Morgunblaðið - 05.11.2005, Síða 46

Morgunblaðið - 05.11.2005, Síða 46
46 lifun fyrir 4 gnocchi: 400 g kartöflur 2 egg 2 dl parmesan, rifinn 2 tsk. salt og örlítill hvítur pipar u.þ.b. 2 dl hveiti sósa: ¼ dl truffluolía ½ dl olía 3 msk. sítrónusafi steinselja og pipar ½ dl parmesan, rifinn 3 litlar trufflur Afhýðið kartöflurnar og vigtið eftir að þær hafa verið af- hýddar. Sjóðið kartöflurnar í léttsöltu vatni og látið renna af þeim. Pressið þær með kartöflupressu, eða í gegnum sigti, og blandið eggjum, parmesan, salti, pipar og hveiti út í þar til deigið klessist ekki lengur. Rúllið í langar mjóar lengjur sem eru u.þ.b. 1 cm á þykkt. Skerið rúlluna í 0,5 cm stóra bita. Hitið léttsaltað vatn í stórum potti og setjið gnocchi- bitana út í þegar vatnið sýður. Sjóðið þar til bitarnir fljóta upp á yfirborðið og takið upp með spaða. Skiptið á fjóra diska. Blandið saman truffluolíu, olíu og sítrónusafa og dreypið yfir gnocchi-bitana ásamt nýrifnum osti og trufflum. Stráið smásteinselju og pipar yfir og berið fram með góðu brauði og ítölsku rauðvíni af bestu tegund. Einnig má nota soðið tagliatelle-pasta í stað þess að búa til gnocchi. matur ferskt gnocchi með r jómatruff lum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.