Tíminn - 22.05.1970, Síða 1

Tíminn - 22.05.1970, Síða 1
f I : ý-. x■ í: ■:•' •-•••■• SSí-ÍS^KÍííS : ■ í::S;:íS::*:í;ss :: ;:• ',:: >1 : : Vt ■■ •■ : ■ «1 'i » Mest hefur farið úrskeiðis í fjárstjórn höfuðborgarinnar ---------------------------- Guðmundur G. Þórarins- son, verkfræðingur, var einn þriggja ræðumanna í útvarpsumræðunum um borgarmálefnin í fyrradag. Hér á eftir fara kaflar úr ræðu Guðmundar: Fátt hefur sett meir svip sinn á byggð landsins á undan- förnum árum, en vöxtur Reykija víkur, en árið 1968 valdi um 41% af fólksfjölgun lands- imanna sér búsetu í borginni. Fyrr á árum var tiltölulega auðvelt að sjá fyrir hver áhrif bygging nokkurra húsa eða vegspotta hefði á borgina sjálfa eða næsta utnhverfi hennar, en nú tökum við til byggingar heil hverfi í einu og borgin þenst út. Vegna þess hve öll fram- vinda er hröð, tækninni fleygir fram og aðstæður og viðhorf breytast ört, er brýn nauðsyn a® fyigjast náið með vexti borg arinnar og ölium þáttum í at- vinnu- og athafnalífi hennar. Borgaryfirvöldum ber skylda til að hafa heildaryfirsjón yfir atvinnulíf í borginni og stuðla af öllum mætti að atvinnuör- yggi- Framsóknarflokkurinn bendir á nauðsyn þess, að gerð verði sérstök atvinnumálaáætlun fyrir höfnðborgarsvæðið. En slik á- ætlun ætti einmitt að vera borgaryfirvöldum hentugt hjálp artæki til þess að fylgjast með þróun atvinnumáila £ borginm Guðmundur G. og sjá fyrir i tíma hvert stefn- ir, þannig að borgin geti með framkvæmdum sínum gripið inn í, ef útlit er fyrir deyfð í atvinnub’finu. Reynsla og atvinnuleysi und- anfarinna ára sýna Ijóslega hversu brýnt þetta mál er. Því er oft haldið fram, og sjálfsagt að vissu marki með nokkrum rétti, þgar rætt er um stóriðju, að íslendingar hafi ekki nægt fjármagn til þess að ráðast í svo fjárfrekar frarn- kvæmdir og verði því að hafa samvinnu við fjársterka erlenda aðila. Það hlýtur því að vera verð- ugt viðfangsefni að athuga hvernig íslendingar verja því fjármagni sem þeir hafa til um ráða. Ég vil freista þess á þeim stutta tíma, sem ég hef hér til umráða að fjalla lítillega um fjarstjórn borgarinnar, en þar tel ég að mest hafi farið úrskeið is og má þó víða finna að. Leggja verður áherzlu á nauð syn þess, að framkvæmdir séu vel skipulagðar og röð þeirra sé rétt, þannig að ekki sé ráðizt í ótímabærar og óarðbærar framkvæmdir. Ákvarðanir verður að taka sem liði í sam- ir, sem hún vill helzt miða sig við. Nú eru liðin tvö ór frá því lokið var við byggingu fyrsta áfanga hafnar inni í Sundum, og mun mannvirkið hafa kost- að milli 130—140 milljónir króna. Þssi höfn hefur þó eng- um tekjum skilað enn, enda vantar þarna allt sem við á að hafa, skemmur, vegi, krana o. s. frv. Hafnarsjóður hefur á undanförnum árum verið rek- inn með milljóna halla vegna vaxtagreiðslna og afborgana af Sundahöfn. Engdnn efar að ein- hvern tíma muni Sundahöfn gegna veigamiklu hlutverki í atvinnu- og athafnalífi borgar- innar, en öllum er ljóst, að hún er byggð á röngum tíma. Við höfum ekki efni á að byggja hafnir sem liggja árum saman verkefnalausar. Mér reiknast til að vaxta- greiðslur vegna Sundahafnar hafi á þessum tveim árum num ið um 25 milljónum króna. Nú er leitað með logandi ljósi að einhverju, sem setja mætti niður við ihöfnina, og eru fram kvæmdir í þann mund að hefj- ast við byggingu kornvinnslu- stöðvar. Sú ákvörðun borgar- yfirvalda að staðsetja þetta fyr irtæki á ha'fnarbakkanum, sem byggtður er, sem fyiling út í sjó, hlýtur að koma mönnum einkennilega fyrir sjónir. Lóð- in undir fyrirtækið kostar hvorki meira né minna en 70— 80 milljónir króna og það fé verður að sækja í vasa borgar búa. Ég fæ ekki séð að nedn þörf sé að staðsetja kornvdnnslu stöð þarna, hún gat verið hvar sem var við ströndina og ó- sekkjuðu korninu má dæla að henni. Hvaða fyrirtæki hefur efni á a@ byggja sér 80 milljón króna lóð út í sjó, þegar enga nauðsyn ber tid. Mér sýnist að hér sé um að ræða vítavert gá- leysi í meðferð almannafjár. Þetta verður vart skilið á ann- an hátt en þann, að borgaryfir völd viti ekkert hvað þau eigi að gera við Sundahöfn. Það var talið meðal röksemda fyrir byggingu nýrrar hafnar, að miklu fé þyrfti að verja til þess að gera vegi og umferðar- mannvirki í gamla bænum þannig úr garði, að þau geti tekið við sivaxandi umferð nið- ur að gömlu höfninni. Jafnframt var talið i Aðal- skipulagi Reykjavíkur, að þar kynni að koma, að byggja þyrfti vegbrit yfir athafnasvæði gömlu hafnarinnar í framtíðinm tfl þess að forðast umferðaröng- þveiti. Það er Ijóst, að Sundahöfn og þessi vegbrú þjóna þama að vissu mardtí sama tilgangi. Nú hefur þegar verið ráð- izt í byggingu hluta af þessari brú við tolvörugeymsluna nýju og til þess varið fleiri milljón- um. Eg er sannfærður um, að ekki er unnt með neinum um- ferðarspám eða könnunum að sýna fram á að þessi brú verði nauðsynleg á næstu 5 árum eða jafnvel enn lengri tíma. Það er eðlidegt að skattgreiðendum þyki álögur þungar að standia undir slíbum framkvæmdum. 1 Ártúnshöfða hefur verið 'gert iðnaðarhverfi, götur og holræsi fyrir 30—40 milJ'jónir króna. Það munu vera nær 3 ár frá því framkvæmdum lauk þarna, en enn hefur sáralítið verið byggt á svæðinu. í nær- fellt 3 ár hafa legið þarna 30 — 40 milljónir króna í fram- kvæmdum sem enn hafa ekkert gagn gert. Virðist vera, að ráð- izt hafi verið í byggingu gatna og holræsa án nokkurrar at- hugunar, eða samvinnu við sam- tök iðnrckenda. Þórarinsson, verkfræðingur, í útvarpsumræðunum: ræmdri heild, en ekki af handa hófi, hverja án tilJits til ann- arrar. Nú á tímum, þegar allar þjóð ir keppa að sem beztri nýtingu fjármagnsins, er það algjör nauðsyn fyrir smáþjóð norður við Dumbshaf að verja fé sínu á sem hagkvæmastan hátt, ef hún á að geta haldið uppi svip- uðum lífskjörum og þær þjóð- Fyrsti áfangi Sundahafnarinnar, sem veriS hefur verkefnalaus í tvö ár. Vaxtatap borgarbúa vegna þessarar verkefnalausu hafnar nemur um 25 mrH jónum króna. (Túnamynd Gurmar) GuSmundur G. Þórarinsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.