Morgunblaðið - 13.10.2005, Blaðsíða 3
ÆVI OG STÖRF / DAVÍÐ ODDSSON 13. OKTÓBER 2005 3
Það er ljóst að Davíð er skemmt yfir þessari upprifjun og gamlir leik-
arataktar taka sig upp í frásögninni.
„Svo lék ég í tveimur lagakynningum lögfræðinema í sjónvarpinu; Réttur er
settur. Síðustu tilþrif mín á leiksviðinu voru í leikriti, sem ég skrifaði með
þeim Hrafni [Gunnlaugssyni] og Þórarni [Eldjárn]; Ég vil auðga mitt land.
Þorvarður Helgason lék í því, en leikritið gekk svo vel, að hann varð að hætta
vegna prófa. Þá hljóp ég í skarðið og lék í nokkrum síðustu sýningunum í
Þjóðleikhúsinu.“
– En af hverju sigraðist lögfræðin á leiklistinni?
„Ég var farinn að vinna hjá leikfélaginu í hálfu starfi og varð að skrá mig í
eitthvert nám. Ég skráði mig í lögfræði. Svo giftum við Ástríður [Þorsteins-
dóttir Thorarensen] okkur. Og þá var maður kominn út í alvöru lífsins.
En ætli ég hafi ekki séð það, að væntingar mínar um að í mér leyndist stór-
leikari myndu ekki endilega rætast.
Ég vann alltaf með náminu og var satt að segja ekki duglegur að sækja tíma.
Arnljótur Björnsson lagaprófessor sagði eitt sinn, þegar mig bar á góma: Það
er mjög djúpt á þeim manni í þessari deild.
Ég var líka á fullu í Matthildarþáttunum og 1973–74 var ég þingfréttaritari
Morgunblaðsins. Þá var vinstri stjórn að fara frá og blaðið pólitískt virkara en
það síðar hefur orðið.
Síðasta árið í lögfræðinni vann ég hjá Almenna bókafélaginu og lauk laga-
náminu svo ég vitni í Tómas með einkunn sem var nógu stór en þó í mesta
hófi.“
– Bubbi kóngur hefur löngum fylgt þér á bak við tjöldin.
„Hann hefur alltaf verið notaður af mínum andstæðingum, sem segja ýmist
að ég hafi ekkert þurft að leika hlutverkið, því í mér búi bæði einræðisherra
og fól, og svo líka að ég hafi ekki vaxið út úr hlutverkinu.“
– Eitthvert sannleikskorn í því?
„Ég held nú að ég sé bærilega vel innréttaður. En ég hef stöku sinnum þurft
að vera harður í horn að taka eins og þeir þurfa sem bjóða fram krafta sína til
starfa, þar sem þeir hafa síðasta orðið og geta ekki skotið sér á bak við nokk-
urn annan. Þá þurfa menn að hafa andlegan styrk til þess að skera úr um mál
og höggva á hnútinn. Ég tel mig hafa burði til þess.
Menn geta svo deilt um ákvarðanirnar, en það eru auðvitað pólitísk álita-
mál.“
– Gaztu tekið eitthvað með þér úr leikhúsinu?
„Sú reynsla hefur komið mér til góða, á því er enginn vafi. Ég lærði að nota
hátalara og skynja salinn og ekki sízt að gleyma mér. Óvanir menn eru alltaf
að velta því fyrir sér, hvernig þeir taki sig út. Þeir eru ekki frjálsir af sjálfum
sér.
Þegar maður lifir að stórum hluta í beinni útsendingu og þá á ég ekki bara
við sjónvarpið, heldur líka borgarstjórn og Alþingi, þar sem menn verða að
hafa svör á reiðum höndum, þá er gott að geta haldið sínu striki og vera ekki of
upptekinn af persónu sinni. Ég hef aldrei séð eftir þeim tíma sem fór í leiklist-
arfræðin. En ef ekkert annað er til staðar, þá duga þau ekki ein og sér. Mér til
dæmis hættir til að tala hratt og óskýrt og ef mér er bent á það, þá kann ég að
laga mig. Menn sem eru málsnjallir og hafa góða framkomu þurfa ekki á slíku
að halda, en ég græddi þetta á leiklistinni. Hún græddi hins vegar ekkert á
mér!“
Hélt að allir væru sjálfstæðismenn
– Hvernig kom pólitíkin til þín?
„Afi og amma, móðurforeldrar mínir, voru bæði frekar pólitísk og tóku oftast
afstöðu með sjálfstæðisflokknum. Ég hélt satt að segja að allir menn væru
sjálfstæðismenn. Það var ekki fyrr en ég fór í sveit að Barkarstöðum í Svart-
árdal að ég uppgötvaði að enginn sjálfstæðismaður var í dalnum og þeir höfðu
ekki séð Moggann. Þetta voru óvænt sannindi fyrir mig, en þau gerðu mér
gott!
Í menntaskóla var ég fráhverfur pólitík. Þegar ég var kosinn inspector
scholae sögðu menn að ég hefði blekkt þá til fylgis við mig; ég hefði klæðzt
eins og vinstri maður, hárgreiðslan var eins og á vinstri manni og svo talaði ég
eins og vinstri maður.
Það er nú svo að í menntaskóla finnst fólki ekki stjórnmál vera ær og kýr
lífsins, það er margt annað sem gefur lífinu gildi. En þegar kom svo að því að
Með ömmu Ástu. Hinn drengurinn er frændinn Tryggvi Ólafsson. Með afa Lúðvík á Selfossi. Með ömmu Valgerði.
Borgarstjórahjónin á
200 ára afmæli
Reykjavíkur.
Gluggað í minniskompu skáldsins með Auði Laxness. Erlendur fylgist með.