Morgunblaðið - 13.10.2005, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.10.2005, Blaðsíða 5
ÆVI OG STÖRF / DAVÍÐ ODDSSON 13. OKTÓBER 2005 5 „Ég verð að viðurkenna að þessi tvö ár í stjórnarandstöðunni; 1980–82 voru anzi skemmtileg. Ég naut þess virkilega að fást við meirihlutann, elta hann uppi í máli eftir máli, ekki eins og stjórnarandstæðingar höguðu sér nú í garð Halldórs Ás- grímssonar með því að tönnlast á hæfi og vanhæfi í sambandi við hann og einkavæðingarnefndina og eta það út í sporð, heldur tók ég hvert málið á fæt- ur öðru. Sendiherrann núverandi Svavar Gestsson hefur sagt, að hann hafi aldrei séð eins ósvífna kosningabaráttu og ég tek það sem hrós. Hann ætti að vita hvað hann syngur í þessum efnum! Ég get svo sem fallizt á það, að það hafi ekki allt verið með fyllstu ábyrgð hjá mér. En ég var kappsamur maður, 32ja ára og mér leið afskaplega vel í þessari rullu.“ Davíð á mörg tilsvör í pólitíkinni sem hafa lifað lengur en daginn. Eitt þeirra féll í tilefni af ummælum Alberts Guðmundssonar um stuttbuxnadeild- ina í sjálfstæðisflokknum. Albert og Davíð háðu harkalega prófkjörsbaráttu 1982 og var Albert ekki á þeim buxunum að láta stuttbuxnadeildina ná tökum á sér. Þá sagði Davíð á þá leið, að hann skildi ekki hvers vegna þessi maður væri að agnúast út í stuttbuxur; hann sem hefði haft atvinnu af því árum sam- an að hlaupa um á stuttbuxum! Það varð svo Davíð, sem leiddi lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn- arkosningunum 1982 til sigurs og endurheimti meirihlutann. „Það lifði sú sögn í Sjálfstæðisflokknum að flokkurinn myndi ekki end- urheimta meirihlutann í borginni, þegar hann væri einu sinni búinn að missa hann. Við afsönnuðum hana.“ Ég spyr Davíð hvernig hann sjái aðkomu sína að borginni. „Það varð allt fjörmeira en áður hafði verið. Við vorum sögð sýna framtak á kostnað formsins. Jónas Kristjánsson hrósaði mér í leiðurum, en það stóð ekki mjög lengi! Við fórum hratt fram og gömlum sjónarmiðum var fleygt fyrir borð. Ég ætla bara að nefna tvö dæmi: Það hafði tíðkast að borgin í krafti stærðar sinnar greiddi sína reikninga, þegar henni hentaði, en nú varð sú breyting á að reikn- ingar voru greiddir á réttum tíma. Endalausar deilur voru um fyrirkomulag lóðaúthlutana og sú regla var við lýði, að ef menn skiluðu lóð þá fengju þeir ekki úthlutað aftur. Við komum málum í það horf að allir sem vildu gátu feng- ið lóð. Í stað íbúastöðnunar fjölgaði Reykvíkingum ört. Það lifnaði yfir borg- inni, sem græddi á öllu saman og við gátum framkvæmt af töluverðum krafti án þess að hækka skatta eða hleypa borginni í skuldir.“ – Sem sé: Allt gott og blessað! „Það má vera að aðrir kunni að tína eitthvað annað til. Þú getur ekki ætlazt til að ég sjái um þá hlið! Aðrir verða að hafa svigrúm til þess. En þegar ég fór síðast í borgarstjórnarkosningar 1990 fékk Sjálfstæðisflokk- urinn rúm 60% atkvæða og ég hygg að menn hafi ekki séð önnur eins kosn- ingaúrslit og þau. Og þetta hafðist þrátt fyrir það að ráðhúsið stóð hálfkarað út í Tjörnina, en margir höfðu horn í síðu þess og ekki gátu vinir mínir, Styrmir og Matthías, hugsað sér að styðja mig í því. En þótt ég kveddi borgina með trega, þá fór ég glaður yfir á næsta vett- vang.“ En starf borgarstjórans var ekki alltaf dans á rósum. Davíð hefur vikið að því að eitt sitt viðkvæmasta og erfiðasta starf hafi verið viðtalstímar borg- arstjóra. „Hún Ástríður var einmitt að rifja það upp, þegar ég lét þessi ummæli falla um daginn, að ég hefði alltaf verið alveg úrvinda þegar ég kom heim eftir þessi viðtöl. Ég var með viðtalstíma tvisvar í viku og reyndi að koma 25 manns að í hverjum tíma. Fólk var búið að undirbúa sig vel og kom miklu að á skömmum tíma. Oft voru mál þannig vaxin að það var nístandi að hlusta á málavexti. Ég sagði fólki alltaf eins og var. Oft gerðu menn sér væntingar um að ég gæti bjargað öllu og þegar það gekk ekki, þá hugsuðu sumir: hann getur þetta en vill það ekki. En það var ekki þannig. Mér var ekki sama. En mér voru tak- mörk sett. Það var hægara en að segja það að lenda í þessu tvisvar í viku. Ég skrifaði alltaf hjá mér minnispunkta um mál hvers og eins og svo hringdi ég til að fylgjast með málum og fylgja þeim eftir. Sem betur fer gengu hlutirnir oft upp, en stundum ekki og þá tók það á. Ég hefði ekki þrek til þess að gera þetta í dag og ég hef séð að borgarstjórar sem komu á eftir mér fækkuðu við sig viðtölum við almenning.“ – Hvernig vinnur þú þig frá álagi í pólitíkinni? „Ég sezt niður og skrifa. Það kemur mér andlega í annan heim. Skriftirnar Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Inspector scholae; Geir Haarde tekur við af Davíð Oddssyni fyrir 35 árum. Morgunblaðið/RAX Davíð Oddsson tekur við af Birgi Ísleifi Gunnarssyni sem oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.