Tíminn - 25.02.1970, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 25. febrúar 1970
TIMINN
23
dálítið innar í ganginum. Eftir ör-
stutta stund kom hún aftur í fylgd
með yfirihiúkrunarkonu.
Levallois kynnti hana fyrir
Madame Aubry • og Murat, sem
Madamoiselle Mauriac.
— Vilduð þið gera svo vel, að
koma hér inn augnablik? sagði
hún og vísaði þeim inn í lítið en
vel upplýst herbergi, sem að
nofckru var skrifstofa og móttöku
herbergi.
— Við verðum því miður að
biðja ykkur um að bíða enn um
stund. — Maðurinn sem þið ætl-
ið að sjá, er enn á skurðarborð-
inu. En ég heid að það verði að-
eins stutta stund ennþá. Vilduð
þið gera svo vel að fá ykfcur sæti.
— Hefur hann nokkuð kom-
ið til meðvitundar? spurði Mad
ame Aubry.
— Ekki ennþá. Þegar hún var
að draga fram stól fyrir Madame
Aiuibry, hrópaði hún allt í einu: —
Ó, Madame, hvað hefur komið fyr-
ir?
Hún horfði niður á fætur henn-
ar. Madame Aubry leit einnig nið-
ur á fætur sína. Þeir voru risp-
aðir og storknað blóð á þeim. Allt
frá því að hún hafði rispað sig á
runnanum í garði Achmed Aly,
hafði hún fundið til sviða, en
ebki hirt um það af áhyggjum
um alvarlegri hluti.
-LÞetta er ekkert, sagði hún.
— Ég hef aðeins hruflazt á fót-
unum við að stíga út í runna.
En Mademoiselle Mauricas sætti
sig ekki við slífct. Bióð kom úr
sári, og sár varð að hreinsa. Hún
náði í skál með volgu vatni og
sótthreinsunarlyfi, kraup niður við
stóiinn og þvoði r.ijúklega með
vatni fætur Madame Aubry, hún
hreinsaði einnig tvo þyrna sem
sátu enn í holdinu, með sáratöng.
Þegar hún var búin, sáust að-
eins smárispur eftir.
— Hvað með yður Murat? haf-
ið þér ekki rifið yður?
Murat lyfti upp annarri buxna-
skálminni og sýndi fótlegg hvítan
eins og spik. — Ég er of seigur
í húðinni, p.igði hann brosandi.
Þyrnarnir höfðu sezt í buxna-
skálmar hans, og hann fór nú að
týna þá úr.
Meðan þetta stóð yfir, hafði
Leavallois staðið í dyragættinni og
fylgzt með umferð á ganginum,
um leið og hann hugleiddi hvað
þau yrðu að bíða lengi.
Hann hafði þegar skýrt þeim
frá öllu sem hann vis.si, á leið-
inni til spítalans. Bifreiðarstjóri
hafði fundið manninn liggjandi
út í vegarkantinum. Aðrir bif-
reiðastjórar hefðu sennilega
einnig orðið ihans varir, án þess
að skipta sér nánar af því. Ef til
voll aðeins dregið úr hraðanum,
og svo haldið áfram. Þetta gat ver-
ið drukkinn maður, og þá var að-
eins um vandræði að ræða. Eða að
bifreið hefði keyrt á manninn, og
í því tilfelli áttu maður á hættu,
að verða ásakaður um að hafa gert
það sjálfur! Nei, það var bezt að
láta þetta afskiptalaust.
Loks hafði einn stanzað, lagt
manninn í aftursætið hjá sér og
ekið honum á sjúkrahúsið.
Árangurinn varð sá, að þessi
hjálpsami einstaklingur varð að
eyða heiium klukkutíma í það að
sannfæra tvo unga óvinsamlega
lögregluþjóna um að maðurinn
sem hann var að hjáipa, hefði
ekki orðið fyrir hans bíl!
Svo vel vildi þó til. að hinn
hjálpsami maður kannaðist við Le-
vallois, og hafði loks krafizt þess,
að boð væru send eftir honum.
Það var Levailois, sem eftir að
hafa kynnt sér á spítalanum að
hinn slasaði var ekki með neitt
í vösum sínum, sem gaf til kynna
hver hann væri, minntist þess að
hafa fyrr um daginn heyrt til-
kynninguna um leit að Lenoir,
og því samstundir hringt sjálfur
til lögreglunnar í París.
Þau biðu og biðu.
Á meðan hafði Madame Aubry
skroppið í síma niðri í inngang-
inum og hringt til Michaels. Þá
var komið fram yfir miðnætti.
Með erfiðleikum tókst henni að
sannfæra hann um, að fara að
hátta, og hafði lofað að hringja
til hans strax um morguninn.
3íðan fór hún aftur upp, þar
sem þau héldu áfram að bíða,
.reykjandi ótai sígarettur, og
ræddu öðru hverju hljóðlega sam-
an í alltof sterkt lýstu herbergi
yfirhjúkrunarkonunnar.
Öðru hvoru voru hjúkrunarkon-
ur að koma inn, til þess að sækja
eitt eða annað og fóru strax út
aftur en örlágt skóhljóð frá
gúmmíhælum þeirra á glansandi
parkettgólfinu hvarf út.
Loks kom dálítill hópur í Ijós
i enda gangsins. Tvær hjúkrunai
konur óku vagni inn í eitt her-
bergið í ganginum. Læknirinn,
roskinn maður gekk til þeirra. Dr.
Lanthenay, sagði Levallois, um
leið og hann kynnti hann.
Ilann var mjög hæverskur, og
kom beint að efninu. — Ég veit
til hvers þið eruð komin, sagði
hann. — Mér þykir leitt að þið
hafið orðið að bíða svona lengi.
Við skulum koma hér inn í annað
herbergi.
Hann bauð þeim inn í
tóma sjúkrastofu og kveikti ljós.
Þau stóðu við uppbúið tómt sjúkra
rúm og hlustuðu á frásögn hans.
Maðurinn var milli fimmtugs og
sextugs, ef tii vill nær sextugu.
Hann var mjög mikið slasaður.
Læknirinn var ekki viss um að
hann myndi lifa.
— Dökkt hár? spurði Madame
Aubry.
— Já. Dökkt hár, og dökk augu.
Góðar tennur, Meðalhár.
— Getum við fengið að sjá
hann?
— Samkvæmt vesjulegum regl-
um væri ekkert því til fyrirstöðu,
en það er annar vandi í því sam-
bandi---------hann var sem sagt,
mjög mikið slasaður.
— Álítið þér að bifreið
hafi ekið á hann?
— Nei. Það tel ég alls ekki.
Læknirinn leit augnablik þegjandi
tii þeirra. Svo hélt hann áfram:
— Ég held að hann--------------að
hann hafi fallið út úr bifreið.
— Fallið út? spurði Madame
Aubry og Murat samtímis.
- Já.
— Þér áldtið, að honum----------
að honum hafi verið hrint út úr
honum? Það var Levallois, sem
spurði.
—Það er ekki mitt, að segja
til um neitt slákit, oig að sjálf-
sögðu er það ómögulegt. Það sem
ég get sagt með fullkominni vissu
er, að þessi maður er með höfuð-
kúpubrot aftan á höfðinu, sem er
afleiðing af höggi, með þungu
vopni nokkrum klukkustundum
áður. Þeir áverkar sem hann
heíur fengið við að falla út úr
bifreiðinni — eru ekki næm því
eins alverlegir, og þeir hafa kom-
ið talsvert siðar.
Eftir að ha-- fengið þessar ógn-
vekjandi upplýsingar, gengu þau
hljóðlega inn ganginn, að stof-
unni þar sem máðurinn lá.
Strax þegar þau komu í dyrn-
ar skildist þeim hvað læknirinn
hafði átt við með því, að það
væri erfiðleikum bundið að þau
fengju að sjá hann.
Höfuð sjúklingsins var gersam-
lega hulið af sjúkrabindum, að-
eins nasaholurnar voru sýnilegar.
Jafnvel einnig handleggir hans og
hendur, sem lágu ofan á sænginni.
Eina eða tvær mínútur stóðu
þau orðiaus. Svo hvíslaði Madame
Aubry: — Gæti ég fengið að sjá
fötin hans?
— Að sjálfsögðu, Madame.
Læknirinn gaf hjúkrunarkommni
vísbendingu, sem strax gefck að
innbyg-gðum skáp í einu horni
stofunnar. Madame Aubry og
Murat fylgdu henni hljóðlega.
Hjúkrunarkonan tók jakka Len-
oirs fram úr skápnum. Það var
enginn vafi ögulegur. Madame
Aubry þekkti hann samstundis, þó
að hann væri -ii'inn og blettaður
blóði — það voru fotin sam Len-
oir hafði verið í um morguninn,
— dökkgrá röndótt föt. Hálsbindi
Lenoirs var á herðatrénu með
jakkanum. Hálsbindi sem hún
kannaðist alltof vel.við.
H-ún sneri sér undan augnablik.
Hugsunin um, að undir ölluai
þessum sára-bindum vaeri Lenoir
stórslasaður og ef tii viH deyj-
andi, setti áð hennj svima.
Hún dró djúpt andann til þess
að forðast ta-ttgaáfall,
Góóar bækur
Gamalt verð
Afborgunarskilmálar
BÚKA-
MARKAÐURINN
^iðnskólanum
er miðvikudagur 25. febr.
— Victorinus
Tungl í hásuðri kl. 4.14
Árdegisháflæði í Rvík kl. 8.36
HEILSUGÆZLA
SLÖKKVTLIÐIÐ og sjúkrabifrciðii
Símj 11100
SJÚKRABIFREID t Bafnarfirði
sima 51336.
SLYSAVARÐSTOFAN t Borgar
spítalanum er opin allan sólar-
hringinn. Aðeins móttaka slas-
aðra. Sími 81212-
Nætur og helgidagavörzlu apóteka
í Rvík, vikuaa 21.—27. febr.,
annast Laugavegs-apótek og
llolts-apótek.
Næturvörzlu í Keflavík 25. febr.
annast Guðjón Klemenzson.
FÉLAGSLÍF
Kvenfélag Ilreyfils.
Heldur sfeemmtifund að Hallveigar
stöðum fimimtudaginin 26. febrúar
fcl. 20,30. Bingó. Ta-kið með ykfcur
gesti.
Kvenfélag Ásprestakalls.
Aðalfiundurin-n verður n.k. fimmtu
dag 26. febrúar kl. 8 í Ásheimilinu.
Mætið vel og stundvíslega. Stjórn-
in.
Frá Barðstrendingafélaginu.
í tilefni af 20 ára afmælis mál-
fumdafélagsins Barðstrendingur,
verð-ur h-átíðafundur haldinn '
Domus Medica miðvikudaginn 25.
þ. m. kl. 8,30.
Tónabær Tónabær Tónabær
Félagsstarf eldri borgara.
Á morgun er opið hús frá M. 1,30
— kl. 5,30. Þar verðúr meðal a-rnn-
ars spilað, telft, lesið, kaffiveit-
in-gar, upplýsingaþjónusta, bóka-
úfclán, kvikm-ynd.
KIRKJAN
Hallgrúnskirkja.
Föstumessa fellur ni'ður vegna for-
falla.
Laugarneskirkja.
Föstumessa í kvöld kl. 8.30. Safn-
aðarfund-ur að loki-nni guðsþjón-
ust-u, rætt verður um sóknargjöld.
Séra Gax'ðar Svavai'sson.
Dómkirkjan.
Föstumessa kl. 8.30.
Séra Jón Auðuns.
Langholtsprestakall.
Föstumessa kl. 8,30. Séra Sigurður
Haukur Guð.iónsson.
Neskirkja
Föstumessa kl. 8. 30 Séra Magnús
Guðmundsson fyrrv. prófastur
annast messuna. Séra Jón Th.
ORÐSENDING
Bágstadda konan, þakkir fyrir
vcitta aðstoð.
Nokkru fyrir jólin skrifaði ég
h.jálparbeiðni fyrir sjúka konu,
sgm þurfti að kornast utan til
fi'ekari læknislijálpar. Margir
brugðust vel vilð þessari beiðni og
safnaðist alls á sjötta tu-g þúsunda
króna.
Morgðunblaðið og Tíminn tóku
á móti gjöfum og au-k þess bárust
-gjafir til mín, m.a. allstór fjárhæð
í bréfi. Vil ég þa-kka allar þessar
gjafir og þann góða hug, sem á
bak við þær liggur.
Það er af sjúku konunni að
segja, að hún fór utan fyrir nokkr-
um dögum og m-un dveljast á er-
lendu heilsuhæli um nofckurra
vikna skeið. Vonandj fær hún þar
einhverja bót meina sinna. Ferð
þessi hefði ekki verið möguleg,
nema hjálp kæ-mi tii.
Hjartans þakkir, Gu® blessar
glaðan gjafara.
Ragnar Fjalar Lárusson.
AA-samtökin:
Fundir AA-samtakanna i Reykja-
vík: I félagsheimilinu Tjarnargötu
3C á mánudögum ki 21. miðviku-
dögum kl 21, fimmtudögum kl.
21. I safnaðarheimili Neskirkju á
föstudögum kl 21 I safnaðarheim-
ili Langholtskirkju á föstudögum
Skrifstofa AA-samtakanna Tjarn-
argata 3C er opin alla virka daga
nema laugardaga 18—19 Sími
16373.
Hafnai-fjarðardeild AA-samtak-
anna: Fundir á föstudögum kl
21 í Góðtemplarhúsinu. uppi
Vestmannaevjadeild AA-sam-
takanna: Fundir á fimmtudögum
ki 20.Í30 i húsi KFUM.
Heyrnarhjálp:
Þjónustu við heyrnai'skert fólk hér
á landi er mjög ábótavant Skii-
yrði til úrbóta er sterkur félags-
skapur þeirra. sem þurfa á þión-
ustunni a-ð halda — Gerist þvl fé-
lagar.
Félag Heyrnarhjálp
Ingólfsstræti 16,
síiul 15895-
Z / 0 v
zzmzmzZ
12 ]'■ ,v
3005
Krossgáta
Nr. 503
Lóðrétt: 2 Verkur 3 Vafi 4
Stei-kja 5 Borða 7 hreinka
8 Ætt 9 Kemst 13 Verkfæri
14 Hifcunartæki.
Ráðnin-g á gáfcu nr.:
Lárétt: 1 Æfing 6 Náttföt
10 Ær 11 Na 12 Rigning 15
Aftan.
Lárétt: 1 Atvi-nnu 6 Hundurinn Lóðrétt: 2 Föt 3 Nöf 4
10 Hasar 11 Vein 12 Segir satt 15 Snæri 5 Staga 7 Ari 8 Tin
Gljái. 9 Önn 13 Gæf 14 Iða.
SOLNING H.F.
s í M I 8 4 3 2 0
BIFREIÐASTJÓRAR
FYRIRTÆKI — KAUPFÉLÖG
Látið okkur gera hjólbarðana yðar að
úrvals SNJÓHJÓLBÖRÐUM.
Sólum allar tegundir vörubifreiða-hjólbarða.
Einnig MICHELIN vírhjólbarða.
SQLNING H.F.
Baldurshaga
v/Suðurlandsbraut.
SÍMJ 84320
Pósthólf 741.