Morgunblaðið - 30.10.2005, Blaðsíða 30
30 | 30.10.2005
Í októbermánuði fer fram skipulagður undirbúningur fyrirhina svokölluðu Halloween eða Hrekkjavökuhátíð. Þaðkom mér á óvart hvað fólk hér virðist leggja mikið upp úr
þessari heiðnu hátíð sem á uppruna sinn á Írlandi á fimmtu öld
fyrir krist. Hjá frændum okkar Keltum lauk sumrinu 31. októ-
ber og nýtt ár gekk í garð. Fólk trúði því að á þessum degi
gengju andar þeirra sem hefðu dáið á árinu aftur, í leit að nýjum
sálum til að taka sér bólfestu í. Því eingöngu með því móti fólst
von um líf eftir dauðann. Þennan dag ársins væru samskipti
þeirra látnu við lifendur eins og best yrði á kosið því öll lögmál
um tíma og rúm væru þá numin úr gildi.
Það er ekki fyrr en í kringum 1840 að siðurinn berst til
Bandaríkjanna með írskum innflytjendum. Í þá daga fólust
hrekkirnir víst helst í því að velta við útihúsum og opna hlið ná-
grannannabænda svo þeir misstu skepnur sínar út um allt.
En nú er þetta stærri iðnaður en sjálf jólin. Við fórum í
hrekkjavökubúð eftir fortölur dætr-
anna. Og misstum okkur. Leðurblöku-
ljósaseríur, beinagrindur og fljúgandi
draugar prýða nú húsið okkar, öllum
til ómældrar ánægju og reyndar líka
nokkurrar skelfingar. Svo var þetta
líka svo ódýrt. Fyrir andvirði einnar
jólaseríu á Íslandi gat ég keypt vamp-
írubúninga á alla fjölskylduna. Þá
meina ég tennur, kufla, gerviblóð, all-
an pakkann.
Fyrir utan að vera gósentíð verslun-
armanna er þetta líka uppskeruhátíð.
Hausti lokið og ástæða til að gleðjast yfir gjöfulu sumri. Okkur
var boðið í graskersskurðarpartí og fórum því á graskerssölu.
Þetta var virkileg amerísk sveitastemmning. Tilheyrandi hey-
baggar og ilmandi grillaðir kornstönglar á boðstólum. Það
reyndist þrautin þyngri að velja sér grasker því þau eru eins og
mannfólkið hvert með sitt svipmót. Ég heyrði konur velta vöng-
um yfir lit og sköpulagi þessara undarlegu ávaxta. Hvernig gras-
ker á ég nú að vera með í ár? Já það er ekki vandalaust að velja.
En yfir í aðra sálma.
Við skruppum á enskan pöbb sem er í hverfinu. Eins breskur
og þeir gerast, teppi á gólfum og enskur bjór á krana. Konu
einni sauðdrukkinni var vísað vingjarnlega á dyr af vertinum.
Hún gerði sér lítið fyrir og skellti sér í jörðina fyrir utan grind-
verkið og vildi meina að karlinn hefði hrint sér. Enginn við-
staddra hafði þó orðið vitni að því. Hún lá á stéttinni og span-
gólaði þar til um hana hafði safnast hópur manna. Hún
heimtaði að það yrði kallað á sjúkrabíl. Hún virtist nú samt
nokkuð ánægð með athyglina sem hún fékk og ekki leið á löngu
þar til hún var búin að hagræða sér á stéttinni á afar djarfan hátt
og farin að brosa daðurslega framan í vildarmenn sína sem
stumruðu yfir henni. Ekki var á þessari stundu ljóst hvort hún
vildi sjúkrarúm eða samfarir.
Nú renndi í hlaðið brunabíll og út stukku tveir slökkviliðs-
menn í fullum skrúða. Mér var hulið hvers vegna brunaliðið var
komið á staðinn því ekki stóð konan í ljósum logum, þótt undir
niðri kraumaði augljóslega óhamin ástríða. Þeir gerðu sér lítið
fyrir og skelltu kvenbelgnum í lóðréttri stöðu í stólgrind ekki
óáþekka þeirri sem mannætan Hannibal Lecter var fluttur í á
milli fylkja. Síðan var henni rúllað á stólnum inn í bílinn að aft-
anverðu og undir þessu þandi konan raddböndin. Annar
brunakallanna kom út og setti upp gúmmíhanska og fór aftur
inn í bílinn, og þá fyrst þögnuðu lömbin.
Fyrir þetta þarf veslings konan eflaust að borga talsverðar
upphæðir því þjónusta af þessu taginu er nú ekki gefins í henni
Ameríku. Ég tala nú ekki um ef hún hefur verið færð á slysa-
deildina til skoðunar.
Þetta fyllerí gæti því reynst henni dýrkeypt spaug. Happí
Halló-vín! | steinunnolina@mbl.is
Af draugum og
drykkfelldum konum
Pistill
Steinunn
Ólína
Fyrir andvirði einnar
jólaseríu á Íslandi
gat ég keypt vamp-
írubúninga á alla
fjölskylduna.
SMÁMUNIR…
Þeir sem lita reglulega á sér hárið kannast við hve hratt liturinn dofnar og
jafnvel gulnar. Ástæðu þessa má, að sögn bandaríska hárvörufyrirtækisins
I.C.O.N., m.a. rekja til súlfats sem fyrirfinnst í flestum sjampótegundum. One
Soul er hins vegar súlfatfrítt sjampó sem I.C.O.N. hefur sett á markað og ætl-
að er öllum hártegundum. Með One Soul skal liturinn haldast lengur fallegur
þar sem sjampóið á að bæta rakabúskap hársins og auka gljáa, auk þess sem
vítamíninnihald þess á að vernda hárið gegn skaðlegum áhrifum umhverfisins.
Orkusjampóinu Energy, sem nærir hársekki og eykur blóðstreymi um hár-
svörðinn er hins vegar ætlað að endurnæra hárið, styrkja og auka gljáa á
sama tíma og óhreinindin eru fjarlægð og hárið þar með gert viðráðanlegra.
I.C.O.N. vörunar fást m.a. í Kristu, Kringlunni.
Burt með gula tóninn
Gúmmímottur til skrauts
Tinna Gunnarsdóttir hefur hannað glasamottur úr
gúmmíi sem minna á blúndudúka og pottaleppa og fara
vel sem borðskraut. Hægt er að nota motturnar undir
hvaðeina sem manni hugnast, til að mynda glös eða
blómapotta. Motturnar eru handunnar úr gúmmíi og
þola 70 gráða hita. Þær fást í Kokku við Laugaveg og
kosta 2.800 krónur fjórar saman. Miðstærð kostar 950
krónur og stór 1.500 krónur.