Tíminn - 16.05.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.05.1970, Blaðsíða 8
8 TÍMINN LAUGARDAGUR 16. maí 1970. Tilraunaleikhús áframhaldandi skóli fyrir nýútskrifaða leikara Kristín Ólafsd'óttir er 21 árs gömul Rey'kjavíkurstúlka, hún hef ur nýlega lokið námi í Leiklistar- skóla Leikfélags Reykjavíkur. Kristín er einnig kunn þjóðlaga- söngikiona, auk þess er hún kynnir í ,,Stundinni okkar“ Þar sem mér var kunnugt um að Mn hafði stundað nám við Kvennaskólann í Reykjavík, spurði ég hana um námið þar og skólann sjálfan. — Mér fannst námið erfitt og aginn strangur í 1. bekfk en eftir að ég aðlagaðist skólanum banni óg betur við mig. Kennslan var mjög góð og kennararnir prýði- legir, ég tel mig hafa fengið meira út úr þessum fjórum árum sem ég dvaldist í Kvennaskólan- um, en ég hefði fengið út úr gaignfræða'skióla. — Ertu með Kvennaskólafrum- varpinu? — Nei, mér finmst óþarfi að bæta við öðram menntaskóla í Reykjavík. Það ætti heldur að koma á menntaskólum úti á landi, þar sem meiri þörf er fyrir þá. | Svo er ég á móti aðskilnaði kynj- anna í menntaskól<am. — Hvað tókstu þér fyrir hend- ur eftir námið í Kvennaskólan- um? — Ég starfaði á skrifstofa, jafn framt því sem ég tók þátt í starf- semi LeilkM'ss Æskunnar 1964— ’66. Á þeim tíma var ekki mikil starfsemi hjá félaginu, en þó var það betra en ekkert. Við æfðum kvæðalestur og héldum skemmt- anir á vegum Æskulýðsráðs. Nú haustið 1966 innritaðist óg í Leiklistarskóla Leikfélags Reykja- vikur og hef nú lokið þar námi. —Hvers vegna valdir þú þann skóla? — Ég hafði það á tilfinninganni að í Iðnó ríkti betri og samheldn- ari félagsandi heldur en í Þjóð- leikhúsinu, en ég vil þó taka það fram að ég þekkti ekkert til leik- húsanna nema sem leikhúsgestur. Eftir kynni mín af Leikfélaginu, hef ég komizt að raun um að andrúmsloftið þar er ekki ósvip- að því sem ég gerði mér í hugar- lund. — Hvað getur þú sagt mér af högum nýútskrifaðra leikara? — PYamboð af leikurum er allt- af meira en eftirspurn og þar af leiðandi skapast erfiðleikar hjá 'ungum leifcurom að komast á svið Mér finnst að nýútskrifaðir leikar- ar eigi tvímælalaust að starfa saman í tilraunaleikhúsi, sem verð ur þá nokfcurs konar áframhald- andi skóli fyrir þá. Þá yrði einnig ágætt að ungir leikritahöfundar gætu sett verk sín á svið í því Mk' húsi. Við félagar Litla leikfélagsins.. sem samanstendur af gömlum nemendum úr Leiklistarskóla Leik félags Reykjavíkur, erum að setja uipp pop-söhgleik í Tjarnarbæ. Við höfum þá nýbreytni að vera með tvo leikstjóra, einnig ákveð- um við sjálf efni, og form sýning- innar, hitfcumst daglega til að ræða saman, allir hafa tiUögurétt og við improviserum út frá þeim hugmyndum sem koma fram, og síðan er hjálpazt að, að skrifa texta. Við skiptum obkur niður í hópa og fórum og kynntum okkur ýmiss atriði sem við ætlum að fjalla um í sýningunni. Það sem við erutn að gera í Tjarnarbæ álít ég vera mjög heppilegt fyrir fólk sem er að koma út úr leiklistar- | sileóla. Þannig fáum við tælkifæri til að koma okkar hugmynidum Úrslitaröðin: xll — 1x1 — 21x — xx2 18. leikvika — leiknir 9. og 10. maí 1970. Fram komu fjórir seðlar með 10 réttum: Vinningsupphæð kr. 46.400,00 nr. 2519 Borgames nr. 34100 Reykjavík nr. 10903 Siglufjörður nr. 39109 Hafnarfj. Kærufrestur er til 1. júní. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Vinn- ingar fyrir 18. leikviku verða greiddar 2. júní. Getraunir — fþróttamiðstöðin — Reykjavík. fram og skapa. Því verður þetta bæði sbóli og leikhús. — Hvemig stóð á þvl að þú fórst að syngja? — Þegar ég var í Leikhúsi Æsk- unnar s'öng éa stundum á skemmt unum þar. Eitt sinn var ég beðin um að syngja á skemmtun í Borg- arfirði á vegum Æsfculýðsráðs, þá var ég nýbyrjuð að hlusta á þjóð- lög og var mjög hrifin af þeim, svo ég ábvað að syngja nokkrjr lög £ þjóðla-gastíl. Þannig æxlaðist þetta mú. — Hefur þú önnur áhugamál, Kri'stín? — Leitelistin er mitt aðaláhuga- mál. Mér finnst gaman að syngja, en það er aðallega í hjáverkum. Mig langar til að læra að syngja seinna meir en eins og er bef ég mestan áhuga á . leitelistinni og mestur tími minn fer í hana og því finnst mér erfitt að sameina góða húsmóður og annað sem tek- ur svona mikinn tíma. — Hefur þú áhuga á stjórn- málum? — Mér finnst að allir eigi að hafa áhuga á stjórnenálum og finnst það ábyrgðarleysi hjá þeim sem álíta stjórnenál ekki koma sér við, heldur einungis þingm. og öðrum þeim, sem fjalla um stjórn mál á opinberum vettvangi. Það hefur enginn efni á því að vera ópólitískur. VÓ Fylgist með og hef mínar skoðanir á hlutunum Ingibjörg Dalberg er 20 ára Reykjavíkurstúlka, hún er lærð snyrtidama og vinnur á snyrti- stofunni Maju. Ég spyr hana fynst, hvaða skil- yrði þurfi að uppfylla til að komást í snyrtinám, og hvernig náminu sé háttað. Fyrst og fremst þarftu að hafa áhuga á starfinu, auga fyrir „make-up“ og góðar og næmar hendur. Þú þarft að hafa gagn- fræðapróf eða hliðstæða menntun og vera orðin átján ára. Náms- tíminn er misjafn, frá ein-u ári upp í þrjú ár og fer eftir því á hvaða stofu þú lærir. Meðan þú ert að læra fylgist þú með lærð- um snyrtidömum, en færð að koma með vinteonur þínar eða skyldmenni og snyrta. Bóklegt nám lestu utan stofunnar, þar sem þetta er ekki iðnsteólanám, auk þess lærir þú lífeðlisfræði í þrjá mánuði hjá læfcni, ea vinn- ur á snyrtistofunni á daginn. Er einbver áteveðinn aldurshóp- ur sem kemur til ytekar á sfcof- una? Meiri hlutinn eru konur, en hingað koma einnig táningar, stúltour og piltar, f'óllk á fcvítugs- aldri, þrítugsaldri, miðaldra, ikarl- menn og konur. — Hver eru svo ^ áhugamál þín? — Fyrst og fremst er það starf- ið, en ég hef einnig áhuga á söng, og fyrir tilviljun fór ég að syngja með Pólyfónkórnum. Mig langaði að læra að syngja og þar sem ég þekkti Ingólf Guðbrands- son söngstj. Pólyfónkórsins lítils- háttar, fór ég og leitaði ráða hjá honum. Hann benti mér á Ruth Magnússon og ég fór til hennar í nokkra tíma. Einn daginn hringdi Ingólfur í mig og spurði hvort ég vildi koma á æfingu hjá fcórnum sem ég gerði og þar hef ég verið síðan og kann mjög vel við mig, enda fótkið samtaka inn an teórsins. — Hefur þú hugsað þér að læra söng? — Nei, ég hef engar áætlanir í sambandi við sönginn, en míg iangar til að fara í framhaldsnám í snyrtingu og þá sérhæfa mig í leikhús-, sjónvarps- og tázkusýn- ingarföðrun. — Ferðu mikið út að skemmta þér? — Ætli það sé ekki eins og geng ur og gerist. Mér finnst kvik- myndahúsaeigendur kappkosta að sýna sem lélegastar myndir og þar sem ég fer ekki í bíó ein- ungis til áð fara þangað, fer ég sjaldan, það kemur fyrir að ég fari í leikbús. Ég fer helzt á dans- staði þegar ég fer út að skemmta mér. Eitt er það sem mér leiðist sérstaklega, það eru reglur hús- anna um klæðnað gesta sinna. Fyr ir tveim árum eða svo, féíkte par ekki inngöngu á sfcemmtistað nema þau væru klædd eftir úr- eltum reglum, sáðan hefur örlítið verið slakað á, en bvenær skyldi sá dagur renna upp að eldra fólfc- ið komi auga á, að hægt er að vera hreinlegur og smelkklegur til fara án þess að klæðast fallegum kjólum með slaufur í hárinu eSa svörtum jatokafotum, hvítri skyrtu með bindi og f póleruðum sfcóm. — Hefurðu áhuiga á stjórnmál- um? — Ég fylgist með og hef mínar skoðanir á hlutunum, lengra nær áhugi minn ekki. — Vald. Ó. vissuð þér þetta um smurost ? Að Humar- eða Rækjuostur hrærður saman við oliu- sósu er afbragð með köld- um fiskréttum. Að kjúklingasósan bragðast ' enn betur efhún er krydd- uð með Sveppaosti. Að Humar-, Rækju- og Sveppaostar eru aiiir góðir / heita jafninga sem bornir eru með grænmetis og fiskiréttum. Aö þessar þrjár tegundir eru sériega góðar i Osta- fondue. ***)o»**‘V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.