Tíminn - 04.06.1970, Page 3
FIMMTUDAGUR 4. júní 1970
TIMINN
3
Hitaveiturörin
komin til
Húsavíkur
í>etta eru rörin, sem eiga aS
leiða heita vataið til Húsvíkinga,
þegar þeir fá hitaveituna, sem nú
er verið að hefja framkvæmdir
við. Rörin eru samtals 19 km að
lengd. Þau eru úr asbest og þver-
mál þeirra er 25 sm. Ms. Mælifell
kom með þennan álitlega stafla til
Húsavíkur um hvítasunnuna frá
Þýzkalandi. (Tímamynd SB).
Ferðalög Farfugla
\
Útsvör á Akureyri hækkuðu
um 20 milljónir frá í fyrra
i sumar
Eins og undanfarin ár, efnir
Farfu'gladeild Revkj avíkur til
ferðalaga um hverja helgi sumars
ins. Auk þess eru sumarleyfisferð
ir dagana 19—26. júlí og 8.—19.
ágúst. Fyrri ferðin er í Lakagíga,
en sú síðari utn miðhálendið. Um
verzlunarmannahelgina eru tvær
ferðir, önnur í Þórsmörk oig hin
um Fjallabaksveg nyrðri og í Eld-
gjá. Fyrsta ferð sumarsins var 3.
maí.
Lagt er af stað í allar ferðir
frá bifreiðastæðinu við Arnarból,
og brottfarartími í dagsferðir er
kl. 9.30 árd., en í lengri ferðir kl.
2 á laugardögum.
Skrifstofa Farfugla er að Lauf-
ásvegi 41 og síminn þar er
24950.
SB—Reykjavík, miðvikudag.
Skattskrá Abureyrar var lögð
fram í morgun. Að þessu sinni
greiða bæjarbúar alls 94.585.900
kr. í últsvar, sem er rúmum 20
milljónum kr. meira en í fyrra.
ASstöðu'gjöld nema fcr. 21.966.
500,00, en voru í fyrra 17.546.
700,00. Lagt var á eftir gildandi
útsvarsstiga og hvorki 'hækkað né
laakkað, en í fyrra voru útsvör
hækkuð um 3.5%.
Sex einstaklingfir bera ,nú yfir
200 þúsund krónur í útsvar:
Snorri Kristjánsson, bakari,
454.000.
Baldur Ingimarsson, lyfjafræðing-
ur, 267.100.
Oddur C. Thorarensen, lyfsali,
259.200.
Sigurður Ólasan, læknir, 219.800.
Ásmundur Jóhannsso.n, lögfræð-
ingur, 216.300.
Baldur Jónsson, læknir, 200.600.
Af fyrirtækjum eru einnig sex
með yfir 200 þús. í úitsvar:
Kaffibrennsla Akureyrar,
1.033.700.
Kaupfélag Eyfirðinga, 530.400.
Möl og Sandur, 417.700.
Smjörlíkisgerðin, 238.400.
Byggingavöruverzlun T.B.,
223.000.
Brjótur s.f., 209.000.
Fimm einstaklingar bera yfir
100 þús í aðstöðugjald:
Oddur C. Thorarensen, ’heildsali,
226.000.
Valdimar Baldvinsson, heildsali,
123.000.
Dánarbú Valtýs Þorsteinssonar,
120.100.
Leó Sigurðsson, útgerðarmaður,
113.700.
Snorri Kristjánsson, bakari,
103.200.
. Þrjú fyrirtæki á Akureyri
greiða yfir eina milljón í aðstöðu-
gjald:
Kaupfélag Eyfirðinga,
5.200.500,00.
Samband ísl. samvinnufélaga,
2.587.300,00.
Útgerðarfélag Akureyringa h.f.,
STJÖRNENDUR UNGLINGA-
VINNU ÞINGA1REYKJAVÍK
OÓ—Reykjavík, miðvikudag.
f dag var haldinn fundur í
Reykjavík að firumkvæði Sam-
bands ísl. sveitarfélaga. með stjórn
endum unglinigavininu í kaupstöð
um og bauptúnum. 20 full'trúar
sót'tu fundimin' og er-u þeir firá ýms
uim stöðum á landinu.
Flutt voru tvö framsöguerindi
á fundinum. Hafliði Jónsison
kvæmd'astjóri Skólagarða Reykja
víkurborgaT og Ragnar Júlíusson,
forstöðumaður Vinnuiskóla Reykja
víkurbofrgar, kynmtu starfsemi
þeirra stofinana sem þeir veita for
stöðu. Síðan voru almennar um-
ræður um starfsemi skólagarða á
vegum sveitarfélaga.
Á síðasta sumri var U'nglinga
vinna í öllium kaupstöðum lands
ims og í nokferum kiauptúnahrepp
um og tóku um 4600 börn og u.ngl
ingar á aldrinum 9—16 ár.a þátt í
starfi við skólagarða. Á fundinum
var rætt um helztu verkefini sem
Trabant eyði-
lagðist í árekstri
SB—Reykjavík, miðvikudag.
Allharður árekstur varð á mót-
um Hafnarfjarðarvegar og Hlíðar-
vegar í Kópavogi um hálf sex-leytið
í kvöld. Trabantbifreið úr Kópa-
vogi og stór vörubifreið úr Reykja
vík, rakust þar saman, með þeim
afleiðingum, að Trabantinn eyiði-
la^?ist, en ökumaður hans slapp
þó"lítt meiddur.
Stjórnendur skólagarða og unglingavinnu á vegum sveitarfélaga skoða Garðyrkjustöðina f Laugardal.
fTímamynd Gunnar)
fyirir Hiiggja í sumar, og umræður I unglinga fyrir vinnu á vegum bæj
urðu um samræminigu á launum I arféliaigan'nia.
1.376.400,00.
VILJA STARFS-
MIÐSTÖÐ OG
VINNUMIÐLUN
í MIDBÆJAR-
SKÖLANUM
EJ—Reykjavík, miðvikudag.
Eins og fram hefur komið, hafa
Hagsmunasamtök skólafólks hugs-
að sér, að koma á fót félagslegri
og menningarlegri starfsmiðstöð í
Miðbæjarskólanum í sumar fyrir
atvinnulaust skólafólk, samtímis
því. sem skipulögð verður sameig-
inleg vinnumiðlun fyrir skólafólk.
Hafa samtökin sent menntamála-
ráðuneytinu bréf, þar sem fari® er
fram á afnot af skólanum í þessu
skyni.
Ráðuneytið óskaði eftir greina-
gerð frá samtökunum um, hvemig
'þau hygðust haga þessári starf-
semi, og í svari samtakanna segir
að hugmyndir þeirra séu í stórum
dráttum þessar:
I. Leiðsögutilgáta okkar er sú,
að frumskilyrði lífrænnar starfs-
miðstöðvar atvinnulausra skóla-
nemenda sé að frumkvæði og skap-
andi hæfileikar einstaklinga og
hópa fái að njóta sín á sem óþving-
aðastan hátt innan starfsmiðstöðv-
arinnar. Fólk þarf að geta skipt
sér frjálslega niður í smáar ein-
ingar til að rækta sérstök áhuga-
mál sín og þarfir. Hins vegar þuria
nemendur, að hafa aðstöðu til að
geta sameinast um almennari verk-
efni og áhugamál, og þess vegna
leggjum við áherzlu á uppbygg-
ingu einnar starismiðstöðvar í
rúmgóðu og hentugu húsnæði. Mið
bæjarskólann teljum við fullnægja
þessum kröfum umfram aðra skóla,
þar sem hann hefur stóran fundar-
sal, loka'ð port og stendur á hent-
ugum stað í borginni.
n. Æðsta vald um skipulagn-
ingu starfsmiðstöðvarinnar eiga að
vera allsherjarfundir, sem haldnir
séu daglega á föstum túnum. Að
sjálfsögðu er okkur fullljóst, að
fræðsluyfirvöld hafa síðasta orð-
ið. Við óskum eftir afnotum af hús
næði en ekki yfirráðarétti. En at-
hugasemdir frsöðsluyfirvalda við
skipulagninigu starfsmiðstöðvarinn
ar ætti að leggja fram til umræðu
á allsherjarfundum miðstöðvarinn-
ar, áður en kemur til endanlcgrar
ákvörðunar.
III. Kostnaðarhliðina af rekstri
starfsmiðstöðvarinnar óskum við
eftir að bera sjálf.
IV. Varðandi vinnumiðlun munu
Hagsmunasamtökin sérstaklega
reyna að nýta þá möguleika, sem
skyndiþjónusta getur veitt atvinnu-
lausu skólafólki. Vinnumiðlunar-
skrifstofa okkar gæti útvegað fólki
vinnu til stutts tíma, allt niður í
nokkra klukkutíma, barnagæzlu
o. s. frv. Meinum við hér að sjálf-
sögðu ekki að vi'ð munum ekki
miðla allri vinnu, heldur hitt að
möguleikar skyndiþjónustu eru
enn ónýttir í Reyfejavík og hér er
skarð fyrir skildi í þjónustu við
almenning og atvinnuvegina.
Hagkvæmni þess að setja upp
sameiginlega vinnumiðlun fyrir
alla skólanemendur í Reykjavík
þarf ekki að ræða.
V. Við óskum eftir svari sem
allra fyrst. A meðan verkföllin
standa, er stór hluti skólanemenda
ofurseldur stefnulausum slæpings-
hætti og ömurlegum gerviþörfum,
sem veitingahúsin og aðrir afþrey-
ingarstaðir rækta upp hjá fólki,'
Gegn þessu ástandi krefjumst ;ið
valkostar pegar í stað.