Morgunblaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 51 MINNINGAR allar þrjár. Stutt var oft í grínið vegna þessa. Sögðum kannski: „Sjáumst næst hjá þér í skírninni.“ Annars var fjölskyldan númer eitt, tvö og þrjú hjá Maggý, hún fylgdi stúlkunum sínum mjög vel eftir í öllu sem þær tóku sér fyrir hendur. Fjöl- skylduna skyldi vernda ofar öðru, enda átti hún sjálf aðra bernsku- reynslu. Eiginleikar Maggýjar komu áber- andi í ljós þegar sjúkdómsgreiningin kom. Þvílíkt æðruleysi, skynsemi og þolinmæði. Orð hennar þá gleymast mér seint: „Það var betra að ég fékk þennan sjúkdóm heldur en dætur mínar.“ Ég man hve sorgmædd ég var, síðan reið og ósátt, en Maggý hjálpaði mér. Hún var hetjan mín. Hvað var ég að vola og kvarta. Hún fræddi mig um sjúkdómsferlið og benti á lesefni þar um. Þegar líkamlegur styrkur fór dvín- andi lærði Maggý á tölvu. Þá kom í ljós hve skarpgreind hún var. Lærði fljótt og gafst ekki upp. Síðasta ár notaði hún tölvuna alveg við tjáskipti. Hélt úti bloggsíðu og var dugleg að senda póst. Þá ákvörðun Maggýjar og fjöl- skyldunnar að opna heimilið og fá inn 14 stuðningskonur, „Börurnar“, til aðstoðar tel ég vera rosalega stóra ákvörðun. Það að vera alltaf í tíma og ótíma með ókunnuga inni á heimilinu var álag. Dóri og stelpurnar hafa staðið sig frábærlega. Ég tek ofan fyrir þeim. Í einhverju viðtalinu svaraði Dóri: „Maður bara tekur þessu. Er eitt- hvað annað hægt?“ Og það gerði hann. Það var unun að sjá hve kært var á milli þeirra hjóna, t.d. þegar Maggý missti málið, þá þurfti hún bara að horfa á Dóra og hann vissi hvað hún vildi eða hvað hún vildi að hann gerði. Hreint ótrúlegt samspil. Ég vil þakka Maggý samfylgdina og vináttuna, sem aldrei bar skugga á. Guðlaun fyrir allt og allt. Dóri, Hrafnhildur, Berglind, Elísabet og Örvar og ömmukrílin, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið ykkur Guðsblessunar í framtíð- inni. Helga Jósefsdóttir. Fyrirmynd annarra hefur hvatt okkur hin í bili. Kona sem leit á erf- iðleika sína sem verkefni til að leysa. Ekkert vol eða væl. Endalaust lagt á sig fyrir aðra. Tekið þátt í rannsókn- um og félagsstarfi ef það mætti verða til að hjálpa öðrum. Hún vissi eins og er að sú vinna mundi ekki gagnast henni sjálfri til lækninga, en barðist ótrauð áfram fyrir börnin okkar og barnabörn. Hún og hennar fjölskylda voru frumkvöðlar í notkun hjálpar- tækja og kenndu okkur hinum óend- anlega mikið. Þau sáu mikilvægi jafningjafræðslunnar fyrir okkur og voru óspör á góð ráð. Maggý heyrði ég aldrei tala, en viðræður okkar um allt og ekkert voru nánari og meiri en hjá „talandi“ fólki. Við notuðum tæknina sem völ er á, tölvur eru okk- ur MND-veikum mjög mikilvægar. Þor hennar og kjarkur við að koma opinberlega fram ásamt fjölskyldu sinni voru okkur öllum ómetanlegur stuðningur. Reyndar ekki bara MND-veikum heldur hinum mörgu sem fylgdust með hennar skrifum á blogginu. Bjartsýni og æðruleysi voru aðalsmerki hennar. Nú mun barátta MND-félagsins halda áfram. Verkefnum er ólokið og vonandi munum við njóta allra sem Maggý dró að um ókomin ár. Þið hafið öll verið frábær. Dóra, Elísabetu, Berg- lindi, Hrafnhildi og öðrum ættingjum sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð veri með ykkur öll- um. Guðjón, Halla og dætur. Klukkan er fimm að morgni. Snjór hylur jörð og í svefnrofunum finn ég að allt er einhvern veginn breytt. Ég er svolitla stund að átta mig á því af hverju allt er öðruvísi í dag. Hún Maggý er ekki lengur hérna hjá okk- ur. Hún kvaddi okkur svo fallega með brosinu sínu í fyrrakvöld. Í gær var eins og tíminn stæði kyrr og hug- urinn líka. Í morgun er eins og jörðin sé farin að snúast aftur og hugurinn að virka á ný. Það sem kom fyrst upp í hugann var að ég mundi aldrei aftur vefja mjúku hendurnar hennar vand- lega inn í sjalið hennar eins og ég gerði á hverjum virkum morgni síð- ustu mánuðina svo henni yrði ekki kalt þar sem hún sat við tölvuna sína og skrifaði með höfuðmúsinni og miðlaði okkur af æðruleysi sínu, hug- rekki, einstökum húmor og skyn- semi. Aldrei aftur sitja við hlið henn- ar og hlæja og gráta með henni. Fá álit hennar á öllu því sem þurfti að glíma við frá degi til dags, því aldrei brást hennar skýra og skynsamlega sýn á lífið og tilveruna. Aldrei náði óttinn yfirhöndinni þó að hann gerði fáeinar tilraunir til að banka á dyrn- ar. Þessi tími sem ég hef átt með Maggý og fjölskyldu hennar, er mér dýrmæt reynsla, sem ég verð þakklát fyrir það sem eftir er ævinnar. Það er ómetanlegur lærdómur að sjá fólk takast á við erfiðleika, sem varla er hægt að ímynda sér að nokkur mann- eskja geti staðið undir, með þessari ótrúlegu einurð og æðruleysi sem hefur einkennt baráttu þeirra við þennan skelfilega sjúkdóm sem MND er. Sterkasta vopnið í barátt- unni, er þessi einlægi kærleikur sem ekkert getur sigrað. Þó að sjúkdóm- urinn hafi tekið Maggý frá okkur og flutt hana til æðri tilveru er kærleik- urinn sem ríkir á þessu heimili alla daga ótvíræður sigurvegari í þessari baráttu. Hann er aflið sem mun styrkja fjölskylduna og vinina í sorg- inni eins og hann styrkti þau í barátt- unni sem nú er afstaðin. Einlægur kærleikur er afl æðri máttar. Megi hann styrkja okkur öll. Ég horfi á þig þar sem þú situr í stólnum þínum, umvafin kyrrð, líkami þinn tjáningarlaus, augun ljómandi, er þau tala við mig. Ég horfi í þessi augu og sé gleði og sorg, eftirvæntingu, kyrrð, ótta og kærleika, – lífið … Ég dáist að þér þar sem þú situr í stólnum þínum. Kjarkur þinn svo óbilandi, kyrrð þín svo umvefjandi, gleði þín svo gefandi. Örlögin áttu ekkert auðvelt hlutverk handa þér. Þau vissu hvers þú varst megnug. Hugrekki þitt er hjörtum okkar eilífur lærdómur. Rut Gunnarsdóttir. Okkur er tamt að nota alls konar orð til að lýsa því fólki er við erum samferða í lífinu. Sumt er fallegt, annað er gott og sumt er einfaldlega skemmtilegt fólk. Samt eru orðin er ég kýs að nota um hana Maggý öll þessi góðu og frábæru hljómfögru orð að viðbættu orðinu hugprýði sem einkenndi svo mikið hvernig Maggý tókst á við sinn grimma vágest sem MND-sjúkdómurinn er síðustu tvö árin. Og var sú hugprýði svo mikil að aðdáun vakti víða og átti margt fólk erfitt að skilja hvernig Maggý gat tekist á við þann veruleika að vera fangi í sínum líkama og sýna svona mikið æðruleysi, lífsgleði og mikla hugprýði á sama tíma. Það vissu ekki sumir fyrr en löngu seinna í lestri á hennar bloggi á netinu hversu veik hún væri, því alltaf var Maggý að fara eitthvað og gera eitthvað og skein lífsgleðin og bjartsýnin þar oft- ast í gegn. Því er það með miklum söknuði að ég kveð þessa hugprúðu vinkonu mína í dag og óska henni góðrar ferðar á sinn betri stað. Fjöl- skyldu, ættingjum og vinum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Valur Höskuldsson. Magnea Karlsdóttir hefur lokið vist sinni hér, og það allt, allt of fljótt. Hinn miskunnarlausi sjúkdómur MND lagði hana að velli eftir stranga baráttu. Magnea réðst til vinnu hjá okkur í Kjörís sumarið 1992 og starfaði æ síðan með okkur með einu hléi þegar hún eignaðist hana Hrafnhildi sína. Það var síðan í lok árs 2002 sem hún fór í veikindaleyfi, sem hún sneri ekki aftur úr. En Magnea hafði fund- ið fyrir einkennum sjúkdómsins, þótt ekki væri hann greindur meðan hún starfaði með okkur. Þannig tel ég að samviskusemi hennar í starfi hafi verið yfirsterkari veikindunum lengi vel. Magnea var þannig manneskja að hún vann öll sín störf af kostgæfni. Hún fór sínu fram, en á einhvern undarlega rólegan hátt og lét sér annt um umhverfi sitt og samstarfs- fólk. Magnea sá um sína deild og öll þau verk sem henni voru falin af sér- stakri alúð alla tíð. Magnea og Halldór létu sig sjald- an vanta á skemmtanir hjá Kjörís og var alltaf gaman að hafa þau hjón með, þar sem þau voru órjúfanlegur hluti af okkar samfélagi, hvort sem var fyrir innan eða utan fyrirtækið. Það var ómetanlegt að fá að fylgj- ast með Magneu í skrifum hennar á bloggsíðu sinni og hreint með ólík- indum hvaða styrk hún hafði til að láta í sér heyra þar fram á seinustu stundu. Tæknin sem hægt er að nota er ómetanleg þegar svona aðstæður knýja dyra. En ekkert kemur samt í stað þeirrar samheldni og æðruleysis sem einkennt hefur fjölskylduna alla, sem og aðstandendur á þessum erf- iða tíma. Eigendur og starfsfólk Kjöríss þakka Magneu fyrir ómetanleg kynni og samstarf í gegnum árin. Kæru Halldór, Elísabet, Berglind, Hrafnhildur sem og allir aðrir að- standendur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. F.h. Kjöríss ehf. Valdimar Hafsteinsson framkvæmdastjóri. Elsku Maggý, við viljum skrifa nokkur orð um hvernig við munum eftir þér. Okkur fannst þú vera góð kona sem gaf okkur alltaf góðan ís og bakaðir bestu skúffukökur sem við höfum smakkað. Alltaf þegar við komum til þín varst þú nýbúin að baka. Og okkur fannst svo gaman að fá jólagjafir frá þér sem þú bjóst alltaf til sjálf, málaðir svo fallega hluti á það. Og þú fórst svo oft með okkur og Hrafnhildi í sund. Við viljum minnast þín vel og ávallt sem skemmtilegrar, glaðlyndrar persónu. Þá bætist enn önnur falleg stjarna á himininn. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson.) Guð geymi þig. Óli Dór og Arnar Elí. Kveðja frá Skátafélaginu Strók, Hveragerði Í dag kveðjum við Magneu Karls- dóttur. Magnea sat í stjórn Skátafé- lagsins Stróks í nokkur ár. Hún kom inn í starfið með dóttur sinni. Þegar Berglind, miðdóttir Magg- ýjar, tók að sér seinna starf fé- lagsforingja í Strók átti stúlkan sú dyggan stuðning móður sinnar sem hvatti hana áfram og hjálpaði við það sem gera þurfti. Ekki var nein fyrirferð í þessari konu, hún vann ætíð verk sín í hljóði. Stóð eldhúsvaktina á mótum og úti- legum, fór í fjáröflun og var afar bón- góð. Hún tók virkan þátt á meðan hún hafði þrek til. Blessuð sé minning ljúflingsins Maggýjar sem best er lýst sem frá- bærri skátamömmu. Við skátafélagarnir vottum fjöl- skyldunni allri okkar innilegustu samúð. Sofna drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. Skátafélagar í Hveragerði. Í fyrsta vetrarveðrinu í Hvera- gerði kvaddi hún Maggý okkur, um- vafin ástvinum og friði, við kertaljós og uppáhaldstónlist sína, í drauma- húsi því sem hún og Dóri höfðu byggt sér og dætrum sínum. Í baráttu sinni við þennan óvægna sjúkdóm fannst mér hún ná að nýta styrkleika sína svo vel. Hún var svo sterk, svo einstaklega sterk. Hún sýndi ótrúlegt æðruleysi gagnvart sjúkdómnum og var hreinskilin við fólkið sitt varðandi framtíð sína og fjölskyldunnar. Og svo húmorinn, þessi netti húmor sem hún hafði og skein svo beint í gegn á blogginu hennar. Mér fannst eins og henni hefði með aðdáunarverðum hætti tekist að gera svo mikið úr þessum síðustu árum, og jákvæðni hennar og dugur hvatti alla í kringum hana til að gera slíkt hið sama. En þeir eiginleikar sem ég man sterkast eftir í gegnum tíðina og fannst einkenna hana Maggý mína voru umhyggja og áhugi fyrir öðrum, hjálpsemi og fórnfýsi. Ég mun til dæmis alltaf muna … … Hversu tilbúin hún alltaf var til að skutla okkur stelpunum og sækja á skíðasvæðin á heiðinni þegar snjór- inn lét sjá sig. … Áhugann sem hún sýndi mér þegar ég heimsótti hana, öll smáat- riðin sem hún mundi eftir og spurði út í, atriði sem flestir aðrir hefðu látið fara inn um annað og út um hitt. … Hversu góð mamma hún var frænkum mínum, því hún lifði fyrir fjölskyldu sína. Þessir eiginleikar eru okkur sem eftir sitjum hvatning til að elska, sýna fólkinu í kringum okkur einlæg- an áhuga og umhyggju, og síðast en ekki síst að láta okkur ekki fallast hendur ef erfiðleika ber að höndum eins og hún Maggý sýndi okkur og sannaði. Elsku Maggý, minning þín lifir, falleg og hlý í huga mínum. Ég sakna nærveru þinnar, en læt huggast við að vita að nú líður þér betur og ert frjáls. Þín Dóra. Mig langar í nokkr- um orðum að minnast afabróður míns, Þórðar Guðjónssonar, sem er kvaddur hinstu kveðju í dag, eftir gifturíka ævi. Þórður var fjórði í röðinni af fimm systkinum. Elstur var Berg- þór, afi minn, sem lést árið 2000, næst kom Ingileif, þá Jóhannes, sem lést 1999, þá Þórður og yngst er Helga. Systurnar Ingileif og Helga lifa bræður sína, en Þórður var sá síðasti af þeim Akrabræðr- ÞÓRÐUR GUÐJÓNSSON ✝ Þórður Guðjóns-son fæddist á Ökrum á Akranesi 10. október 1923. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 27. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akranes- kirkju 4. nóvember. um til að kveðja þennan heim. Ég man eftir Þórði frá því ég fyrst man eftir mér. Ég dvaldist mikið sem barn hjá afa mínum og ömmu á Akranesi, en þeir bræður byggðu sér hús hlið við hlið við Skólabrautina, þar sem Bergþórshvoll, hús foreldra þeirra hafði áður staðið. Bergþór reisti hús að Skólabraut 31 og nokkrum árum síðar reisti Þórður sitt hús að Skólabraut 29, þannig að þeir bræður, með systkinin Jó- hannes og Helgu handan götunnar og Ingileif systur sína að Hliði, spölkorn frá, bjuggu hér um bil á sömu torfunni alla tíð. Þetta nábýli afa Bergþórs og Þórðar varð til þess að sem barn fékk ég oft að koma í heimsókn og þiggja veitingar, njóta velvildar og góðra ráða, sem ég sem ungur drengur hlustaði á af mikilli and- akt. Hefur mér eflaust þótt ég hafa svör við öllum spurningum þessa heims, þar til hafist var handa við að sparka bolta, með Borgari Þór frænda mínum og jafnaldrar sem ólst upp hjá þeim heiðurshjónum. Þá voru ráðleggingarnar gleymdar og ærslagangurinn einn réð ríkum. Það var síðar, eftir að unglings- árin voru gengin í garð og fram til þess síðasta, sem ég átti þær stund- ir með Þórði sem ég mun geyma með mér. Þórður var heill maður í allri framgöngu sinni, ráðagóður og hreinskiptinn. Hann flíkaði ekki til- finningum sínum fremur en bræður hans tveir sem fyrr höfðu fallið frá. Það var siður þeirra Akrabræðra að tala minna, en gera þeim mun meira. Hvort sem var í spjalli í eld- húsinu á Skólabrautinni, eða í ógleymanlegum veiðiferðum sem ég fékk að fara í með honum, Ingu Jónu og Borgari í Fáskrúð í Dölum, þá kom alltaf skýrt í gegn sá mikli heiðursmaður sem í Þórði bjó. Ekki man ég til að heyra hann halla orði á nokkurn mann. Það er einkenni góðra manna að þurfa ekki að tala aðra niður til að upphefja sjálfa sig. Þórður var aflakló á sjó og góður veiðimaður. Hann kom iðulega með mestan afla úr þeim laxveiðitúrum sem hann hafði svo mikla ánægju af að fara í. Laxveiðimanninum Þórði kynntist ég af eigin raun, en sjó- manninum og aflaklónni kynntist ég eftir að Þórður var kominn í land. Þórður fór ungur að sækja sjó- inn, fyrst með föður sínum og síðar á bát með afa mínum Bergþóri ver- tíðirnar 1940 og 41, áður en hann tók sjálfur við sem skipstjóri. Ver- tíðirnar 1940 og 41 var Bergþór afi skipstjóri á Sigurfara og Þórður með honum, ásamt Jóhannesi bróð- ur þeirra. Það varð þó úr að Þórður fékk sér annað pláss að áeggjan Ingiríðar móður þeirra, þar sem hún kunni því illa að synirnir þrír væru á sama bátnum. Eitt sinn á þessum árum, sem þeir voru saman á sjó, Bergþór afi, Þórður og Jó- hannes, þá gerði aftakaveður þar sem þeir voru á línuveiðum út af Snæfelljökli. Norðanrok og mikið frost. Þeir leituðu í var út af Djúpa- lónssandi, þar sem ankerin voru látin síga. Í storminum þurfti einn maður að standa frammi í stafni á meðan á þessu stóð og fékk Þórður fyrstu vaktina á meðan afi stóð við stýrið. Þetta hefur verið mikil raun fyrir ungan mann, en þegar Þórður kom niður í lúkar eftir tíu mínútna vakt frammi í stafni var hann það kalinn í framan að þegar hann ætl- aði að strjúka snjó framan úr sér þá flettist skinn af kinn hans. Þarna keyrðu þeir fulla ferð í rúman sól- arhring, upp í storminn, þar til keðjurnar í ankerunum slitnuðu. Sem betur ferð stóðu þeir Akra- bræður þetta óveður af sér, ásamt áhöfn og náðu í höfn eftir að verðið hafði lægt. Bræðurnir þrír frá Ökrum létu ekki að sér hæða þegar kom að sjó- mennsku og það er sjónarsviptir að þeim. Þórður stóð í stafni fram til enda og munu þeir sem hann þekktu sakna hans. Fyrir hönd fjölskyldu minnar færi ég Marselíu, Herdísi og Jóa, Ingu Jónu og Geir, Guðjóni og Hrönn og börnum þeirra og barna- börnum innilega samúð mína. Bergþór Ólason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.