Tíminn - 08.01.1970, Page 1
£ íÐAk MEt
% SAMVINNUBANKINN ^
% -TWINN BANKI ^
V
/jVa.
^/castr-t **
5. tbl. — Fimmtudagur 8. janúar 1970. — 54. árg.
A BILUM AÐ
ÞÚRISVATNI
Rúmlega 2500 atvinnu-
lausir á landinu í árslok
KJ—Reykjavík, miðvikudag.
Fært er nú fólksbílum allt
inn að Þórisvatni, og var leiðin
farin síðast í gær. Er nýi veg
urinn, sem Landsvirkjun lét
leggja frá Búrfelli og inn úr,
alauður, en hálkublettir að vísu
á stöku stað.
Dr. Gunnar Sigurðsson yfir
verkfræðingur hjá Laindsvirkj-
un sagði frétitamanni Tím-
ans í daig, að tveir menn
frá Onkustofnun væru nú
á vegum Landsvirkjunar inn
við Þórisvatn. Fylgjast þeir
með vatnshæð í borholum þeim 1
Framhald á bls. 14.
EJ—Iteykjavík, miðvikudag.
Atvinnuleysið hefiu- vaxið hröð
um skrefum undanfarna mánuði,
og í desember síðastliðinn bættust
500 til viðbótar á skrá yfir atvinnu
lausa. Voru þeir í lok mánaðaríns
orðnir 2.542 á öllu landinu. Til
viðbótar koma svo þau hundruð
verkamanna, sem leitað hafa til
annarra landa eftir atvinnu undan
fama mánuði, en taia þeirra mun
vera hátt x hálft þúsund, með
þeim sem nú eru að fara af landi
brott.
I yfiriitinu frá því í lok desem
ber kemur fram, að atvinnulausir
í kaupstöðum landsins voru þá
1630 en voru 1479 í lok
nóvemiber. Atvinmulausir í kau.p
túnum með 1000 íbúa eða
fleiri voru 103 (74), en í öðrum
kauptúnum 809 (496). Er aukning
in hvað mest í litlu kauptúnunum.
Staðan í kaupstöðunum
Taian úr kaupstöðum landsins
var sem hér segir 31. desember
síðastliðinn töl.ur í svigum frá 30.
nóvember).
Reykjavílk 483 (515) — fækkun
in stafar m .a. af útflutningi vinnu
afls úr höfuöborginni —, Akranes
3 (6, Isafjörður 8 (5), Sauðár-
króbur 131 (101), Siglufjörður
208 ( 241), Ólafsfjörður 110 (69)
Akureyri 276 (224), Húsavík 105
(77), Seyðisfjörður 43 (4), Nes-
kaupstaður 59 (87), Vestmanna
eyjar 0 (0), Keflavik 8 (13), Hafn
arfjörður 149 (97), og Kópavogur
47 ( 40).
Er þarna um að ræða fjölgun
í 8 kaupstöðum, fækkun í 5 kaup
stöðum en óbreytt ástand í einum
kaupstað.
Veruleg aukning í
stærri kauptúnum
Kauptúnum með 1000 íbúa eða
fleiri eru 9 talsins, og hefur at-
vinnuleysið aukizt í 3 þeirra,
minnkað í jafn mörgum, en stað-
ið í stað í þremur.
Seltjarnarneshreppur 5 (10),
Borgarnes 9 (6) Stykkishólmur 0
(0), Patreksfjörður 5 (12), Dal-
vík, 55 (24), Selfoss 24 (15), Sand
gerði 0 (0), Njarðvík 4 (6), Garða
hreppur 1 (1).
f ramhald á bls. 14
Mútansu
3 bátar nyrðra á
rækjuveiðar með
tveggja poka troll
SB-Reykjavik, miðvikudag.
Norðlendingar munu væntanlega innan skamms hefja rækju-
veiðar í tveggja poka troll. Einn Dalvíkurbátur fær rækjutrollið
bráðlega og tveir Húsavíkurbátar hafa sótt um leyfi fyrir þessu
nýja veiðarfæri.
Snorri Snoi-rason, skipstjóri á Dalvík, hóf fyrr i vetur til-
raunir til rækjuveiða á grunnmiðum fyrir Norðurlandi. Fremur
lítil veiði var, enda veðurfar stirt. K. Jónsson á Akureyri tók
aflann til vinnslu og mun gera það framvegis.
Blaðið hafði samband við
Snorra Snorrason í dag og
innti hann eftir framvindu
málsins. ‘
— Ég hóf þessar tilraunir
með rækjuvciðar hérna fyrir
Norðurlandinu í byrjun nóv-
ember. Veiðin var nú ekki
mikil, enda var tíðarfarið ákaf
lega stirt. Vi® vorum við þetta
í mánuð fyrst og svo öðru
hverju í desember. Þetta
litla sem við fengum, fór í
vinnslu til K. Jór.ssonar á Ak
ureyri og hefur verið talaið
um, að það sem kann að
veiðast, fari þangað eftirleið-
is.
—Hvenaer kemur svo nýja
rækjutroi.ijð þitt tu sögunnar’
— Það er nú ekki alveg
hægt að segja tii um bað. en
búið er að set.ia það upp.
Þeua er líkt veniuiegum troll
um, nema hvað á því eru tveir
pokar og möskvastærð hlítir
auðvitað settum replum. Þetta
troll er gert efiir fyrirsögn
Guðna Þorsteinssonar, ft.sk)-
fræðings. Það er unnið s \k-
ureyri og ég býst við að fá það
von bráðar.
— Hvað kostar svona rækju
troll?
— Að því er ég bezt veit
ennþá, mun það kosta um 70
þúsumd krónur.
Svíar kanna
laxræktar-
möguleika
í Mývatni
KJ—Reykja/ík, miðvikudag.
Fyrir forgöngu dr. Bjöms
Jóhannessonar í New York nef
ur nú verið stofnað lilutafélag
ið Laxeldi, og er tilgangur bess
í fyrstu að láta rannsaka að-
stöðu fyrir klak og eldisstöð
fyrir lax og silung á svokölluðu
Auðna-svæði við Myvatn, en
Framhald á bls. 14.
— Heldurðu. að fleiri muni
fara á stúfana með svona troll.
— Ég veit til þess. að tveir
menn á Húsavík, hafa sótt um
leyfi fyrir því, en það tekur
sinn tíma að fá leyfi nú á dög
um og þeir bíða bara eftir bvi
núna. en leyfin verða áreiðan-
lega veitt.
— Ertu bjartsýnn á fyrir-
tækið?
— Já, heldur. Annars fer
þetta allt eftir tíðarfarinu. eins
og svo margt annað
Við vonum að vel gangi og
þökkum Snorra fvrir spjallið.
Þess má geta, að bátur Snorra
heitir Arnar EA 101 og er 26
smálestir.
1. Ólafur Jóhannesson 2. Björn Pálsson 3. Magnús Gíslason
Úrsiit skoðanakönnunar í
Norðuriandskjördæmi vestra
EJ-Reykjavík, miðvikudag.
í gær lauk talningu atkvæða og
stigaútreikningi í skoðanakönnun
Framsóknarmanna í Norðurlands
kjördæmi vestra en skoðanakönn
unin fór fram dagana 28. nóv. til
18. desember síðastliðinn. Úrslit
könnunarinnar fara nú til lOmanna
framboðsnefndar, sem síðan legg
ui tillögur um framboðslisia í
næstu alþingiskosningum fvrir
kjördæmisþing Framsóknarmanna
í kjördæminu. Er könnunin ráð-
gefandi.
Þeir, sem þátt tóku i skoðana
könmininni áttu að velja fimm
menn og raða þeim síðan i tölu
röð eftir því í hvert af fimm efstu
sætum listans viökomandi sKvldi
vera. Við útreikning gilti siðan
eftirfarandi stigtatafla: Sá sem
settur var í 1. sæti fékk 1 stig.
Fyrir annað sæti var 4/5 úr stigi.
fyrir þriðja sæti 3'5 úr stigi, fyr
ir fjórða sæti 2/3 úr stiei oa fvrir
fimmta sæti 1 /5 úr stigi.
Samkvæmt þessu voru úrslit
skoðanakönnunarinnar sem hér
sesir
1. Ólafur Jóba”- alh ■«)•.
maður, 1257 stig.
2. Björn Pálsson, alþingismaður,
654 stig
3. Magnús Gíslason, bóndi,
Frostastöðum, 478 stig.
4. Stefán Guðmundsson, bygg-
ingarmeistari, Sauðárkróki,
405 stig.
.,. Björn Pálsson, stud. scient,
Syðri-VöllUim, 348 stig.
4, Gu^r'ui dss -
6. Ólafur H. Kristjánsson, skóla-
stjóri, Reykjum, 192 stig.
7. Jón Kjartansson, forstjóri,
187 stig.
8. Guðmundur Jónasson, bóndi,
Asi, 152 stig.
9. Sigjxrður Líndal, bóndi, Lækja
móti, 144 stig.
10. Helga Kristjánsdóttir, húsfrú,
Silfrastööum, 133 stig.
i