Tíminn - 27.05.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.05.1970, Blaðsíða 2
TIMINN MIÐVIKUDAGUR 27. maí 197a n-iirvF' Frá hinum geysifjölmenna kappræSufundi i Sigtúni. (Tímamyndir: Gunnar) Mjög fjölmennur og fjörugur kappræðufundur F.U.F. og Heimdallar í fyrrakvöld: Fátt um svör við rökfastri gagnrvni Framsóknarmanna EJ-Reykjavík, þriðjudag. Kappræðufundurinn, sem Félag ungra Framsóknar- manna stóð í 40-daga-baráttu til að fá við Heimdall, var haldinn í gærkvöldi í Sigtúni. Var þessi fundur geysifjöl- mennur og fjörugur, en ein- kenndist að öðru leyti af mjög harðri málefnalegri gagnrýni ræðumanna Fram- sóknarflokksins á mistök borg arstjórnarmeirihlutans í Rvík á undanförnum árum. Var fátt um svör hjá ræðumönn- um Sjálfstæðisflokksins — þeim sem á annað borð gerðu tilraun til að svara gagnrýn- inni. Sumir Sjálfstæðismenn- irnir ræddu um flest annað en borgarmálin, og gátu fá svör gefið við gagnrýni og spurningum Framsóknar- manna. Þá gátu þeir heldur ekki svarað því, hver yrði borgarstjóri f hugsanlegri samsteypustjórn Sjálfstæðis- manna og Alþýðuflokksmanna eftir kosningar — ef íhaldið tapaði meirihluta sínum. Þegar fcappræ'ðufundurinn hófst fcl. 20.30, var hiisfyllir og áætlað, að um 500 manns væri í húsinu RæSumenn F.U.F. TaliS frá vinstri Rúnar Hafdal Halldórsson, AlfreS Þorsteinsson og Guðmundur G. Þór- arinsson. — bæði í sætum og standandi á göngum Sigtúns. Var barna að mestu um að ræða ungt fólfc á kosningaaldri, og tók hað þátt í fundinum af lífi og sál. Skiptust fundarmenn nokkurn veginn í tvær fylkingar, en á köflum höfðu þó Heimdellingarnir hærra — enda vanari baulinu en ungir Fram sóknarmenn, sem ávallt stunda mál efnalegar kappræður. Málefnaleg gagnrýni Guð- mundar Þórarinssonar Fundarst.ióri FUF, Atli Freyr Guðmundsson, setti fundinn og bauð gesti velkomna til að hlusta á kappræður höfuðandstæðinganna í þessum kosningum í Reyk.iavík — Siálfstæðismanna og Framsókn armanna. Fyrsti ræðumaður var síðan Guð' mundur G. Þórarinsson. verkfræð ingur. f upphafi ræðu sinnar fagn- aði hann því. að af þessum fundi yrði þrátt fyrir erfiða fæðingu. Hvatti hann hina ungu frambióð- endur Siálfstæ'ðisflokksins til mál- efnalegra umræðna um borgarmál- in. Ef þeir hefðu áhuga á að ræða önnur mál, væri hægt að halda annan kappræðufund um þau. Hann benti á, að Framsóknar- menn teldu að mest hefði farið úr- skeiðis hiá íhaldsmeirihlutanum í atvinnumálum, fiárstjórn og verk- legum framkvæmdum á undanförn um árum. Tók hann fyrst fyrir atvinnu- málin, og sýndi glögglega fram á aðgerðarleysi og úrræðaleysi borg- arstjómarmeirihlutans í þeim mál- um. Benti faann á nauðsyn atvinnu málaáætlunar, sem notuð yrði serm tæki til að sjá fyrir þróunina og hafa áhrif á hana og halda þannig jafnvægi í atvinnulífinu og útrýma atvinnuleysi. Síðan fjallaði hann um fjár- stjórn borgarinnar og benti á, að Í riti Framsóknarmanna í Reykja- vík — „Borgin okkar“ — væri að finna á hrikalega og málefna- lega gaenrýni á stjórn íhaldsins í þeim málum. Nefndi hann nokk- rar þeirra framkvæmda, svo sem Sundahöfnina — sem staðið hefði ónotuð í tvö ár og borgarbúar orð , ið að greiða 25 milljónir í vaxta- tap af þeirri höfn. Þá benti hann á. að Sjálfstæð- * ismenn ætluðu að færa Hringbraat ! ina til suðurs — frá Mifclatorgi i vestur fyrir Umferðamiðstöð ' — á næsta kjörtímabili. J Þessi 40 milljón króna fram- < kvæmd væri vægast sagt vafa- ’ söm og leysti engan vanda. Sagt [ í væri, að færa þyrfti Hringbraut- * I ina til að auka rými við Land- ! spítalann, en á sama tíma ætti a'ð í leggja Háaleitisbrautina svo nærri , ’Borgarspítalanum, að til ónæðis i væri fyrir það sjúkrahús. Það væri því rökrétt, afleiðing, að eftir nokkur ár ætti einnig að færa Háa- leitisbrautina. Guðmundur lagði á það áherzlu, að Framsóknarmenn teldu að nýta ætti fjármagn borgarbúa betur en þama væri gerf. Borg sem hefði takmarka'ð fjármagn til umráða yrði alltaf að kappkosta að það yrðj nýtt sem bezt og skynsam- legast og væri rétt tímaröð fram- kvæmdanna þar höfuðatriði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.