Morgunblaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A s: 570 2790www.baendaferdir.is íÖlpunum Oberstdorf er þekktur skíðabær í þýsku Ölpunum þar sem aðstaða til gönguskíða- iðkunar er mjög góð. Heimsmeistaramótið í norrænum greinum var haldið í Oberstdorf árin 1987 og 2005. Boðið er upp á fjölbreyttar gönguskíðabrautir í Oberstdorf og nærliggjandi bæjum. Hótelið er sannkallað heilsuhótel með sundlaug, gufubaði og heitum potti. Einnig er boðið upp á leirböð og nudd. Æfingasalur er á staðnum. Hér gefst einstakt tækifæri til að njóta útiveru og slaka vel á í lok dags. Þetta er skemmtileg blanda af hollri hreyfingu og dekri. Gönguskíðasvæðið í Seefeld er fyrsta flokks og fyrir fótum okkar verða 250 km af lögðum brautum, sem henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Við gistum á hóteli sem er í háum gæðaflokki. Þar er fjölbreyttur matseðill og þægileg herbergi. Á hverjum degi er farið í lengri og skemmri göngur út frá hótelinu og við munum njóta þess að hreyfa okkur í fjallasölum Tírol. Nánari upplýsingar í síma 570 2790 eða á www.baendaferdir.is Oberstdorf, Þýskalandi 27. janúar - 5. febrúar 2006 Fararstjóri: Steinunn Hannesdóttir íþróttakennari Seefeld, Austurríki 4. - 11. febrúar 2006 Fararstjóri: Íris Marelsdóttir sjúkraþjálfari Verð: 114.000 kr. á mann í tvíbýli Verð: 104.200 kr. á mann í tvíbýli. B Æ N D A F E R Ð I R Við getum ekki bætt fyrirþað sem búið er að gera.Þeir sem eru látnir erlátnir, þeim sem var nauðgað var nauðgað og verða að lifa með því það sem eftir er lífsins. En við verðum að tryggja að þeir sem báru ábyrgðina séu látnir svara til saka fyrir tilstuðlan alþjóðastofnana eins og Alþjóðasakamáladómstóls- ins,“ segir dr. Mukesh Kapila um glæpina sem hálf-opinberar víga- sveitir hafa drýgt gegn almenningi í Darfur í Súdan. Kapila stjórnaði hjálparstarfi Sameinuðu þjóðanna í Súdan 2002-2004. Hann er Breti, fæddur í Indlandi og er nú einn af yfirmönnum Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar, WHO. Kapila var meðal fyrirlesara á ráðstefnu í vik- unni í Reykjavík á vegum IceMUN, samtaka sem beita sér fyrir aukinni þekkingu ungs fólks á starfi SÞ. Samstarfsvilji í Kartúm? Kapila segir að Alþjóðasaka- máladómstóllinn hafi fengið í hendur ýmiss konar gögn, þ. á m. nöfn á meintum glæpamönnum. Enn sé óvíst hvort stjórnvöld í Kartúm muni verða samstarfsfús en brýnt sé að fylgja málinu eftir. „Ekki er nauðsynlegt að elta uppi alla sem brotið hafa af sér en draga verður leiðtogana og þá sem skipulögðu verstu glæpina fyrir rétt. Það er til fólk í Súdan sem vill að átökin haldi áfram, gömul hefð er fyrir því að deila og drottna. Stjórn- völd í Kartúm hafa ekki enn sýnt fram á að þau vilji í reynd koma á friði í Darfur. Það er ekki undarlegt vegna þess að margir þeirra sem hafa tekið þátt í þjóðarhreinsunum í héraðinu og öðrum mannréttinda- brotum sitja enn í ríkisstjórn.“ Hann segir hjálpar- og uppbygg- ingarverkefni SÞ í Súdan umfangs- mesta átak af þessu tagi sem sam- tökin standi nú fyrir í heiminum. Skortur á vegum og öðrum innviðum nútímasamfélags geri allt hjálp- arstarf torvelt í þessu geysistóra landi. Fjarlægðir séu miklar og því tímafrekt að koma brýnustu nauð- synjum á áfangastaði. „Súdan er stærsta land Afríku, um fimm sinnum stærra að flat- armáli en Frakkland, með 25–26 milljónir íbúa og átökin þar hafa staðið yfir lengur en nokkur önnur stríð sem nú geisa. Þegar ég var þarna var sannkölluð ögurstund, nýbúið var að undirrita friðarsamn- ing í stríðinu milli norður- og suður- hlutans og líkur voru á því að mönn- um tækist að binda enda á þetta langa stríð. Þá hófust átökin í Darf- ur-héraði sem erfitt hefur reynst að stöðva.“ Kapila segir aðspurður að það sé ekki tilviljun að uppreisn hófst í Darfur 2003. „Gallinn við frið- arsamninginn milli norðan- og sunn- anmanna var að þar tóku menn ekki á mörgum öðrum vandamálum landsins. Ég held að ekki sé hægt að koma á viðvarandi friði og stöð- ugleika í Súdan fyrr en búið er að tryggja öllum íbúum landsins rétt- læti og sinna þörfum allra héraða. Darfur-menn sáu hverju uppreisn- armenn í suðri höfðu fengið áorkað með vopnum og ég efast ekki um að þeir hafa hugsað sér að feta í fótspor þeirra.“ Notfæra sér gamlar deilur Kapila segir að í friðarsamn- ingnum milli norðurs og suðurs séu mikilvæg ákvæði um skiptingu tekna af olíunni. En semja þurfi um slíka skiptingu fyrir allt landið. – En er ekki einnig spilað á strengi aldagamalla deilna milli múslímasvæða araba í norðri og kristinna blökkumanna í suðri? Kap- ila segir það rétt en bendir samt á að í Darfur séu nær allir íbúar múslím- ar, þar séu trúardeilur ekki ástæðan eða átyllan. „Spenna hefur verið milli þessara samfélagsfylkinga um aldir en það sem er nýtt er að ut- anaðkomandi fólk notfærir sér spennuna og skiptir sér af deilunum. Það hafa lengi verið rifrildi í Darfur milli bænda sem hafa fasta búsetu og annarra sem reika um með hjarð- ir sínar, menn hafa deilt um beit- arlönd. En það sem er nýtt er að stjórnvöld í Kartúm ráða yfir nú- tímalegum vopnum, herþyrlum, stórskotaliði. Þess vegna er þetta ekki framhald á hefðbundnum deil- um og átökum. Stjórnvöld nota sér aðstæður með markvissum og þraut- hugsuðum hætti, beita afar nýtísku- legum vopnum og aðferðum eins og þjóðarhreinsun gegn andstæðingum sínum.“ Hann segir að Darfur sé að vísu að hluta til eyðimörk og fremur harðbýlt land en þurfi ekki að vera neitt fátæktarbæli. Þar séu ýmsar náttúruauðlindir og inn á milli gjöful landbúnaðarsvæði. Framtakssemi einkenni samfélagið. Ef friður ríkti og þolanlegt stjórnarfar, menntun og heilsugæslu væri sinnt og lagðir vegir, gæti almenningur haft það all- gott. Vitað sé að mikið sé af olíu í Súdan og sennilega í Darfur og enn séu stór svæði í Súdan lítt rann- sökuð. Fleiri náttúruauðlindir sé þar að finna, málma og önnur jarðefni. Olíuhagsmunir og friður – Kínverjar hafa samið um mikil olíukaup við stjórnarherrana í Kart- úm, sömu menn og gera út morð- sveitirnar sem herja á fólk í Darfur. Kína er með neitunarvald í öryggis- ráði SÞ. Er ráðið líklegt til að leysa vanda Súdana? „Þetta ætti að vera mögulegt ef öryggisráðið hagaði sér eins og raunverulegt öryggisráð. En mér fannst það hneisa hvernig samtökin, ég á þá bæði við aðildarríkin og stofnanir SÞ, þ. á m. öryggisráðið, brugðust Súdönum gersamlega. Ekki aðeins allra síðustu árin heldur síðustu áratugina. Þegar eiginhagsmunir eins og þú nefndir koma í veg fyrir að hægt sé að aðstoða þjóð, í þessu tilfelli Súd- ana, með því að koma á friði og stöð- ugleika, er lítil von um árangur. Ég tel að það sé langt í að öryggisráðið vinni sitt verk og komi á stöðugleika og öryggi á grundvelli lausna sem byggjast á siðlegri, hlutlausri sýn og nálgun. Trúverðugleiki öryggisráðs- ins er svo sannarlega lítill í þessu máli,“ segir dr. Mukesh Kapila. Dr. Mukesh Kapila er embættismaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, og var um hríð yfirmaður alls hjálparstarfs Sameinuðu þjóðanna í Súdan. Kristján Jónsson ræddi við Kapila. Í Kartúm vilja menn deila og drottna ) * +  , @O6P>6 $%&'(&) *+,-$ *('(&) *+,-$ 7&*I9 Q2  @2R> 4  C  7@ S ,9 3.*"A*&/ E)/* .E1B/) I)9&*E9)*)& E)&*1B/)  T 6 7 -& @ -)5     Morgunblaðið/Ásdís Dr. Mukesh Kapila, einn af yfir- mönnum WHO, segir öryggisráð SÞ hafa brugðist Súdönum. Reuters Vopnaður liðsmaður stærstu uppreisnarhreyfingar Darfur-héraðs í Súdan á varðbergi í bænum Haskanita. kjon@mbl.is ’Spenna hefur veriðmilli þessara samfélags- fylkinga um aldir en það sem er nýtt er að utan- aðkomandi fólk notfærir sér spennuna og skiptir sér af deilunum.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.