Tíminn - 12.05.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.05.1970, Blaðsíða 3
MMÐJUDAGUR 12. maí 1970. TÍMINN v Fjölinenni var á Amariióli á úHfundinum í gærkvöldL Tímamyndlr: Gunnar. FRIÐSÖM MÓTM/ELAGANGA OG FJÖLMENNUR ÚTIFUNDUR O-ÓReykjavík, mánudag. Ptmdtrriim sem haldinn var í | gærkvöldi á Amarhöli aS lokinni herstödvagöngrmni svokölluðu var ; mjög fjölmennur og er sama aS segja um sjálfa gönguna, er hún í fór um götur Reykjavíkur. Fór | gangan og fundirnir sem haldnir I voru friösamlega fram. Var gang J an farin til að mótmæla hersetu á tslandi í 30 ár og til að mótmæla herstöðvum á erlendri grund hvar I sem er í heiminum. Crangan h'ófst kl. 7 á Hvaleyri, sunnan við Hafnarfjörð. 1 göngu byrjun ftutti Dagur Þorleifsson, blaðamaður ávarp. Á þriðja hundr- að manns hófu gönguna, og báru spjöld sem á voru letruð mótmæli gegn sfcríðinu í Indókina og gegn erlendum ber á Islandi. Gengið var gegnum Hafnarfjörð og bætt- ust þar allmargir í gönguna og fjölgaði göngufólki jafnt og þéfct allt til Reykjavíkur. Stanzað var við Þinghól í Kópavogi og þar flutti Þorsteinn slbálld frá Hamri ávarp. Síðan var haldið áfram til Reykjavikur og þá fjölgaði að mun í göngunni. Staðnæmzt var við tékkneska sendiráðið og þar flutti Jón Sigurðsson sfcud. mag. ávarp. Þaðan var haldið að bandariska sendiráðinu þar eem Inga Birna Þórðardóttir stud. fil bauð öllum heimsveldissinnum birginn og boð aði heimsbyitingu. Enn héit gangan af stað og var stefnt á Arnarhól. Þar hófst fund urinn tol. rúmlega 11. Fundarstjóri MENNTASKOLAKENNARAR VILJA LATA GÖMLU FIB—Reykjavík, miánudag. Blaðinu hafa borizt áskoranir undirritaðar af kennurum Mennta skólans í Reykjavík og Mennta- skólans við Hamrahlíð þess efnis, að menntamálráðherra beiti sér fyrir því, að gamla Bernhöfts- bakaríið og nokkur önnur hús verði varðveitt. Fara áskoranirnar hér á eftir: Menntaskólinn í Reykjavík. „Vér undirritaðir/aðar förum þess leit við háttvirtan menntamálaráð- herra, að hann beiti sér fyrir því, að gamla Bernhöftsbakarí ásamt geymsluhúsum og Gunnlaugssens hús verði varðveitt á sama stað. Einar Magnússon, rektor Jón Sigurðsson, Jón Guðnason, Sigríður Magnúsdóttir, Kristín Sveinbjarnardóttir, Ómar Árnason, Ólafur Snorrason, VARÐVEITA HÚSIN Guðfinna Ragnarsdóttir, Kjartan R. Gíslason. Menntaskólinn við Hamrahlíð. Vér undirritaðir/aðar förum þess á leit við háttvirtan menntamála- ráðherra að hann beiti sér fyrir því, að gamla Bernhöfsbakarí ásamt geymsluhúsum, og Gunn- laugsenshús verði varðveitt á sama stað. Björn Þorsteinsson. Þorsteinn Þorsteinsson, Herdís Vigfúsdóttir, Jón Hannesson, Heimir Áskelsson, Stefán Briem, Vigdís Finnbogadóttir, Sigfús Björnsson, Ólöf Iljálmarsdóttir, Hildigunnur Halldórsdóttir, Kristjana Kristinsdóttir, Hólmfríður Sigurðardóttir, Sigrún Guðjónsdóttir, Valdimar Valdimarsson, Teitur Benediktsson“. var Ragnar Arnalds. Er hann haflði rétt hafið mál sitt tókst einhverj- um að rjúfa sambandið milli hljóð nema og magnara og truflaði það fundinn um stund. Ekki þurfti þó fundarmönnum að leiðast biðin því talkór var stofnaður á stundinni og fór hann með áletrun, sem var á borða nokkrum sem borinn var í göngunni: Bjarna í herinn og her inn úr landi. Ræðumenn á útifundinum voru Geir A. Gunnlaugsson, verkfræðing ur og Baldur Óskarsson, formaður SUF. Ganga þessi og fundir fóru skipu lega og friðsamlega fram. Við sendiráðin sem stanzað var við voru nokkrir lögregluþjónar á verði, en kom t!1 að þe*r þyrftu nokkuð að beita sér. Veður var mjög miit í gærkvöldi, en skömmu eftir að útifundurinn á Arnarhóli hófst gerði snögga rign ingardemhu, en brátt stytti upp aftur. Baldur Óskarsson, formaðu.- SUF flytur ræðu á Arnarhóli, 3 Viðræðugóður er Gylfi Gylfi Þ. Gíslason er viðmóts- þýður maður og tekur öllum, sem á hans fund leita, með alúð og vinsemd. Fáir eru þeir, sem af fundi hans ganga, sem ekki geta borið um það, að ráð herrann hafi lofað að taka er- indi þeirra til jákvæðrar af- greiðslu og flestir eru sann- færðir um, að ráðherrann hafi verið algjörlega sammála því, sem viðkomandi hafi haldið fram í áheyrn ráðherrans. Þess ir eiginleikar ráðherrans hafa þó stundum leitt til þess, þeg-' ar menn hafa borið saman bæk ur sínar, að upp hefur komizt að rá’ðherrann hefur stundum tvær öndverðar skoðanir í einn , og saina málinu. Hafa þá oft rtinnið tvær grímur á vomgóða menn, sem höfðu fengið já- kvæðar undirtektir hjá ráðherr, anum og oft reynzt býsna erf- itt að spá í það, hver hin ramt- veruiega skoðun ráðherrans í málinu sé, hafi hann þá nokkra, og enn örðugra þó að sjá um hver endanleg úrslit slíkra mála yrðu í ráðuneyti Gylfa Þ. Gíslasonar, þar sem ráðherrann hefur taiið sér það til sérstaks gildis að geta skipt um skoðun a.m.k. einu sinni á ári í ákveðn um málum. Gott er að hafa tungur tvær Þannig er þessu t.d. farið f verðlagsmálinu svonefnda. Þeg ar kaupmenn ganga á fund ráð herrans lofar hann þeim öllu fögru og fullvissar þá um, að verðgæzlufrumvarpið sáluga muni taka gildi og verða fram- kvæmt eigi síðar en ráð haflði verið fyrir gert er það var lagt fram á Alþingi, þ. e. í ársbyrj- un 1971. Þegar andstæðingar þessa frumvarps í hópi verka- lýðsforingja spyrja um afstöðu ráðlierrans til þessa máls eftir fall verðgæzlufrumvarpsins, harmar hann að vísu að frum- varpið hafi fallið enda lagði hann það sjálfur fyrir Alþingi, en fullvissar menn um að ekk- ert sé að óttast. Örlög frum- varpsins á þingi komi í veg fyrir hvers konar breytingar á skipan þessara mála á þessu kjörtímabili. Ýmist já eða nei Vegna almennrar vitneskju um þann eiginleika Gylfa, sem hann hefur raunar mest aug- lýst sjálfur, að skipta um skoð- un í ýmsum málum og það oft fyrirvaralítið, eru að voniun þeir, sem síðastir ganga af fundi ráðlierrans, harla ánægð- ir og vongóðir og vissir um sig. ur fyrir sinn málstað — a.m.k. fyrst um sinn. Af þessu tilefni var ort: Það vart skiptir máli í viðskipt- um þeim, hvort vopnið er sverð cða kylfa, því sá fer að lokum með sigur- inn heim, cr síðastur talar við Gylfa. Til að sýna fulla sanngirni er þó rétt að taka það fram, að í cinu máli skiptir Gylfi þó aldrei um skoðun. Það er áð Alþýðuflokkurinn eigi ekki Ísamleið með neinum nema íhaldinu í framtíðinni. TK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.