Tíminn - 04.06.1970, Side 5
WMMTUDAGUR 4. júní 1970
TIMINN
MEÐ MORGUM
KAFFINU
Á kosningaferðalagi um
Bandarikin hitti Nixon gamlan
ekta Indíána og spurði hann að
heiti.
— Ég heiti Svarti örn og
sonur minn heitir Þrumufugl-
inn.
— Á hann enga syni?
— Jú, tvo. Þeir heita DC-7
og DC-8.
Einu sinni var sýslumaður á
Jótlandi, sem átti konu, sem
alltaf þurfti að blanda sér í
málefni hans. Hann var eitt
sinn að koma á sættum milli
tveggja aðila, þegar hún greip
sífellt fram í, en þá þoldi sýslu
maðurinn ekki meira, stóð upp
i öllu sínu veldi og þrumaði:
— í laganna nafni. Haltu
kjafti, Matthildur!
— Hvað gerið þið við drykkj-
arvatnið hérna í búðunum?
spurði eftirlitsmaðurinn í heim
sókn.
— Fyrst síum við það.
— Stórfínt!
■ — Svo sjóðum við það.
— Framúrskarandi!
— Og til að vera alveg ör-
uggir, þá drekkum við bara
bjór!
Nú já, rommbúðingur í dag.
Hermennirnir voru sí og æ
kvartandi yfir, að maturinn í
herskálanum væri ekkj nógu
góður, en það bar engan árang-
ur. Einn daginn, þegar kap-
teinn gekk framhjá um hádegis
bilið, sá hann einn hermanninn
koma þjótandi út, með allan
herskarann á eftir sér, vopn-
aðan hnífum og göfflum.
—Stanz, þrumaði kapteinn-
inn. — Hvað gengur eiginlega
á?
Þegar mennirnir voru búnir
að ná sér nokkurn veginn, gat
einn þeirra stuniö upp: — 67
fiainn rúsínu í sætsúpunni sinni
og hann vildi ekki skipta henni
á milli okkar.
Siðan hefur maturinn í her-
mannaskálanum verið snöggt
um betri.
— Eg er prófessor í sögu.
— En gaman. Viltu ekki
segja okkur eina?
DENNI
D/EMALAUSI
Fyrirgefðu, að ég æpti svona,
ég hélt að þú værir afturgauga.
;:!!!
m
Einu sinni var varla hægt að
fletta vikubla'ði, án þess að sjá
mynd af Bettínu. Fyrst fóru að
birtast myndir af henni í tízbu-
blöðum Parísarborgar, en síðan
tóku slúðurdálkarnir og síðurn-
ar við, því þá var hún fylgikona
Aly Khans.
Síðar, þegar Aly Khan var
látinn, hvarf Betdna með öllu
úr sviðsljósinu, hún dró sig al-
gjörlega í h|é. En gamla starf-
ið laðar að, nú upp á siðkastið
er Bettina farin að láta taka
af sér myndir aftur.
Mikið mun hafa verið um að
vera við Signubakka, er mynd-
in er hér fylgir með, var tek-
in. Öll hugsanl. ljósmyndatæki
höfð til taks, því Bettína neit-
aði að láta smella af nema einu
sinni, Qg þá mynd átti banda-
rískt tízkutímarit að fá.
Hárgreiðslumeistarinn Alex-
andre sá um greiðslu hennar,
Cardin útvegaði peysu, Ungaro
pils, St. Laurent kom með skó
og bezti ljósmyndari sem hægt
var að hafa uppi á flaug aust-
ur yfir Atlap.tshafið. Bettína
fékk svo fyrir snúð sinn 1000
dollara, sem hún svo nennti
ekki að taka við. heldur lét
gefa til líknarmála.
Mandy Rice-Davies er nafn
sem flestir kannast við. en
Mandy er ein aðalpersóna Pro-
fumo-hneykslisins í Bretlandi í
byrjun sjöunda áratugsins. Nú
heitir Mandy ekki lengur Riee-
Davies að eftirnafni, heldur
Shauli og hún býr í Tel Aviv
í ísrael ásamt manni sínum,
ísraelítanum Rafi Shauli.
Mandy er ákaflega hamingju
söm í ísrael, einkum nú eftir
að hún ól manni sínum dóttur
sem þau kalla Dönu. Þau
Shauli-hjónin hafa otað sér vel
áfram í skemmtiiðnaði ísrael.
Þau reka saman diskótek sem
kallað er „Mandy’s“, og mun
sitaðurinn mjög vel sóttur. Þá
ei'ga þau stóran hliut í svoköll-
uðum Mandy-klúbb í Jerú-
salem og segjast hafa mikinn
hug að ná fótfstu í tízkuverzl-
un og snyrtivörum.
Mandy nýtur nútíðarinnar í
fyllsta mæli, en hatar tilhugs-
unina um fortíðina. Hún hefur
lært að tala hebresku og bíður
nú eftir a@ verða tekin inn i
Gyðingdóminn.
■k
Sú hæfiieiikarílka leikkona
Geraldína Chaplinsdóttir held-
ur sig mest á Spáni. Hún virð-
ist hafa tekið miiklu ástfóstri
við það land, en þar getur hún
verið í næði fyrir ágengnum
fréttamönnum og leiðinlegum
leikaraveizlum, eða svo segir
hún sjálf. Reyndar liggur Ger-
aldina ekki í leti þar suður
frá. Nýlega láúk töku riiyndar,
sem hún lék í undir stjórn leik
stjórans Carlo Saura. Myndin
heitir „Hawaiians" og er hlut-
verk Geraldinu þar sagt svipað
því og hún lék í ,,Sívagó
lækni“. Geraldína hefur pú leik
ið í þrem myndum sem Carlo
Saura hefur stjórnað, og eru
þau að sögn orðin „mjög nánir
vinir“.
Og á meðon Geraldina þrosk-
ar leikhæfileika sinn, dundar
pabbi hennar gamli, Charles
Chaplin heima hjá sér i Sviss
og segir fátt, en ku mjög stolt-
ur af stelpunni.
James Bond er dottinn upp
fyrir. Nei, hann var ekki drep-
inn á hvíta tjaldinu, því mið-
ur. George Lazenby, sá er lék
hetjuna næstar á effir Sean
Connery, stakk bara af, harð-
neitaði að leika ófreskjuna,
sem hann kallaði svo, aftur.
Nú, þeir aðstandendur James
Bond virðast eiga allt sitt und-
ir því að lífinu sé með ein-
hverju móti haldið í 007, og
því var þegar í stað hafin leit
að nýjum Bond.
Það var sú unga, franska
leikkona, Annie de Perez sem
töfra'ði hann fram á sjónarsvið
ið, kom einn daginn með hann
og hélt fast um hönd hans.
Maðurinn heitir Hans Meyer,
og mun sá verða algjörlega
nýr Bond-karakter að sögn, en
Annie e-r omboðsmaður
hans, jafnframt því sem sam-
band þeirra er sagt einkar
elskulegt, þess utan.
En Annie umboðsmanni 007
á ekki að nægja að lifa af um-
boðslaunum sínum, því þessi
efnilegi umboðsmaður fékk
„skipun“ um að vera með í
næstu Bond mynd, sem tekin
venður í haust og auðvitað var
æpt: „Annie get your gun“ —
og skjóttu líka!
liii
ir-.L; r;:-i
. j:; .
sSM
í heilan mannsaldur hefur
Charles Chaplin verið ókrýndur
konungur kvikmyndanna. Mynd
ir hans hafa bæðj vakið tár
gleði og sorgir. Endalaust geta
menn skemmt sér við a@ horfa
á litla manninn sem sjaldnast
er mjög heppinn í lífinu. Allir
þekkja andlit Chaplins, en það
virðist vera óbreytanlegt, jafn-
vel ellin vinnur ekki nema tak-
markað á því, enda hafa ljós-
myndarar um víða veröld mik-
inn áhuga á að ná af honum
mynd. Einn þessara ljósmynd-
ara er Snowdon lávarður, og
það var einmitt hamn sem tók
meðfylgjandi mynd af meistar-
anum. Hinn konunglegi, brezki
Ijósmyndari heimsótti Chaplin
á heimili hans í Sviss og reyndi
með myndavélinni að ná and-
rúmsloftinu sem um Chaplin
ríkir og svipbreytingum hans.
Hann vildi reyna að festa á
filmu gáfur meistarans og
menntun, en þó fyrst og fremst
hinn ódrepandi lífsþorsta þessa
ódauðlega meistara kidkmynd-
anna, sem nú stendur á átt-
ræðu.
Speki: Aðeins dauðir fiskar
láta berast með straumnum.
Speki: Fólk, sem ekker and-
lit hefur, er jafnan hrætt við
að missa þsð.
Speki: Um þaulsetna stjórn-
málamenn: Ef enginn vindur
blæs, virðist jafnvel vindhan-
inn fastmótaður persónuleikl.