Tíminn - 27.05.1970, Blaðsíða 10

Tíminn - 27.05.1970, Blaðsíða 10
22 TIMINN MIÐVIKUDAGUR 27. maí 1970. Nú er um aS gera aS skora þótt tvaer séu í markinu. Myndin er tekin í gaer á æfingaleik leikfólksins í aus- «ndi rigningu á Melavellinum, (Tímamynd G. E.) Opinber keppni í bjórdrykkju í fyrsta sinn bérlendis — verður meðal skemmtiatriða Fél. ísl. leikara á Melavellinum á kosningadag EB-Reykjavík, þriSjudag. Á kosningadaginn — n.k. sunnu dag — stendur Félag ísl. leikara fyrir sérstæ'ðri skemmtun á Mela- vellinum. Þessa skemmtun kalla Icikarar „íþróttasirkusinn eða Olympíuleikarnir 1970“ og er þarna um fjölbreytilega skemmt- un að ræða. í dag voru leikarar að æfa ÞAKKARÁVÖRP Innilegt þakklæti vil ég færa öllum þeim, sem sýndu mér hlýhug og vináttu í sambandi við 70 ára afmæli mitt 15. maí s.l. Sérstaklega færi ég íbúum Rauðasands- hrepps þakkir fyrir framúrskarandi góð kynni á liðnum árum, svo og höfðinglegar gjafir sem verða mér ógleym- anlegar. Hjartans kveðjur til ykkar allra. Anna Jóhannesdóttir. Jarðarför eiginmanns míns og sonar okkar, Stefáns Kristjánssonar, byggingameistara, Selfossi, fer fram frá Selfosskirkju, fimmtudaginn 28. mai kl. 2 e. h. Anna Borg, Guðmunda Stefánsdóttir, Kristján Sveinsson. Útför konunnar minnar, Guðrúnar Sigurlaugar Stefánsdóttur, Suðurlandsbraut 67, sem andaðist aS Hrafnistu 23. þ. m., fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 29. þ. m. kl. 10.30 f. h. Ólafur Dýrmundsson Maðurinn mlnn og faSir okkar, Jan Morávek, verður jarSsunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 28 maí kl. 3 e. h. — Blóm afþökkuS, en þelm, sem vildu minnast hins látna •r bent á Hjartavernd. Sóiveig J. Morávek og börn. Þökkum auSsýnda samúð og vináttu við andiát og jarðarför, Karls y. Runólfssonar, Ljósheimum 10, R. Bergþóra Þorbjarnardóttir, Kristrún Karlsdóttir, Þorbjörn Karlsson, Svala Sigurðardóttir, Ásmundur Bjarnason. K.VJIÍKB* sig undir sk'emmtunina í rigningu og hvassviðri á Melavellinum, þeg ar blaðamenn bar að garði. Steindór Hjörleifsson hafði orð fyrir hópnum. Sagðist honum svo frá að skemmtunin hæfist um klukkan hálf tvö á sunnudaginn, með því að Lúðrasveitin Svanur leikur á gamla strætósvæðinu við Kalkofnsveg. Þá koma leikarar frá Leikfélagi Reykjavíkur í hóp frá Iðnó og mæta leikurum og stingv- urum frá Þjóðleikhúsinu, á Kalk- ofnsvegi. Síðan heldur hópurinn þaðan á Melavöllinn. Þá bíður kynnir skemmtunarinnar, Ómar Ragnarsson, gesti velkomna og því næst h.efst fyrsta keppni sem á dagskrá er, nefnilega bjórkapp- drykkja O'g mun sú keppni vera fyrst sinnar tegundar hér á landi opinberlega að minnsta kosti, — og keppendur verða þeir Egill sterki og Túli. Aðiv. keppnisgreinar skemmt- unarinnar eru: Föðuri„.,dsganga. eg«jahlaup, hindrunarhlaup, saltfiskboðhlaup, lyftingar, hjólreiðakeppni, poka- hlaup og knattspyrna en þar kepp ir lið leikara er notar náttföt sem leikbúning. við iið leikkvenna sem víst verða nókkuð sómasamlega klæddar, eða í gallabuxum og peysum. Milli keppnisgreina syngja Þrjú á palli, þá syngja einnig þeir Lár- us Ingólfsson og Róbert Arnfinns- son. Fram kemur dyrasirkus og ennfremur koma fram „Syngjandi sjómenn" og ,,Bláklukkur“ gest- um til ánægju. Leikarar verða klæddir sem per sónur úr ýmsum leikritum sem sýnd hafa verið hér. Börn fá t. d. að sjá þarna kempuna Bangsí- mon ljóslifandi, Grísling, Kamillu og kúna Rósu svo að eitthvað sé nefnt. Fullvíst er a’ð margir munu koma á Melavöllinn á sunnudag- inn, til að sjá þessa athyglisverðu skemmtun, og sagði Steindór að fólk gæti kosið fyrst og komið síðan á Melavöllinn — sem sé slegið tvær flugur í einu höggi. xB Fjarri heimsins giaumi á frummálinu Far from the madding crowd. Handrit: Fredric Raphael. Byggð á samnefndri skáldsögu eftir Thomas Hardy. Leikstjóri: John Schlesinger. Kvikmyndari: Nicolas Roeg. Tónlist samin af M. Rodney. Myndin er ensk frá 1969. Sýningartími 168 mín. og í litum. fsl. texti. Sýningarstaður: Gamla Bíó. Thomas Hardy öðlaðist frægð þegar Fjarri heitnsins glaumi kom út 1874. Hann samdi ýmsar aðrar skáldsögur, sem féllu ekki gagnrýnendum í geð, 9vo hann sneri sér að ljóðagerð. Aðall myndarinnar og bóik- arinnar er innsýn í hversdags- legt líf stritandi fólks og tengsl«þess við landið. Náttúru- lýsingar Hardys eru lifandi og sannar og undurfagurt landslag Dorset eykur mjög á þokka myndarinnar. Beztu atriðin lýsa venjuleg- um morgni. fjárböðun. sán- ingu og uppskeru. Schlesinger hefur gott auiga fyrir aukaper- sónum. Fiona Walker leikur skínandi vel, einnig Prunella Ransome (Fanny). ívafið Bathseba (Julie' Ohristie) og þrír menn, sem elska hana, er heldur fjarlægt ' okkur. Það er greinilegt frá , byrjun, að Gabriel Oak (Alan ' Bates) er óskabarn höfundar- ■ ins, duglegur, guShræddur og i siðprúður bíður hann uppfyll- | ingar óska sinna. Frank Troy í (Terence Stamp) er næstum j ómissandi persóna í sfcáldsög- i um Viktoríufcímabilsins til að ' sýna ungum stúlkum hvernig ' menn þær ættu að forðast. j Mr. Boldwood (Peter Finch) | á aðeins erindi í söguna til j þess að leysa hnútinn fyrir elsk endurna að lokum. Aðdáanleg- ur leikur Finch bjargar engu. Það er ekki hægt að verjast þeirri hugsun að til lítils lét hann líf fyrir böðuls hendi þeg- ar við sjáum endi myndarinnar. Gabriel og Bathesba láta tímann líða í iðjuleysi og telja stundirnar. Tónlist Rodneys er ágæt og Stamp syngur „Káta tinsmið- inn“ af innlifun. Kvikmyndun Roeg er nokkuð mistæk, t.d. við hanaatið, þá byrjar vélin við efstu hæðina í margra metra há um turni, það er algjörlega óþarfi að teygja lopann í mynd inni. Hann beitir lífca vélinni nokkuð einhæft, tekur langar hægar hreyfingar frá vinstri til l hægri í hvert skipti sem ' hann sýnir landslag. Þeir þrír, sem gerðu Darling, I leggja hér saman á ný með j gamaldags rómantíska sögu og j gera_ henni ekki vond skil en einhvern veginn finnst manni að þetta sé efcki við þeirra hæfi, ég vona að þeir leiti á önnur mið næst. R.L. xB~ íbúðarbruni að * Asi í Nesjum AA-Höfn, þriðjudag. í dag kviknaði í ibúðarhúsinu að Ási í Nesjum. Er húsið úr steini og einlyft. Slökkviliðið frá Höfn var kallað á staðinn, og slökkti eldinn. As er um tíu km. frá Höfn og þar býr Sigurður Björnsson kennari með fjölskyldu sinni. Jón Grétar Sigurðsson héraðsdómslögmaSur Austurstraeti 6 Slmi 18783 JÓN E. RAGNARSSON LÖGMAÐUR Lögmannsskrifstofa, j Laugavegi 3 Sími 17200. Magnús E. Baldvlnsson laugavegl 12 - Slml 22104 JOHNS-MANVILLE qlerullareinangrun er nu sem fyrr vinsælasta og örugglega ódýrasta glerullar- einangrun á markaðnnm i dag. Auk þess fáið þér frían álpappir með. Hagkvæmasta einangrunarefnið I flutningt Jafnvel flugfragt borgar sig. Hagkvæmir greiðsluskilmálar, sem er. MUNID JOHNS-MANVILLE f alla einangrun. — Sendum hvert á land JÓN LOFTSSON H.F. HRINGBRAUT 121 Sim 10600 GLERAKGÖTl) 26, ikureyri. — Sími 96-21344. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.