Tíminn - 22.04.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.04.1970, Blaðsíða 9
MlfiVIKTJDAGTJR 32. aprfl 1970. Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framlkvæindastjóri: Kristján Benedlktsson. Ritstjórar: Þórartnn Þórarinsson (áb). Andés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auglýsingastjórl: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnar- skrifstofur I Edduhúslnu, símar 18300—18306. Skrifstofur Banikastrætl 7 — Afgreiðslusiml: 12323 Auglýslngaslml: 19523. Affrar slkrífstofur slml 18300. Áskrífargjald kr. 165.00 á mán- uði, innanlands — f Iausasölu kr. 10.00 eint. Prentsm. Edda hf. Kennaramenntun Fundur sá, sem kennarar Kennaraskóla íslands og forystumenn kennarasamtakanna gengust fyrir s.l. sunnudag um kennaramenntunina hér á landi, var á margan hátt hinn athyglisverðasti og kom skýrt fram, hvílíkt vandræðaástand er nú ríkjandi í þessum málum. Það er lofsvert framtak að reyna nú að vekja um þetta mál almennar umræður og freista þess að efla skilning ráðandi manna á því, sem brýnast er að gera. Það kom fram hjá framsögumönnum, að kennara- menntunin er nú á flæðarflaustri, og yfirstjóm mennta- málanna á að vemlegu leyti sök á því. í framhaldsskóla- öngþveitinu hefur menntamálaráðherra gripið til þess ráðs að halda Kennaraskólanum opnum fyrir því flóði gagnfræðaskólanema, sem ekki kemst í menntaskóla eða aðra framhaldsskóla. Vegna þess er Kennaraskólinn nú miklu fremur framhaldsskóli almennrar menntunar en kennaranáms. Talið er, að fjöldi nemenda, sem þar er nú, hyggi alls ekki á kennarastörf, heldur hafi aðeins farið í Kennaraskólann til þess að leita sér aukinnar framhaldsmenntunar, af því að aðrar námsleiðir vom lokaðar. Kennarastarfið er einhver mikilvægasta sérmenntun- argrein sem um er að ræða. Því liggur 1 augum uppi, að þetta ástand í Kennaraskólanum er bæði hættulegt og öfugsnúið og forvígismenn skólans og kennarastéttar- innar hafa af því þungar áhyggjur. Þá er og augljóst af samanburði við önnur lönd, að við erum mjög á eftir í uppeldisgreinum kennaranáms- ins og verklegri þjálfun kennara, svo og um alla æfingu í sérkennslu, ekki sízt yngstu barna, og endurhæfingu kennara. Forvígismönnum Kennaraskólans og kennarastéttar- innar er það fullljóst, að hér þarf mikilli breytinga við, og leysa verður Kennaraskólann undan því oki, sem á honum hvílir nú, endurskipuleggja kennaranámið í tengslum við Háskólann og stórauka námskeið til sér- menntunar og endurhæfingar. Menntamálaráðherra ber að fara að ráðum kennar- anna í þessum efnum í stað þess að halda Kennaraskól- anum í álögum. Óvinafagnaöur Þær fregnir, að 11 íslenzkir stúdentar hafi ráðizt inn í íslenzka sendiráðið í Stokkhólmi 1 fyrradag, rekið starfsfólk og embættismenn út með valdi og svívirt ís- lenzka fánann, og síðan hafi orðið að fjarlægja ofbeldis- mennina með lögregluvaldi, hafa að vonum vakið mikla athygli hér á landi og er slíkt athæfi harðlega fordæmt. Þótt þessi fámenni hópur, aðeins lítið brot af íslenzka stúdentahópnum í Svíþjóð, hafi haft það að yfirskini að vekja athygli á erfiðum kjörum íslenzkra námsmanna erlendis og lélegum stuðningi íslenzkra stjórnvalda við þá, er augljóst að meginerindi þeirra var annað, eða komúnistaáróður. Þeir voru aðeins að nota sér vandræða- ástand í annarlegum tilgangi. Þessi atburður er mjög til þess fallinn að verða íslandi til álitshnekkis erlendis og því ber að líta hann alvarleg- um augum. Hann er og sízt líklegur til þess að styðja að úrbótum á kjörum námsmanna erlendis, miklu frem- ur óvinafagnaður í þeim skilningi. Þeir, sem vilja vinna að þeim málum, mega þó ekki láta það hafa áhrif til undanhalds í baráttu fyrir bættum kjörum námsmanna. Hundruð eða þúsundir dugandi námsmanna heima og erlendis mega ekki gjalda fámenns hóps öfgapilta. Að því máli á að vinna á löglegan og markvissaK hátt ekki með kommúnistísku ofbeldi. — AK TÍMINN ERLENT YFIRLIT Rössneska byltingin bef&i orðið allt önnur án Lenins Hann er í röð þeirra fáu, sem hafa haft mest áhrif á söguna ARIÐ 1919 tóbu verkamsrm á Ítalíu nokkrar verksmiðjur á vald sitt. Hin kunna bylting- arkona Angelica Balabanolí varð íyrst til að segja Lenin fréfctirnar oe bætti því við með ánægjubreim í röddinni, og nú yæri byltingin að hefjast á Ítalíu. Lenin rétt leit upp og sagði: Félagi Balabanoff, hefurðu athugað, að Ítalía hef- ur ekki kol. Þessi saga hefur síðan verið oft sögð sem diæmi þe®s, hve Lenin var fljótur að sjá meginatriðið í hverju máli. Ítalía hafði engin kol. Með því að stöðva bolainnflutning til Ítalíu, gátu erlendir andstæð- ingar byltingarinaar kæft hana í fæðingunni á skömmum tíma. Bylting á ftalíu var því óframkvæmanleg á þessum tíma. Það er vafalítið, að Lenin hefur verið einn allra snjall- asti byltingarleiðtogi fyrr og síðar. Hann leiddi líka til sig- urs eimhverja mestu og örlaga- ríkustu byltingu mannkynssög- unnar. Vafasamt er, hvort litið væri í dag á marxisma og komúnisma öðruvísi en hugar- óra ef Lenin hefði ekki haft forustu um rússnesku bylting- una. Án hans hefði hún að lík- indum orðið allt önnur en hún varð. Hvaða augum, sem litið er á hana, árangur hennar og afleiðingar, verður því efcki neitað, að Lenin er eitt af stórmennum sögunnar. VLADIMIR ILJITSJ LENIN var fæddur 22. apríl 1870 í Simbirsk, sem nú heitir Uljanovsk. Ættarnafn Lenins var Uljanoff, og af því dregur nú fæðingarbær hans nafn sitt. Faðir hans var námstjóri, kom- inn af lágum aðli, en vel menntaður. Móðir Lenins var þýzk í aðra ættina. Fljótt bar á miklum námshæfileikum hjá Lenin og naut hann þess, að faðir hans átti mikið og vandað bókasafn. Samfcvæmt ýmsum ævisögum Lenins, réði það framtíð hans, að eldri bróðir hans, Alexander, var tekinn af lífi 1887 ásamt nokkrum stúd- entum öðrum, fyrir að undir- búa tilraun til að myrða keis- arann. Lenin á þá að hafa sagt: Þetta er ekki rétta aðferðin. Hann taldi, að morð og hermdarverk væru ekfci leiðin til að knýja fram byltingu, heldur gæfu þau gagnbylting- aröflum byr í seglin. Ef bylt- ing ætti að takast, þyrfiti hún að eiga stuðning verkalýðsins og því væri fræðsla og skipu- lagning á vinnustöðum frum- skilyrði hennar. í þeim anda vann hann síðan. SAMA ÁRIÐ og Alexander var tekinn af lífi, innritaðist Lenin í háskólann í Kazan. Þar kynntist hann fyrst að ráði kenningum Karls Marx og komst jafnframt í félagsskap byltingarsinnaðra stúdenta. Eftir þrjá mánuði var honum því vísað úr skólanum, og féfck ....fiiiruiminirTiifniiiini hann ekki að hefja þar nám aftur. Vegna þrábeiðni móður hans, fékk hann þó nokkrum misserum síðar að befja laga- mám við háskólann f Péturs- borg og lauk hann burtfarar- prófi þaðan 1891. Hann starf- aði næstu tvö árin sem lög- fræðingur í Sarnara, en þar bjö þá fjölskylda hans. Á þessum árum samdi hann tvær ritgerð- ir sem siðar skipuðu honum í fremstu röð marxistiskra rit- höfunda í Riússlandi. Haustið 1893 settist hann aftur að í Pétursborg og gekk þar strax í leynisamtök sosialista. Hann hafði brátt mikii áhrif, m. a. sökum þess, hve rökrétt og einfalt honum fcókst að túlka mál sitt. Svo kom, að leynilög- reglan komst á snoðir um áróðursstarf hans og var hann því dæmdur til þriggja ára vistar í Siberíu. Sú vist reynd- ''st honum furðu léttbær m. a vegna þess, að heitmey hans, Nadeseka Konstaninovna Krup- skaja, fylgdi honum eftir og giftust þau þar. Hún var hon- um síðan ómetanlegur félagi. Á þessum útlegðarárum samdi Lenin eitt höfuðverk sitt, er fjallaði um þróun kapitalis- mans í Rússlandi. Eftir að Len- in lauk úttegðinni í Síberíu, taldi hann ekki ráðlegt að setj- ast að í Rússlandi, heldur hélt til Sviss, þar sem hann hóf að gefa út blaðið Iskra (Neist- inn), sem átti að vera málgagn byltingarmanna. Hann var nú kominn í fremstu röð rúss- neskra sósialista, en margir þeirra voru þá landflótta eins og hann. Þing sín urðu þeir einnig að halda erlendis. Á þingi þeirra 1903 kom til sögu- legs ldofnings. Hinir róttækari urðu þá í meirihluta undir for- ustu Lenins og hlutu nafn samkvæmt þvi, bolsevikkar, sem þýðir meirihlutinn. Hinir hægfara, sem urðu í minni- hluta. hlntu nafn samkvæmt því eða mensjevikar, minni- hlutinn. Svo fór þó, að bolse- vilkkar lentu bráðlega í minni- hluta, en undir forustu Lenins voru þeir miklu einbeittari og harðsnúnari kjarni og stórum betur skipulagðir heima fyrir, en Lenin var líka sá af hinum landflótta forustumönnum, sem hafði mest bréfaskipti og sambönd við flokksdeildir heima í Rússlandi. Jafnframt skrifaði hann mikið af nreinum sem birtust í blöðum þeirra, auk stórra ritverka. Hann varð þannig óumdeildur leiðtogi Framihald á bls. 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.