Tíminn - 03.04.1970, Síða 3

Tíminn - 03.04.1970, Síða 3
FÖSTUDAGUR 3. aprfl 1970 TIMINN * Wmm Skipasmíðastöð KEA smíSaSi þennan 12 tonna bát, sem hlotiS hefur nafniS Kópur. Var hann afhentor eigendum á föstudaginn langa. Eig- endur bátsins eru á Húsavík. Báturinn er vandaSur, búin venjulegum siglingatækjum eg auk þess kraftblökk, sem er fremur úvenjulegt um bát af þesearl stærS. Véiin er Perkins, 159 hestöfl. (Ljósm.: GPK). EMmilTnröt^ AF LANDSBYGGÐINNI EKKERT TILBOÐ KOM FRÁ NNLENDUM AÐILA í HOFSÁ Gunnar Valdimarsson, formaður Veiðifélags Hofsár sendi blaðinu eftirfarandi athugasemd vegna fréttar er birtist nýlega í Tíman- um: Leýfið mér vegna fyrirspurnar á Alþingi nýlega og fréttaklausu í spurnarformi á forsíðu Tírnans 12.3., að tatea fram eftirfarandi Veiðifélag var stofnað á vatna- svæði Hofsár, þegar ljóst var að áin var illa komin vegna ofveiði. Við lok veiðitímains 1967 var vatnasvæðið auglýst til leigu í út- varpinu, Tímanum, Þjóðviljanum og Morgunblaðinu. Ekkert tilboð barst frá innlendum aðila. Eina tilboðið sem barst, var frá forezkum manni major B. MacDon- ald Booth, sem dvalizt foefur lang- Ræðir utanríkis- málastefnu Islands Emil Jónsson, utanríkisráðherra, mun fjalla um stefnu íslands í utanríkismálum á hádegisfundi, sem Varðberg og Samtök um vest ræna samvinnu (SVS) halda sam- eigirdega fyrir félagsmenn sína og gesti þeirra í Þjóðleikhúskjallar- anum laugardaginn 4. apríl. <X> Raufarhöfn: Hafís og samgönguleysi HH—fimmtudag. Samgöngur við umheiminn eru fremur erfiðar um þessar mundir. Hér er mikill snjór og allir vegir í kring, ófærir. Flug hefur líka verið stopult, en á föstudaginn langa kom Tryggvi Helgason hing- að og í morgun kom svo vél frá Akureyri, en þegar hún var kom- in yfir völlinn, gerði mitela hrí'ð, svo vélin sneri til Akureyrar aft- ur. Á laugardaginn fyrir páska rak hafísinn hérna inn á höfnina og faann er enn hérna fyrir utan, við sjáum hann, þegar foirtir upp. Af aflabrögðum er lítið að frétta. Togbáturinn Jökull hefur verið í viðgerð á Akureyri síðan um miðj an marz, en kemst væntanlega á flot, þegar áhöfnin kemst héðan til Akureyrar, en hún ætlaði með flugvélinni, sem gat eteki lent í morgun. Grásleppuveiðar eru rétt að byrja, en litáill friður er með þær fyiir ísnum. Eftir þessu fer at- vinnan og er nánast engin. Fólk- ið styttir sér stundirnar við að horfa á sjónvarpið, annars eru margir héðan í atvinnuleit annars staðar. Reynihlíð v/Mývatn: Silungurinn ,í dvala PJ—fimmtudag. Ekki eru nein stórtíðindi héð- an. Veðráttan hefur verið leiðin- leg núna síðustu tvo mánuðina og Miðvikudaginn 25.3. 1070 var skopleikurinn Svefnlausi brúðgiuminn frumsýndur í Félagsheimilinu, Hvammstanga. Að leiknum standa Umf. Kormákur og kverifél. Björk og hefur samvinina félaganna verið með ágætUm. Leikstjóri er Mifcael Magnússon, en aðalhlutverkið leik- ur Sveinn Kjartansson. Félagsheimilið var þétt setið á frumsýningunni og leiknum fráfoærlega vel tekið. Auk sýninga á Hvammstanga er fyrirbugiað að ferðast með leikritið og verður það m. a. sýnt á Húnavökunni á Blönduósi n. k. suinnudag. KS—fimmtudag, Hér er afforagðs veður í dag, bjart og frostlaust. Ekki er mikill snjór, en hann er harður og þétt- ur, enda oft búinn að blotna og frjósa aftur. Samgöngur eru engar eins og er, en við fáum póstinn viteulega með vélsleða frá Húsavíik. Svo hér snjóbíll í dag sem var á með Sigurjón Rist, vatna- mælingamann austur í Jökuldal. Við höfum ekki yfir neinu að fcvarta, og ef einhver tími er af- gangs, notum við hann til að horfa sjónvarpið. Dalvík: Bátarnir komnir norður HD—fimmtudag. Fólk hér á Dalvík var mjög mik ið á skíðum um páskana, enda ágætis snjór. Nú -er komin hláka ög fínasta veður er í dag. Samgöngur eru góðar þessa stundina, en vegurinn lokast annað Framhald á 11. síðu dvölum hérlendis um árabil, og hefur látið náttúruvernd til sín taka, er m. a. félagi þeirra sam- taka, er lögðu fram fé til kaupa á Skaftafelli. Þessu tilboði var tekið, enda samkomulag um um- bætur, friðun, og ræktun, sem megin stefnumið. Leigutakinn gaf íslendingum kost á rúmlega 50% veiðidaganna fyrsta sumarið fyrir 900—1400 kr. á dag, mjög fáir komu. Leiga er greidd í pundum (£) og ^egna þes:.. samnings, koma auk þess inn í landið þúsundir £ árlega til flugfélaga, skipafélaga, hótela, og vegna annarrar þjónustu. Samt virðist ekkert lát á staðreynda- föslunum og klögumálum út af leigu Hofsár, að ekki sé minnzt á spellvirki og svo er verið a'ð tala um, að gjöra ísland að ferða- mannalandi. Virðingarfyllst, Teigi, Vopnafirði, 22.3. 1970. Gunnar Valdimarsson, form. Veiðifélags Hofsár. samgöngur oft erfiðar innan sveit- arinnar, en alltaf hefur verið fært til Húsavíkur. Mývatn hefur vérið ísi lagt um langan tíma, og þá leggst silungurinn í einskonar dvala og lætur ekki veiðast. Unnið hefur verið að stækkun Kísilgúrverksmiðjunnar og verið nokkurt hlé á framleiðslunni, með- an verið er að tengja nýja hlut- ann við. En nú er allt að fara í gamg þar aftur. . Félagslífið hefur verið heldur dauft og enginn hefur viljað koma hingað og sýna okkur leikrit ennþá, annars væri það ágætis tilforeyt- ing. Grímsstaðir: Pósturinn kemur með vélsleða BÍTLAR MEÐ SKUPLUR KJ—Reykjavík, þrðijudag. Það gerðist hér í frysti- húsi, ekki langt frá Reykja- vík, að síðhærðir piltar fengu vinnu, í pökkunarsaln- um. Þeir voru eitthvað að saúast 1 kring um pökkun- arstúlkurnar, og urðu að vera með hárnet og skúpl- ur, svo hár færi ekiki í fisk- iinn, sem þeir voru að vinna við. Allar stúlkur, sem vinna í frystihúsum, verða sem kunnugt er, að veid með skuplur og hárnet, og nú verða bítlarnir lítea að bera slíkan höfuðbúnað. Skyldu þeir ekki frekar vilja láta klippa sig, en ganga með höfuðbúnáð kvenna. Kammertónleikum frestað um eina viku Kaimmertónleikar, sem kennarar Tónlistarskóians halda fyryir Tón- liistarfélagið, fnestast vegna veik- inda Björns Ólafssonar um eina vi'ku, og verða því laugardaginn 11. apríl kl. 3 e. h., en ekki á morgun. BRIDGE [ KÓPAVOGI Eftir 17 umferðir í barometer- keppni Bridgefélagsins Ásarnir, Kóþavogi, eru þessi pör efst: 1. Oddur A. Sigurjónsson — Guð- mundur Oddsson 1592 stig. 2. Lárus Hermannsson — Her- mann Lárusson 1584 stig. 3. Jóhann H. Jónsson — Ólafur Júlíusson 1535 stig. 4. Lúðvík' Ólafsson — Árni Ja- kobsson 1481 stig. 5. Valdimar Lárusson — Jón Andrésson 1472 stig. Eftir eru 10 umferðir, sem verða spilaðar hinn 8. og 15. apríl. Hinn 19. marz sl. 1. keppti B.Á.K. við Bridgefélag Garðahrepps á 6 borð um og sigraði B.Á.K. samtals með 78 stigum gegn 48. Orðsending til Gylfa Ætli Gylfi Þ. Gíslason fari ekki bráðum að segja af sér formennskunni í Alþýðuflokkn- um? Hann ræður ekki orðið neinu í Alþýðuflokknum. Ekki réði hann ferðinni í verðlags- málinu og nú er sýnilegt að hann ræður engu um það, sem skrifað er í leiðara Alþýðu- blaðsins. Benedikt Gröndal skrifar leið ara Alþýðubla'ðsins í fyrradag og er hann ein samfelld árás á formann flokksins, Gylfa Þ. Gíslason. Gylfi hafði á Alþingi kallað þá, sem voru á móti verðlags- málafrumvarpi ríkisstjórnar- innar, afturhaldsmenn, „aftur- haldsöflin hafa orðið ofan á“, sagði ráðherrann og formaður Alþýðuflokksins. Benedikt svarar Gylfa Þessi leiðari ber yfirskrift- ina: „Orðsending til neytenda“ en er í rauninni ekkert annað en meinleg orðsending til Gylfa. f leiðaranum svarar Benedikt Gylfa m.a. með eftir- farandi hætti: „Verðlagsmál eru mikið rædd í blöðum þessa daga í til- efni af því, að Eggert G. Þor- steinsson felldi heildsalafrum- varpið, sem ætlað var til að af- nema verðlagseftirlit rétt fyrir páskana. Morgunblaðið skrifar um þetta dag eftir dag og ræðst að vonum á hina tæki- færissinnuðu Framsóknarmenn, en skýtur hliðarskotum á þá Alþýðuflokksmenn, sem tóku hagsmuni neytenda fram yfir allt annað og réðu úrslitum málsins. Hið umdcilda frumvarp var að mestu þýðing á dönskum lögum um verðlagsmál. Vafa- laust duga þau lög sæmilega þar í landi, en spurning er, hvort hin marglofaða sam- keppui hefur raunverulega sömu áhrif hér heima og í stærri löndum. Um meginat- riði málsins er ekki ástæða til, að deila. Þessu frumvarpi var ætlað að verða til þess að leysa upp það litla vei-ðlags- eftirlit, sem hefur verið foér á landi. Þetta átti að heimila verzluninni frjálsa álagningu. Reynslan kennir íslendingum, . að þetta þýðir aðeins eitt: álagningin átti að hækka, vöru- verð átti að hækka. Og hver átti að borga 'brúsann? Auðvit- a'ð neytendur. Svo skrifar Morg unblaðið af heilagri vandlæt- ingu um, að þetta frumvarp hafi verið fiutt í þágu neyt- enda! Núverandi stjórnarsamstarf hefur að ýmsu Ieyti verið betra og nánara en áður hefur tíðkazt hér á landi, f stað stjómar- skipta á 3—4 ára fresti hefur sama stjórn setið í meira en áratug. Af þessu hafa áróðurs- menn stjórnarandstöðunnar dregið þá ályktun og haidið á lofti, að enginn munur væri lengur á Alþýðuflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Eggei-t G. Þorsteinsson minnti Framhaild á bls. 11.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.