Tíminn - 20.01.1970, Blaðsíða 9
a>S»JUDAGUR 20. janúar 1970.
TIMINN
'<*» <$>
mmmm
r
Úrgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framikvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas
Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjómar-
sikrifstofur i Edduhúsinu, símar 18300—18306 Skrifstofur
Bankastræti 7 — Afgreiðslusími: 12323 Auglýsingasími: 19523.
Aðrar slkrifstofur sími 18300. Áskrifargjald kr. 165.00 á mán-
uði, innanlands — í lausasölu kr. 10.00 eint. - Prentsm. Edda hf.
Bræðslufiskur
Góðar horfur eru nú á því, aS loðnuveiðar muni senn
hefjast og færa góðan feng í þjóðarbúið, líkt og á síðast-
liðnu ári. Loðnuveiðarnar bættu þá að talsverðu leyti úr
því áfalli, sem hlauzt af samdrætti síldveiðanna. Aukin
hagnýting loðnunnar bendir til þess, að nýta megi fleiri
tegundir bræðslufisks, sem veiðist hér við land, en þegar
hefur verið gert. í tilefni af því hafa Vilhjálmur Hjálmars-
son og átta aðrir þingmenn Framsóknarflokksins flutt til-
lögu um það í sameinuðu þingi, að Alþingi skori á ríkis-
stjómina að láta hefja skipulega leit, rannsóknir og veið-
arfæratilraunir í því skyni, að auka veiðar á bræðslu-
fiski með það fyrir augum að gera þær veiðar fjölþættari.
í greinargerð tillögunnar er vitnað til greinar, sem
Jakob Jakobsson fiskifræðingur birti fyrir nokkru í Ægi.
Hann telur þar, að unnt sé að stunda loðnuveiði nokkru
lengur en nú er gert og þá einnig á öðrum veiðisvæðum
og á þeim árstímum, þegar loðnan er feitust og gefur
mestar afurðir. Þá er rætt um þrjár aðrar fisktegundir,
spærling, sandsíli og kolmunna, og komizt að þeirri
-niðurstöðu, að þær megi allar nýta sem bræðslufisk, ef
að líkum láti. Væri hér um fjölþætta möguleika að ræða,
þar sem spærlingur og kolmunni mundu væntanlega
veiðast hvor á sínu hafsvæði og á mismunandi árstímum,
en sandsílið sennilega veiðanlegt á grunnsævi víðs vegar
við landið.
í niðurlagi greinar sinnar kemst Jakob Jakobsson svo
að orði, að „til þess að vel takist til um slíka nýbreytni,
þarf samstillt átak í rannsóknum, fiskileit og veiðarfæra-
tilraunum.“ Ætti að mega vænta þess, að allir þeir, er
hugleiða þessi mál, komist að sömu niðurstöðu. T
Ef hægt væri að veiða nýjar tegundir bræðslufisks
í verulegum mæli, myndi afkastageta síldarverksmiðj-
anna nýtast betur að sama skapi. Þannig væri hægt í senn
að veita fjölda manna atvinnu og auka útflutningsfram-
leiðsluna.
Flutningsmenn þessarar tillögu telja því einsýnt, að
hefjast beri handa um þær aðgerðir, sem í tillögunni
greinir, og þá að sjálfsögðu á vegum Hafrannsóknastofn-
unarinnar, sem nú annast fiskileit íslendinga.
Flutningsmennirnir leggja sérstaka áherzlu á það,
að aðgerðir þær, sem þingsályktunartillagan fjallar um,
verði eigi framkvæmdar á kostnað annarrar fiskileitar.
Síldarrannsóknum ber, að þeirra dómi, að sinna af fullum
krafti og efla rannsóknir og leita að öðrum stofnum, svo
sem rækju, humar og skelfiski, svo að dæmi séu nefnd.
Mun það mála sannast, sem sagt hefur verið, að lang
arðbærasta fjárfestingin, sem hugsanlegt er til aukinnar
fiskveiða, sé vel skipulögð fiskileit, ásamt tilheyrandi
rannsóknum og veiðarfæratilraunum.
Glundroðasöngur
Sjálfstæðismenn í Reykjavík eru byrjaðir á hinum
gamla söng sínum, að glundroði og upplausn muni skap-
ast í málum Reykjavíkurborgar, ef Sjálfstæðisflokkur-
inn missir þar meirihlutann. í mörgum öðrum bæjar-
félögum hefur enginn flokkur haft meirihluta um langt
skeið, og stjórn þeirra þó tekizt mun betur en stjóm
Reykj avíkurborgar.
Yfirdrottnun eins flokks er engin trygging gegn
glundroða og lélegri stjórn. Þvert á móti leiðir langvar-
andi stjóm sama flokks oft til kyrrstöðu, spillingar og
margvíslegs glundroða. Því miður finnast slíks alltof
mörg dæmi í stjórn Reykjavíkurborgar. Því verður ekki
breytt, nema yfirdrottnun Sjálfstæðisflokksins verði
hnekkt 1 næstu borgarstjórnarkosningum. Þ.Þ.
Stefán Jónsson, fyrrv. skrifstofustjóri Gjaldeyrisnefndar:
Vöruskiptajöfnuður - viðskipta-
jöfnuður - greiðslujijfnuður...
Um nokkurt skeið hafa stjóm
arblöðin, einkiun Vísir og Al-
þýðublaðið, flutt þann boðskap,
a3 blómið, sem dó, sé nú endur
fætt. Er hér átt við hinn svo-
kallaða varasjóð í erlendum
gjaldeyri. Þessi boðskapm-
nefndra blaða um endurlffgun
varasjóðsins hefur verið á þá
leið, að þjóðin hafi safnað gjald
eyri í varasjóð á s.l. ári er
nemi milli 1.500 og 2.000 millj.
króna. í sambandi við þennan
gleðiboðskap hafa blöðin lítið
minnzt á erlendar skuldir eða
þá smámuni, hvort varasjóður-
inn sé myndaður með erlendu
lánsfé eða til kominn fyrir þá
ráðdeild, að þjóðin hafi notað
minni gjaldeyri en hún hefur
aflað.
Til staðfestingar á þessum
jólaboðskap smærri stjómar-
blaðanna, snýr Morgunblaðið
sér til dr. Jóhannesar Norðdal,
seðlabankastjóra 10. þ.m. og
biður um álit hans á boðskapn-
um, en fær fremur neikvætt
svar. Dr. Jóhannes seðlabanka-
stjóri segir: Reiknað er með að
viðskiptajöfnuður hafi náðst á
s.l. ári, og er það í fyrsta skipti
síðan 1965. Sá bati, sem hér
um ræðir, er því ekki þess eðl-
is, að þjóðin hafi safnað gjald-
eyri að ráði umfram það sem
hún hefur notað, heldur hefur
raunveraleg skuldasöfnun við
útlönd ekki vaxið umfram gjald
eyriseignina. Um framtíðina
vill bankastjórinn ekkert full-
yrða, en telur það eftir atvik-
um góðan árangur, að viðskipta
jöfnuður skyldi nást á s.l. ári,
og munu flestir sammála hon
um um það. Varasjóð forðast
hann að nefna í þessu sam-
bandi, enda minnist ég ekki, að
hann né Jónas Haralz banka-
stjóri, hafi nokkm sinni notað
varasjóðsnafnið í sambandi við
gjaldeyrisstöðuna á tímum við-
skiptahalla, eða við þær að-
stæður, að gjaldeyrissjóður
eykst án þess að jákvæður við
skiptajöfnuðw fylgi. Varasjóðs
nafnið á lánsgjaldeyri tilheyrir
öðram, og mun vikið að því
síðar.
I.
Sérfræðingar okkar í efna-
hagsmálum hafa sJ. 10 ár verið
sparir á að skilgreina og skýra
opinberlega fyrir almenningi
hugtak oröanna: VÖRUSKIPTA
JÖFNUÐUR, VTÐSKIPTA-
JÖFNUÐUR OG GREIÐSLU-
JÖFNUÐUR. Ilefur þó margt
bent til að full þörf væri á
slíku. Vafalítið mun ástæðan
sú, að slíkt hefw ekki þótt
hagstætt fyrir þá já já stefnu,
sem felst í viðreisninni. —
Viðreisnin hefur alltaf boðað
já já aukna gjaldeyriseign i
varasjóð og nei nei erlenda
skuldasöfnun, hvað sem stað-
reyndum hefur liðið, og því
ekki þótt hagstætt að ræð»
þessi mál á raunhæfan bátt. Á
þessu hefur nú orðið breyting,
og ber að viðurkenna þá endur
bót svo langt sem hún nær.
Nú fyrir skömmu, éða V4. og
15. þ.m. skrifar viðskiptamála-
ráðherra um þessi mál af
Stefán Jónsson.
prentsmiðjustj óri
meiri hreinskilni en áður fyrr.
Ætla ég að því valdi nefnt
blaðaviðtal við dr. Jóhannes
Nordal bankastjóra og grein sú,
er Þórarinn Þórarinsson ritstj.
skrifaði í Tímann fyrir skömmu
um vöruskiptajöfnuðinn á s.l.
ári og hvaða ályktanir mætti
í bili draga af vöruskiptajöfn-
uðinum um hina raunverulegu
gjaldeyrisafkomu þar til frek-
ari upplýsingar lægju fyrir um
viðskiptajöfnuðinn á s.l. ári, en
slíkar upplýsingar reynast oft
nokkuð síðbúnar.
Viðskiptamálaráðherra reit,
að í hugum fólksins táknar vara
sjóðsnafnið og aukning vara-
sjóðs eignaaukningu, en
ekki breytingar til hækkunar
á erlendum lánsfjárupphæðum.
Vegna fyrri blekkinga heldur
hann þó dauðahaldi í blómið
sem dó, og kallar gjaldeyris-
sjóðinn sem nú er fyrir hendi
varasjóð, þótt hann sé til kom-
inn vegna stöðvunar á viðskipta
halla og innflutts erlends fiár-
magns, bæði innborgun erl.
lána og annars erlends
fjármagns, aðallega í sambandi
við álið. Virðist nefnt blóm
svo kært ráðherranum, að hann
nefnir það milli 40 og 50 sinn-
um í nefndum greinum sínum.
Vekur þetta nokkra furðu þar
sem liann er eini sérfræðingur-
inn, sem hampar þessu blómi.
Hann hlýtw þó að vita, að
stjórnarandstaöan notar «ara-
sjóðsnafnið á lánsgjaldeyri sem
háðsyrði á sama hátt og við-
reisnarnafnið. Ekki nefnir ráð
herrann upphæð erlendu skuld
anna í nefndum greinum sín-
um, hins vegar telur hann að
greiðslubyrði skuldanna hafi lít
ið farið yfir 15% af gjaldeyris
tekjunum á s.l. ári, og þykir
flestum nóg. Þegar frá eru
tekin þessi tvö atriði, að
gleyma skuldttnum og halda
fast í blómið, sem dó, eru
nefndar greinar viðskiptamála
ráðherra upplýsandi og gagnleg
ar fyrir hinn almenna borgara,
og mættu gjarnan hafa birzt
fyrr.
n.
Fyrir rúmu ári skrifaði ég
nokkrar greinar um gjaldeyris-
málin, viðskip t aj öfnuðinn og
aukningu erlendra skulda á við-
reisnartímabilinu. Tilgangw
minn með þeim skrifum var
fyrst og fremst sá, að rjúfa
fwðulega þögn og vekja um-
ræðu um málið. Einkum vænti
ég þess, að viðskiptamálaráð-
herra eða sérfræðingar hans
skrifuðu efnislega um málið,
og segðu sannleikann um
skuldasöfnunina og orsakir
hennar á þeim mestu góðær-
um sem þjóðin hefur lifað.
Þessi tilraun míri bar ekki ár-
angur. Viðskiptamálaráðherra
vildi ekki, eins og þá stóðu
sakir, ræða málið efnislega. f
stað þess skrifaði hann tvær
stuttar blaðagreinar í tilefni af
nefndri tilraun minni. Var önn-
w eins konar úrskurður hans
um að gjaldeyrissjóðw sem
yrði til á tímum viðskiptahalla
vegna aukinna erlendra skulda,
ætti með réttu að kallast vara-
sjóður þjóðarinnar í erlendum
gjaldeyri. En hin grein ráðherr-
ans fjallaði um eina augljósa
prentvillu, sem þó var svo aug-
ljós hverjum manni að tæpast
þurfti ráðherra að fórna tíma
í að Ieiðrétta hana, enda gerði
ég það sjálfur. Þannig fór um
nefnda tilraun mína fyrir rúmu
ári til að framkalla efnislegar
umræður um gjaldeyrismál
þjóðarinnar. Af þessum sökum
vil ég, sem almennur borgari,
láta í Ijós ánægjn mína yfir
því, að nú skuli viðskiptamála-
ráðherra vera farinn að ræða
umrætt mál efnislega. Um með
ferð hans á ýmsum hinum
smærri atriðum og gleymsku
hinna stærri, mætti margt
segja, en verður ekki gert að
þessu sinni.
Það er öllum nauðsyn, sem
vilja fylgjast með efnahags-
stöðu þjóðarinnar út á við, að
gera sér Ijóst, hvað felst í orð
um eins og: Vöruskiptajöfnuð-
ur, viðskiptajöfnuður og
greiðslu j öf nuður.
V ÖRUSKIPTA JÖFNUÐUR
segir til um mismun á inn-
fluttum og útfluttum vörum,
miðað við verð þeirra. Sé mið-
að við verð hinna innfluttu vara
í erlendri höfn og hinna út-
fluttu vara í innlendri höfn,
getur slíkw jöfnuður gefið
fwðu glögga vísbendingu um
raunverulega gjaldeyrisafkomu,
og stafar það af því, að þjón-
ustuviðskiptin breytast oftast
minna en vöruviðskiptin frá ári
til árs.
Yfirlit um það, sem kallast
þjónustuviðskipti upplýsir mis-
mun annara almennra og ár-
legra viðskipta en þeirra sem
falla inn í vöruviðskiptin.
"-amliar a b's 14
ÞRIÐJUDAGSGREININ
m!