Tíminn - 04.04.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.04.1970, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 4. apríl 1970. TÍMINN 9 — ®mróm— Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framikvænidastiórl: Kristián Benediktsson. Ritstiórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnar- skrifstofur 1 Edduhúsinu, stmar 18300—18306. SkrifstofuT Bankastræti 7 — Afgreiðslusiml: 12323 Auglýsingasimi: 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskrifargjald kr. 165.00 á mán- uði, innanlands — í lausasölu kr. 10.00 eint. • Prentsm. Edda hf. Værugjörn ríkisstjórn Það er eitt af mörgum merkjum þess, að núverandi rík- isstjóm er orðin værugjörn og athafnalítil eftir langa setu, að stórmál, sem hún lofaði að leggja fram í þing- byrjun, hafa enn ekki verið lögð fyrir Alþingi. Stjómin lofaði að leggja fram framvarp um endur- bætur á íbúðalánakerfinu, enda ekki vanþörf á, þar sem það er raunar komið í strand. Þetta mál er ókomið enn. Stjómin lofaði að leggja fram tillögur um endurnýj- un togaraflotans, en slíkt hefði hún raunar átt að gera fyrir mörgum áram. Þó era þær ókomnar enn. Stjómin lofaði að beita sér fyrir ýmsum endurbótum á málum iðnaðarins vegna Efta-aðildarinnar. Fæst af þeim málum hafa enn birzt á Alþingi. Stjórnin lofaði að beita sér fyrir lagfæringu á skatta- málum fyrirtækja. Ekki hefur hún þó enn flutt tillögur um það á Alþingi. Þannig mætti halda þessari upptalningu áfram. Þessi dæmi nægja til að sýna seinlætið og væragirnina í vinnu- brögðum. Ef til viil kemur stjómin því í verk að koma þessum málum fram rétt fyrir þinglokin. Afleiðingin verður sú, að þingið getur þá lítið eða ekkert sinnt þeim, heldur verður þeim flaustrað af með afbrigðum frá þingsköpum. Slík meðferð stórmála er óafsakanleg. Þannig einkennir væragimin, seinlætið og athafna- leysið þær stjómir, sem era búnar að vera'of lengi við völd. Ferðaskrifstofan Blöð og útvarp hafa nýlega skýrt frá afkomu Ferða- skrifstofu ríkisins á síðastl. ári. Alls nam umsetning hennar um 100 millj. króna, en tekjuafgangur varð 12.8 millj. króna. Tekjuafganginum verður varið til land- kynningarstarfsemi og til endurbóta á þeim skólahús- um, sem hafa verið starfrækt sem hótel á undanföm- um sumrum. Þegar Framsóknarmenn fluttu fyrst tillögu um það á Alþingi að afnema einkaleyfisréttindi Ferðaskrifstof- unnar, var því haldið fram, að 1 því fælust fjörráð við hana. Reynslan hefur orðið önnur. Samkeppnin við einkaferðaskrifstofumar hefur augljóslega orðið til að örva starfsemi hennar. Það getur oft orðið til hags, að einkafyrirtæki og opinber fyrirtæki keppi þannig hlið við hlið. Nú munu þeir fáir, sem vilja leggja Ferða- s’írifstofuna niður, en þó sennilega enn færri, sem vilja veita henni fullt einkaleyfi að nýju. Rekstrarlánin Meira en mánuður er nú liðinn síðan ísland gekk 1 Efta og nær fjórir mánuðir síðan ákvörðun var tekin um það á Alþingi. Samt bólar ekki neitt á ýmsum ráðstöfunum, sem ríkisstjórnin lofaði þá að beita sér fyrir til að treysta aðstöðu iðnaðarins í hinni harðnandi samkeppni, er hann ætti fyrir höndum. Meðal annars lofaði ríkisstjórnin, að hún myndi beita sér fyrir því, að iðnaðarfyrirtæki fengju aukin rekstrarlán. Þetta er ekki sízt nauðsynlegt þeim fyrir- tækjum, sem keppa á innlendum markaði, þar sem hlut- ur þeirra hefur verið enn lakari en útflutningsfyrir- tækjanna í þessum efnum, en erlendir keppinautar bjóða langa greiðslufresti. Hin einu afskipti, sem ríkisstjómin hefur nýlega haft af þessu máli, er að láta fylgismenn sína á Alþingi leggja til að vísað verði frá tillögu Framsóknarmanna um þetta efni! Slíkar ætla efndirnar að verða á þessu loforði ríkisstjórnarinnar. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Natoríkin iialda samstarflnu áfram að óbreyttum aðstæðum Ekkert þeirra hyggst nota uppsagnarréttinn að svo stöddu Andrew J. Goodpaster, yfirhershöfSingi Atlantshafsbandalagsins UM þessar mundir eru liðin 21 ár frá stofnun Atlantshafs bandalagsins .Samkvæmt stofn samningnum, geta þátttökuríkin sagt sig úr bandalaginu með eins árs fyrirvara, þegar 20 ár eru liðin frá stofnun banda lagsins. Þátttökuríkin öðluðust því þennan úrsagnarrétt á síð- astl. ári. Eins og er virðast eklki horfur á, að neitt þeirra muni notfæra sér hann að óbreyttum aðstæðum. Áðurgreint ákvæði um upp- sagnarréttinn var sett upphaf lega í stofnsamninginn í þeirri von, að innan 20 ára væri orðið svo friðvænlegt í Evrópu, að ekki væri lengur þörf sérstakra hernaðarbandalaga þar. Þessar vonir hafa því miður ekki rætzt. Enginn neitar samt því, áð um þessar mundir er stórum frið vænlegra í Evrópu, en var fyrir 20 árum. Það má áreiðanlega ekki sízt þakka því hemaðar lega jaínvægi, sem Atlants- hafsbandalagið hefur átt þátt í að skapa. En samt hefur enn ekki skapazt slikt öryggi þar, að hernaðarbandalag eins og Atlantshafsbandalagið sé orðið óþarft- Til þess að svo gett orðið, þarf að myndast nýtt öryggiskerfi, er sé fært um að leysa bæði Atlantshafsbanda lagið og Varsjárbandalagið af hólmi. Að því marki verður að stefna, en meðan það næst ekki, vilja þátttökuþjóðir Atlants- hafsbandalagsins ekki sleppa þvi öryggi, sem í bandalaginu felst. FYRIR tveimur árum virtist sem trúin á nauðsyn Atlants hafsbandalagsins færi heldur dvínandi og því var talsvert spáð, að það myndi brátt leys ast upp eftir að 20 ára tímabiUð vœri liðið. Innrás Rússa í Tékkó slóvakíu átti mikinn þátt í að breyta þessu. Hún endurnýjaði þann ótta, að Rússar kynnu að grípa til frekari bernaðarævin týra í Evrópu eftir að Atlants hafsbandalagið væri úr sög unni. Það ýtti undir þennan ótta, að innrásin sýndi miklu meiri viðbragðsflýti og full- komnara skipulag rússneska hersins en vestrænir hernaðar sérfræðingar höfðu gert sér í hugarlund. Það varð augljóst, að eftir að Bandaríkin væm hætt að taka þátt í varnarsamstarfi í Evrópu, yrðu Sovétríkin langmesta her- veldið þar og gæti í skjóli þess beitt áhrifum sínum á margan hátt. Þau þyrftu ekki endilega að grípa til innrásar eins og í Tékkóslóvakíu, heldur gœtu látið sér nægja að beita pving unum, líkt og við Finna. Niður staðan gæti orðið sú, að eins- konar finnskt ástand skapaðist í Vestur-Evrópu. Af þessum ástæðum varð inn- rásin í Tékkóslóvakíu til þess að efla trúna á Nato aið nýju. Margir sáu það greiuileg ar en áður, að ekki væri hægt að fella þetta varnarsamstarf niður, nema áður hefði komizt á nýtt öryggiskerfi, sem gæti leyst það af hólmi. Þetta þyrfti hinsvegar ekki að breyta því, að herstöðvumium væri fækkað vegna nýrrar tækni eða ann- arra breyttra aðstæðna. Þá þróun, sem hefði stefnt í þessa átt þyrtti ekki að stöðva vegna atíburðanna í Tékkóslóvakíu. SAIMKVÆMT því, sem er rak ið hér að framan, em þátttöku rfkin í Atlantshafsbandalaginu sammála um að vera áfram í því að óbreyttum ástæðum. En það er ekki eingöngu vegna varnarmálanna. Hin ástæðan er að margra dómi ekki veiga- minni, að innan NATO geta vestrænu þjóðirnar haft sam- ráð um leiðir til að draga úr ágreiningnum milli austurs og vesturs og leggja þannig grund völl að því öryggiskerfi, er gæti leyst bæði Nato og Var- sjárbandalagið af hólmi. Ein af þeim leiðum, sem þar koma til greina, er að efna til sérstakrar ráðstefnu um örygg ismál Evrópu. Öll ríki Evrópu ættu að taka þátt í slíkri ráð- stefnu, ásamt Bandaríkjunum og Kanada. Kommúnistaríkin hafa þegar hvatt til að slík ráðstefna yrði haldin og Finn- ar boðizt til að tryggja aðstöðu til slíks ráðstefnuhalds í Helsing fors en vafalítið yrði hún hald in í hlutlausu landi. Flest Evr- ópuríki hafa lýst sig fús til þátttöku í slíkri ráðstefnu. Að- eins eitt, Albanía, hefur svarað neitandi. Það, sem helst stendur nú í vegi slíkrar ráðstefnu er að samkomulag náist um dag skrá hennar. Kommúnistaríkin virðast vilja hafa hana mjög þnömga, þ. e. að ekki verði rætt um annað en griðasáttmála Evrópuríkja, óbreytt landamæri í Evrópu og aukin verzlunar- skipti milli austurs og vesturs. Vestrænu ríkin vilja hinsvegar hafa dagskrána miklu víðtækari og verði auk frama-ngreindra mála rætt um samdrátt á her- afla beggja í Evrópu, nýtt ör- yggiskerfi Evrópu, Berlínarmál ið o. £1. Það virðist eðlilegt, að ráðstefnan ræði öll þessi mál, því að þau eru svo nátengd hvert öðru, að erfitt er að skilja á milli. Úm það þurfa menn líka að vera sammála fyrirfram, að viðræður haldi áfram, þótt ekki náist mikill árangur í fyrstu. Hér er um svo viðkvæm og vandasöm mál að ræða, að ekki er hægt að búast við mjög skjótum árangri. Það er annað af aðalhlutverk um Nato að vinna að fram- gangi þessa máls, þótt af því leiði, að það gerði bandalagið óþarft, ef samkomulag næðist um nýtt víðtækara öryggiskeríi. En meðan það næst ekki, muni þátttökuríki Nato kjósa að bandalagið starfi áfram. Þau vilja ekki fá aftur það öryggis leysi og þá óvissu, sem ríkti áður en það var stofnað. Þ. Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.