Tíminn - 20.01.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.01.1970, Blaðsíða 7
3MUÐJUDAGUR 20. janúar 1970. TIMINN 7 Wm. j j ■ , , / * 'f 1 m . * ' mH aaííý.%:: Heklan vi3 bryggju á Akureyri. (Tímamyndir: ED) HEKLA AFHENT A LAUGARDAGINN GuSjón TeiHson forstjóri SkipaútgerSarinnar raeSir við skipstjórann Ttyggva BRmmM. Hebla er væntanleg til Reykja- vikur á föstudagsmorguninn og mun væntanlega fara í sína fyrstu áætlunarferð á miðvikudag í næstu viku. SB-Reykjaví'k, mánudag. Nýja skipið — Hekla — lagði fánum skreytt upp í hátíðarsigl- ingu sína frá Akureyri laust eftir hádegi á laugardag. í ferðalokin fór fram hin formlega afhending- arathöfn við Torfunesbryggju. Há- tiðarhöldum lauk með því, að skip ið var opnað almenningi til sýnis í gær eftir hádegi. í hátíðarsiglingunni sigldi Hekla út á móts við Fagrastoóg, sneri þar við og lagðist að Torfunefs- bryggjiunni stundiarÆjárðungi fyrir 3 síðdegis. Áður en landgangur var settur, var skipið aflhent Komnið var fyrir hátalarakerfi aftan á skipiinu, sivo að mannfjöldinn, sem var saman kominn á bryggjunni, gæti fyigzt með því, sem fram fór. Fyrstur talaði Skafti Áskeisson, lýsti Skip- inu og þalkkaði öllum, sem að því 'höfðu unnið. M aflhenti Ihann skip- ið formanni byggiu>garnefndar, Brynjólfi Ingóifssyni, sem síðan afhenti það Ingóllfi Jónssyni, sam- gönigumálaráðlherra. Hann flutti áivarp og aiflhenti skipið Guðjóni Teitssyni, fbrstjóra Skipaútgerðar ríkisins. Að lókurn var svo skipið falið skipstjóranum, Tryggva Blöodál. Á sunnudagsmorguninn var farið í skemmtiferð um Pöllinn með starfsfólk Slippsfcöðvarinnar og eft ir hádegið var skipið opnað al- menningi til sýnis og munu þús- undir manna hafa skoðað það. Hekla er um 1000 lestir að stærð, mesta lengd skipsins er 68 metrar, en breidd 11 metrar. Skip- ið er sérstaklega styrkt fyrir sigl- ingar í is. Rúm er fyrir 12 far- þega í 6 klefum og áhöfnin er 19 manns. Lestarrými er 53.120 rúm- fet og frystirými 8.400 rúmfet. Hekla gekk 13,6 sjómíiur í reynsluferðinni og er það* heldur rneira en búizt var við. Jónatan Hallvarðsson látinn FB-Reykjavík, mánudag. Jónatan Hallvarðsson, fyrrver- andi forseti Hæstaréttar lézt í nóbt. Jónatan var fæddur á Skutuls ey í Hraunhreppi á Mýrum árið 1903. Foreldrar hans vonu HaH- varður EinarsSon bóndi og kona hans Sigríður Gunnhildur Jóns- dfcttir. Stúdent var Jónatan frá Mennitaskólanum í Reykjavik árið 1925 en lauk síðan lögfræðiprófi frá Hásikóla íslands árið 1930. — Hann giegndi síðan störfum lög- reglufulltrúa í Reykjavík árin 1930 til 1936 og embætti iögreglu stjóra frá 1936 til 1940. Sakadóm- ari í Reykjavík var Jónatan árin 1940 til 1945 og hæStaréttardóm- ari frá árinu 1945. Hjann lét af embætti forseta Hæstaróttar um síðustu áramót Um nokfcurt skeið var Jónatan ríkissáttasemjari o:g átti einnig saeti í ýmsum sátta- nefndum í vinmudeilum. Árið 1950 var hann í sendinefnd íslands á AllShorjarþiniginu. Kværetur var Jónatan Halivarðsson Sigurrós Gísladóttur. ISBJ0RN / B0GASÁLNUM SB-jReykijavík. Grímseyjar- eða Húsavíkurbjörn- inn, er nú kominn til landsins aft- ur og verður til sýnis í Bogasal þjóðminjasafnsins þessa viku, ásamt nokkruin öðrum heimskauta dýrum. 90 þúsund krónur kostaði að stoppa bangsa upp og þá mun haim alls hafa kostað Húsvíkinga um 150 þúsund krónur. Grimseyingar felldu þennan ís- björn fyrir réttu ári, en þá hafði hann verið á ferli í eynni í nokkra daga, að því að talið er. Hann mældist hálfur þriðji metri á lengd og blóðlau's vóg hann 350 bg. og mun hann vera með þeim allra stærstu. Björninn er í miðs- vetrarhári og fremur gulur en hivítur að lit. Á feldinum fundust 40—50 kúlnagöt ísbjörnum fer nú mjög fækk- andi og væri viðkunnanleigra, að taka hér eftir á móti svo sjaid- séðum gestum með myndavél í stað byssu, því að þeir eru hættu- lausir mönnum, ef þeir eru Játnir í friði. Björninn var sendur til Árósa til uppstoppunar og þá írosinn. Mað- urinn, sem stoppaði hann upp, sagði, að Árósahúar hefðu ekfci enn fyrirgefið sér vegna ódyktar- innar, sem lagði af dýrinu, meðan það var að þiðna. Héðan fer bangsi héim tii Húsa- vófcur og verður framtóðarheimili hans þar, hið nýja safnahús Þing- eyinga, sem nú er i byggingu. Jóhann, sonur þjóðmínjavarðar, sagðist ,ekkert vera hræddur". (Tímamynd: Gunaar).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.