Tíminn - 27.05.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.05.1970, Blaðsíða 8
20 TTMTNN MTOVIRUDAGUR 27. maí M70. Maysie Greig ÁST Á VORI 48 búnar að ná ySur á morgun. og gætuð þá flogið til Kyoto. Aftur garetti Chris sig. — Ég verð þá víst að snúa mér að Sally á nýjan leik. Hún hló. — Ekki get ég ímynd- að mér, að þér falli það mjög miður, Chris. Hann sagði einungis. — Þú yrð ir hissa, og eftir eð hafa lofað henni að segja henni nánar frá flugmiðapöntuninni, kvaddi hann hana. Stuttu seinna kom Tom til hennar. Hann var mjög áhyggju- fúHur út af henni, en hún sá Sftrax, að vitneskjan um, að Mic- hfko væri lifandi og iliði vel, var honum efst í huga. — Ég sá Chris hér fyrir stuttu. Hann stakik upp á að við færam öll flugleiðis til Kyoto. Eftir að Iögreglan hafði fengið frú Ito til þess að skýra frá því, hvar hún hafði falið Miehiko, var ég helzt að hugsa um að fljúga samstund- is til Kyoto. En svo fannst mér réttara að bíða þangað til þú hefð ir náð þér fullkomlega. Þú þekk- ir Michiko. Þú getur haft milli- göngu um, að við hittumst. — Ég mun gera það sem í míniu valdi stendur, lofaði Beth. .— Ég get ekki ímyndað mér, að það verði erfitt að fá stúlkuna til þess að hitta þig, eftír það sem hún sagði við mig. — Guð blessi þig. Hann strauk yfir hár hennar. — Ég get aldrei þakkað þér nógsamlega fyrir það. sem þú hefur gert fyxir mig, og ég vildi óska þess, að ég gæti gert eitthvað fyrir þig. Þegar Michiko verður farin að lifa ofckar vest- ræna lífi, þá mun hún þarfnast einhverrar stúlku, eldri en hún er sjálf, til þess að leiðbeina sér. Hef- ur þér nokkru sinni dottið það í hug? Hún var næstum búin að skella upp úr. Nú hefðj hún átt að segja við hann, ef hún ætlaði þá yfirleitt að gera það, — já, auðvitað hef ég hugsað út í það. Ég hef verið að hugsa um að giftast þér Tom, síð- ustu tvö árin. Veiztu ekki, að ég elska þig? En einhvern veginn gat hún ekki fengið sig tíl þess að segja það. Hún gerði sér aHt í einu ijóst, að enda þótt hún segði þetta nú, þá væsri það ekki rétt. — Mér ihefur komið hjónaband til hugar, Tom, sagði hún. — en ég yrði að elska manninn, sem ég giftist, mjög irtikið. Hann brosti dauflega til hennar. — Þú gætír ekki hugsað þér mig í Muiyerki eiginmannsins, Beth? — Ég veit ekki, sagði hún. Gerðu það fyrir mig, að spyrja mig ekki um það núna, Tom. — Ég skil. Þú ert ekki búin að ná þér nógu vel. Ég ættí ekfei að biðja þig um að tafca ákvarðanir á þessum tíma. Einhvern tíma síðar, mun ég spyrja þig á nýjan leik, Beth, og ég vona, ég mun biðja guð um, að þú svarir mér á þann hátt, sem ég hef óskað helzt. Hún starði á dyrnar, þegar þær lokuðust á eftLr honum. Það gat ekki átt sér stað, að Tom hefði í raun og veru heðið hennar, og hún, hefði þeðið hann um að fá frest, ef ekki hreinlega neitað honum. Ég hlýt að vera að tapa vitinu, hugsaði hún. Kannski ég sé miklu veikari heldur en ég hef sjálf hald- ið. Þessi tvö samtöl höfðu tekið meira af kröftum hennar, en hún hafði gert sér grein fyrir sjálf. — Vilduð þér ekki draga tjöld- in fyrir gluggann, hjúkrunarkona. Ég held ég leggi mig svolitla stund, sagði hún. Tuttugasti og fyrsti kaflL Þau voru fjögnr í flugvélinni á leið til Kyoto kvöldið eftir. Þegar Ohris hefur tekið ákvörð- un um eitthvað, er hann ekkert að tvínóna við að . framkvæma það, hugsaði Beth. Henni var farið að líða betur í háQsmum, og hún var mjög glöð, þegar hún fréttí, að John Chao væri ekki len-gur í lífshættu. Þau Tom sátu saman, og Chris og Saliy sátu beint fyrir aftan. Þeim var borinn fyrirtaks fcvöld- verður, og þau töluðn saman yfir matnum. Ohris sagði þeim, að Ky- oto, en þangað hafði hann komið áður, væri gömul höfffborg Japan og hefði verið miðstöð menningar- innar í meira en þúsund ár. Þar var mikið um gamlar venjur, og þar var vagga lista hins fonna Jap- an, sem hefur hlotið frægð alls heimsins. — Þarna eru þrettán hundruð Búdda-musteri svo eitt- hvað sé nefnt, sagði hann hlæj- andi. — Svo þið gætuð verið þarna í heilt ár og farið í fjögur musteri á dag, án þess að hafa séð þau öll í árslok. En þetta var líka nýtízkuleg borg með fjögur hundruð kvikmynda- húsum, óteljandi nýjum verzlun- arhúsum og mjög fínum hótelum. En Chris sagðist hafa látið taka frá fyrir þau herbergi á hinu fræga Miyko hóteli, sem hafði upp á að bjóða nýjustu vestræn þægindl, en wm leið ekta japanskt andrúmsloft. Það var mjog nærri Kyoto og þaðan var fagurt útsýni yfir héruðin í kring. Tom hlustaði á allt, sem Chris sagði, og Mó svo stuttaralega. — En ég er ekki hingað fcominn tíl þess að sjá Kyoto. Ég fer hing- að tíl þess eins að hitta dóttur mína. — Þú átt áreiðanlega eftir að hitta hana, sagði Chris. — Gaf lögreglan þér efcki upp heimilis- fang hennar. , — Þeir sögðu, að hún væri hjá einhverri f jölskyldu sem heitir Mat suano, sagði Tom. — Ég gæti ekki beðið eftir að komast þangað og hitta Michifco. — Við komum seint, og senni- lega er rétt fyrir þig að biða með að fara til hennar þangað til á morgun, sagði Chris hæglátlega. ----Ég held bezt sé að fresta fundum þar til á morgun. Hann bætti við hálfbrosandi. — Ekkert er heldur jafn dramatískt á daginn og á kvöldin. —■ Sennilega hefur þú rétt fyrir þér, Chris, sagði Tom, þreytulega. — En ég veit þó fyrir víst, að mér á ekki eftir að koma dúr á auga í nótt. — Ég hef það á tilfinningunni, að því ródegri sem þú verður á morgun, þeim mun befcur eigi þér efttir að ganga, þegar þú hittir Michiko. Þau tóku leigubil á stöðinni, og var ekið út til Myiako hótelsins. Chris hafði haft á réttu að standa varðandi umhverfi hótelsins. Hæð- irnar í kring voru haðaðar tungls- Ijósi. Djúpir dalir voru á milli hæð anna og allt angaði af kisuberja- blómunum, sem þöktu trén í krmg um hótelið. Þau höfðu lokið við að borða kvöldverðinn í fíkigvél- inni, svo þau fengu sér aðeins svo- lítið í glas, áður en þa® fóru í rúmið. Augnablik voru þau Chris og Beth ein í setustofunni. — Gætir þú farið snemma á fæt ur á morgun, Beth? spurði hann, þá myndi ég fara með þig í smá sýnisferð um borgina. Mig langar tíl þess að sýna þér gömlu Keisara- höllina. Hún er dásamlega falleg á þessujn árstíma, þegar ekki aðeins ikirsulberjaiblómin heldur lfka apri- kósublómin eru í fullum blóma, svo efcki sé talað um allar hinar blómategundirnar. Guð einn veit, bvað geriist eftir að Tom hefur hitt dóttur sína. Tom er alveg óút- reiknanlegur, bætti hann við glettnislega. Beth svaraði alvarlega. — Ég vildi gjarnan koma með þér Chris. Tom gæti átt það til að ákveða, að við færum þegar aftur til Tokyo. En ég hef það nú einhvem veginn á tilfinningunni, að héðan í frá verða hans óskir, óskir Mich- iko, og ég veit, að hún verður óð- fús að snúa aftur til dr. Franks. Hann leit brosandi til hennar. — Þá skulum við ekki láta þenn- ’ an fagra morgun fara til spillis. Getur þú verið komin á fætur kl. hálf sjö? Hún brostí. — A-aðvekHega, ' Chris. ] Hún svaf vel um nóttína, og | hugsaði með ánægju tíl alls þess, j sem hún átti í vændum um morg- uninn. Klufckuna vantaði stundar- , fjórðung í sjö, þegar nún svo hitti • Chris morguninn eftir. Chris hafði I tekið á leigu bfl, og hau óku um miilli fjallanna að görðunum, sem umkringdu Keisarahöllina. Þessi gamla höll hafði hvað eftir annað ( eyðilagzt í eldi. Hún hafði verið enduireist í það form sem hún ' nú var árið 1855, en eftír gömlum fyrirmyndum. Hún var einstaklega i falleg, umkringd vel skipulögðum j görðum, sem Japanir höfðu svo ' mikið dálæti á. Chris sagðist ekki vilja fá með ' þeim túlk. Hann hefði komið hér , svo oft áður. Beth átti ekki orð til að lýsa ■ hrifningu sinni yfir öllu því, sem fyrir augun ber í hölliiflii. Hún ■ átti heldur aldrei eftir að igleyma þessari heimsókn sinni í höllina, eða því augnabliki, þegar Chris tók hana í arma sína og kysstí , hana á varirnar. — Ég elska þig, sagðí hann j er miðvikudagur 27. maí — Lucainus Tungl í hásuðri kl. 7.09. Árdegisháflæði í Rvík kl. 11.35. HEILSUGÆZIA Slökkviliðið Uo sjúkrabifreiðir. Sjúkrabifreið í Hafnarfirði síma 51336- fyrir F ykjavík og Kópavog sími 11100. Slysavarðstofan í Borgarspítalanum er opin allan sólarhringinn. Að- eins móttaka slasaðra. SimJ 81313. Kópavogs-Apótek og Keflavfkor- Apótek eru opin vdrka daga kl. 9—19 laugardaga kl. 9—14 helga daga kl. 13—15. Almennar upplýsingar um lækna Djónustu í borginni eru gefnar í símsvara Læknafélags Reykjavík- ur, sími 18888. Fa .garhe’ :1'ð i Kópavogl, ILlíðarvegi 40, simi 42644. Apótek Hafnarfjarðar er opið alla virka daga frá kl. 9—7 á laugar- dögum td. 9—2 og á sunnudögum og öðrum helgidögum er opið írá kl. 2—4. Kópavogs-apótek og Keflavfkur- apótek enu oipin virka daga ld. 9 —19 laugardaga M. 9—14, helgi- daga kL 13—15. Tannlæknavakt er 1 Heilsuvernd arstöðinni (þar sem siysavarð- stofan var) og er opiu laugardaga og sunnudaga fcL 5—6 e. h. Sími 22411. Kvöld- og helgarvörzlu Apótéka x Reykjavík vikuna 23. maí — 29. maí annast Lyfjabúðin Iðuim og Garðs-Apótek. Næturvörzta í Keftavík 27.5. ann ast Kjartan Ölafsson. SIGLINGAR Skipaútgerð rfldsins. Hekla kemur til Reyfcjavfkur um hádegi í dag að austan. Herjólfur er í Vestmaanaeyjuim. Herðubreið fór frá Reykjavik kl. 20.00 í gær- kvöld austur um land £ hringferð. Árétting. Björn Konráðsson he&ir beði® blaðið að leiðrétta nokkrar mis- sagnir, sem slæddust í samtal við hann hér í blaðinu á sunnudaginn, ýmist vegna prentvillna, misskiln- ings eða ónákvæmni. Skrifstofústjóra Reykjavikurbæj ar 1923 og lengi síðan var Jón Sigurðsson (ekki Jónsson). Eyjólf- ur Jóhannsson var aldrei í hrepps- nefnd með Birni, en þeir unnu mikið saman að öðrum málum. Þinghúsiö var ekki keypt heldur byggði Jóhannes Reykdal það, og hreppurinn eignaðist það síðar. Gagnfræðaskólinn í Garðahreppi er ekki í leiguhúsnæöi að ölln leyti. Hreppurinn hefur gert við- byggingu við leiguhúsnæðið. Þetta er hér með birt til árétt- ingar. FELAGSLIF Kvenfélag Ásprestakalls. Fundur í Asheimilinu Hólsvegi 17 n.k. mdðvikudag 27. maí kl. 8. Guðrún Jóhannsdóttir fegrunarsér- fræðingur leiðbeinir konian um val á snyrtivörum, Félagsmál. Kaffiveitingar. Kópavogshúai 67 ára og eldri. Opið hús í ÆsfculýðsheimiliiHi við Álfhólsveg, fimmtudaginn 23. maí BL 8. Verið öll velkomin. Nefndin- Tónahær, Tónabær, Tónábær. ESlagsstarf eldri borgara. Á mið- vfkndag 27. maf verður opið hús. Dagdtrá: Lesið, teflt, spilað, kaffi- veitángar, bókaútlán, upplýsinga- þjównsta, skemmtiatriði. Konur í Gullbringu-Kjósarsýslu og Keflavík. Munið bazarinn til ágóða fyrir or- lofsheimilið í Gufudal, sem hald- inn verður 30. mai að Hallveigar- stöðum. Bazarnefndin. ORÐSENDING Kvenfélagasamband lslands. Leiðbeiningarstöð núsmæðra Hall veigarstöðum, stml 12335 er opin alla virka daga frá kl. 3—5, nema laugardaga- Minningarspjöld Háteigskirkju eru afgreidd hjá Guðrúnu Þor- steinsdóttur, Stangarholti 32, sími 22501. Gróu Guðjónsdóttur, Háaleitis- braut 47, sími 31339. Sigríði Benónýsd., Stigahlíð 49, s. 82959. Ennfremur í bókabúðinni Hlíðar, Mikluhraut 68 og minningarbúð- ioni, Laugavegi 56. Minningarspjöid Kvenfélags Lau gamessóknar Cást 1 Bókaverzl- uninni Hrísafceigi 19, s4mi 37560 og hjá Sigríði Hofteigi 19, sími 34544, Astu, Goðheimum 22 sími 32060 og hjá Guðmundu Græmihlíð 3. sími 32573. M3nningarspj61d Styrktarfélags heyrnardaufra, fást hjá félaginu Heyrnarhjálp. Ingólfs stræti 16 og í Heyrrieysingjaskól- anum. Stakkholö 3- Minningarspjöld Flnghiörgunar- sveitarinnar fást á 'ftiríSldnm stöðum: Bókabúð Bra^ . Brynjólfssonar, Hafnarstrætí. Sigurð M. Þorstelnssyol s. 32060. Slgurði Waage, s. 34527. Stefáná Bjamasyni, s- 37392. Maignúsi Þórarimssynii, s. 37407. Frá MæSrastyrksnefnd. Hvfldarvibur mæðrastyrksnefnd ar að HJaðgerðakoti byrja 19. júní og verða tveir hópar fv r cldri konta-. Þá verða mæður með böm sín ejns og undanfarin sumur og þeim skipt í hópa. Konur, sem ætla að ia sumar- dvöl hrjá nefndioni tali við skrif- stofuna sem fyrst að Njálsgötu 3. Þar eru gefnar nánari uppl. Opið claglega frá kl. 2—4 nema laugar- daga. Sími 14349. SÖFN OG SYNINGAR íslenzka dýrasafnið verður opið daglega í Breiðfirð- ingabúð, Skólavörðustíg 6B kl. 19—22. tsl. dýrasafnið. Dýrasýning. Dýrasýning Andresar Valberg er opin öll kvöld kl. 8—11 og laug- ardaga kl. 12—10. Aðgöngumiðar er happdrætti, dregið er vikulega 1 vinningur sem er Vh milljón áxa gamall steingerður kuðung- ur. Lárétt: 1 Muldrar. 6 Bors. 8 Hlutir. 9 Verkur. 10 Gyðja. 11 Grjóthlíð. 12 Glöð. 13 Greinir. 15 Óx. Krossgáta Nr. 544 Lóðrétt: 2 Gafst að borða. 3 Tveir eins. 4 Indiánar. 5 Maður. 7 Hali. 14 Ekki held- ur. Ráðning á gátu nr. 543. Lárétt: 1 Kanna. 6 Fræ. 8 Mas. 9 Róm. 10 Ali. 11 Rok. 12 Nón. 13 Agg. 15 Argur. Lóðrétt: 2 Afsakar. 3 Nr. 4 Næringu. 5 Smári. 7 Smána. 14 GG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.