Morgunblaðið - 05.11.2005, Page 18

Morgunblaðið - 05.11.2005, Page 18
18 lifun Í vinalegu timburhúsi í miðborginni býr einn slíkur græjuáhugamaður. Hann hefur raunar atvinnu af að selja hljómtæki, sjónvörp og annan raftækjabúnað, en spurningunni hvort kom á undan hænan eða eggið er auðsvarað í þessu til- felli. Húsráðandi kveðst nefnilega alltaf hafa haft mikinn áhuga á tónlist. „Ég fékk sambyggða Toshiba hljómtækjastæðu í fermingargjöf. Fljótlega eftir það kom ég í heimsókn á stað þar sem voru alvöru græjur og komst að því að ég heyrði bara brot af tónlistinni í sambyggða dótinu mínu. Eftir það varð ekki aftur snúið og ég eyddi hverri krónu sem kom í veskið í misgæfuleg hljómtæki og tónlist,“ segir húsráðandi sem kýs að gefa ekki upp nafn sitt. Í upphafi voru það stórar vattatölur, tónjafnarar og stórir hátalarar sem heill- uðu, en hann varð þess þó fljótt var að gæðin skiptu meira máli en magnið eða stærðin. Og í dag koma tækin úr öllum áttum og eru alfarið valin út frá því hvort honum finnst gaman að hlusta á tónlist í gegnum þau eða ekki. MP3 spil- ari er þannig hvergi sjáanlegur á þessu heimili og plöturnar eru dregnar oftar fram en geisladiskarnir. Sömuleiðis kosta hátalararnir ekki nema 1/6 af verði forvera þeirra. Húsráðandi segir e.t.v. ekki hægt að segja nýja hátalara betri en þá gömlu, sem mældust nákvæmari, en hljómurinn sem þeir skila sé fallegri og heilsteyptari og tilfinning tónlistarinnar náist þannig betur fram. Þar sem húsráðandi starfar í hljómtækjaiðnaðinum fer hann ekki varhluta af því að í dag snýst tískan svolítið um að setja útlit ofar innihaldi. „Síðustu árin hafa „allt í einu“ heimabíótæki, sem seld eru gegn vægu verði, tröllriðið hljóm- tækjamarkaðnum. Það vita það allir sem vilja að þú færð sjaldnast allt fyrir ekk- ert og þessir pakkar eru svo sannarlega engin undantekning frá því. Það er úti- lokað að ná góðum hljómi út úr hátölurum sem varla sjást. Hljómurinn úr slíkum hátölurum getur verið misvondur en aldrei góður. Núna flykkist fólk líka í raftækjaverslanir til að kaupa sér „no name“ flatsjónvörp sem í flestum til- fellum eru bæði helmingi verri og helmingi dýrari en venjuleg sjónvörp,“ segir húsráðandi og liggur ekki á skoðunum sínum. Þeir eru þó margir sem, eftir kynnin af misgóðum græjum, ákveða að hljóm- tæki teljist hluti af lífsgæðum nútímamannsins og segist hann fá marga slíka viðskiptavini inn í búð til sín. „Fólk sem allt í einu uppgötvar að það er ekki bú- ið að setja disk í geislaspilarann í ár af því að hljómurinn er svo lélegur.“ Og þegar svo er komið er oft tekin ákvörðun um að fjárfesta í almennilegum græj- um, þar sem kostnaðurinn getur hlaupið á bilinu 100.000–1.000.000 kr. Hann segir tengslin milli kostnaðar og gæða hljómtækja vera bæði bein og ekki bein. Verðmiðinn sé ekki trygging fyrir gæðum, en ef fólk gefi sér tíma til að líta í kringum sig og noti eyrun og augun þá sé hægt að gera góð kaup í hvaða verðflokki sem er. Ef viðkomandi síðan vandar valið getur hann búist við því að þurfa alltaf að tvöfalda upphæðina sem hann eyðir til þess að fara í næsta gæðaflokk fyrir ofan. „Munurinn á 100.000 og 200.000 króna græjum er sambærilegur og á tækjum sem kosta hálfa milljón og milljón. Þetta er bara spurning um hvað þú sættir þig við og hversu þykkt veskið er.“ Hvergi er líka meira um gagnslaus tæknislagorð og tölufalsanir en í hljóm- tækjageiranum. „Fyrirtæki auglýsa 50 vatta heimabíóstæður sem 500 vatta og komast upp með það. Það er spurning hvað gerðist ef einhver auglýsti nýjasta smábílinn með 800 hestafla vél?“ Margt spennandi er þó líka að gerast innan tæknigeirans og að mati húsráð- anda eiga gæðatæki eftir að fá uppreisn æru. „Ég sé það fyrir mér að annars vegar verði meiri samruni á tölvum, sjónvörpum og hljómtækjum og þá eru menn kannski komnir nálægt sambyggðu sjónvarps- og hljómtækjaskápunum sem voru á hverju heimili 1975 og hins vegar að hlutur gæðatækja komi til með að styrkjast eftir nokkur mögur ár.“ tækni þegar græjurnar skipta mál i Tækin koma úr ýmsum áttum. DVD-spilarinn er t.d. frá Rotel, en plötuspilaraformagnarinn og magnarasettið frá hinu danska Densen. Slóvenski Kuzma-plötuspilarinn er notaður oftar en geislaspilarinn. Tæknihluti heimilisins skiptir marga ekki minna máli en húsgögn og fagrir innan- stokksmunir og í sumum tilfellum hlaupa upphæðirnar á mörg hundruð þúsund krónum. Te xt i A nn a Si g rí ð ur E in ar sd ó tt ir. L jó sm yn d ir A rn al d ur H al ld ó rs so n.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.