Morgunblaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 52
52 lifun matur einfaldir grænmetisrétt i r Grænmeti er bragðgott og það gerir okkur líka gott. Það hefur orðið einskonar vitundarvakn- ing hvað varðar neyslu á grænmeti og grænmetisfæði á Íslandi. Ef við berum saman grænmetis- borð í matvöruverslun í dag og fyrir 20 árum má svo sannarlega segja að úrvalið í dag sé ótrú- lega mikið. Sífellt fleiri eru líka farnir að finna hve vel manni líður af að borða grænmetis- og baunarétti annað slagið svo ekki sé minnst á hvað þetta getur verið góður mat- ur. Meðfylgjandi eru einfaldar uppskriftir af grænmetisfæði til hressingar. Heiðgul maíssúpa fyrir 4 5 kartöflur ca 4 dl vatn og 1 tsk salt ( til að sjóða kartöflurnar) 2 msk. olía 1 laukur, saxaður smátt 2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt 250 g frosinn maískorn/ eða 1 dós niðursoðinn ½ tsk. túrmerik 5 dl vatn 1 msk. grænmetiskraftur 2 msk. balsamedik 1 tsk. ajvar relish/ sambal oelek salt og pipar Afhýðið kartöflurnar og skerið í litla bita og sjóðið í söltu vatni sem rétt flýtur yfir kartöflurnar í pottinum. Hit- ið í öðrum potti olíu og steikið lauk- inn og hvítlaukinn og setjið maísinn útí ásamt smá túrmerik. Þegar kart- öflurnar eru soðnar setjið þær þá í sigti og látið renna af þeim og blandið þeim út í grænmetið ásamt vatni og grænmetiskrafti. Látið sjóða í 2 mínútur. Hrærið súpuna saman með handmixara eða í matvinnslu- vél. Smakkið til með balsamediki, salti, pipar og ajvar relish. Ef ajvar relish er ekki til þá má smakka til með sambal oelek eða tabaskó sósu. Ajvar relish, er júgóslavneskt paprikumauk. það er bæði til sterkt og milt og mér finnst það milda betra. Ég komst uppá bragðið með þetta mauk þegar ég bjó í Svíþjóð en þar fæst það í öllum verslunum. Hér fæst það a.m.k. alltaf í matar- deildinni í Blómavali. Ef þú hefur ekki prófað maíssúpu þá er kominn tími til því maís bragðast einstaklega vel í súpu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.