Tíminn - 27.05.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.05.1970, Blaðsíða 7
JŒÐVIKUDAGUR 27. maí 1970. TÍMINN 19 í 80 þúsund manna borg eru dag- heimili aðeins fyrir 500 börn Ræða Gerðar Steinþórsdóttur í sjónvarps- umræðunum um borgarmál Reykjavíkur Gerður Steinþórsdóttir Góðir Reykvíkingar og aðrir áheyrendur. Borgin okkar á það sameig- inlegt fátækrahverfum stór- borganna, að helzti leikvangur barnanna er ígatan. Börnum er nauðsynlegt að vera mikið úti, en einkum vegna í&lenzkrar veðráttu una fáar húsmæður lengi úti við með börnum sínum. Þau eru því áð mestu eftirlitslaus á götunni, allt frá tveggja til þriggja ára aldri. Þessi börn þyrftu að dveljast hluta úr degi á leikskóla. Leikskólar hafa mikið uppeldisgildi fyrir borgarbamið. Þar eru bömin að leik undir beru lofti þegar veður leyfir, en inni læra þau söng, sögur og ýmiss konar föndur. Það er illa farið, að barngóð ir karlmenn skuli ekki leggja fyrir sig gæzlu barna, því mörg þeirra, sem á baraaheimilum dveljast, eru föðurlaus. Börn nm er hollt að umgangast bæði konur og fcarla. En meðan þjóð félagið vanmetur þessi störf og launar þau illa, verður hér engin breyting á. En hvemig er bamaheimilis málum háttað hér í borginni? Samkvæmt reglum um inntöku barna á dagheimili, er skylt að hafa hiiðsjón af hvort um er að ræða einstæðar mæður (ógiftar, fráskildar eða ekkjur) einstæða feður með ónóga heimilishjálp, hvort veikindi steðja að heimilinu, hvort þar er óregla, hvort foreldrar eru við nám. Svipaðar reglur gilda um leikskólana. Bamaheimili eru því eingöngu ætluð þeim bömum, sem búa við erfiðar heimilisaðstæður. Dagheimili borgarinnar em 10 að tölu og þar dveljast inn- an við 500 böm. Nú í marzmán uði vora 150 börn á biðlista, en biðtími er nokkrir mánuðir og allt upp I ár. — Af þessu má ljóst vera, að dagheimili fullnægja hvergi nærri lág- markskröfum. Ef litið er til nýju hverfanna, til dænris Breiðholts, þar sem búa 800— 1000 fjölskyldur, mestmegnis barnafólk, er þar nú fyrst ver ið að reisa eitt barnaheimili. Borgin á flest baraaheim- ilin og greiðir 46% af rekstrar kostnaði, — rfkið borgar inn- an við 1%, en foreldnar bam anna það sem á vantar. Banw- vinafélagið Sumargjöf anoast reksturinn. Hlutur ríkisins er því nær enginn. Sami styrkur hefur verið veittur árum saman, en vegna síendurtekinna gengisfeJl inga hefur hann rýmað mjög mikið, og hefur ekki tekizt að fá hann hækkaðan. — En þess má geta til samanburðar, að & öðram Norðurlöndum greiðir ríkið samkvæmt lögum 40% fcostnaðar. Hér blasir við sinnuleysi ríkisvaldsins og sljóleiki b«irg aryfirvalda í málefnum þeirra foreldra, sem þurfa á hjálp að halda. Til barnaheimila áætiar borgin 21 milljón króna á árL En það sýnir sleifarlagið í þess um málum, að upphæðin hefur efcki einu sinni verið notuð. Frá síðasta ári era 10 miiljón ir eftir í sjóði. Stöðugt fleiri fconur hljóta sérmenntun og vilja gjarnan vinna utan heimilis. En marg ar þeirra skortir aðstöðu til þess. Hefur þjóðfélagið efni á að mennta konur, en búa þeim síðan slfkar aðstæður, að þær geta ekki notfært sér menntun sína? Við lifum £ þjóðfélagi, sem fcarlmenn hafa skapað, og það gerir yfirleitt efcfci ráð fyr- ir starfskröftum menntaðra fcvenna. Fram til þessa hafa fcarl- menn efcfci viljað læra hjúfcnm, vegna lágra launa. Lofcs þegar alvariegur skortur var orðinn á hjúkrunarkonum við sjúkra húsin, sáu menn nauðsyn þess að koma til móts við konura- ar. Þá voru stofnuð barnaheim ili við helztu sjúkrahúsin, til að fá konuraar aftur til starfa. Borgin þarf, með tilstyrk rfk is, að reisa fleiri barnaheimili, bæði dagheimili og leikskóla, einnig i þeim tilgangi að nýta sérmenntun kvenna. Giftum konum í góðum stöðum væri ekki ofraim að borga fullt gjald, þótt einhleypt fólk greiddi hálft, eins og nú .ir Gæzluvellir borgarinnar em yfir 20 talsins, og þangað er hægt að koma börnum á aldrin um tveggja til sex ára. Þeir eru ætlaðir böraum kvenna, sem vinna heima. Gæzluvellira ir hafa það fram yfir götuna, að þar eru börnin á öruggum stað. En þar em engin sfcýli, og væri þó mikil þörf á því í íslenzfcu veðurfari. Frá upip- eldislegu sjónarmiði koma þess ir vellir engan veginn í stað leikskólanna. Þjóðfélagið hefur fram til þessa ekki gert ráð fyrir sex ára aldursskeiðinu, hvorki á barnaheimilum né í skólum. Og ekki er tekið tillit til einstæðra foreldra, eftir að böm þeirra hafa náð sex ára aldri. Hvað á barnið að gera af sér, þótt það sé f skóla nokkrar stundir á dag, ef móðirin vinnur dag- langt til að sjá sér og sínum farborða? Það er brýnt verk- efni að koma á fót mötuneyt um í barnaskólum og aðstöðu til lestrar. Ófremdarástandið í þeim mál um, sem hér hafa verið ger'ð að umræðuefni, er til marfcs um dáðleysi borgarstjóraar- meirihlutans, þegar kemur til félagslegrar aðstoðar við borg arana. f þessum efnum er Reykjavík svo langt á eftir öðr um borgum, að ekki verður við unað. En litlar horfur era á, að úr verði bætt. meðan Sjálfstæðisflokkurinn heldur meirihlutaaðstöðu sinni í borg arstjóra. Þeim meirihluta þarf að hnekkja. Þess vegna skulum við stuðla að því, að listi Fram séknarflokksins hljóti þrjá borgarfulltrúa f kosningunum næsta sunnudag. AUKASKATTURINN Á FISKIMENN Um hinn mikla mun á fislk- verði uppúr fiskiskipi hér á landi og í Færeyjum og Noregi hefur oft verið ritað og rætt og um leið spart um orsökina, ea svör verið fá. Þ6 vitum við um bv6 atriði, sem eru raun- verulega hreinn aufcaskattiir á fiskimenn umfram aðra þegna þjóðfélagsins vegna hinna miklu áhrifa, sem þau hafa á skiptaverð til þeirra og gera þá um leið að hæstu sfcattgreið endum landsins. Á ég þar ekki við skipstjóra og aðra yfirmenn á aflahæstu skipunum, heldur alla fiskimenn. Þessir aukaskattar eru: 10% útflutningsgjald á fiskafurðir, en það þýðir ca. 20—30% lælkfcun á fiskverði upp úr skipi (þ. e. skiptaverði) þegar, landað er hér heima. Af því sem þá er eftir eru tekin 21— 22% áður en til skipta kemur. Þessir aufcaskattar renna svo að mestu beint og ébeint aftur til útgerðarmamna og fisk- vinnslustöðva. 1% af útfluto- ingsgjaldinu fer þó til greiðsla á hluta af fæðikkostnaði báta- sjómanna. Þegar slíkir aufca- skaittar era lagðir á skiptaverð i® þarf engan að undra að það er helmingi lægra en í Færeyj um og Noregi. Að útgerðarmenn og fisk- vinnslustöðvar þarfnist þessa styiiks ætla ég efcki að gera til- raun tti að vefengja, heldur garnga út frá því að sérfræð- ingarnir hafi einu sinni reikn- að rétt. En hafi áðurnefndir aðilar þörf fyrir styilki til að halda rekstrinum gangandi á það fé að koma frá fileiri eu fisfcimönnum og þess vegna ó- sanngjarnt að leggja aukaskatt á þá eina, skatt sem koma ætti á alla jafnt, þar sem aliir lands menn gera kröfur til kjarabóta þegar vel aflast og marfcaðs- verð er hagstætt. En þar sem þessi aukaskattur hefiur verið lagður á ofckur fisikimenn eina — 02 að við njótum þar nneð efcki skattajafnréttis við aðra Landsmenn — þá er það sann- gimiskrafa ofckair til löggjaf- ans að þetta verði leiðrétt með þvi að aufca per- eónufrádrátt okkar. Teldi ég efcfci ósanngjarnt að persónu- frádráttur okfcar miðað við 365 sfcráningardaga yrði hæfcfc aður um kr. 100 þús. frá þvl sem nú er og myndi þó meiri- hiuti okkar tapa á því að sfcipta á raunverulegu fisfcverði og aiufcnum persónufrádrætti. Á þetta réttiætismál ættu for ystumenn sjómannasamtakanna að benda alþingismönnum og fylgja fast á) eftir, enda væri það þeim vænlegra til fylgis og virðingarauka heldur en fiullyrðingar mannanna úr þeirra hépi, <sem vora fiullltrú- ar sjémanna í þingnefnd þeirri er fjallaði um sameiningu Lff- eyrissjéðs sjómanna og undir- manna á farskipum við vænt- anlegan lifeyrissjóð bátasjó- manna. En vinnuibrögð sem þelrra stuðla aðeins að þvl að veikja félagssamtök okkar og traust ofckar, hinoa óbreytfax, á forystunni, en hvoru tveggja hefur þörf fyrir meiri styrfc inn á við og út á við. Gísli Hjartarson, KÆLiSKÁPAR Litr. StaSgr. Afborg 225 kr. 21.200 22.600.— 275 kr. 23.172 24.612.— 330 kr. 33.020 34.943.— 400 kr. 37.325 39.435.— Afþýðing óþörf, Sjálfstilling á rakastigi, m/renmhillum, Einnig fáanlegir í teak'lit. ADALUMBOÐ RAFIÐJAN @ VESTURGÖTU 11 REYKJAVÍK SÍM119294

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.