Tíminn - 19.03.1970, Side 9
miMTUDAGUR 19. marz 1970.
TÍMINN
9
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas
Kerfsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnar-
sikrifstofur i Edduhúsinu, símar 18300—18306. SkrifstofUT
Bamkaetræti 7 — Afgreiðslusími: 12323 Auglýsingasimi: 19523.
Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskrifargjald kr. 165.00 á mán-
uði, innanlands — í lausasölu kr. 10.00 eint. Prentsm Edda hf.
Skoðanakönnunin
í Reykjavík
Undanfarnar vikur hafa farið fram í mörgum bæjar-
og sveitarfélögum skoðanakannanir um skipun á fram-
boðslistum flokkanna við bæjar- og sveitarstjórnarkosn-
ingarnar í vor. Það eru fyrst og fremst Framsóknar-
flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, sem hafa fylgt þess-
ari vinnuaðferð, en Alþýðuflokkurinn og Alþýðubanda-
lagið hafa einnig fylgt henni á nokkrum stöðum. Ákveð-
ið mun af hálfu þeirra að beita henni ekki í Reykjavík,
hvað, sem veldur.
Skoðanakannanir þessar hafa farið fram með ýmsum
hætti, sem ekki er óeðlilegt, þar sem hér er um vinnu-
brögð að ræða, er ekki hefur verið beitt áður við skip-
an framboðslista og ekki eru heldur fyrir hendi erlend
fordæmi, nema í sambandi við kosningar í einmennings-
kjördæmum. Hér er því verið að þreifa sig áfram með
nýja starfsaðferð, sem á að gefa óbreyttum flokksmönn-
um og kjósendum bætta aðstöðu til að hafa áhrif á
mannaval flokkanna.
Skoðanakönnunum þeim, sem fara fram á vegum
Framsóknarflokksins að þessu sinni, er nú flestum lokið.
Um seinustu helgi fór fram skoðanakönnun um skipan
sex efstu sætanna á fromboðslista Framsóknarflokksins
í Reykjavík, en að borgarstjórnarkosningunum þar mun
mestri athygli beint. Þeir Einar Ágústsson og Kristján
Benediktsson, sem verið hafa borgarfulltrúar flokksins
undanfarin átta ár, hlutu langflest atkvæði, og hafa
þannig hlotið maklega viðurkenningu fyrir störf sín í
borgarstjórninni. Sigríður Thorlacius, sem var í þriðja
sætinu í seinustu borgarstjórnarkosningum, gaf ekki kost
á sér aftur, en í það sæti hlaut nú Guðmundur Þórarins-
son verkfræðingur langflest atkvæði. Guðmundur er
þrítugur að aldri, er þekktur úr íþróttahreyfingunni og
skátahreyfingunni og hefur starfað sem verkfræðingur
hjá Reykjavíkurborg undanfarin ár- Hann kann því góð
skil á skipulags- og framkvæmdamálum borgarinnar. í
fjórða sæti hlaut annar ungur maður, Alfreð Þorsteinsson
íþróttafréttaritari, langflest atkvæði, en hann er manna
kunnugastur íþróttamálum borgarinnar. í fimmta sætið
valdist ung menntakona, Gerður Steinþórsdóttir, og í
cjötta sætið þekktur iðnrekandi, Kristján Friðriksson.
Það var áberandi, að þátttaka ungs fólks var hlutfalls-
lega mun meiri en eldra fólksins í skoðanakönnuninni.
Því fór þó fjarri, að fylgi þeirra Guðmundar, Alfreðs og
Gerðar væri einskorðað við það.
Eins og kunnugt er, er þessi skoðanakönnun ekki bind-
andi fyrir uppstillingarnefnd fulltrúaráðsins, eða full-
trúaráðið sjálft, heldur til leiðbeiningar af hálfu flokks-
manna. Óhætt er að segja, að skoðanakönnunin hafi
farið vel fram og auðveldað stórum starf uppstillingar-
nefndarinnar og fulltrúaráðsins.
Mikilsverð kjarabót
Tvö stærstu félögin 1 Alþýðusambandi íslands, Dags-
brún og Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, hafa skorað
á Alþingi að samþykkja frv. Framsóknarmanna um að
láta skattvísitöluna fylgja framfærsluvísitölunni.
Það er bersýnilegt, að launþegasamtökin telja þetta
mikilsverða kjarabót, og því ætti Alþingi að vera búið
að samþykkja þetta frumvarp Framsóknarmanna áður en
kaupgjaldssamningainir hefjast. Þ.Þ.
JAMES RESTON:
Stjórnlist Nixons sýnir hæfni
hins æfða, klóka atvinnumanns
En nægir það til að leysa hin stóru viðfangsefni?
NIXON
AÐFARIR ríkistjórnar Nix-
ons forseta þessa dagana minrna
dálítið á fótboltalið, sem leik-
ur góðan vamarleik. Nixon vek
ur ekki mikla hrifningu eða
eftirvæntingiu, en honum tekst
að trufia jafnvægi andstæðing-
anna og er snjaill í því að hörfa
skipulega þegar á þarf að
hallda.
Tvennit, sem nýlega hefir
gerzt, má heita táknrænt fyrir
þetta. Kennedy fjármálaráð-
herra var sakaður um að hall-
ast að samþykkt, sem hefði gef-
ið fyrrverandi starfsmanni í
Hvíta húsiuu milljón dollara
gróða. Fonsetinn brá skjótt við
og var búinn að koma sam-
þykktinni fyrir kattarnef innan
fáeinna klukkustunda.
Forsetinn var nokkru 6einni
til viðbragða, þegar hann var
sakaður um að heyja leyniiega
styrjöld i Laos. Von bráiðar
lagði hann þó fram tvær yfir-
lýsingar, þar sem hann gaf upp
tölu hermannanna, sem þátt
tækju í bardögum þarrna, og
eins hverjar hernaðarathafnir
þeirra væru og í hvaða tilgangi.
ANDSTÆÐIN GARNIR eru
ekki ávallt ánægðir með ráðstaf
anir forsetans til þess að koma
í veg fyrir rangar ákvarðanir
eða verjast háska, — og voru
það til dæmis ekkj í þeim
tveimur tilvikum, sem getið var
hér á undan. Þessar ráðstafan-
Iir draga þá úr háiska og tjóni
og koma í veg fyrir að mein-
semdin — (eðia sannleikurinm
ef einhver kýs beldiur að kom-
ast þannig aið orði) — grafi um
sig og breiðist út.
Nærri liggur, að þessi við-
brögð séu einíkennandi fjrir
ríkiisstjórnina. Stöku sinnum
nær hún boltamun og spyrinir
langt fram (svo að aftur sé
gripið til samlíkingarinnar við
fótboltann), eins og tii dæmis
ímyndaðri sókn hennar á vel-
ferðarvígstöðvanum. Hitt er þó
algengara, að ríkisstjórnin sé í
vöim, h-örfi aftur til fortíðar-
innar, hafj nánar gætur á sókn
andstæðinganna til beggja
handa og reyni að verjaist alvar-
legum áfölilum.
NIXON forseti er ekki sér-
lega likur Lyndon Johnson, sem
hætti til að beita þráa, þegar
á hann var ráðizt og slakaði
ekki til í neirau fyixi en hann
varð að gefa allt upp á bátinn,
— þar á meðal Hvíta húsið.
Nixon forðast alvarlega á-
rekstra, þegar hann er veikur
fyrir og hörfar þá til hagfelld-
ari vígstöðu, og fullyrðir um
leið, að hann hafi sótt veruiega
fram.
Þetta gerðist til dæmis þegar
fast var að honum lagt og hann
hóf að flytja bandaríska her-
menn frá Víetnam. Hann laekk-
aði fjárframlög til varnarmála.
dró úr áætlun um eldflauga-
varnir, minnkaði sbuldbindingar
Bandaríkjamanna erlendis,
minnkaði . meirihluta frjáls-
lymdra í hæstarétti — og læfck-
aði röddina.
SEGJA má að nart og skrik
sóu höfuðeinkemnin á stefimu
forsetans. Hann er snillingur í
að hagnýta sér óánægju og í-
haldshneigð samtímans og þok-
ar þjóðinni til hægri, en tetour
afar sjaldan stökk, s.em komið
gætu þjóðinni á óvænt eða
vakið hjá hemni ótta. Flestu er
í hóf stiilt, — ofurlítið minni
hernaðuir en áður, örlitið hæg-
ari verðbólga, lítið eitt minni
atvinna, dálítið minni samein-
ing kynþáttanna, — og um allt
er f jallaið af stakri eimlaagmi og
látið sem um verulegar framfar
ir væri að ræða.
Þessar aðferðir bera vott um
einstaka snilli í augium þeirra,
sem eru hrifnir af list stjórn-
málanna framar öllu öðru, —
og þeir eru margir í höfuðborg
Bandaríkjanna. Forsetinn sýnir
slíka fimi atvinnumannisins í að
velja sér réttan tíma og mátu-
legar athafnir að hann hlýtur
ekki aðeins lof fyrir göfuglyndi
og samvinnuilipurð, heldur ligg-
ur við að honum sé þökkuð hug
myndin um frið í Víetnam, vin
áttu við Rússa, hreint vatn,
hreint loft o-g hreinleika í
líferni heima fyrir.
FARNIST Nixon forseta vel,
verður hann síðar talinm einn
af snjöllustu stjórnmálamönnum
þessarrra aldar. Hann glimir
við tvö mjög svo mikilvæg og
vandmeðfarin viðfangsefni, eða
annars vegar að draga úr tjóni
Bandaríkjamanma i Víetnam og
skuldbindingum þeirra hvar-
vetna annars staðar, án þess að
leiða þjóðina imm i nýtt eim-
angrumartímabil, og hins vegar
að berjast gegn verðbólgunmi
heima fyrir, án þess að lenda í
nýrri efnahagskreppu.
Forsetinn þarf sannarlega á
að halda allri þeirri hæfni og
snilli, sem honum er og verður
tiltæk, ef homum á að lánast að
vailda þessum tvetmur erfiðu
og vandmeðförnu viðfangsefn-
um heima fyrir og erlendis,
eimkum þegar þess er gætt, að
meirihluti fulltrúadeildar þings
ins er homum andstæður, Repu-
blikafiokkurinn klofinn, til
vinstri berjast herskáir stúd-
entar og blöktoumenn, en ó-
ánægðir umbótamenn til hægri. R
TIL þessa hefir forsetamum
tekizt með fótfimi að sneiða hjá
háskalegustu gildrunum. Varn-
ahleikni hans hefir varið hann
falli og það er ekki svo lítið af-
rek. Það er þó efcki þungamiðja
málsins, að hann hefir dxegið
lítið eitt úr hernaðinum í Víet-
nam, hægt ofurlítið á verðbólg
unni heima fyrir, birt sumar af
staðreynduinum um stríðið í
Laos og bjargað Pompidou for-
seta á Waldorf. Hitt kann að
reynast þyngra á metunum að
hamn situr fastur bæ-ði í Víet-
nam og Laos, á bæði við að
stríða vaxandi verðbólgu og at-
vinnuleysi og aukna erfiðleika
vegna vaxandi afla og áhrifa
Sovétmanna í löndunum fyrir
botni Miðjarðarhafsins.
Öllum kemur saman um, að
Nixon forseta farnist betur en
þeir bjugigust við, en það sann-
ar einungis, hverju umliðin ax-
arsköft hafa til leiðar komið,
— og bagfellt undanhald hrek-
ur naumast nema aið vissu
marki. Einhverntíma verður
forsetinn að ná boltanum, ná
undirtökumum í leiknum og
valdi á sótonimii.