Tíminn - 21.03.1970, Qupperneq 1

Tíminn - 21.03.1970, Qupperneq 1
il— {111 ; „^i v frf ■Mf&M <* fwtmi 67. tbl. — Laugardagur 21. marz 1970. — 54. árg. M INN Uppreisn hjá íslenzkum skipstjóra EJ-Reykjjavík, föstudag. f gær var gerð uppreisn á norsku flutningaskipi, sem ís- lenzkur skipstjóri stjórnar. Gerðu kínverskir sjómenn, sem á skip- inu eru, árás á skipstjórann, Helga | Óskarsson, og aðra yfirmenn, sem I eru norskir, og hlaut einn yfir- mannanna nokkurn áverka. Helga | og öðrum yfirmönnum skipsins I tókst þó að bæla uppreisnina nið | ur, og var allt rólegt um borð í , dag. Skipið. „Nego Anne“, var í flutn ingum á Kyrrahafi og í þetta sinn á leið frá Japan til Filippseyja. Var Nego Anne komin á móts við hinar þekktu Iwo Jima-eyjur, þeg ar japanska landhelgisgæzlan heyrðj veikt kall frá skipinu. Var sendingin mjög óljós, en þó heyrðu Japanirnir a'ð loftsikeytamaðurinn néfndi orðið „uppreisn". Á skip- inu var íslenzki skipstjórinn, 9 norsikir yfirmenn og 31 kínverskur háseti. Japanir sendu landhelgisbát þeg ar í átt til skipsins og komst brátt i loftskeytasamiband við það. Kom þá í Ijós, að nokkrir Kínverjanna höfðu ráðizt á Helga, 1. stýrimann og loftskeytamanninn og gert tilraun tiJ að ná skipinu á sitt vald. Tókst yfirmönnum, umd ir forystu Helga, að bæla upp- reisnina niður, en ekki liggur ljóst fyrir hversu margir Kínverj anna stóðu að upprcisnartilraun- inni . Framhald á bls. 14 Loftleiðamálið: Jákvæðum við ræðum lokið KJ—Reykjavík, föstudag. Frá því á mánudag, hafa stað- ið yfir í Washington viðræður milli íslenzkra og bandarískra* embættismanna um flugmál, og fóru vúðræður þessar mjög vin- samlega fraim, en þeim lauk í dag. Á þessum fundum kornu fram tillögur, sem lagðar verða fyrir rfkisstjórnir landanna á næstunni, og síðan hefur aftur verið boðað ur fundur embættismannanna 27. apríl n. k. Hús Vátryggingafélagsins h.f., sem nú hefur verið lýsf gjaldþrota. (Tímamynd — Gunnar). Er gjaldþrot Vátrygginga- félagsins h.f. 30 milljónir? KJ—Reykjavík, föstudag. I skuldir þess nema tugum milljóna. I gjaldþrotum, sem orðið hafa hér Er upphæðin 30 milljónir nefnd á landi, og þetta mun í fyrsta Vátryggingafélagið h. f. hefur í þessu sambandi. Mun óhætt að sinn í sögunni, að tryggingafélag verið lýst gjaldþrota, og munu | fujlyrða, að þetta sé eitt af stærstu I verður gjaldþrota á fslandi. Kynna íslenzkt lamba- kjöt í Svíþjóð í dag Mikil auglýsingaherferð í dagblöðum ákveðin EJ—Reykjavik, föstudag. Á morgun, laugardag, fer fram kynning á 12—14 réttum úr íslenzku lambakjöti í Gauta borg og er það upphaf að mik- illi auglýsingaherferð í Sví- þjóð, að sögn Skúla Ólafsson- ar hjá Saimbandi ísl. samvinnu félaga. Er það Sambandið og Stéttarsaniband bænda, sem standa að þessari kynningu. Kynningin á lambakjötsrétt- unum, og um leið á fjölmörg- um íslenzkum ostaréttum, fer fram í hádeginu á morgun í Hotel Park Avenv í Gautahorg. Þar verða mættir Agnar Tryiggvason, framkvæmdastjóri, og tveir brytar frá Hótel Sögu, þeir Bragi Ingason og Eiríkur Viiggósson. Gestir á vörukynningu þess- ari verða aimbassador íslands í Svííþjóð, Haraldur Kröyer, ís- lenzki konsúllinn í Gautaborg, fréttamenn frá ölLuim helztu dagblöðunuim í Svíþjóð, sjón- varpi og útvarpi. Einnig verða þarna ferðaskrifstofumenn og fullitrúar veitingahúsa og gisti húsa. Gullfoss fór með 220 tonn af íslenzku la'mhafcjöti til Gauta bongar, en þar var fanmurinn losaður á þriðjudaginn. Vænt- anlega verða 300 tonn til við- bótar send ti'l Svíþjóðar inn- an skiaanms, en tollfrjálsi inn- flutningurinn á lamibakjöti héð- an á sænska markaðinn giidir aðeins á tímabilinu frá 1. febrú ar til júní. Skúli sagði, að verð á lamiba kjöti væri nú mjög hagstætt í Svíþjóð og um 5—6% hærra en óniðurgreitt verð hérlend- is. Eins og áður segir verður kynningu þessari fylgt eftir með auglýsingaherferð í sænsk um blöðum, og sagði Skúili að SÍS og Stéttarsambandið vænti góðs árangurs af þessari starf- semi. Innflutningskvótinn í Svfþjóð er nú 500 tonn. Fari magnið umfarm kvótann verð- ur að greiða toll af kjötinu. KAUPMÁTTUR ÖRORKU- OG ELULAUNA HEFUR MINNKAÐ UM 16,2?. SlÐAN ’67 TK—Reykjavík, föstudag. Síðan 1967 hefur taupmáttur örorku- og elllauna' minnkað um 16,2% miðað við neyzluvöruvísi- töluna. í dag var fellt á Alþingi, að hækka örorku- og ellilaun um 15% til að vega upp á móti rýrn- un kaupmáttar öryrkja og ellilíf- eyrisþega, en samþykkt tillaga Alþýðuflokksins um að hækka þessar bætur aðcins um 5,2%. FramsögU'maður meiri'hlutans, Bragi Sigurjónsson. Alþfl., sagði að þrátt fyrir þá staðreynd. að kaupmáttur hefði rýrnað svo mjög teldi meirihlutinn það hæfi'legt að hæjcka þessi laun um 5,2%. Minnihlutinn bar fram lillögu um að örorkubæturnar yrðu hækkaðar um 15%. Sú tillaga var felld að viðhöfðu nafnrhalli með 19 atkvæðum ge-gn 18. 5,2% hækkun elli- og örorku- lífeyris svarar til ( króna á dag. Sigurviti Einarsson benti á í umræðuhiim, að þegar reikna ætti út rýrnun kaupmáttar ellilauna væri eðlilegast að miða við hækk- u_ matvæla, nauðsyn.iavörur, því að tekjur þessa fólks nægðu vart til þess a® menn hefðu til hnífs og skeiðar hvað þa meira, og mat- vörurnar hafa hækkað mun meira en framfærsluvisitalan og kaup- mátturinn því í rauninni rýrn- að miklu meira en vísitalan gæfi tii kynna. Eins og Tírninn hefur skýrt frá áður, þá hefur félagið áitt í mifclum fjárhagserfiðleikum, og fyrir skömmu var félagið svipt leyfi tii að annast ábyrgðartrygg- ingar bifreiða, og þá yfirtók nýtt tryggingafélag nýlega hluta starf- seminnar. Vintist þá aðeins tíma- spursmál bvenær félagið jrrði gjald þrota, eins og komið er nú á dag- inn. Það mun hafa verið á föstu- daginn í síðustu viku, að foráða- menn félagsins lýstu félagið gjald- ' þrota hjá borgarfógetaembættinu í Reykjavik. Að því er Unnsteinn Beek borgarfógeti tjáði frétta- manni Tímams í dag, þá munu úti- standandi kröfur á félagið vera miklar, en hve mifclar, er ekki ná'kvæmiega vitað. Allavega er um stórar upphæðir að ræða, og má búast við að gjaldþrotamál félagsins verði lengi til meðferð- ar, þar sem fcröfur á trygginga- félög eru oft lengi á leiðinni. Bráðabirgða efnahagsyfirlit var gert yifir stöðu félagsins í októ- ber, en þá voru farnar að berast kröfur í einnar miltjón fcróna tryiggingafé Vátryggingafélagsins sem var í vörzlu dómsmálaráðu- neytisins. í síðustu viku var húseign Vá- tryggingafélagsins að Borgartúni 1, slegin hæstbjóðanda á nauð- ungaruppboði, en 16 veð hvfldu á húseigninni. Guðmundi Péturssyni hrl. var slegin éignin fyrir. hönd dánarbús Guðmundar Ásmundsson ar hrl. á 3,6 milljónir, en dánar- búið mun hafa verið með um tveggja milljóna kröfu í husið. í sambandi við nauðungaruppboð þetta, vakti það nokkra athygli, að ekkja nokkur var með um einn ar millj. króna kröfu í húsið, sem var líftry'ggingafé manns henn ar, er hún hafði fengið greitt með veðskuldabréfi, og með tryggingu í 10. veðrétti hússins. Lögum sam'kvæmt er skylt að láta fara frarii sakadómsrannsókn verð-' aðili gjaldþrota. Fæst þá kannski svar við þeirri spurningu hvað orðið hefur um sjóði Vátrygg ingafélagsins, en þeir munu hafa verið miklir á sínum tíma.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.