Morgunblaðið - 30.10.2005, Side 14

Morgunblaðið - 30.10.2005, Side 14
14 | 30.10.2005 dóttir. Hún var tvítug og kenndi við Barnaskólann á Ísafirði. Ég var að vinna í bakaríi og að mála með pabba og var í smávegis millibilsástandi, þegar ég kynntist henni. Við hittumst fyrst í gegnum sameiginlega kunningja og spjölluðum saman. Síðan urðum við par á dansleik. Við dönsuðum tangó út úr Félagsheimilinu í Hnífsdal og sá tangó stendur enn og hefur verið gerður ódauðlegur í lagi með Grafík, þótt endirinn í því sé sorglegri en í raunveruleikanum. Í tangó urðum við ástfangin, störðum saman tvö inn í nótt, skál við dreyptum á af hunangi, lásum saman líf, urðum eitt. Þessi nótt er kveikj- an að upphafi textans. Vorið eftir var verkfall í skólanum og meðan það stóð yfir vor- um við í rúminu í nafni ástar og friðar, eins og John og Yoko, lásum Gerplu og elsk- uðumst.“ Ævintýrið hélt áfram, því þegar skóla lauk um vorið fluttu hjónaleysin frá Ísafirði og fóru í heljarinnar ferðalag til útlanda, sem Helgi líkir við hveitibrauðsdaga. „Við flugum til Kaupmannahafnar, tveir fátækir krakkar, og ætluðum á puttanum til Ibiza. Þetta var í ágúst árið 1978 og dæmigert hippaferða- lag. Við vorum á flakki í þrjá mánuði og lentum í miklum ævintýrum og alls kyns svaðilförum. Eitt skipti þurftum við að sofa í vegkanti við stóra hrað- braut, en Vilborg var þá orðin ófrísk að okkar fyrsta barni. Einnig lentum við í gúmmíkúlnahríð óeirða- lögreglu í Barcelona og urðum viðskila á flóttanum.“ Styrkti þetta sambandið? „Já, en það má segja að við höfum sofið í örmum hvort annars og búið saman frá fyrsta degi. Ég held að í okkur hafi mæst sálir sem var virkilega ætlað að eiga saman. Við erum miklir sálufélagar. Sambandið var mjög ástríðufullt strax frá byrjun og maður hugsaði með sér, þetta getur nú ekki enst svona. Ok, þetta er gaman á meðan það varir en kannski búið eftir tvo mánuði. Svo liðu þeir og þá hugsaði maður, kannski verður þetta búið eftir hálft ár. Svo leið það, en maður trúði því aldrei almennilega að þetta gæti haldið svona áfram.“ Manndómsvígsla námsáranna Þegar þau náðu loks til Ibiza lágu þau síðan í mak- indum á nektarströnd á Formentera. Lífið var ljúft. „Við fórum ekki í spjör nema einu sinni í viku þegar tími var kominn til þess að sækja vistir í þorpið; brauð, salat, rauðvín og vatn. Þetta var algert yndi og er stór og falleg minning. En við gátum auðvitað ekki dvalist þarna endalaust og að því kom að við þurftum að fara heim aftur. Vilborg hafði alltaf ætlað sér að fara í leiklistarskóla og hafði fengið inngöngu í leik- listarskóla í Bretlandi árið áður, en sleppt því að fara. Við sóttum bæði um inngöngu í Leiklistarskóla Ís- lands og komumst bæði að. Orri, elsti sonur okkar, var hálfsárs þegar við byrjuðum í skólanum. Við bjuggum uppi á þriðju hæð í lítilli íbúð við Laugaveg og þvottahúsið var niðri í kjallara. Við áttum ekki þvottavél og bara að hreinsa taubleiurnar var 2–3 tíma aðgerð þegar allt er lagt saman. Við vorum að mestu leyti heppin með gæslu, einnig hjálpuðu afi og amma til og systur Vilborgar, sem aðstoðuðu okkur rosalega mikið. Þannig að þetta gekk nú, þótt það væri erfitt. En þetta reyndi mikið á okkur. Skólinn var frá klukkan átta á morgnana og oft til sjö á kvöldin og þá var hellings heimavinna eftir. Það var mikil naflaskoðun og mikið egó í gangi í skólanum, maður þurfti að pæla mikið í sjálfum sér, og bólgnaði allur upp. Þetta var því mikil manndómsvígsla. Maður átti engan pening og fór allra sinna ferða í strætó og þurfti stundum að leita í krukkum með gömlu útlensku klinki til þess að komast ferða sinna af því maður átti ekki tíkall í strætó.“ Helgi og Vilborg útskrifuðust úr Leiklistarskólanum árið 1983 og fékk Helgi strax hlutverk í Atómstöðinni og var líka beðinn um að ganga til liðs við hljómsveitina Grafík. „Þannig að ég var strax kominn á kaf í vinnu, sumarið eftir útskriftina. Við tókum upp Atómstöðina í miðri viku. Svo var flogið vestur og keyrt í rútu um Vest- firðina, þar sem við héldum tónleika. Þannig leið þetta fyrsta sumar og eiginlega má segja að þetta hafi verið svona síðan.“ Þarftu á miklum hasar að halda? „Já, það má segja að það kveiki í mér að hafa margt í gangi í einu. Ég veit ekki hvort það er áunnið, en þegar það er minna að gera get ég dottið svolítið niður í orku. Því meira sem er að gera, því meira kem ég í verk, og klára því enn fleiri hluti en ella. Kannski er þetta karaktereinkenni. Stundum finnst mér það slæmt og ég hef hugsað með mér, af hverju ekki bara að gera einn hlut og einbeita sér að honum? Maður spyr sjálfan sig, af hverju gerði maður þetta, en ekki hitt? Ég hef alltaf haft þörf fyrir að takast á við marga ólíka hluti og að einhverju leyti hefur það kannski orðið mér til trafala. Ef ég hefði einungis hugsað um leikarann hefði ég kannski náð lengra á því sviði, ef ég hefði einbeitt mér að tónlistinni, hefði ég kannski verið búinn að gera stærri hluti þar. Stundum finn ég fyrir örlítilli eftirsjá, en þetta er eitthvað sem ég get ekki breytt og í dag er ég nokkuð sáttur. Fullnægjan í því að svala þessari forvitni sem er svo rík í mér og kynnast ólíkum hlutum er þegar upp er staðið að mörgu leyti ríkari fyrir mig persónulega, en kannski hefur það komið í veg fyrir bikara eða verðlaun á einhverju sviði.“ Grafíkur-tímabilið stóð frá 1983 til 1986 og segir Helgi það hafa verið stutt og skapandi. „Ég var nýkominn út úr leiklistarskólanum, bólginn af sköpunarkrafti, með ákveðnar hugmyndir og hleypti kannski svolítið nýju lífi í hljómsveitina. Ég var ákveðinn og ráðandi en þegar yfir lauk held ég að mönnum hafi einfaldlega þótt ég orðinn of yf- irgangssamur. Eiginlega var ég bara rekinn. Graf- ík hafði verið starfandi í nokkur ár þegar ég kom til sögunnar og gefið út tvær plötur, svo þetta var kannski ekki óeðlilegt. Ég kom inn í þeirra hljóm- sveit.“ Grafík gaf út tvær plötur með Helga innan- borðs og samdi hann allar laglínur og texta, nema við Húsið er að gráta, sem er eftir Vilborgu. Helgi var líka kominn á kaf í leikhúsið á Grafíkur-tíma- bilinu og þreytti frumraun á sviði Íslensku óp- erunnar í La Traviata, í miklu sönghlutverki. „Ég lék þjón og söng: „Kvöldmaturinn er tilbúinn.“ Það var frumraunin í leikhúsinu á eftir Atómstöð- inni. Síðan lék ég í Alþýðuleikhúsinu, bæði í Jak- ob og meistarinn og Láttu ekki deigan síga, Guð- mundur. Einnig var ég í Landi míns föður í Iðnó. Ég lék mikið frá árinu 1985 og næstu 5–6 ár var ég í tveimur til þremur stórum hlutverkum á ári, auk þess að vera í hljómsveitinni Síðan skein sól.“ Orri fæddist árið 1979 og Björn Halldór árið 1984 og var Helgi mikið fjarri heimilinu. „Það mæddi mikið á Vilborgu og hún var ekki alltaf ánægð með það, eins og gefur að skilja. Ég var ef- laust mjög frekur á tímann og alltaf á leiðinni að meika það. Það er auðvelt að vera vitur eftir á, en starf sem er verkefnatengt og ekki bundið af reglulegum vinnutíma lýtur sínum lögmálum og þegar maður er nýútskrifaður leikari snýst allt um að fá hlutverk. Við sögðum alltaf við Vilborg á meðan við vorum í Leiklistarskólanum, að við ætluðum að gefa okkur tvö ár til þess að festa okkur í sessi sem leikarar, og flytja svo til útlanda. Þetta var auðvitað algerlega útópískt af okkar hálfu. Svo fær maður hlutverk og þá tekur maður það og verður bara að stóla á að annað reddist. Vilborg varð ófrísk að Birni Halldóri árið1984 og það hélt auðvitað aftur af henni. Hún var heima með barn á brjósti og þó að hún hafi fengið hlut- verk, var það erfiðara fyrir hana að sinna sinni listsköpun en mig. Naflastrengurinn tekur í, ekki síst fyrstu misserin. Auk þess að leika var ég að spila með hljómsveitinni, sem gaf pen- ing, og svona þróaðist þetta bara. Ekki það, að ég hafi ekki gert mér grein fyrir því, en maður lét hlutina ganga svona og svo liðu árin.“ Hvenær ákvaðstu að taka tónlistina fram yfir leiklistina? „Það var í kringum 1991 eða 1992. Þá var ég búinn að vera að spila stanslaust í tvö ár með Sólinni og leika stór hlutverk, til dæmis í Ljósi heimsins, Ljóni í síðbuxum og Djöflaeyjunni. Ég var enn að spila allar helgar og oft var það þannig, að eftir síðasta framklapp hljóp maður í búningsklefann, í fötin, út í bíl, brunaði eitthvað út á land og spilaði til fjögur. Ég kom heim í morgunsárið og svo var kannski sýning aftur um kvöldið. Þetta var orðið of mikið eftir nokkurn tíma. Á mánudögum og þriðjudögum var maður svo alveg dauður. Ég hef reyndar alltaf verið mjög orkumikill og skýri það með því að hafa verið alinn upp á Ísafirði. Orkan í umhverfinu varðveitist vel því bærinn er umluktur fjöllum á báða vegu. Hún safnaðist og þéttist inni í líkamanum og sálinni. Hvort sem það er rangt eða ekki, er það góð kenning. Álagið var rosalegt. En þegar maður mætti á tónleika, á elleftu stundu, skellti maður bara í sig einum viskí, kom inn í öðru lagi og hrópaði, eru ekki allir í stuði?“ ERKITÖFFARINN ER LIÐIN TÍÐ L j́s om yn d: E gg er t Helgi og Vilborg hafa verið saman í 28 ár og gengu í hjónaband eftir aldarfjórðungssambúð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.