Morgunblaðið - 05.11.2005, Síða 38
Mjúkt og endingargott. Sterkt en sveigjanlegt. Lýsingar á borð við
þessar eiga einkar vel við leðurhúðir og því ekki að undra að þær séu
jafn vinsæll efniviður við híbýla- og húsgagnahönnun og raun ber vitni.
Leðrið felur líka í sér vissan munað, þrátt fyrir að vera – í einhverri
mynd a.m.k. – á færi flestra. Langvarandi vinsældir leðursófasettsins
eru e.t.v. besti vitnisburðurinn.
En leður er ekki bara leður og gæðin mismunandi eins og bitur reynsla
hefur efalítið kennt mörgum. Sé hins vegar vel til vandað getur sígild
hönnun og slitsterkt efni skilað af sér grip sem áratugum saman reyn-
ist sannkölluð heimilisprýði. Slitnir fletir mublu sem hefur svo gott
sem öðlast sess eins úr fjölskyldunni, eða a.m.k. kærkomins fjöl-
skylduvinar, auka jafnvel enn á sjarma gripsins fyrir tilstilli atburðaríkr-
ar sögunnar sem að baki liggur.
Hægindastóll þeirra Ray og Charles Eames er gott dæmi um slíkt hús-
gagn. Sjálfur sagði Charles Eames markmið sitt með hönnun stólsins,
sem varð þekktur sem stóll No670, vera að ná fram „hlýju, móttæki-
legu útliti vel notaðs hanska hafnaboltaleikmannsins“ – nokkurs konar
umvefjandi skjóli frá áreiti hins daglega lífs. Það segir svo sitt um
gæðalega hönnun þeirra hjóna að við gerð stóls þar sem jafn mikið er
lagt upp úr þægindunum skuli útlitsþátturinn í engu vera látinn líða
fyrir. Mjúk leðurbólstrun sem aðeins batnar með aldrinum er heldur
ekkert til að kvarta yfir.
Því fer þó fjarri að leður þurfi eingöngu að vera bundið við setfleti,
enda hefur það á sl. árum verið notað í sívaxandi mæli við gerð hinna
margbreytilegustu innanstokksmuna. Leðurklæddir borðfletir njóta
þannig sívaxandi vinsælda og raunar líka vegg- og gólfflísar úr leðri.
Leðurgólf kann að hljómar nokkuð mótsagnakennt í fyrstu, en að sögn
þeirra sem til þekkja er leður góður gólfefniskostur sem hentar hinum
leður
Hægindastóll frá Rolf Benz sem láta má
þreytuna líða úr sér í. Exó, Fákáfeni
Afo Central og borðplatan úr leðri. Natuzzi, Askalind.
í hól f og gólf
Leður getur óneitanlega kallað fram sannkallaða
munaðarstemningu innan veggja heimilisins. Efni-
viðurinn er líka einkar sveigjanlegur og algjör
óþarfi að binda hann eingöngu við sófasett.
Stóllinn Tolouse frá Natuzzi, Askalind, er mjúkur ásýndar.
Te
xt
i A
nn
a
Si
g
rí
ð
ur
E
in
ar
sd
ó
tt
ir.
L
jó
sm
yn
d
ir
A
rn
al
d
ur
H
al
ld
ó
rs
so
n.
38 lifun