Tíminn - 04.04.1970, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.04.1970, Blaðsíða 6
6 4. Aðalfundur SAMVINNUBANKA ÍSLANDS H.F., verður haldinn í Sambandshúsinu, Reykjavík, laugardaginn 11. apríl 1970 og hefst kl. 14. Dagskrá samkvæmt 18. gr. samþykktar fyrir bank- ann. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir á fundarstað. Bankaráð Samvinnubanka íslands h-f. TILKYNNING frá lífeyrissjóði fyrir. Verkamannafélagið Dagsbrún og Verkakvennafélagið Framsókn, um greiðslur lífeyrissjóðsgjalda. Þeim vinnuveitendum, sem hafa haft verkafólk í vinnu, 16 ára og eldra, eftir 1. janúar 1970, og greitt þeim laun samkvæmt samningum við ofan- nefnd verkalýðsfélög, ber að greiða iðgjöld til líf- eyrissjóðsins frá áramótum. Þeir, sem hafa ekki enn gert skil á iðgjöldum, eru beðnir að greiða þau fyrir 10. apríl 1970 og framvegis fyrir 10. dag hvers mánaðar eftir á, í sparisjóðsreikning sjóðsins nr. 129980 í Lands- banka íslands eða nr. 35178 í Sparisjóð alþýðu. Eyðublöð fyrir skilagrein með áprentuðum leið- beiningum um greiðslu iðgjalda erut fáanleg á skrifstofum félaganna og samtaka vinnuvéitenda. Stjórn lífeyrissjóðsins. AÐVENTKIRKJAN Svein B. Johansen flytur erindi sunnudaginn 5. apríl kl. 5 síð- degis, sem nefnist: „NAUÐSYN LEGT TIL LÍFS" Einsöngur: Anna Johansen. Tvísöngur: Marín S. Geirsdóttir og Díana Magnúsdóttir. Allir velkomnir. AUGLÝSIÐ í TÍMANUM %Ji ÆÆÆZL • JLi«jC ■*« »(■■ 'JL BILALEIGA HVPRFISGÖTU 103 V-WíSendiferðabííreið-VW 5 manna-VWsvefnvagn VW 9 manna - Landrover 7 manna TIMINN LAUGARDAGUR 4. apríl 197«. GRÓÐUR OG GARÐAR DROTTNINGARBLÓM, VERKAMANNABLÓM Nellikur hafa jafnan þótt fögur blóm og tiginmannleg — og hafa verið uppáhaldsskraut við krýningar margra drottn- inga, o.fl. hátíðleg tækifæri. Stúdentar hafa öldum saman gengið með nelliku eða rós á jakkahorninu, nýútskrifaðir. Rithöfundurinn Óskar Wilde gekk jafnan með nelli’ku í hnappagatinu. — Á dögum frönsku stjórnbyltingarinn- ar 1789—1793, báru franskir aðalsmenn rauða nelliku á barmi, sem merki óttaleysis, er þeir stigu á höggstokkinn. Skelfingarnelli'ku kölluðu þá borgararnir hana. En öld síð- ar báru verkamenn nelliku á barmi, eða festu hana á húfu sina 1. maí. Napóleon valdi eldbjarmalit nellikkunnar á band heið ursf y lki n garmerXds- ins. Fáni kommúnista er líka nellikurauður og sami litur sést oft á austantjaldsfrímerkj um. — Dökkrauða nellikan var uppáhaldsblóm Staunings for- sætisráðherra Dana. Þegar nýja austurríska þingið kom sam- an eftir kosningar haustið 1949, höfðu hægrimenn alpa- fífil (Edelweiss) í merki sínu en rauða nellikan var tákn jafnaðarmanna. Sagt er að her menn Garibalda hafi barizt undir merki nellifcunnar árið 1849 í frelsisstríði Ítalíu. — Á heimsstyrjaldarárunuin var tal ið varasamt að bera rauða nell i!ku í hnappagatinu — í Nor- egi og Hollandi — því að Þjóðverjar vissu vel að þjóð- höfðingjarnir Hákon og Bern- hárð höfðu mætur á henni. . . Árið 1907 var nellikan fcjör- in blóm mæðradagsins í Banda ríkjunum. Saga nellikunnar er löng. Árið 1565, (voru nokkur blóm ræktuð til skrauts þá á íslandi?) fengu hollenzkir flóttamenn hæli í Norwich á Englandi og fluttu með sér blómafræ og lauka. Hollend- ingar voru margir hverjir dug legir iðnaðarmenn, einkum vef arar, og dreifðust brátt til ýmissa iðnaðarbæja. Og hvar vetna tóku þeir að rækta blóm í hinum nýju heimfcynnum sín um því að blómarækt voru þeir vanir í Hollandi. Þeir stofn- uðu brátt blómafclúbba, héldu sýningar og veittu verðlaun. Oft voru 1. verðlaun, garð- hrífa, spaði, eða 1—3 fcr. í pen ingum. Verðgildi peninga var þá annað, 30 kr. þóttu sæmi- leg vikulaun. Á 18. öld voru nellikur orðnar svo vinsælar að jafnvel fátæklingar rækt- uðu þær í smágörðum og í jurtápottum innanhúss í Belg- íu, Frakklandi, Englandi, og sumum héruðum Þýzkalands. Nellikan varð blóm almenn- ings, en yfirstéttunum leizt miður á þessa þróun málanna. í garðyrkjukveri frá 1824 seg- ir t.d.: Margar fín-ar blómateg- undir, sem einu sinni prýddu hina stóru garða Englands, hafa nú lækkað um set og eru orðnar handvcrksmanna'- blóm. Verkamenn voru þá famir að rækta mikið af blóm um og jafnvel stunda úrval og jurtakynbætur. Algengustu verkamannablóm þeirra tíma voru nellikur, maríulyklar (pri múlur), anemónur, goðaliljur og túlípanar. Oft vann nær öll fjölskyldan úti og vinnu- tíminn var 16 tímar á dag, en samt ræktuðu verkamenn skrúðgarða sína. — f mörgum klúbbum var nellikan vinsæl- asta blómið .Frá bænum Pais- ley einum komu um 300 nel- ikuafbrigði fraan á sjónarsvið- ið, þ.á.m. eitt mjög sérkenni- egt. Krónublöðin íkrítar- hvít með dökkri rönd, en miðja blómsins nærri svört. Sum gömul afbrigðin hafa ver- ið up-pgötvuð á ný í görðum og þykja verðmæt. Dæmi voru til þess að verkamenn fyrri tíma gáfu hálf vikulaun, eða eina geit, fyrir sjaldgæfa nell- iku. Um vefarana á dögum Viktoríu drottningar var sa-gt að þeir lesi mikið, yrki ljóð, temji dúfur og eyði peningum í nýjar blómategundir, enda viti allir að þeir stundi garð- yrkju af lífi og sál. Já, sumir tækju jafnvel rúmteppið ofan af sér og breiddu yfir blómin úti í garðinum á kaldri nóttu, þótt þeir ættu þá á hættu að fá kvef. Árið 1875 sögðu Eng- lendingar að undanfarið hefði engum gengið be-tur að rækta blóm en vefurunum í Lanca- skíri. Nú séu tignar stéttir farn ar að rækta ,,verkamanna- blóm“, en þær skorti enn reynzlu á við vefarana. — Fyrsti sljúpublómræktar- klúbburínn var stofnaður á Englandi árið 1841. í Belgíu og víðar voru verkamenn á- áhug-asamir um blómarækt snemma á tímum og ræktuðu t.a.m. mjög fagrar nellikur. Þeir vökvuðu þær stundum með vatninu, sem þeir höfðu notað til að skola af sér kola- rykið úr námunum — og töldu blómin hafa gott af því. Til eru líka konur sem vökva gluggablómin með skeggrafcst- ursvatni bænda sinna — og telja áburðarígildi. Jæja, horn spónum er líka stundum bl-and að í pottamold. — De Gaulle, fyrrum Fraklandsforseti, hef- ur mikið dálæti á nellifcum. En franskir nellikuræktunar- menn segja söluna minni síð- an Pomoidou tók við völdum. Frú hans kvað nefnilega litl- ar mætur hafa á nellikum. Tízkan nær greinilega til blóm anna. Hvernig skyldi blóma- smekkur Nixons forsetafrú- ar vera, og hver eru „verka- mannablómin“ á íslandi? Ingólfur Davíðsson. ODYRUSTU GOLFTEPPIN MIÐAÐ VIÐ GÆÐI ★ ISLENZK ULL ★ NYLON EVLAN ★ ECING CORTELLE Ný tækni skapar AukinD braða aukln afköst, meiri gæði og betra verð. Afgreiðum með stuttum fyrirvara. Komið við í Kjörgarði. Hvergi meira úrvai af húsgagnaáklæðum. illtíma Sími 222U6 — 3 linui.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.