Morgunblaðið - 05.11.2005, Síða 44

Morgunblaðið - 05.11.2005, Síða 44
44 lifun fyrir 6 kartöfluklattar (blinis) 2,5 dl mjólk 1 tsk. þurrger ¼ tsk. sykur 1½ dl hveiti 1½ dl speltmjöl ¾ dl sýrður rjómi 2 eggjarauður 2 eggjahvítur 2 kartöflur smjör 2 dl sýrður rjómi ½ rauðlaukur 4 eggjarauður ferskt dill 2 krukkur laxahrogn Hitið mjólkina í 37°C og leysið ger og sykur upp í mjólkinni. Blandið hveiti, speltmjöli, sýrðum rjóma og eggjarauðum út í. Látið lyfta sér í 30 mínútur. Afhýðið á meðan hrá- ar kartöflurnar og rífið þær fínt með rifjárni. Stífþeytið eggjahvíturnar og setjið síðan eggjahvíturnar og kartöflurnar út í deigið og blandið vel saman. Hitið smjör á pönnu og steikið klattana við meðalhita. Ekta rússneskt lúxusmeðlæti með þessum kartöfluklöttum er sýrður rjómi, smátt sax- aður rauðlaukur, hrá eggjarauða, ferskt dill og auðvitað stryrjuhrogn. Það er hins vegar erfitt að nálgast þau hér á Íslandi en vel má notast við laxahrogn eða silungahrogn sem eru reyndar hreinasta sælgæti líka. Ef einhverjum finnst of mikið mál að baka klattana má benda á að hægt er að kaupa frosin blinis-brauð eða nota hveitikökur sem víða fást. Í Rússlandi væri borinn fram með þessu vodki í litlu staupi en ég mæli ekki síður með kampavínsglasi. matur laxahrogn á rússneskan máta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.