Morgunblaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 24
24 lifun Einn sá iðnhönnuður sem hvað mestrar hylli nýtur þessi misserin er Argent- ínumaðurinn Alfredo Häberli. Hann hefur víða komið við undanfarin ár og hlotið margvíslegar viðurkenningar og verðlaun fyrir húsgögn, borðbúnað og glervöru. Vinsældir hans fara sífellt vaxandi og allt sem hr. Häberli send- ir frá sér virðist samstundis verða það heitasta heita. Alfredo Häberli fæddist í Buenos Aires árið 1964 en fluttist aðeins 13 ára til Sviss. Þar býr hann enn þann dag í dag og hönnunarstofa hans, Design Development, er í Zürich. Of langt mál væri að útlista allt það sem hann hefur hannað en aðeins verður tæpt á nokkrum fallegum hlutum; af nægu er sannarlega að taka. Essence fyrir Iittala Það er ekki ofsögum sagt að heimsbyggðin hafi heillast af glerlínu Häberli fyrir finnska framleiðandann Iittala, hér er ein- faldlega komin ein mest spennandi línan af glösum sem birst hefur um langa hríð. Um er ræða heilan flokk af glösum, mismunandi að stærð eftir því hvaða veigar þau eiga að hýsa, en öll hafa þau í grunninn sama ómót- stæðilega formið sem er í áttina að því að vera tígullaga og með algerlega flötum fæti eða grunni – sannarlega nýstárlegt en sömuleiðis um leið klass- ískt. Rúsínan í hinum margfræga pysluenda er karaflan, jafn dæmalaust glæsileg og glösin og með fölbleika litaslikju í neðri hlutanum. Origo fyrir Iittala Ekki hefur spenningurinn verið minni með leirvörulínuna Origo, sem er sömuleiðis hönnuð fyrir Iittala. Það er hægur vandi að klúðra svo ríkulegri litasamsetningu sem hér má sjá, en Häberli prjónar saman litarendur af slíkri smekkvísi að ómögulegt er að hrífast ekki með. Takmark hönnuðarins með línunni? Að hanna praktískt hversdagsleirtau sem væri allt annað en hversdagslegt. Óumdeilt er að það tókst með glans. Segesta fyrir Alias Hvíta plaststólinn Segesta hannaði Häberli árið 2002 og sló hann undireins í gegn. Fyrir utan frumlegt útlitið er stóllinn þeim kostum gæddur að hann má nota jafnt úti sem inni, bakið á honum er sér- staklega sveigjanlegt og loks má hæglega stafla honum. Stóllinn hefur ver- ið jafnvinsæll í fyrirlestrarsali sem og við borðstofuborð Hypnos fyrir Classicon Häberli hafði löngum þótt svefnsófar upp til hópa ópraktískar og heldur ljótar mublur. Taka pláss á við sófa, þó ekki sé verið að nota þá til þess að sofa í og svo kemst jafnan aðeins einn fyrir þegar háttatíminn kemur. Hypnos ræður á þessu sniðuga bót; þegar enginn er að sofa í honum er hann bara stællegur hægindastóll sem má svo breyta í eins manns rúm þegar húma tekur. hönnuðurinn alfredo häberl i Origo-skálarnar frá Iittala eru einstaklega litríkar og skemmtilegar ásýndar. Rautt, hvítt og kampavín eiga sér óneitanlega öll glæsilegan framleiðslumáta í Essence-glasalínunni frá Iittala. Hypnos. Hægindastóllinn verður að svefnbekk. Gulltryggð slökun. Argentínski iðnhönnuðurinn Alfredo Häberli er sannarlega að gera góða hluti þessa dagana og vinsældir hans raunar slíkar að flest það sem hann sendir frá sér virðist samstundis slá í gegn. Te xt i J ó n A g na r Ó la so n. Alfredo Häberli hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir hönnun sína. Hinn vinsæli Segesta. Jafn tilvalinn í fundar- herbergið, ráðstefnusalinn og borðstofuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.