Morgunblaðið - 30.10.2005, Side 24

Morgunblaðið - 30.10.2005, Side 24
Heimili, fjölskylda og tengd málefni eru efst á baugi. Byrjaðu upp á nýtt í tilfinningalífi þegar nýtt tungl verður í sporðdreka 2. nóvember. Endurnýjaðu tengsl og leystu gömul vandamál og settu þér markmið í einkalífinu. Breytingar eða nýjar áherslur í starfi eða ábyrgðarhlutverki gæti hrundið þeim af stað. Ekki búast við of miklu strax og gerðu þér grein fyrir því að ný stefna kallar líka á nýjar áskoranir. Ljónið er í tímabili breytinga og aukins þroska og maki eða nánir samstarfsmenn eru hugsanlega óánægðir eða upp á kant við einhvern. Vandræði í samskiptum við starfs- fólk eða samstarfsmenn eru hugsanleg. Ljón 23. júlí – 23. ágúst Umsýsla með fjármuni verður í brennidepli á næst- unni. Kannski veltir þú því fyrir þér hvað þú vilt raun- verulega fá út úr því sem þú hefur verið að fást við og ert tilbúinn að endurskoða tekjuleiðir þínar. Hrintu nýjum hugmyndum í framkvæmd á nýju tungli í sporð- dreka 2. nóvember, hrúturinn er þurfandi eða eirð- arlaus, en þarf að fara að öllu með gát. Sættu þig við hindranir eða endurskoðun á einu sviði, svo þú getir beint kröftum þínum að öðru. Þú getur komið að því aftur síðar. Farðu yfir það sem þú hefur áorkað áður en þú tekst á við framtíðina. Spennandi möguleikar láta á sér kræla, en ekkert er öruggt nema breytingar. Hrútur 21. mars – 20. apríl Samskipti og tjáskipti eru meyjunni efst í huga í nýj- um mánuði. Hún verður á faraldsfæti og aflar sér upplýsinga, menntun og ferðalög eru á döfinni. Búðu þig undir aukin samskipti við nágranna og systkini. Settu nýja áætlun eða hugmynd í framkvæmd þegar nýtt tungl verður í sporðdreka 2. nóvember. Atburðir í annarri viku mánaðarins hafa áhrif á heilsu eða rútínu í vinnunni. Lagaðu þig að breyttum aðstæðum og sýndu þolinmæði og þrautseigju andspænis hindrun- um. Ekki reyna að beita afli. Daglegt líf gæti orðið fyrir truflunum vegna frétta eða breyttra aðstæðna, en heppni eða tækifæri gætu líka haft sitt að segja. Meyja 23. ágúst – 23. september Fjármunir og eignir eru efst á baugi hjá voginni, hentu reiður á bókhaldinu. Byrjaðu upp á nýtt á nýju tungli í sporðdreka 2. nóvember. Þú þarft hugsanlega að sinna lagfæringum eða takast á við vandamál í upp- siglingu. Farðu vel með. Erótísk ákefð liggur í loftinu, beindu sjónum þínum ekki í ranga átt og ekki láta freistast. Láttu ekki spurningar um lífsstíl afvegaleiða þig í eyðslunni og veltu heldur fyrir þér hvern og hvað þú vilt í lífinu. Kannski er ný leið framundan. Veltu möguleikum í stöðunni fyrir þér, en ekki gera ráðstaf- anir að sinni. Heimili og sambönd veita þér gleði í annarri viku nóvembermánaðar. Vog 23. september – 22. október Einbeittu þér að heildarmyndinni og beindu sjónum þínum að námi og ferðalögum. Framandi vinir eða staðir kalla. Nú er kominn tími til þess að breyta rút- ínunni. Nýtt tungl í sporðdreka 2. nóvember gæti breytt sýn þinni á heiminn og það hvað er mikilvægt. Gæfan brosir við þér í annarri viku mánaðarins en allt eins líklegt að það sem þú reynir að gera verði fyrir töfum. Eitthvað gott gæti komið út úr óvæntum breyt- ingum, forðastu ágreining. Þú gætir átt erfitt með að skilja hvað vakir fyrir öðrum og einhvers konar mis- skilningur gæti gert vart við sig um miðjan mánuðinn. Kannski þarftu að fara aftur yfir stöðuna. Fiskar 20. febrúar – 20. mars 24 | 30.10.2005 Allt sem tengist samböndum og samvinnu er í brenni- depli. Hnýttu lausa enda, einhver úr fortíðinni gæti bankað upp á og krafist úrlausnar. Leggðu þig fram í samstarfi á nýju tungli í sporðdreka 2. nóvember. Innsæi í gamlan ágreining eða erfiðleika er lykillinn að því að kveða niður drauga og ná samkomulagi. Spenna eða ágreiningur vegna vinnu eða í samskipt- um við yfirboðara gæti komið upp. Kannski þarftu að draga þig í hlé, leggja á ráðin og gera áætlun. Einhver streitist hugsanlega á móti þér svo þú þarft að fara vandlega yfir og útskýra alla þætti. Víkkaðu sjón- arhornið og ráðfærðu þig við utanaðkomandi. Naut 20. apríl – 21. maí Verkefni tengd vinnu, heilsu og daglegri rútínu eru meginviðfangsefnið núna. Farðu rétt að og einföld- ustu leiðina, en vertu á varðbergi gagnvart vanda- málum sem gætu komið upp skyndilega. Þú þarft hugsanlega að sýna mikinn sveigjanleika. Á nýju tungli í sporðdreka 2. nóvember er tími kominn fyrir nýja byrjun eða aukinn kraft. Athugaðu hvort þú getur breytt vinnuaðferðum þínum eða hugsanlega skipt um starf. Nýtt heilsuátak kemur þér að gagni og tengist jafnvel hreyfingu eða breyttu mataræði. Þú þarft að hressa þig við með nýjum viðfangsefnum eða með því að takast á við eitthvað sem þú hefur frestað. Tvíburi 21. maí – 20. júní Til hamingju með afmælið dreki! Sól og Júpíter eru í þínu merki og boða tímabil breytinga og útfærslu. Nýjar aðstæður á heimili, í tilfinningalífi eða parsam- bandi eru fyrirboði þeirra. Búast má við fjaðrafoki, forðastu árekstra, leystu ágreining og láttu lítið á þér kræla ef þannig ber undir. Vinátta gæti veitt þér stuðninginn sem þú þarfnast, en nánir vinir eru hugs- anlega í óstuði eða á kafi í eigin vandamálum. Fullt tungl verður 16. nóvember og leiðir hugsanlega til uppljóstrana af einhverju tagi. Haltu einbeitingunni og stilltu þig um að taka af skarið eða reyna að leysa vandamál. Hlustaðu á það sem sagt er við þig. Sporðdreki 23. október – 21. nóvember Farðu gætilega, bogmaður. Sól og Júpíter hafa þann- ig áhrif í þínu merki núna að best fer á því að gaum- gæfa sinn innri mann og bíða og sjá. Þú græðir all- nokkuð á þögn og þolinmæði, sem yfirleitt eru ekki einkenni eldsmerkjanna. Ígrundun og andlegur þroski eru meginviðfangsefni yfirstandandi árs. Nýtt tungl verður í sporðdreka 2. nóvember og boðar breytingar á heilsu, vinnurútínu og daglegum venjum. Ótilgreind- ar truflanir dreifa athygli þinni, reyndu að vinna þig í gegnum hindranir. Vertu athugull og farðu að öllu með gát í annarri viku mánaðarins. Smáatriði tengd atvinnurekstri eða heilsufari þarfnast úrlausnar. Bogmaður 22. nóvember – 21. desember Starfsferill, vinnusamskipti og skyldur þarfnast at- hugunar. Á nýju tungli 2. nóvember má búast við krefj- andi samskiptum við kvenmann, annað hvort innan fjölskyldunnar eða í gegnum vinnuna. Vatnsberinn þarf hugsanlega að stemma stigu við ójafnvægi milli heimilis og starfs, breytingar á skyldum eða aukin ábyrgð reynir verulega á hann. Farðu vel með þig í annarri viku mánaðarins, skapsmunir eða viðbrögð þín eða ástvina þinna gætu reynst óáreiðanleg. Eitt- hvað liggur í loftinu og erfitt að átta sig á hvað best er að taka til bragðs. Blástu aðeins áður en þú reynir að leysa eða vinna bug á vandamálum. Haltu þig til hlés. Vatnsberi 21. janúar – 19. febrúar Árstími Sporðdrekans er mitt haustið. Gróðri hnignar, lauf eru fallin af trjám, frost sest í jörð og veður versnar. Sálræn áhrif eru þau að fólk leitar inn á við. Hjá flestum er það tímabundið, en fyrir Sporðdrekann er þessi tími mótandi og setur mark sitt á sálina. Hann er því heldur dulur og lifir töluvert í eigin heimi, segir Gunnlaugur Guðmundsson á stjornuspeki.is. N ó v e m b e r RÝNT Í STJÖRNURNAR Ást og peningar eru í spilunum hjá krabbanum í byrj- un nýs mánaðar. Taktu þér samt tíma til þess að kanna hvað er raunverulega á ferðinni áður en þú skuldbind- ur þig. Kláraðu líka verkefni sem þú hefur byrjað á eða eru hálfunnin. Á nýju tungli 2. nóvember er tími fyrir nýja drauma eða áætlun, en gættu þín á óþol- inmæði. Ekki vera fljótfær eða flýta þér, ekki síst í annarri viku nóvember. Nú er ekki rétti tíminn til þess að kasta peningum í eitthvað í þeirri veiku von að það muni batna. Gáðu hvað er að fyrst. Óvissa og rugl- ingur gæti gert vart við sig um miðjan mánuð, láttu hann líða hjá áður en þú metur stöðuna. Krabbi 21. júní – 22. júlí Vinir, vonir og þrár eru í brennidepli í lífi steingeit- arinnar. Farðu út og blandaðu geði. Kynnstu nýju fólki og einbeittu þér að draumunum. Ræddu þá við fólk sem hugsar á svipaðan hátt og þú. Farðu yfir stöðuna á nýju tungli í sporðdreka 2. nóvember, breytingar gætu orðið tengdar leiðinni sem þú hefur valið eða fólki sem þú hefur náð sambandi við. Bíddu eftir nýju mynstri áður en þú ákveður hvað best sé að taka til bragðs. Spenna er í loftinu varðandi peninga eða ást- arsamband í annarri viku nóvember. Ekki taka áhættu eða reiða þig of mikið á innsæið eða skyndihugdettur, þær gætu reynst gallaðar eða villt þig af leið. Steingeit 22. desember – 20. janúar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.