Tíminn - 08.01.1970, Qupperneq 5

Tíminn - 08.01.1970, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 8. janúar 1970. TIMINN 5 Sir Winston Churehill komst eitt sinn að þeirri niðurstöðu, að loftsiagið í Englandi væri einu.ngis þolandi, ef maður er við Rivieruna á veturna, í Sviss á sumrin og afganginn af árinu í rúminu. Að trúa konu fyrir leyndar máli er það sama og að fela peningaseðil undir gleri. — Þið megið til að feaupa mynd af hekknum ykkar, sagði kennslukonan. — Þá getið þið seinna meir, þegar þið skoðið hana, sagt: — Þetta er Karen, hún er gift. Þetta er Gréta, hún er leibkona og Jóhanna. sem er læknir og þetta er kennslukonan . — Hún er á elliheimili, greip einn nemand inn fram í. Slæmt kvef, segirðu. Nei, Nei, leikfimi er 'bezta ráðið til að drepa allar bakteríur. — Já, en geturðu þá sagt mér, hvernig maður fær bakteríur til að gera leikfimi. Það gleður mig saimarlega, að þú hefur svona gott ton- listareyra, Karólína. — Pabbi, af hverju má mað- ur ekki eiga nema eina konu? — Drengur minn, þegar mað ur hefur ekki vit á að passa sig sjálfur, verða yfirvöldin að gera það. Ég myndi ekki gera það, ef ég væri þú María. Til hvers að vera að eyðileggja það, sem eftir er af deginum. — Hvers vegna borgum við skatta? Var stílverkefni í bekk með ungum drengjum. Pétur litli hefur sennilega feng ið einhverjar upplýsingar hjá föður sínum, því stíllinn hans var svohljóðandi: — Af því við erum neydd til þess. DENNI DÆMALAUSI Demii! ég bið ekki um leyfi til að komast inn í mitt eigið hús! Opnaðu!! > Þeir spáðu \úst hvítum jólum í Englandi, en þó fór það svo, að þær systur Jackie Onassis og Lee Radziwill röltu á jóla- dag í rólegheitum út á akra, létu sítt hárið flaksa í storm- inum, og léku við börn og hunda Radziwill. Jörðin var hvaongræn eins og að haust- lagi, og ekkert vetrarlegt um að litast þarna við Thames. Jackie hi-tti aftur á móti ná- unga af gamalkunnri atvinnu- stétt, sem sé Ijósmyndara. ★ ir Sagt er að Jeanne Martin, sú er hefir verið eiginkona leik arans Dean Martins undanfarin 20 ár, hafi verið mjög undr- andi þegar henni bárust þær fregnir að Dean vildi skilja við hana, hún sagði að hjóna band þeirra hefði alla tíð ver ið mjög hamingjusamt, allt frá fyrsta degi, en Jeanne var á sínum tíma valin fegurðar- drottning, rétt eins og hin tutt ugu og fjögurra ára gamla Gail Renchaw ungfrú al'heimur 1968 en Dean er sagður ætla að kvæn ast henni. Jeanne Martin sagði að Dean væri dásamlegur eig- inmaður, hann væri alls ekki eins og margir virtust ímynda sér hann, drykkfelldur kvennabósi, hún sagði og að reyndin væri sú, að Dean væri heimakær og ástríkur heimilis fáðir, og að á þeirra heimili hafi það verið hún sem sæi um samkvæmislífið. Dean vildi ætíð forðast samkvæmi og mannamót. ★ Er Jane Carter átti að ferm- ast, lagðist hún veik, og ekkert varð úr athöfninni. Segar hún svo varð 18 ára, giftist hún, eignaðist mörg börn og erfið heimilisstörf gáfu henni aldrei tóm til að láta ferma sig, eins og hún hafði þó hug á. En frú Carter vildi þó ekki missa af þessu fermingarævin- týri sem allar vinkonur hennar höfðu reynt, og því fór svo að lokum að hún lét fermast, það var biskupinn í Soutwark, Englandi, sem fermdi hana árið sem hún varð hundrað ára. ★ Bæði Elizabet Taylor og Richard Burton hafa neitað kröftuglega orðrómi sem geng ur um að þau hyggist draga sig í hlé frá kvikmyndaleik, en hins vegar segjast þau ætla í ársfrí bráðum, einkum fyrir þær sakir að Liz sé þreytt onðin og aum í baki, en hún hefir löngum verið véik fyrir í þeim Mkamshluta eftir að nún datt af hestbaki sem ung lingur. Hvar þau hjón ætta að vera þetta sabbat-ár sitt vica fáir, s,iálf segjast þau sennilega verða í Mexíkó hluta af ár- inu, en aðallega í stórhýsi pví er þau eiga i Sviss. Og Taylor segir: „Sumum -'hinst það ó- smekklegt að výn-a riKidæmi sitt En við njótum dýrgripa okkar og í hvert sinn sem við komum til hússins okkar í Gstaad, Sviss, verð ég alveg 117111 í að sýna glervörur min- ar, línið, postulínið. Mér finnst gaman að snerta við hlutum, og það er dásamlegt að horfa á þetta allt sem maður hefur dregið að sér í öll þessi ár, þegar maður býr oftast í koff- orti, er þa@ lúksus að eiga stað til að geyma hlutina sína á“ ★ Rita Ljungquist frá Ilassel- holm i Svíþjóð er nítján ára gömul stúlka, sem nýlega var alþjóðlegri læknaráðstefnu haldinni í París, mikið undrun- arefni. Fregnir herma, aið læknar hafi 90 sinn-um bjargað lífi hennar. Það byrjaði allt með því, að þegar hún var barn var mjög erfitt að stöðva þrá- látar blóðnasir, sem hún oft- lega fékk. Smám saman „eltist“ þetta þó af henni og hvarf loks með öllu, en þá tók ekki betra við, því þegar hún komst til kynþroska var hún í raun- verulegum lífsháska mánaðar- lega. Tíðimar vax ekki hægt að stöðva nema með læknishjálp, nofckrum sinnum lá við að henni blæddi út. 90 sinnum var hennj ekið í- sjúkrabíl frá Hasseliholm til spítalans í MáLmö. í öll skiptin unnu lækn arnir sigur, en í hvert skipti urðu skilin milli lífs og dauða mjórri. Rita þjáðist af galla, sem olli því að blóðið storkn- aiði ekki, sjúkdómur sem lækn airniir kuninu enigin ráð við. Loks rak að því, að læknarnir þorðu ekki lengur að hætta lífi hennar, og uppskurður var ákveðinn til þess að gera hana ófrjóa. Þegar nokki-ir læknar höfðu safnazt saman við beð Ritu, og bjuggu sig undir upp- skurðinn, sagði einn hinna yngri í hópnum: I-Ivernig væri að gefa henni enn eitt tækifæri og athuga hvað „pillan" getur gert? Og kraftaverkið gerðist: Pillan hafði þau áhrif á ttðirn- ar, að þær urðu eðlilegar, henni varð p-pillan jafn nauð- syn.leg og insúlínið er sy'bur- sjúkum. ★ Aiúð 1968 drógu fiiskimenn 64 milljónir tonna af fiski úr heimshöfunum, segir í greinar genð frá Matvæla- og landbún- aðarstofnun Sameinuðuiþjóð- anna í Róm (FAO). Árið áður var þessi tala 60.700.000 tonn. Innifaldar í þessari tölu eru fiskitegundir þær einnig, sem veiddar eru í stórum stíl úr vötnum. Einnig er þarna með árfiskur, sem var 7.400.000 tonn. Enn einu sinni var þa@ Perú, sem mest fiskaði allra þjóða, en Perúmenn settu met 1968 með því að veiða 10.530.000 tonn, en 1967 veiddu þeir 10.133.000 tonn. Fiskafli þeirra Perúmanna var aðallega smá- gerð síld, sem þeir bræddu í mjöl og fluttu út. Jaipan var í öðru sæti með 8.669.800 tonn, en 1967 veiddu Japainir 7.850.400 tonn. Rússar voru í þriðja sæti, komust í fyrsta sinn yfir sex milljónir tonna. ★ Embættismenn Vatikansios voru gripnir glóðvolgir með málverk af laglegum ungum manni, standandi uppi á hæð og vindurinn lék að lokkum hans og klæðum, rétt eins og mað- urinn væri að halda fjallræð- una. í augum embættismainn- anna var þetta mynd af ein- hverjum trúboðspresti, og sannarlega þess virði að hún væri hengd upp á vinðulegum stað, enda negldu þeir myndina á vegg, nálægt mynd af Páli páfa sjálfu í blaðamanna- herbergi Vatikanhallarininar. Þarna hékk svo myndin í heilan mánuð, unz einhver glöggur náungi benti á, að mynd þessi væri svo til alveg eins og áróðursspjald er hann hefði séð frá Kína, en það sýndi mymd af Maó, aðeins 27 ára gömlum. Og það reyndist rétt. Mál- arinn sem mála'ði „trúboðs- prestinn“, hafði keypt sér eitt svona Maó-spjald og málað eft ir því mynd sína. Meðfylgjandi mynd sínir Kín verska spjaldið, Maó þrammar um Kiangsi hérað í Kína.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.