Morgunblaðið - 30.10.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.10.2005, Blaðsíða 16
16 | 30.10.2005 Sóttistu eftir þessari spennu? „Já, ég hef greinilega verið einhvers konar adrenalín-fíkill á þessum tíma, en finn að sú þörf er ekki eins rík og hún var í dag.“ Hvaða áhrif hafði þetta á sambúð ykkar Vilborgar? „Við erum bæði mjög sjálfstæðir einstaklingar og Vilborg var ekkert háð mér. Ef- laust hefur þetta bitnað á tengslunum að einhverju leyti. Við höfum hins vegar alltaf gefið hvort öðru mjög mikið frelsi til athafna. Þegar sem mest var að gera hjá mér, geri ég ráð fyrir að hún hafi verið orðin hundleið á mér, án þess að ég muni eftir ein- stökum uppákomum. Það er kannski bara minn lúxus. Ég er gleyminn á svona hluti, því miður. Heimilið og fjölskyldan lentu miklu meira á hennar herðum, klárlega, en hún lék talsvert á þessum tíma og einn vetur skiptum við fjölskyldunni upp á meðan hún var að leika hjá Leikfélagi Akureyrar, svo þetta hefur ekki verið heilagt þannig.“ Síðan skein sól varð síðar SSsól og hefur átt eina 30 smelli og gefið á annað hundr- að lög út á plötum. „Við notuðum sömu aðferð og í Grafík á sínum tíma og unnum lögin út úr spuna. Svo setti ég melódíu ofan á það sem spannst og bjó til texta. Einnig samdi ég líka grunn að lögum með Eyjó (Eyjólfi Jóhannessyni) gítarleikara eða Jakobi (Jakobi Smára Magnússyni) bassaleikara.“ Leikrænir textar Er textagerðin rík í þér? „Nei, nei. Þetta hefur æxlast þannig því enginn annar hef- ur verið tilbúinn til þess að semja textana. Ég hef aldrei litið á mig sem stórkostlegt textaskáld, en kannski er einn og einn ágætur. Ég þurfti að geta verið sterkur í minni tjáningu þegar ég var að flytja eða syngja texta á sviði og því hugsaði ég oft út í það á meðan ég var að semja. Of mikil þriðja persóna eða fjarlægð passaði ekki inn í mitt látbragð og tjáningu þegar ég var á sviði með hljómsveitinni. Það gekk út á læti og ákefð og sterk skilaboð til fjöldans, að hrífa hann með og láta syngja með og það gaf ákveðinn tón í textasmíðinni.“ Hvaða lög Sólarinnar ertu ánægðastur með? „Það er alltaf gaman að Ef ég væri guð. Einmana finnst mér mjög flott, bæði lag og texti. Þetta er það sem mér dettur í hug í fljótu bragði. Ég hef aldrei bundið mig við rím og stuðla og textarnir hafa verið mikið á tilfinningabasis. Ég er nokkuð ánægður með það sem einn félagi minn í bransanum sagði, þú ert eini maðurinn sem kemst upp að segja Halló, ég elska þig, án þess að það sé væmið. Ég get alltaf staðið við það sem ég segi og finnst einfaldleikinn sterkastur og leyfi mér oft að vera naív og barnalegur, en stend fyllilega við það sem ég er að syngja. Ég hef meiri tilhneigingu til þess að einfalda hlutina en flækja og tel einfaldleikann beittari hníf. Einfaldleikanum fylgir miklu meira og hann leyfir áheyr- andanum að vera með. Er það sem þú hefur samið, tónlistin sem þig langaði alltaf til þess að skilja eftir þig? „Þetta er að minnsta kosti tónlistin sem varð til. Það sem við gerðum var ekkert rosalega útreiknað. Það var bara hent í pottinn og hrært. Hraðinn var mikill og við spiluðum mikið.“ Árið 1991 tók Sólin upp plötu í London sem aldrei var gefin út. „Já, hún er týnda platan. Þar var á ferð allt öðruvísi tónlist en við höfðum gefið út. Jakob Frímann var okkur mjög innan handar og við héldum nokkra tónleika í mjög frægum klúbbum. Á eina þessara tónleika kom mjög heitur pródúsent og umboðs- maður. Hann varð mjög hrifinn og kom baksviðs eftir tónleikana og sagði: Ég skal gera þig frægan, ef þú skiptir um skó. Ég var í svörtum Nike skóm, sem augljóslega þótti ekki mjög kúl. Þessi maður var umboðsmaður Daisy Chainsaw, sem þá var al- gerlega á toppnum bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þetta leit bara allt mjög vel út. Hann bjó til teymi lagahöfunda, textasmiða og upptökustjóra sem við unnum bæði með hér heima og úti. Við kláruðum mjög þunga og aggressíva tíu laga plötu. Svo fór útgáfan á hausinn, Daisy Chainsaw hætti og allt hrundi undan umboðsmann- inum. Þá féll þetta eiginlega um sjálft sig. Við vorum búnir að vinna að þessu í tvö ár og auðvitað voru þetta mikil vonbrigði. Mikil vinna, tími og peningar fóru í súginn og við þurftum sumpart að byrja upp á nýtt. Þetta var erfitt tímabil og að lokum ákváðum við bara að segja þetta gott. Við fórum yfir stöðuna og ákváðum að vinna plötu fyrir heimamarkaðinn og spila á fullu um sumarið og sjá svo bara til. Þá gáfum við út plötuna SSsól sem jafnan er kölluð ávaxtaplatan. Á henni eru lögin Háspenna lífshætta, Nostalgía og fleiri og hún varð mjög vinsæl. Svo kom út plata árið 1994 og safnplata 1999. Við höfum líka gefið út eitt og eitt lag fyrir sumarplötur og safnplötur. Hljómsveitin er enn starfandi og spilar af og til. Við stefnum á að gera nýja plötu í vet- ur og gefa út næsta vor. Ég og Jakob erum þeir einu sem eftir eru af upprunalegu hljómsveitinni en við höfum fengið nýja menn til liðs við okkur. Áhuginn og ástríðan eru enn til staðar.“ Helgi gaf út sína fyrstu sólóplötu árið 1997 og höfðu hann og Vilborg þá búið á Ítalíu um tíma með synina tvo og Hönnu Alexöndru, sem fæddist árið 1993. „Vilborg var í námi og ég samdi tónlist. Það hafði verið mikil keyrsla í kringum hljómsveitina frá 1991–94 og mikil spilamennska. Við gáfum út plötuna Blóð árið 1994 og eftir það var ég búinn að fá nóg. Var þá ákveðið að setja hljómsveitina á „hold“ um tíma. Þá var mér boðið að reka pitsustaðinn Pisa í Austurstræti og ég fór að skoða það með fé- laga mínum Halli Helgasyni. Þegar við kíktum betur á þetta voru ýmsar ambögur á því svo við slepptum tækifærinu, en ég fékk þá hugmynd að steypa Berlín og Pisa saman og búa til stóran stað sem væri matsölustaður og klúbbur á tveimur hæð- um. Ég fékk Pál Hjaltason arkitekt í lið með mér og við bjugg- um til Astro, sem var rosalega flottur staður.“ Ég leyfi mér að halda því fram að Astro hafi átt stóran þátt í því að kynna sólþurrkaða tómata fyrir Íslendingum. „Já og rucola. Einnig var heil kynslóð nefnd eftir staðnum, Astro-kynslóðin. Ég hellti mér sem sagt út í þetta og lagði bandið á hilluna. Staðurinn var hannaður í New York- og Miðjarðarhafsstíl og ég fékk Sigga Hall til þess að setja saman breiðan og smartan matseðil með pastaréttum, borgurum og samlokum, sem þá var nýtt. Þarna voru fleiri nýjungar, ekki síst í hönnun, enda var stappað út úr dyrum hverja helgi. Á sama tíma var ég að frumsýna Rocky Horror í Loftkastalanum og hélt uppteknum hætti við að koma mér í einhverja megavinnu. Einn daginn sagði Vilborg að nú væri þetta orðið gott og að við skyldum fara eitthvað í burtu. Það var alveg frábært. Þegar fókusinn er mikill á manni er hætta á að maður gleymi að líta í kringum sig og verði svolítið upptekinn af sjálfum sér og ég held að þessi ár hafi verið dálítið þannig. Við vorum að spila um hverja einustu helgi og svo komu út plötur og myndbönd og allt í einu fannst mér bara komið nóg. Það var rosalega gott að komast í burtu.“ Hvernig fer maður að því að halda sönsum í slíkum hrunadansi? „Ég bara veit það ekki. Kannski hef ég alls ekki haldið sönsum. Reyndar hef ég alltaf verið með báða fætur á jörðinni að einhverju leyti og gert mér far um, þrátt fyrir ákveðna sjálfhverfu, að búa ekki til vegg milli mín og annarra. Það er enginn vandi og ERKITÖFFARINN ER LIÐIN TÍÐ L jó sm yn d: S ve rr ir L jó sm yn d: E in ar F al ur „Reyndar hef ég alltaf verið með báða fætur á jörð- inni að einhverju leyti og gert mér far um að búa ekki til vegg milli mín og annarra.“ Helgi og Bergþór voru strákarnir á Borginni um tíma, sungu þekkt dæg- urlög og gáfu út disk. Helgi í hlutverki Guðmundar Pantaleónssonar í Ljóni í síðbuxum. Helgi hefur leikið fjölda hlut- verka í leikritum og kvikmynd- um, hér er hann í Rocky Horror. L jó sm yn d: K ri st in n In gv ar ss on

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.