Tíminn - 04.04.1970, Síða 10

Tíminn - 04.04.1970, Síða 10
10 TIMINN LAUGARDAGUR 4. aprfl »70. Maysie Greig ÁST Á VORI 8 —-Hvei-nig dansar Chris? Hann var harður í horn að taka á dansgóLfinu, þegar við vorum saman í New York. Beth brosti um leið og hún sett- ist á stólinn, sem hann hafði dreg- ið fram fyrir hana. — Ég held hann hafi ekki tapað neinu af danshæfileikum sínum í Japan. Ég naut þess að dansa við hann. — Þú ættir að bjóða Beth út að dansa, á meðan þú ert hérna, sagði Tom. — Ég er hræddur um, að ég hafi verið eigingjarn og látið hana vinna allt of mikið að undanförnu á kvöldin á skrifstof- unni. Ég er ekki mikill dansmað- ur. — Bull, sagði Beth æst. — Þú dansar mjög vel. — Já fyi'ir mann á mínum aldri, sagði Tom, og setti skeifu á munninn af sjálfsmeðaumkun. — Þú ert enginn Metúsalem, vertu ekki að reyna að ímynda þér að þú sért það, sagði Beth reiðilega. Þetta var í annað sinn í kvöld, sem hann hafði farið a5 tala um aldur sinn. — Þú ert ekki einu sinni kominn á blóma- skeiðið, eða á það ekki að vera um fertugt? Christopher hló. — Tom þarfn- ast fólks eins og þú ert, í kring um sig, til þess að lyfti honum upp. Ég veit, að fyrirtækið hefur boðið þér nokkrum sinnum aftur til Bandaríkjanna, en >ú hefur neitað. Ég er viss um, að þú hef- ur skipulagt starfsemina svo vel hérna', að allt gæti gengið vel, þótt þú færir í burtu í nokkrar vi'kur, eða jafnvel nokkra mán- uði. Það er vitleysa af okkur að halda, að við séum ómissandi. Tom glotti. — Eg býst við, að þú hafir á réttu að standa. En ef maður héldi sér ekki fast í trúna á eigin mikilvægi, hvað væri þá eftir til þess að lifa fyrir? Ég veit vel, að enginn okkar er ómiss andi, en okkur þykir samt gott að trúa því. — Ég hef hugsað mér að draga þig með mér út í sveit í næstu viku, sagði Christopher. — Frændi minn er prestur og býr á stóru prestssetri í Alfriston í Sussex. Þar er nóg húsrými, og ég veit. að hann myndi hafa mikla ánægju af að sjá þig. Hann sneri sér að Beth. — Hvers vegna kemur þú ekki líka, Beth? Ég hringi til frænda á morgun. Eg veit, að hann hefði gamau af að þú kæmir líka. Hún leit til Tom, en ekki var hægt að sjá á honum, hvort hann gleddist yfii’ því, að henni skyldi haía verið boðið með, eða ekki. Hann var aftur horfinn á braut og farinn að hugsa. — Ég held ekki, — byi'jaði hún óákveðin. — Þú heldur víst. Og það, sem þú heldur, er að þú komir með, tók Christopher fram í og hló. — Frændi minn mun taka vel á móti þér — það er að segja, þegar hann tekur eftir þvi, að þú ert með. Hann er hræðilega utan við sig, og frænka mín er ein af þess- um duglegu sálum, alltaf á þeyt- ingi frá, moi'gni U1 kxöids, við húsverkin, í sjúkráhéimSðknum og hjá þeim fÚtaéku. éðá þá á nefndar fundum — eilifum nefndarfund- um. Ég var vanur að eyða fríun- um mínum hjá þeim þegar ég var ekki á ferðalagi um megin- landið. Það er að segja, á meðan ég var í skólanum i Oxford. Jæja, hvað segirðu þá, Beth? Ég tek ekki mark á því, þótt þú segir nei. — Mér virðist ykkur falla vel hvort við annað. Það leið meira en ár, áður cn ég fór að kalia hana Beth, sagði Tom og brosti undarlega. — En mér fannst sem ég þekkti hana, áður en ég sá hana, sagði Christopher. —- Hinn fullkomni einkaritari. Hann bætti við hlæj- andi, — þetta fer með þig Beth. Hún gretti sig framan i hann. — Alll í lagi. Mér þætti bara gaman að fara með, ef þú ert viss um, að ég yrði frænda þínum og frænku ekki til leiðinda. — Þá er það ákveðið, sagði hann. — Eigum við ekki að dansa aftur, svona til að binda þetta fastmælum? Aftur leit hún tii Tom, og vonaði að hann segði: nú er röð- in komin að mér að dansa við Beth. En hann kinkaði aðeins kolli: Gerið það. Mér þykir gam- an að sjá ungt fólk skemmta sér. — Mikið verð ég reið, þegar Tom er alltaf að taia um, hvað hann sé gamall, sagði Beth æst, þegar þau byrjuðu að dansa. Hann brosti skilningsríki brosi. — Ég skil, að það skuli ergja þig. Ef til vill er þetta ósjálfráð vörn. Hún leit upp á grannt, skarp- leitt andlitið. — Hvað áttu eig- inlega við með því? — Kann’ski stagast hann sífellt á aldri sinum, til þess að reyna að sannfæra sjálfan sig um, að hann sé of gamall fyrir þig. — En það er áreiðanlega vit- ieysa. Hann er ekki meira en þrettán eða fjórtán árum eldri en ég, og hann lítur út fyrir að vera rniklu yngi'i en hann er. Hann lítur ekki út fyrir að vera miklu eldri en þú. — Ohó, sagði Chrislopher. — Það er vegna þess að hann hefur lifað svo dyggðugu lífi, en ég aft- ur á rnóti, þótt leiðinlegt sé frá því að segja, get sízt af öllu stát- að af því. Það gleður mig sann- arlega, að ég skuli hafa komið hingað. Við verðura að leggjast á eitt um að fá Tom til þess að gleyma því að hann er kominn hátt á fertugs aldur. Ég sé á öllu, að þú barfnast mjög svo banda- manns. Vilt þú lofa mér að taka að mér hlutvex'kið. , — Hvers vegna heldurðu, að ég þarfnist bar.damanns? — Er það ekki augljóst? Þú ert búin að vinna fyrir Tom í þrjú ár. Þú ert líklega búin að vera ástafngin af honum í að minnsta kosti tvö. Hvernig stend- ur á því, að þið eruð ekki gift? Beth eldi'oðnaði. — Það er ekki hægt að giftast manni, nema hann biðji manns. — Rétt er nú það, hann glotti til hennar. — Ég hélt nú samt alltaf, að litlu dömurnar ættu sinn þátt í bónoi'ðinu. En máski þið ensku stúlkurnar séuð aftur haidssamari en stúlkurnar heima i í Bandarikjunum. Stúlkui'nar okk ! ar ákveða venjulega, hvaða xnann þær vilja og fara svo og krækja í hann. — Mig langar ekki til þess áð vera ruddaleg, en það lítur einna helzt út fyrir, að engin af sam- löndum þínum hafi þá haft löng- un til þess að krækja í þig, hreytti hún út úr sér. Hann hló, og auðheyi't var, að hann skemmti sér prýðilega. — Þú hefui' unnið eitt stig. Ég verð víst að viðurkenna, að ég er hálf- skrítinn fugl, þegar stúlkur í hjónabandshugleiðinum eru ann- ars vegar. En Tom er ekkert lik- ur mér, bætti hann við alvarleg- ur. — Tom er hugsjónamáður. Þar að auki er hann mjög svo þrár. Hefði hann ekki verið þetta hvort tveggja, hefði hann ekki haldið svona fast við minn- inguna frá æskuárunum. Vitneskj an, sem hann nú hefur fengið um, að dóttir hans er á lifV, og ntwr fullorðin, hefur orðið til þess að færa hann aftur í tímann. Já, bætti hann við í fcrúnáði, og með stríðnisbros á vörum. — þú munt sannai'lega þurfa á mér að halda ; sem bandamanni, Beth. i Móðir Beth fíögraði umhverfís hana í svefnherberginu, á xneðan hún vai' að setja niður í töskuna það, sem hún ætlaði að taka meö sér í helgai'ferðina, föstudags- kvöldið næst á eftii'. Hún bauð Beth hvað eftir annað að hjálpa henni, en tókst þó aðeins að þvælast fyrii'. Beth endurgalt ár- angurslausar tilraunir hennar með ástúðlegri þolinmæði. — Mikið þykir mér skemmti- legt, að þú skulir ætla í burtu yfir helgina, elskan mín, sagði frú Rainer. — Og vertu ekki áð hafa neinar áhyggjur af mér. Mér mun alls ekki ieiðast. Það veit sá, sem allt veit, að ég hef svo margt að dunda við. Ég get notað tím- ann til þess að fara yfir tauskáp- inn og bæta lökin, sem eru orð- in slitin í miðjunni. Beth hætti að láta, niður. Hún snei'i sér að fuliorðnu konunni og tók utan um hana. — Vertu ekki að bjástra við slíkt mamma mín. Farðu og heimsæktu einhverja kunningja eða farðu í bíó. — Ég þekki engan, sem ég get farið með á laugardagseftinmið- degi, svaraði frú Rainer. — Allar vinkonur mínar virðast vera svo uppteknar, eða þá þær eru heima, önnum kafnar við fjölskyidur sín- ar. — Ég veit það, sagði Beth og stundi, og sneri bakinu í opna töskuna. Hún dáðist að rnóður sinni, en óneitanlega var hún samt svolítið vandamál út af fyi'ir sig. Móðir hennar og faðir ixöfðu verið óskaplega hamingjusöm. er laugardagur 4. apríl — Ambrósíumessa Tungl í hásuðri kl. 12.07. Árdcgisháflæði í Rvík kl. 5.05. HEILSUGÆZLA SLÖKKVTl,I»n) og sjúkrablfreiðlr SJÚKRABIFREID t Hafnarfirðl sima 51336 fyrir Reykjavík og Kópavog Simi 11100 SLYSA V ARÐSTOFAIS t Borgar spftalanmn er opln allan sólar hringinn. Aðetns móttaka «las aðra. Simi 8121X Kópavogs-APótek og Keflavtkui Apótek eru opin virka daga kl 9—19 laugardaga kl. 9—14 helga daga kl. 13—15. Almennar upplýsingai' um lækna þjónustu í borginni eru gefnar i símsvara I æknafélags Reykjavík ur, sími 18888. Fæðingai'heimilið i Kópavogi. Hlíðarvegi 40. sími 42644. Kvöld- og helgidagavörzlu apó- fceka í Reykjavík vikuna 4.—11- apríl annast Laugarvegs-apótek og Holts-apótek. Kópavogs-apótek og Kefiavíkur . jföUMU jsa&L kL —19 laugai’daga ki. 9—14, helgi- daga kl. 13—15- Apótek Hafnarfjarðar er opið alla virka daga frá kl. 9—7 á laug ardögum kl 9—2 og á sunnudög- um og öðrurr. helgidögum er op- ið frá ki. 2 —4. Tannlæknavakt er í Heilsuvernd arstöðinnj (þar sem slysavarðstof- an var) og er opio laugardaga og sunnudaga kl. 5 — 6 e.h. Simi 22411. HJÓNABAND I dag, laugardaginn 4. aprfl, verða gefin saman í hjónaband í Rissakirkju, pr. Þrándheimi, Nor egi, ungfrú Sigurbjörg Ingvadóttir og Tor Gamo stud. ind. Heimilis- fang þeixi'a er: Leira, Rissa, pr. Þrándheimi, Noregi. KIRKJAN Hallgrímskíi'kja. Messa kl. 11. Ferming. Séra Ragn- ar Fjalar Lárusson. Messa kl. 2 eftii' hádegi. Ferming. Séra Jakob Jónsson. Langholtsprestakall. Fei'mingarguðsþjónusta kL. 10 30. Séi'a Sigurður Haukur Guðjónss. Fermingarguðsþjónusta kl. 13.30. Séra Arelíus Níelsson. Hveragerði. Sunnudagaskóli í Bamaskólanum kl. 10-30 fyrir hádegi. Messa á sama stað kl. 2. Messa í Elliheim- ilinu Ási kl. 4. Séra Ingiþór Indriðason. Árbæjai’sókn. Barnamessa í Árbæjarskóla ki. 11. Séra Bjarni Sigurðsson. Bústaðaprestakall. Bai'nasamkoma í Réttax-holtsskól- anum kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Vinsamlegast afchugið bi’eyttan tíma. Séx'a Oiafur Skúlason. Fríkix'kjan í Hafnarfir'ði. Fei'mingarguðsþjónusta kl. 2. Séra Bra.gi Benediktsson. Dómkirkjan. Messa kl. 11. Ferming. Séra Oskar J. Þoi'láksson. Messa kl. 2. Ferm- ing. Séra Jón Auðuns. Laugarneskirkja- Messa kl. 10.30 fyrir hádegi. Ferm ing. Altarisganga. Séra Garðar Svavai-sson. Grensáspi'estakall. Messa í safnaðárheimilinu Mið- bæ kl. lí- Barnasamkoma kl 1.30. Séra Felix Ólafsson. Kópavogskirkja- Fermingarguðþjónusta kl. 10.30 og kl. 2. Séra Gunnar Árnason. Neskirkja- Barnasamkoma kl. 10.30- Ferming arguðþjónusta kl. 11 og kl. 2. Séra Frank M. Halldói’sson Háteigskirkja. Messa kl. 10.30. Séra Arngrímur Jónsson. Fermingarguðþjónusta kl. 2. Séra Jón ÞorvaLdsson. Kix'kjuhvolsprestakall. Messað í Árbæ (Holtum) sunnú- dag kl. 2. Séra Magnús Runólfs- son- H af n ar f j arðar kirk j a- Messa kl. 10.30. Ferming. Messa kl. 2. Ferming. Altarisganga, þi'iðjudagskvöld kl. 830. Séra Ganðar Þoi'steinsson. Áspi'estakall. Ferming í Laugarneskirkju kl. 2. Barnasamkoma í Laugarásbíói kl. 11. Séra Grímur Gi'íxnsson. FÉLAGSLlF Kvcnfclag Háteigssóknar heldu.r fund í Sjómannaskólanum, þriðjudaginn 7. apríl kl. 8.30. S k emm ti atri ði li ts ku gg axu ýnd ir. Stjóinin. Ferðafélagsferð um Sveifluháls á sunnudagsmorg- un kl. 9.30 frá Arnarhóli. Ferðafélag folands. Kvenfélag Laugarnessóknar. Afmælisfundui'inn verður mánu- dagin.n 6. apríl kl. 8.30 stundvís- lega Til skemxntunar verður lát bragðsleikur undir stjórn Frú Teng Gee Sigurðsson, leikþábtur, happ drætti og fleira. Kvenfélag Lágafellssóknar- Næsti fundur verður að HLégarði, fimmtudaginn 9. apríl ki. 8.30. At hugið breyttan fumiardag. orðsending"" IMinningarspjöld drukknaðra frá Ólafsvík fást á eftirtöldum stöð um: Töskubúðinni Skólavörðustíg Bókabúðinni Vedu Digranesvegi Kópavogi- Bókabúðinni ALfheimum á ?. Olafsfirði. Kvenfélagasamband tslands. (æiðbeiningarstöð húsmæðra Hal) veigarstöðum, sími 12335 er opin alla virka daga frá kl. 3—5, nema laiugardaga. Kvenfélag Háteigssóknar vill vekja athygli á fótsnyrtingu fyrir aldrað fólk 1 sókninni. UppL og pöntunum veitt móttaka fimrn- tudag og föstudag kl. 11—12. í síma 82959. Heyrnarhjálp: Þjónustu við heynxarskert fólk hér á laxidi er mjög áhótavant Skil- yrði til úrbóta er sterkur félags- skapur þeirra, sem þurfa á þjón- ustunni a0 halda — Gerist því fé- lagar. Félag Heyrnarhjálp Ingólfsstræti 16, sími 15895- Kvenfélag Ásprestakalls. Opið hús fyrir aldrað fólk 1 sókn- inni alila þriðjudaga kl. 2—5 e. h. í Asheimilinu, Hólsvegi 17. Fót- snyrting á sama tíma. í --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------I n ' /* j rúrétt: 1 Stara. 6 Hraða. 8 Ótta. 9 Planta. 10 Segl. 11 Röð. 12 Straumkast. 13 Guð. 15 Númer tvð. Krossgáta Nr. 533 Lóðrétt: 2 Sverð. 3 Frei'i. 4 Skoi'tinn. 5 Niðurstaða. 3 Arins. 14 Úttekið. Ráðiiing á gátu ni'. 532. Lárétt: 1 Ih epp, 6 111. 8 Sog. 9 Amt. 10 Nám. ll 'Ali. 12 Pan. 13 Nei. 15 ígerð. Lóðrétt: 2 Rigning. 3 El. 4 Plampir. 5 Asnar. 7 Ytinn. 14 EE.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.