Morgunblaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 34
34 lifun
verka og þess háttar. Eigandi íbúðarinnar segir ómetanlegt að hafa
traustan arkitekt sem fylgir hlutunum eftir og Björn hafi reynst ein-
staklega úrræðagóður og fundið hárréttar lausnir þegar á reyndi.
Þrátt fyrir að hönnun íbúðarinnar sé í sjálfu sér listaverk var mjög mik-
ilvægt að hún væri þægileg fyrir íbúa hennar og hentaði þeirra lífs-
stíl. Eigendurnir vildu fá „fúnkerandi“ heimili – þar sem væri þægi-
legt og auðvelt að lifa og starfa. Eldhúsið er einmitt gott dæmi um
hversu vel hefur til tekist, en þar eru öll tæki og innréttingar úr áli. Ál-
ið varð fyrir valinu vegna þess að það hefur tæran, fallegan lit, en
ekki síður vegna þess að það kámast ekki. Engin fingraför sjást á ál-
inu og það er mjög auðvelt að þrífa það. Öll eldhústækin, svo sem ís-
skápur, ofnar og háfur, eru frá Gaggenau og úr áli.
Í stofunni hefur Björn gefið einum veggnum óvenjulega lögun, sem
óneitanlega brýtur upp rýmið. Veggurinn er örlítið bogadreginn og
hallar fram og virðist sem hann svífi frá gólfinu. Hann segir vegginn
ljá íbúðinni mýkt og sé ákveðið jafnvægi við hreinar og beinar línur
annars staðar í íbúðinni. Bogadreginn veggurinn er líka sterkt áhrifa-
svæði í rýminu sem gefur hönnuninni flæði og tengir vel við önnur
svæði íbúðarinnar. Að sögn Björns hafði hann hér heildarsýn íbúðar-
innar að leiðarljósi því hann vildi að öll svæði íbúðarinnar tengdust
Í eldhúsinu eru granítplötur og öll tæki úr áli.
Heildarsýnin er tær og fáguð.
innlit