Morgunblaðið - 05.11.2005, Side 52

Morgunblaðið - 05.11.2005, Side 52
52 lifun matur einfaldir grænmetisrétt i r Grænmeti er bragðgott og það gerir okkur líka gott. Það hefur orðið einskonar vitundarvakn- ing hvað varðar neyslu á grænmeti og grænmetisfæði á Íslandi. Ef við berum saman grænmetis- borð í matvöruverslun í dag og fyrir 20 árum má svo sannarlega segja að úrvalið í dag sé ótrú- lega mikið. Sífellt fleiri eru líka farnir að finna hve vel manni líður af að borða grænmetis- og baunarétti annað slagið svo ekki sé minnst á hvað þetta getur verið góður mat- ur. Meðfylgjandi eru einfaldar uppskriftir af grænmetisfæði til hressingar. Heiðgul maíssúpa fyrir 4 5 kartöflur ca 4 dl vatn og 1 tsk salt ( til að sjóða kartöflurnar) 2 msk. olía 1 laukur, saxaður smátt 2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt 250 g frosinn maískorn/ eða 1 dós niðursoðinn ½ tsk. túrmerik 5 dl vatn 1 msk. grænmetiskraftur 2 msk. balsamedik 1 tsk. ajvar relish/ sambal oelek salt og pipar Afhýðið kartöflurnar og skerið í litla bita og sjóðið í söltu vatni sem rétt flýtur yfir kartöflurnar í pottinum. Hit- ið í öðrum potti olíu og steikið lauk- inn og hvítlaukinn og setjið maísinn útí ásamt smá túrmerik. Þegar kart- öflurnar eru soðnar setjið þær þá í sigti og látið renna af þeim og blandið þeim út í grænmetið ásamt vatni og grænmetiskrafti. Látið sjóða í 2 mínútur. Hrærið súpuna saman með handmixara eða í matvinnslu- vél. Smakkið til með balsamediki, salti, pipar og ajvar relish. Ef ajvar relish er ekki til þá má smakka til með sambal oelek eða tabaskó sósu. Ajvar relish, er júgóslavneskt paprikumauk. það er bæði til sterkt og milt og mér finnst það milda betra. Ég komst uppá bragðið með þetta mauk þegar ég bjó í Svíþjóð en þar fæst það í öllum verslunum. Hér fæst það a.m.k. alltaf í matar- deildinni í Blómavali. Ef þú hefur ekki prófað maíssúpu þá er kominn tími til því maís bragðast einstaklega vel í súpu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.