinirnir voru efnamenn. Öðru hverju voru haldin „uppboð” í hinum ýmsu „æfingaskálum” og tugir stúlkna seldar hæstbjóðend- um. Til þess að hafa uppá og klófesta nógu margar ungar konur, svo að hægt væri að anna eftirspurn, þurfti töluverða skipulagningu um landið þvert og endilangt, og það er hér sem er að finna fyrsta vísinn að hinum stóru glæpahringum fram- tíðarinnar. Þrælasálar Frægastur allra hvítra þrælasala kannski mest vegna þess, að hann undirbjó jarðveginn fyrir John „The Fox” Torrio og A1 Capone - var James „Big Jim” Colosimo. Hann var fæddur á Ítalíu 1871 og kom til Bandaríkjanna tíu ' ára gamall, árið 1881. Faðir hans settist að í einu melluhverfí Chicago, og Big Jim giftist einni frægustu mellumóður borgarinnar árið 1902, en þá var hann búinn að afla sér þó nokkurra áhrifa í stjórnmálum borgarinnar. Ekki leið á löngu áður en hann hafði á sínum snærum mörg hóruhús, að hann varð að koma sér upp flokki „veiðimanna” til að hafa húsin byrg af ferskum kroppum. Það var þá sem hann kvaddi til sín bróðurson sinn Torrio frá New York og gerði hann að framkvæmdastjóra sínum. en hinn ungi fraændi hans yfírtók smám saman öll viðskiptin og reistu á þeim heilt stórveldi. Torrio, ásamt Amold Rothstein og Meyer Dansky voru höfuðsmiðir glæpasambands- ins, sem óx og dafnaði næstu hálfa öldina, þangað til það náði yfir allt landið. Snilligáfa þessara manna var aðallega í því fólgin að sjá í tíma, þegar ein arðbær tekjulind á sviði glæpa, var í þann veginn að víkja fyrir annrarri. Þannig var Torrio fljótur að sjá, að þó að hvíta mannsalið mundi ávallt vera arðvænlegt í einhverri mynd, þá voru hinar sérstöku ástæður sem á sínum tíma hafði gert það rökrétt, ekki lengur fyrir hendi. Framundan blöstu við ný tækifæri í ólöglegri sölu áfengra drykkja. Þegar Colosimo var ófær eða að minnsta kosti ófús til að breytast með breyttum tímum, lét Torrio einfaldlega myrða hann, þann 11. maí 1920. og tók sjálfur við stjórntaumunum. A sinn hátt var hann táknrænn fyrir uppreisn innflytjenda af annarri kynslóð, sem nú risu gegn hinni eldri kynslóð, sem þeir uppnefndu „Mustache Petes”. Árið 1913 var Arthur B. Mickey” McBride ráðinn sem útbreiðslu- stjóri blaðsins Cleveland News. Bandamaður hans var James Ragen, útbreiðslustjóri blaðsins Cleveland Leader. Bæði blöðin voru í eign fjölskyldu Marks Hanna, sem nú var látinn, en hafði verið áhrifamik- ill pólitíkus. A öndverðum meiði við McBride og Ragen var útbreiðslu- TVÆR VIKUR FYRIR AÐEINS 4.955.00 KRÓNUR. stjóri blaðsins Cleveland Plain Dealer, Thomas J. McGInty. McBride var fæddur í Chicago árið 1886 og hafði á sér orð sem harðjaxl með skipulagsgáfu. A komandi árum átti hann oftar en einu sinni eftir að sýna, að það orð sem fór af harðneskju hans, var ekki óverðskuldað þegar hann hætti blaðamennskunni, gerðist hann konungur leigubílstjóra í Cleveland og molaði alla mótstöðu með sama harðfengi og hann hafði stjórnað blaðsölunni. Árið 1940, þegar Moses Annenberg, sem stofnað hafði símaþjónustu fyrir alla veðbanka landsins, var settur inn, tóku McBride og hans gamli vinur Ragen stjórnina á þessu fyrirtæki í sínar hendur og gáfu því nýtt nafn Continental Press. Þegar Ragen var myrtur, varð McBride einn saman, eigandi þessa víðfeðma félags og stjórnaði því, þangað til Kefauver- nefndin lét loka því, árið 1951. McBride sannaði enn einu sinni skipulagsgáfu sína með því að stofna eitt besta og harðfengasta knatt- spyrnulið Bandaríkjanna, The Cleveland Browns þar kom þó, að hann seldi liðið Saul Silkerman, eiganda viðhlaupabrautar í Miami, og dró sig hlé. Keppinautur hans McGinty var fæddur í Cleveland árið 1892 og var yngstur af átta börnum. SKIÐAPARADIS I ÍTÖLSKU ÖLPUNUM í SUÐUR-TYROL. Flugleiðir íljúga gestum sínum til Innsbruck, en þaðan er aðeins 1 1/2 klst.akstur til Val Gardena.Þar bíður gisting á Hotel Sun Valley, sem er ákaílega vistlegt hótel með hálíu íœði inniíöldu í verðinu. Sun Valley er stjómað aí margíjöldum Ítalíumeist- ara á skíðum, þannig að þar er vel búið að skíðaíólki! bjóðum við líka Hotel Savoy, hálíu íœði inniíöldu! Þá er einnig boðið upp á gistingu á gistiheimilinu „Pension Elvis".Hjá Elvis er morgunmatur inniíalinn. í Gardenadalnum má finna skíðabrekkur og leiðir við allra hœfi, jafnt byrjenda sem kunnáttuíólks. Rúmlega 90 skíðalyftur tengja saman Selva, Badia og Fassa, en Selva er í hjarta Dolomiti skíðasvœðisins, sem býður uppá u.þ.b. 400 skíðaleiðir. Á staðnum er skíðaskóli fyrir börn, ungl- inga og fullorðna. Fyrsta ferðin heíst 9. janúar 1982, en síðan verða vikulegar íerðir í janúar, íebrúar og mars. Tveggja vikna íerð til ítölsku Alpanna kostar frá kr. 4.995 , en vikuferð írá kr. 4.157 Sérstakur afsláttur fyrir böm. Leitið upplýsinga um verð íyrir hópa. Haíið samband, pantið strax hjá Flugleiðum, umboðsmönnum Flug- leiða eða hjá íerðaskriístoíunum. Kynnið ykkur greiðslukjör. FLUGLEIDIR Traust fólk hjá góóu félagi Flugleiðum heíur tekist að ná góðum samningum við tvö prýðileg skíðahótel í draumalandi allra skíða- manna, Dolomiti í ítalska hluta Suður Týról. Svœði þetta er þekkt íyrir íram- úrskarandi skíðalönd með rúmlega 90 skíðalyítum og aðstöðu fyrir byrjendur jaínt sem lengra komna. Til marks um ágœti Dolomiti er hluti af heimsmeistarakeppni í Alpagreinum haldin þar árlega. Svœði þetta býður upp á það besta úr tveim heimum. Austurrískt andrúmsloft og ítalska glaðvœrð. Suður Tyról var eitt sinn austurrískt en er nú innan ítölsku landamœranna. ítölsku alparnir haía löngum verið rómaðir fyrir náttúmfegurð, en Selva Val Gardena er talið eitt íegursta Alpasvœðið og eitt glœsilegasta skíðasvœði Evrópu.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.