Morgunblaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN notkun? Þetta eru ekki góðar hug- myndir og ég held að þessi hugs- unarháttur þjóni ekki almannahags- munum Yfirvöld eiga að þjónusta borgarana – ekki setja þeim stól fyr- ir dyrnar. Kjósi al- menningur að ferðast með einkabílum á að gera ráð fyrir því og þjónusta einkabílana. Í hverjum bíl er öku- maður, og þessi öku- maður er skattgreið- andi sem á það skilið að komið sé fram við hann af virðingu. Þétting byggðar Þétting byggðar er oft nefnd sem möguleg lausn á umferðarvand- anum og tek ég undir það, þó ekki með þeim hætti sem núverandi meirihluti talar um. Það er lítil lausn fólgin í því að koma fleiru fólki í miðbæinn, fólk í úthverfunum mun áfram eiga sína bíla, svo og eru ætíð ein- hverjir í miðbænum sem eiga bíla, enda er bílastæðavandamál þar í dag. Úlfarsfellið er ekki hentugt bygging- arsvæði sökum umferðarþunga á austur-vestur umferðaræðum borg- arinnar. Hentugra er að byggja í Geldinganesi og Vatnsmýrinni, enda er það byggingarland nær mið- bænum og þéttir þannig byggðina út frá miðbænum séð. Það er glapræði að byggja endalaust austur fyrir miðbæinn, nú þegar annar umferð- arkerfi borgarinnar ekki þeim þunga sem þar er fyrir, við skulum ekki bæta á hann. Mengun Það er talað um að einkabílar mengi mikið. Hið sanna í málinu er að einkabílar menga ekki neitt – það eru vélarnar á einkabílunum sem menga. Með þessu á ég við að yf- irvöld hafa ekki staðið sig í því að reyna að draga úr mengun einkabíla, t.d. er ekki lægra vörugjald á spar- neytnari bílum né tvinnbílum, sem eru mun sparneytnari en flestir pall- bílar – en pallbílar bera lægsta vöru- gjaldið! Með því að hafa mjög háan skatt á bílum verður mjög dýrt að endur- nýja bílinn, það leiðir til þess að á götum Íslands eru mjög gamlir og eyðslufrekir bílar sem menga meira en nýir bílar sem út- búnir eru með nýjustu tækni í meng- unarvörnum. Ef yf- irvöldum væri alvara í því að minnka mengun, ætti tafarlaust að lækka vörugjaldið á rafmagnsbíla, tvinnbíla og bíla sem hafa lítinn sem engan útblástur. Það leiðir raunverulega til minni mengunar. Er Lúxemborg bara malbik? Skv. skýrslu OECD voru 645 bílar á hverja 1.000 íbúa á Íslandi. Vissulega er það mikið, og mun meira en í ná- grannalöndum okkar. Það gæti því verið að sumir líti svo á að um- ferðarteppur og um- ferðartafir séu óum- flýjanlegur hluti þess að búa í stórborg. Þetta er einfaldlega ekki rétt, því önnur lönd glíma við mun fleiri bíla. Áhugaverðast er að sjá að í Lúx- emborg eru 728 bílar á hverja 1.000 íbúa, og ekki er Lúxemborg eitt stórt dreifbýli, þvert á móti. Ef hægt er að tryggja greiða umferð um Lúx- emborg, sem er gömul borg í Evr- ópu, ekki að stofni til með breiðgöt- um, hlýtur að vera hægt að tryggja greiða umferð í Reykjavík. Borg- arfulltrúar ættu frekar að kynna sér lausnirnar í Lúxemborg heldur en léttvagnakerfi víðsvegar í stór- borgum Evrópu. Ég legg mikla áherslu á að leysa vandann í stað þess að kenna fólki um vandann. Mislæg gatnamót og niðurgrafnar stofnbrautir eru það sem koma skal, við skulum ná þeim sem fremstir eru í umferðarmenn- ingu í stað þess að óska þess að eng- inn umferðarvandi væri. Leysum umferðarvandann Eftir Eggert Pál Ólason Höfundur er lögfræðingur, formaður Vina einkabílsins og sækist eftir 7. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar. Prófkjör Reykjavík Almenningsvagnakerfið er í mikl- um ólestri, enda hefur núverandi meirihluti lagt meiri áherslu á að fæla fólk frá einkabílnum heldur en að tæla fólk í almenningsvagna. Þetta hefur leitt til þess að miklar umferðartafir hafa myndast, en reynslan hefur sýnt að tafir fá fólk ekki inn í almenningsvagnana. Það þarf að stórbæta kerfið, kaupa nýja og betri vagna, með betri og þægi- legri sætum. Fjölga þarf ferðum á álagstímum og þjónusta kjarnahóp- inn betur, eldri borgara og náms- menn. Færa þarf áherslu kerfisins frá miðborginni og yfir í úthverfin, hafa skiptistöðvar þar sem fólkið er. Ekki allir eru á leið niður í miðbæ. Núverandi meirihluti hefur ákveðið að leggja mikla áherslu á Hlemm í almenningsvagnakerfinu, sem ég tel vera ranga ákvörðun. Almenningur notar Hlemm ekki sem skiptistöð og endurbygging Hlemms fyrir hundr- uð milljóna króna er tímaskekkja, þessa peninga ætti frekar að nota til að bæta vagnana og kerfið. Óskhyggja leysir engan vanda Að óska þess að bíleigendum fækki í Reykjavík er óskhyggja sem leysir engan vanda. Í stað þess að óska þess að vandamálin hverfi, ættu borgaryfirvöld frekar að gera ráð fyrir þörfum og óskum borg- arbúa og grípa til viðeigandi aðgerða til að þjónusta borgarana sem best. Borgaryfirvöld eru ekki Stóri bróð- ir, þegnarnir láta borgaryfirvöld ein- faldlega ekki segja sér fyrir verkum þegar þeir velja samgöngumáta, það hefur reynslan sýnt. Það þarf raunsæismann sem gerir sér grein fyrir vandanum í borgarstjórn. Hver má eiga bíl? Ef stjórnmálamenn ætla sér að fækka bíleigendum, þá er rétt að velta því fyrir sér hverjir það séu sem muni eiga bílana eftir hina miklu fækkun. Á að hækka álögur á bíla svo mikið að einungis þeir ríku hafi efni á að reka bíla? Á að setja kvóta á bílaeign þannig að þeir sem eigi bíla í dag geti framselt þann rétt, en enginn nýr aðili geti eignast bíl? Þarf að sækja um leyfi til að eignast bíl með rökstuðningi um Eggert Páll Ólason ’… ætti taf-arlaust að lækka vöru- gjaldið á raf- magnsbíla, tvinnbíla og bíla sem hafa lítinn sem engan út- blástur.‘ HJÁLMAR Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, skrifar um vanda Ríkisútvarpsins í grein sem birtist í Morgunblaðinu 3. nóvember. Ásigkomulag Ríkisútvarpsins sé bagalegt og eina ráðið sé – að setja hið bráð- asta alveg ný lög. Mik- ilvægast sé að laga „stjórnunarstrúkt- úrinn“. Auk þess virð- ist „rekstur og fjár- hagur RÚV nokkuð á reiki“, segir þingmað- urinn. Einfaldast væri fyrir Hjálmar að fá nánari upplýsingar um þau mál hjá flokks- bróður sínum, sem er fjármálastjóri RÚV. Nánast í framhjá- hlaupi segir Hjálmar að rekstr- arform, sem tekið yrði upp með nýj- um lögum um Ríkisútvarpið, skipti engu máli. Hlutafélag eða hvað sem er ... „ef fyrir liggur pólitískur vilji um að halda RÚV í eigu ríkisins“. Út af fyrir sig þurfti þingmaðurinn ekki að efast, því sjálfur upplýsir hann, framar í grein sinni, að „enginn stjórnmálaflokkur á Alþingi“ hafi lýst yfir vilja til að selja Rík- isútvarpið. Þar á undan segir Hjálm- ar að þverpólitísk samstaða ríki um, að RÚV skuli áfram vera í eigu rík- isins. En sjálfstæðismenn? Sjálfstæðisflokkurinn stýrir menntamálaráðuneytinu, sem Rík- isútvarpið heyrir undir og mennta- málaráðherra ræður alla yfirstjórn RÚV. Hjálmar Árnason hefur greinilega ekki kynnt sér umræðuna innan Sjálfstæðisflokksins og skal nú bætt úr því. Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagði í janúar 1992: „Ég held einfaldlega að Ríkisútvarpinu sé eins og öðrum opinberum rekstri markaður ákveðinn tími. Og ég held að sá tími sé einfaldlega lið- inn ... Ég tel að það sé nauðsynlegt að leggja Ríkisútvarpið niður.“ Kjartan sagði að taka ætti fyrir allar auglýsingar í Ríkisútvarpinu, breyta því í hlutafélag, selja hluta- bréfin og „stefna að því að innan fimm ára (fyrir 1997, innskot JÁS) verði ríkið alfarið hætt þessum rekstri“. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði árið 1996: „Sjálfstæðis- flokkurinn leggur til að markmið, rekstur og fjármögnun Ríkis- útvarpsins, ekki síst sjónvarpsins verði endurskoðuð með tilliti til hag- kvæmni og aukinnar samkeppni, og að samkeppnisaðstaða fjölmiðla verði jöfnuð með afnámi lögboðinna áskriftargjalda og jafnframt tryggt að stofnunin fari ekki með öðrum hætti í ríkissjóð.“ Nýi útvarpsstjórinn er sammála Kjartani Gunnarssyni að taka eigi fyrir allar auglýsingar í Ríkisútvarp- inu, Páll Magnússon ítrekaði það sjónarmið sitt nýlega. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2003 var á nýj- an leik ályktað: „Skylduáskrift að fjölmiðlum verði afnumin nú þegar. Íslenskir neytendur eiga sjálfir að ráða hvort og hvaða fjölmiðla þeir kaupa. Endurskoða skal hlutverk ríkisins á þessum markaði.“ Ef óskir Sjálfstæðisflokks, fram- kvæmdastjóra flokksins og nýs út- varpsstjóra ganga eftir, er takmark- inu „að leggja Ríkisútvarpið niður“ náð, vegna þess að RÚV yrði svipt öllum tekjum. Ekki tókst að halda tímaplani framkvæmdastjórans, en áfram skal höggvið í sama knérunn. Samband ungra sjálfstæðismanna fer síður en svo út af flokkslínunni, þegar stjórn þess ályktar, 5. ágúst 2005: „Að lokum ítreka ungir sjálf- stæðismenn þá skoðun sína að rík- isvaldið hætti rekstri fjölmiðla og RÚV verði selt.“ Rekstrarformið skiptir engu máli Þú afsakar, Hjálmar, þótt mér finnist holur hljómur í þeirri samúð sem þú tjáir útvarpsmönnum. Von- andi meinarðu samt það sem þú seg- ir, að rekstrarformið skipti engu máli. Þá skulum við bara hafa það óbreytt, það nægir að strika út góð- an hluta af núgildandi lögum til að bæta stjórnunarstrúktúrinn, svo sem hæfir mikilvægu hlutverki RÚV. Ríkisútvarpið verður ekki há- effað, það er vilji þjóðarinnar ... sem og formannsins þíns, Halldórs Ás- grímssonar forsætisráðherra. Jón Ásgeir Sigurðsson fjallar um Ríkisútvarpið og svarar Hjálmari Árnasyni ’Nýi útvarpsstjórinn er sammála Kjartani Gunnarssyni að taka eigi fyrir allar auglýs- ingar í Ríkisútvarpinu, Páll Magnússon ítrekaði það sjónarmið sitt nýlega.‘ Jón Ásgeir Sigurðsson Höfundur er rekstrarhagfræðingur og útvarpsmaður. ERU tvenn lög í þessu landi? Spyr sá sem ekki veit. Við sem er- um komin yfir 67 ára aldur, það eru framin á okkur mannréttindabrot daglega, og Alþingi finnst þetta allt í lagi. Þetta eru bara eldri borg- arar, þeir hafa ekki efni á að leita réttar síns, hver er sjálfum sér næstur, samanber eftirlaunakjör þing- manna, ráðherra og fleiri á æðstu stöðum. Þeir fá um 500– 750.000 í eftirlaun og mega vera í fullu starfi. Þeir hafa frá hálfri milljón upp í milljón á mánuði og eru ekki skertir um krónu. Og geta þessir menn farið á eftirlaun 55 ára enda orðnir þreyttir að stíga öld- una. En við eldri borg- arar erum skertir á alla kanta. Ef annar makinn vinnur úti ertu skertur um 45% og ef þú hefur heimilis- uppbót og lofar barni þínu að vera hjá þér ef illa stendur á hjá því þá missirðu heimilisuppbótina. Ef þú treystir þér út á vinnumarkað ertu skertur um 85%, heldur einungis eftir 15%. „Ef hjón vinna sér inn 10.000 kr. sem ellilífeyrisþegar í aukatekjur þá hækka ráðstöfunartekjur um 1.556 kr. vegna skerðinga og skatt- greiðslna.“ Svo er annað af þessum hung- urbótum hjá TR, við borgum í skatta sem samsvarar andvirði þriggja mánaða bóta á ári í skatt. Þeir sem eru með óskertar bætur fá 56.402 kr. og lífeyrissjóðurinn er um 33.711 kr. samtals 90.118 á mánuði. Þetta er svipað hjá 10– 11.000 lífeyrisþegum. En engar 110.000 kr. á mánuði eins og Pétur Blöndal. heldur fram. Þessar skerðingar eru ábyggi- lega einsdæmi á Norðurlöndum. Svo er verið að reyna að taka bíla- styrkinn af okkur aumingjunum. Þeir, þessir ráðamenn, eru sjálfir með lúxuxbíla og einkabílstjóra á okkar kostnað. Ég hélt að þessir háu herrar hefðu verið kosnir á þing til að þjóna og starfa fyrir okkur, almenning. Ekki bara fyrir sjálfa sig og til að skaffa sér þau kjör sem þeim sýnist. Ég held að Framsókn fái ekki marga menn á þing næst þegar verður kosið. Þeir verða að athuga það að við eldri borgarar erum 30.000 og það munar um þau at- kvæði. Svo erum við eldri borgarar tví- og þrískattaðir. Við erum búin að borga skatt af grunnlífeyrinum sem er 21.993 kr. Við borg- um aftur skatt af þeim 8.297 sem gera 99.570 á ársgrundvelli. Það rennur sennilega í eft- irlaunasjóð þeirra hátt settu eða í risnupen- inga þeirra, því ekki veitir af. Margur verður af aurum api Þeir í ríkisstjórninni eru alltaf að hæla sér af mesta góðæri sög- unnar. Samt erum við eldri borg- arar á hungurmörkum, fólk deyr – tveir ef ekki fleiri – úti í bæ og er dáið í 15–20 daga áður en það finnst því það hefur ekki efni á að kaupa sér þjónustu sem kostar um 20.000 á mán. 620 kr. á dag geta skilið á milli lífs og dauða. Fólk hef- ur ekki efni á því að veita sér slíkan lúxus. Maður getur ekki ímyndað sér að þessir ráðamenn hafi ekkert mannlegt eðli. Best væri að gefa okkur eitursprautu þegar við verð- um 67 ára, ef það er þá ekki of dýrt. Ríku verða ríkari og fátæku verða fátækari. Svo er þessi ríkisstjórn svo hrædd við gerðir sínar að þeir þora ekki að veita Mannréttindastofu Ís- lands fjárhagsstuðning, því þeir vilja fá að brjóta mannréttindi okk- ar í friði, án afskipta. Og eftir höfð- inu dansa limirnir. Því Davíð sagði: enga styrki til Mannréttinda- skrifstofu og það skal standa. Því þeim 4–5 málum sem farið hafa fyr- ir mannréttindadómstól hefur ís- lenska ríkið tapað. Hér eru sko engin mannréttindabrot, segir bláa höndin. Hrokinn og mikilmennskan fer alveg með blessaðan manninn. Ég sting upp á því, af því að herinn er að fara, þeir skilja eftir sig ótal blokkir og heilan þjónustukjarna á Vellinum í fyrsta flokks ástandi, að ríkisstjórnin sjái sér þar leik á borði og stofni þar þorp fyrir aldr- aða fyrir lítinn pening. Reykja- nesbúar eru vanir að þjóna uppá Velli í öllum störfum sem til falla. Svo það væri ekki vandkvæði. Þó ráðamenn virðist ekki vaða í vitinu þá hljóta þeir að vita að þjóðin er að eldast. Hvað þurfa margir að finnast meðvitundarlausir áður en þið vaknið? Mismunur og mannréttindabrot ef þú kemst inn á Sóltún kostar rík- ið 17.600 kr. á dag á mann sem á mánuði gera 528.000 kr. einkarekið. Og DAS og Grund kosta 13.900 kr. á dag sem gera 417.000 kr. á mán- uði. En ef þú ert heima færðu 1.866 kr. á dag, sem gera 56.402 á mán- uði. Er nokkur hissa þó fólk vilji komast á dvalarheimili og lifa áhyggjulausu lífi? Flott stjórnun það, svo er alltaf verið að predika að fólk eigi að vera sem lengst heima. Burt með allar skerðingar strax og hærri persónu- afslátt strax, við eldri borgarar er- um fólk með kjörgengi. Við erum áratugum á eftir Norðurlöndum varðandi stöðu og hag aldraðra. Hver er réttar- staða aldraðra? Einar Grétar Björnsson spyr hvort tvenn lög séu í þessu landi, ein fyrir fátæka og önnur fyrir ríka ’Þessar skerðingar eru ábyggilega eins- dæmi á Norð- urlöndum.‘ Einar Grétar Björnsson Höfundur er eldri borgari. „Neyðarkall“ framsóknarmanns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.