Morgunblaðið - 13.10.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.10.2005, Blaðsíða 6
eru mér það sem jóga eða golf er öðrum og þá geri ég ekki lítið úr jóga eða golfi, en hvorugt er fyrir mig. Ég skrifa margt sem öðrum kemur ekki við, en er nægilega gott til end- urlausnar fyrir mig.“ – Hvaða munur er á því að vera borgarstjóri og forsætisráðherra? „Einfaldast væri að segja, að borgarstjórinn er valdamaður, en forsætisráð- herrann áhrifamaður. Borgarstjórinn tekur sínar endanlegu ákvarðanir, sem lúta að fram- kvæmdum og skipulagi, svo dæmi séu nefnd. Forsætisráðherra getur einnig verið nokkur valdamaður, en ekki aðeins áhrifamaður, ef hann stendur sterkt í sínum flokki, þingflokki og ríkisstjórn og nýtur eftirtektar og álits fólksins í landinu. Forsætisráðherrann situr ofarlega við tindinn, eða á tindinum sjálfum, þaðan sem hann hefur yfirsýn og hann getur haft áhrif á gang mála, en ákvarðanirnar sjálfar taka fagráðherrarnir hver í sínum málaflokki. Mér hafa verið eignaðar annarra manna ákvarðanir í stórum stíl og hef látið það gott heita. Eftir á að hyggja get ég sagt að borgarmálastarfið og borgarstjórastarfið gáfu rík tækifæri til þess að kynnast fólki og nálgast það meðan verkefnin í forsæt- isráðuneytinu eru meira afstrakt. Bæði Gunnar Thoroddsen og Geir Hallgrímsson sögðu við mig að ég skyldi vera borgarstjóri sem allra lengst, því eftir á myndi ég telja þann tíma minn bezta í pólitíkinni.“ – Hefur það gengið eftir? „Mér leið vel í borgarstjórn. En mér leið ekki síður vel í ríkisstjórn.“ – Afskipti þín af því hver yrði eftirmaður þinn á borgarstjórastóli mæltust misjafnlega fyrir. „Já. Enda ekki nema von! Ég hafði sagt við mína félaga, að ég vildi ekki hafa afskipti af vali þeirra á mínum eftirmanni. En þeim tókst ekki að leiða það til lyktar. Mál stóðu járn í járn. Atkvæðagreiðslu eftir atkvæðagreiðslu stóðu Árni Sigfússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson uppi með jafnmörg at- kvæði. Og það sem helzt hann varast vann varð þá að koma yfir hann, því fé- lagar mínir báðu mig um að höggva á hnútinn. Ég taldi ekki ráðlegt að velja annan hvorn; Árna eða Vilhjálm, og gerði því tillögu um Markús Örn Ant- onsson, en ég hafði trú á því að hans reynsla myndi duga vel. Eftir á að hyggja var ekki rétt að ég tæki þessa ákvörðun. Borgarfulltrúarnir töldu sig þrátt fyrir allt ekki bera ábyrgð á valinu á Markúsi og það veikti hans stöðu.“ – Hafðir þú afskipti af því að Árni Sigfússon tók við borgarstjóraembættinu af Markúsi Erni? „Markús Örn kom til mín þegar tiltölulega skammt var eftir af kjör- tímabilinu og sagðist telja það flokknum til heilla að hann drægi sig í hlé. Ég tók því ekki vel fyrst í stað, en þegar ég skynjaði að þessi ákvörðun var mjög þroskuð í huga Markúsar, þegar hann kom til mín, vildi ég ekki leggjast gegn henni. Mig minnir að ég hafi sagt eitthvað á þá leið, að þú skiptir ekki um hross í miðri á, en þegar hrossið vill alls ekki yfir ána verða menn að skipta um reiðskjóta. Það var hugmynd Markúsar að fá Árna Sigfússon í borgarstjórastólinn. Hann taldi hann eiga mestan stuðning í borgarstjórnarflokknum, sem ég var nú ennþá meðlimur í, þegar þarna var komið sögu. En meirihlutinn tapaðist. Og það held ég að hafi ekki verið gott fyrir borg- ina.“ – Finnst þér nú lag til þess að vinna borgina aftur? „Ég vona að það takist. Þetta meirihlutasamstarf, sem nú er, er komið í þrot. Menn hafa kostað öllu til að láta samstarfið líta vel út á yfirborðinu og ýtt vandanum á undan sér og safnað skuldum í það óendanlega. Þegar ég hætti sem borgarstjóri voru skuldir borgarinnar 2 milljarðar á sama virði og þeir 70 milljarðar, sem borgin skuldar nú. Og það gerist á sama tíma og tekjur borgarinnar stóraukast. Þetta er alveg með ólíkindum! Mér er sagt að það þýði ekkert að tala til fólks með svona talnadæmum. En ég held að fólk sé ekki eins einfalt og menn vilja vera láta. Fólk finnur líka að borgin er miklu veikari en hún var áður.“ Fram gegn formanninum Þegar dró að landsfundi Sjálfstæðisflokksins 1989 lýsti Davíð áhuga sínum á varaformannsembætti flokksins. Friðrik Sophusson, sem gegndi því, dró sig þá í hlé og var Davíð kosinn varaformaður. Tveimur árum síðar bauð Davíð sig fram gegn formanni flokksins, Þorsteini Pálssyni. Af hverju? „Ég studdi Þorstein til formennsku í flokknum1983, en ég man hvað mér brá, þegar hann lýsti því yfir strax kvöldið eftir formannskjörið að hann myndi ekki sækjast eftir setu í ríkisstjórninni, sem Sjálfstæðisflokkurinn átti aðild að. Það kostaði að mínu mati alls konar vandræðagang og vitleysur. Svo urðu Albertsmálin flokknum erfið og þegar Þorsteinn hafði tekið að sér forsætið í þriggja flokka ríkisstjórn, þá sprengdu samstarfsmennirnir hana í beinni sjónvarpsútsendingu og Sjálfstæðisflokknum var fleygt á dyr. Ég var sannfærður um að allur þessi aðdragandi yrði til þess, að hvernig sem næstu kosningar færu, þá myndu menn ekki treysta sér, með réttu eða röngu, til þess að sitja í stjórn undir forsæti Þorsteins. Sjálfstæðisflokkurinn var í miklum hremmingum sem mér fundust algjörlega óþolandi fyrir stærsta flokk lands- ins. Á endanum ákvað ég að bjóða mig fram gegn Þorsteini. Ég sagði honum frá þessu tveimur mánuðum fyrir landsfund, en ég veit ekki hvort hann tók það alvarlega. Síðan sögðu sameiginlegir vinir okkar honum frá mínum hug í þessum efnum. Þegar svo til kom bar það allt mjög hratt að. Ég tilkynnti um framboð mitt 25. febrúar. Allir landsfundarfulltrúar höfðu þá verið valdir þannig að ekkert stríð varð í flokksfélögunum. Svo var kosið 10. marz. Þetta var ekki eins og hjá Samfylkingunni þar sem menn berjast um formennskuna mánuðum saman. Auk þessa sem ég hef sagt er á það að líta að það hafði verið langur og góð- ur vinskapur með okkur Þorsteini, við þekkzt frá blautu barnsbeini og átt bernskudaga saman á Selfossi. En mér fannst ég ekki geta horft upp á þá stöðu sem Sjálfstæðisflokkurinn var kominn í. Þetta var ekki létt fyrir mig, ekki fyrir neinn og ekki flokksmenn heldur, en mörgum þótti miður að standa frammi fyrir því að gera upp á milli formanns síns og varaformanns með þess- um hætti. Og það var ljóst, að ef ég tapaði, þá var minn pólitíski ferill á enda. Ég lagði því allt mitt undir.“ Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, segir í kafla um Davíð Odds- son í bókinni um forsætisráðherra Íslands, að kvöld eitt veturinn 1991 hafi ritstjórar Morgunblaðsins átt langan fund með Davíð um framboð hans gegn Þorsteini. Segir Styrmir að annar ritstjóranna hafi gengið hart að Davíð, sem sagði: Þú mátt ekki ganga svona hart að mér. Ég er miklu viðkvæmari fyrir þessu sjálfur en þið kannski haldið. –Hefur jafnazt á með ykkur Þorsteini? „Við höfum ekki átt erfitt með að vinna saman. Hann sat í ríkisstjórn hjá mér í átta ár og allt vinsamlegt þar. En hlutirnir eru ekki eins og þeir voru. Það sem brast þarna hefur aldrei gróið.“ –Ertu enn jafnsannfærður um ágæti þessa framboðs þíns? „Mér finnst sagan hafa sýnt að það var nauðsynleg aðgerð. Og ekki hafa flokkssystkin mín látið mig gjalda þess hvernig ég nálgaðist embættið, því ég hef jafnan hlotið góða kosningu á landsfundum síðan.“ –Hvað tók svo við hjá nýjum formanni? „Fljótlega eftir að ég tók við formennsku Sjálfstæðisflokksins fórum við hjónin á kyrrðardaga í Skálholti. Þar bjuggum við við frið og hátíðleika á föst- unni undir stjórn Sigurbjörns Einarssonar biskups. Þetta var mjög eft- irminnilegur tími og góð hugmynd hjá konu minni að koma okkur þangað. Ég öðlaðist hugarró eftir átökin í flokknum og formannskosningarnar og gat snúið mér að alþingiskosningunum sem framundan voru. Við máttum ekki mæla á þessum kyrrðardögum, ekki einu sinni tala hvort við annað! Maður brosti bara til hinna og sagði ekki orð. Við stóðum þetta af okkur og reynslan af kyrrð- ardögunum var bæði ríkuleg og dýrmæt.“ Snör handtök og stuttir sáttmálar –Hvernig var nýjum formanni Sjálfstæðisflokksins tekið í kosningabarátt- unni? „Þetta var harður kosningaslagur. Andstæðingar mínir gerðu talsvert út á það að aðkoma mín að formennskunni sýndi að ég væri bæði yfirgangssamur og óbilgjarn.“ –Ertu það? „Ég tel mig hvorugt. Á hinn bóginn veigra ég mér ekki við því að taka þær ákvarðanir sem nauðsynlegar eru og tek þá áhættu, sem því fylgir. Og sjálfur tel ég mig vera sæmilegan mann til málamiðlana. En þú getur ekki verið góður málamiðlari nema menn viti að þú sért tilbúinn til þess að taka slaginn, ef með þarf. Sumir menn eru búnir að semja við sjálfan sig þegar þeir koma að samningaborðinu og eiga enga stöðu. Ég hef aldrei nálgast hlut- ina þannig. Ég væri ekki búinn að vinna með 29 ráðherrum og eiga vináttu þeirra allra, ef ég væri yfirgangssamur og óbilgjarn.“ –Svo fórstu beint í forsætisráðherrann! „Já. Flokkurinn fékk allgóða kosningu 1991 og svo hófust stjórnarmynd- unarþreifingar. Stjórnarmyndunarfyrirkomulag hafði fram að þessu verið með svokallaðri „rakarastofuaðferð“; næsti gjörið svo vel! Þegar ég fékk umboðið hafði ég gert það upp við mig, að stjórnarmyndunarviðræður upp á gamla mát- ann hefðu gengið sér til húðar. Ég vildi hafa snör handtök og stuttan stjórn- arsáttmála. Langir stjórnarsáttmálar finnst mér vísbending um að menn treysti ekki hver öðrum. Það er eins og í Hollywood, þegar leikararnir gifta sig og setja í samning ákvæði eftir ákvæði um viðurlög við hinu og þessu; framhjá- Ragnar í Smára heimsóttur í sumarbústað hans. Borgarstjórinn heilsar heimsleiðtogum í Höfða; Reagan og Gorbachev. 6 ÆVI OG STÖRF / DAVÍÐ ODDSSON 13. OKTÓBER 2005

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.