Tíminn - 22.04.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.04.1970, Blaðsíða 3
J MH>V1KUDAGUR 23. apríl 1970. TIMINN NÁTTÚRUVERNDARSÝNING NORRÆNA HÚSINU SJ—Reykjavík, mánudag. kynna uáttúruverndarstarfsemi Náttúruverndarsýning stiend- á öðrum Norðurlöndum. ur nú yfir í Norræna húsinu og mun hún einnig fara í skóla víða um land. Sýning þessi er eimn liður í kynningar- og fræðslustarfsemi í tilefni af Náttúruverndarárinu 1970, sem Evrópuráðið stendiur fyrir. Kjörorð ársins er „Maðurinn í náttúrunmi“, en í því folst við- urkenning á því, aið maðurinn sé hluti af þeim lífhieimd, sem hann lifir og hrærist í. Fram- tíð mannsins er undir því kom- in að jafnvægi iífheimsins rasik ist sem minnst, en á því er nú talin mifeil hætta. Tæknifram- farir, hraðvaxandi fólksfjölg- un, breyttir atvinnuhættir og sifellt stækkandi þéttbýlis- sviæði gera stóreflda náttúru- verndanstarfsemi að brýnu nauðsynjamáli í Evrópu. 1 ti'lefni af Náttúruverndar- árinu hafa Norræna húsið, Nátbúruverndamefnd hins ís- lenzka náttúrufræðifélags og Stúdentafélag Háskólans tek- ið upp samviinnu til þess að Norræna húsið hefur í þessu skyni keypt sýningu, sem nefna mætti „Umhverfi fjöldans" (Miljö för miljoner). Með henni er leitazt við aið sýna firam á að náttúruvernd er mál, sem varðar ailla þjóðfélagsþegna, mál sem taka verður fullt til- lit til við uppbyggingu og skipu lagningu þjóðfélagsins. Sýmingin tekur fyrst til með- ferðar verstu vandamálin vegna mengunar lofts, láðs og lagar. Síðan er bent á ýmsa aðila sem hagnast á því að íram- leiða og selja verstu mengunar- valdana, hvernig efnahags- og skipulagspólitík stangast á við náttúruverndarpólitík og að lokum eru svo viðtöl, fram- tíðarsýnir og fjallað um það hvort einstakliingurinn geti haft áhrif á þróun þessara mála. í bókasafni Norræna húss- ins er gott úrval bóka um nátt- úruvernd og skyld málefni, auk tímarita og árbóka. Þjóðarbókhtaða reist í tilefni 1100 ára af- mæti Istanctsbyggðar Skemmtanir Sumar- gjafar fjötbreyttar SB—Reykjavfk, þriðjudag. Allir á aldrinum 2—15 ára ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í dagskrá þeirri, sem Bama- vinafélagið Sumargjöf, hefur á prjónunum á sumardaginn fyrsta. Fyrir yngstu börnin er skemmt- un í Austurbæjarbíói kl. 3 og fyr- ir unglingana dansleikir í Tóna- bæ, kl. 4 og 9 um kvöldið. Auk þess eru í flestum skólum og mörgum samkomuhúsum eitthvað fyrir alla. Þá eru skipulagðar fjórar skrúð- göngur, áður en skemmtanimar byrja og eru þær í úthverfiunum líka, svo ekki þurfi að ómaka sig niður í mdðborgina til að fá að ganga með. Gengið verður kl. 2 frá Vesturbæjarskólanum, Laugar- nesskólanum, Vogaskólanium og Hvassaleitisskólanum og leika Lúiðrasveitir fyrir göngunum og einnig við Breiðholtsskólanin frá kl. 1.45. Inniskemmtanir verða M. 3 í Háskólabíói, Réttarholtsskóla, Hagaskóla, Laugarásbdói og Safn- aðarheimili Langholtssóknar, en M. 2 í Álftamýrarskólanum og M. 4 í LeikskÖlanum, Árborg. Kvik- myndasýningar verða M. 3 og 5 í Nýja bíói. Dagskrá þessara Framhald á bls. 14. SKB—Reykjavík, þriðjudag. í gær var lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um bygg ingu þjóðarbókhlöðu í tilefni 1100 ára afmælis íslandsbyggðar. Til- lagan er á þá leið að Alþingi álykti að í tilefni 1100 ára af- mælis íslandsbyggðar skuli reist þjóðarbókhlaða, er rúmi Lands- bókasafn íslands og Háskólabóka- safn. f greinargerð segir m. a. að enginn ágreiningur muni vera um það meðal fslendinga, að rétt sé að minnast 1100 ára afmælis fs- landsbyggðar með eftirminnileg- um hætti. Alþingi hafi árið 1966 kesið nefnd tii þess að gera til- lögur um, með hvaða hætti skuli minnast þessa afmælis. Og ein af tillögum nefndarinnar hafi verið bygging þjóðarbókhlöðu er rúmi Landsbókasafn fslands og Háskóla bókasafn. Alþingi hafi samþykikt árið 1957 tillögu um að sameina skuli Lands bókasafn og Háskólabókasafn. En í þeim húsakynnum sem þessi söfn era nú, muni það ekki fram- kvæmanlegt. Nokkur undirbúning ur að byggingu þjóðarbókhlöðu hafi farið fram og frumáætlanir verið gerðar, m. a. með aðstoð sérfræðinga frá Menningar- og vís indastofnun Sameinuðu þjóðanna, og Alþingi hafi veitt nokkrar byrj- unarfjárveitingar. í tillögu þessari leggi rfkis- stjórnin til, að Alþingi ákveði að reisa þjóðarbókhlöðu í tilefni 1100 ára afmælis fslandsbyggðar. Ef þessi tillaga verði samþykkt, muni ríkisstjómin leggja áherzlu á að hraða öllum undirbúningi og og leggtja til við Alþingi, að nauð- synlegar fjárveitingar verði veitt- ar á næstu árum. Vegna þess hve skamrnt sé til afmiælisins, og einnig hins, hversu undirbúning- ur slíkrar byggingar sé vandasam- ur og timafrekur, sé ekki við því að búast, að byggingunni geti ver- ið lokið 1974, enda verði bér einnig um mjög vandaða og dýra byggingu að ræða. En engu að síð- ur eigi bygging þjóðarbókhlöðunn ar að vera tengd þessum merkis- atburði í Sögu íslendinga. Telja lánakjör stúdenta óviöunandi Stjórn VÖKU, félags lýðræðis- sinnaðra stúdenta, ályktar á stjórnarfundi 21. apríl 1970. Stjórn VÖKU, félags lýðræð- issinnaðra stúdenta, telur lána- kjör islenzkra stúdenta óviðun- andi og lýsir fullum stuðningi við kröfur, sem miða að bættri náms- aðstöðu. Stjórn VÖKU er ljóst að papp- írsflóð Og bliekiðja stúdenta undan farin ár hefur ekki borið árangur sem skyldi. Ljóst er að vinna verð ur að framgangi hagsmun-amála stúdenta með skipulögðum, lýð- ræðislegum þrýstingsaðgerðum. Hins vegar fordæmir stjórn VÖKU þann atburð ,er ellefu ís- lenzkir stúdentar lítilsvirta sendi- ráð íslands í Stokkhólmi 20. apríl s.l. VAKA telur að þessi ólýð- ræðislegi atburður þjóni ekki hagsmunabaráttu stúdienta, enda verður ekki séð, að til hans hafi verið stofnað í þeim tilgangi og bendir jafnframt á, að ofbeldi og yfirgangur sé ekki til annars fall- inn en að skaða málstað stúdenta. Árni Ól. Lárusson. F.h. stjórnar VÖKU. Nemendur MH sýna kennsluleikrit Brechts Undantekningin og reglan Siíðastiiðinn miðvikudag frum-1 við Uamrahlíð Undantekninguna sýndu nemendur Menntaiskólans | og regluma eftir þýzka Jeikskálddð Aðafhlutverkitv leika þelr Páll K. Pálsson (kúlíi), Sveinn Rafnsson (leiðsögumaður) og Haukur Haraldsson (kaup- maður). Bertolt Brecht í Lindarbæ. Verk þetta er eitt af nokkrum kennslu- leikritum, sem Brecht samdi fyrir áhugamenn úr hópi ’erkamanna og skólafólks. Leikritið er stutt og einfalt í sniðum, segir sögu um stéttaskiptingu, um kúgara og þá kúguðu. Það felur í sér þjóðfélags- ádeilu, sem vissulega er tímabær enn í dag. Flutningur nemenda Hamrahlíð arskóla á Undantekningunni og reglunni var mjög snotur, fram- sögn leikenda skýr og áheyrileg, en meira hefði ef til viM mátt bera á lífi og fjöri, og tiilraun til að nálgast meira vandamál líðandi stundar. Jakob Magnússon og Þorvaldur Jénsson hafa samið þokkalega tón- list sem filutt er með leikritdnu- Leikstjóri og þýðandi er Erlingur Halldórsson, en leifcmynd gerði Ungverjinn Ivan Török, og virðist verk beggja dável af hendi leyst. Það er vissulega þess virði að sjá þssa þriðju athyglisverðu skóla leiksýningu, sem ftatt er hér í Reykjavík í vetur. Síðustu sýningar á Undantekn- ingunni og reglumni verða í kvöld 22. apríl, föstudag 24. apríl og mánudag 27. apríl kl. 21. Aðgöngu- miðar kosta 100 kr. og eru seldir hjá Eymundsson, Austurstræti, og við innganginu í Lindarbæ. Borgarstjóri Flokksins Það kom glögglega í ljós á framboðsfundi stúdenta í Reykjavík í fyrrakvöld. að Geir Hallgrímssyni var mjög í mun að sannfæra menn um það, að yfirlýsingin um að hann vildi því aðeins vera borgarstjóri í Reykjavík, að Flokkurinn mikli héldi þar meirihluta sínum, hefði ekki verið mjög alvarlega meint. Hann fór um það fjálgleg- um orðum hvað eftir annað, að hann hefði reynt að vera borgarstjóri allra Reykvíkinga og mundi Icitast við að vera það áfram. Þótt Geir vildi þannig reyna að draga svolítið í land, tók hann ekki yfirlýsinguna aftur, svo að bókstafur hennar blífur, og Geir er því aðeins í fram- boði í Reykjavík sem borgar- stjóri Flokksins. Eftir slíka yfirlýsingu finnst mömium það kynlegt að sjá borgarstjóraefni Flokksins í efsta sæti listans. Ef maðurinn vildi fylgja þessu fram í verki, hefði hann átt að vera í áttunda sætinu. f annan stað telja menn, að Iiðsmönnum foringjans mikla sæmi ekki annað en fylgja for- dæmi herforingja síns og lýsa yfir, að þeir muni alls ekki taka kosningu sem borgarfull- trúar í Reykjavík, nema Flokk- urinn haldi öllum völdum sem áður. Ekki dugar annað en hafa samræmi í hernaðarað- gerðunum. Forystuflokkurinn Það vakti verðskuidaða kátínu á stúdentafundinum, hve fulltrúi Alþýðuflokksins var borginmannlcgur. Hann fullyrti án þess að blikna. að Alþýðuflokkurinn væri for- ystuflokkur andstöðuflokka íhaldsins í borgarstjórn. Að vísu dró nokkuð niður f hon- um, þegar fundarmönnum varð þetta aðhlátursefni, en hann fullyrti samt, að hefðu síðustu alþingiskosningar verið borgar- stjórnarkosningar, þá hefði Al- þýðuflokkurinn fengið þrjá menn kosna og íhaldið misst meirihlutann. Þetta var auðvitað alveg rétt reiknað, en það er ekki ný útkomu úr sliku dæmi. Full- trúi Alþýðuflokksins vildi þó augsýnilega halda opnum öll- um leiðum í íhaldsfaðminn og varðist fimlega öllum tilraun- um til þess að fá hann til að víkja úr hlutverki björgunar- flekans. Nóg af góðum borgar- stjóraefnum Sú spuming var borin fram á fundinum, hvert væri borg- arstjóraefni núverandi minni- hlutaflokka, ef íhaldið missti meirihlutann og Geir stæði við yfirlýsingu sína um að vera aðeins borgarstjóri óskoraðs flokksvalds. Svör fulltrúa minnihlutanna voru hin fróð- Iegustu. Þeir héldu því allir réttilega fram, að enginn hörg- uli mundi verða á góðum borg- Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.