Tíminn - 04.06.1970, Síða 11

Tíminn - 04.06.1970, Síða 11
ÍTMMTUDAGUR 4. júní 1970 TÍMINN LANDFARI Leyfum gömlu húsunum að standa „Við íslendimgar hrósutn olkkur af því að vera menn- ingarþjóð. En því miður berum við þann titil eikki með mikilli sæmd, meðam við tröðkum eins og skynlausar skepnur á list- og menningarsögulegum verð- mætum okkar firá fyrri tímum. Á ég þar við gðmlu húsin í 'hiöfuðborginni. Flestir kunna vel að meta gömlu munina á Þjóðminjasafninu og teldu það óbætanlegan og ófyrirgefanleg an glæp ef þeim væri tortámt. En við leitum langt yfir skammt. Gömlu húsin sem við höfum fyrir augunum daglega eiga sér mjög merkilega sögu og eru að engu ómerkari ea reizlurnar, askarnir og sverðin á Þjóðminjasafninu. En hvers vegna kunnum við að meta gamla hluti á Þjóðminjasafni, en elbki gömul hús í borginni? Ég held að svarið við því sé, að þegar hlutur er kominn á safn, þá sé það yfirlýsing á því, að hann sé einhvers virði og þá fer hann að vekja hjá okkur einihverjar þjóðlegar kenndir og jafnvel tilfinningu fyrir fegurð. En gömlu húsin hafa orðið útundan. Lóðir í miðbæn- um eru dýrar og menn hafa talið hagfcvæmara að rífa gömlu húsin og reisa glerhallir tugi metra upp í loftið. Þannig hafa menn misst virðinguna fyrir þessum gömlu húsum. — Nokkur hús hafa verið flutt upp að Árbæ og munu flestir bunna vel að meta þau. En það þarf af varðveita miklu fleiri hús og þau hafa lang mest gildi, séu þau varðveitt á sín um upprunalega stað og um- hverfi. Gtknlu húsin eiga annan óvin. Við vanrœkjum sjón- mennt ofckar. Við kunnum ekki að meta einfaldleifca og hlut- fallaskyn okkar er harla bág- borið. Við kunnum einfaldlega ekfci að sjá. Við göngum um bæinn eins og blindir kettling- ar og tökum í mesta lagi eftir milljón kerta auglýsingaskilt- um, blossandi og æpandi. Margir eru formblindir líkt og aðrir litblindir. Sumir hafa áunnið sér alls fconar heitnsku legar hömlur og fordóma, sem meina þeim að njóta fegurðar. Slíkir menn ættu ekki að fá að ráða neinu um útlit borgar- innar. Við státum af handritum sem við fáum bráðum heim og fyll- umst vandlætingu á bláfátæk- um forfeðrum okkar, sem not- uðu þessa dýrgripi í skóbætur, og hvílífc helgispjöll. Einhver bjó til sjóstakk úr Njálul/nd- riti og fór á skak. En hvað munu afkomendur okkar hugsa um okkur sem í allsnægtum með allt okkar landrými dettur í hug að eyðileggja einu heil- legu húsaröðina sem til er I Reykjavík frá síðusfci öld og um leið eina þá sögufrægustu, Bifreiðaeigendnr Getum aftur tekið bifreið- ar yðar til viðgerða með stuttum fyrirvara. Réttingar, ryðbætingar, grindaviðgerðir, yfir- byggingar og almennar bflaviðgerðir. Höfum sflsa.i flestir gerð-, ir bifreiða. Fljót og góð afgreiðsla. — Vönduð vinna. BlLASMIÐJAN KYNDILL Súðavogi 34. Sími 32778. tíl að hlamma þar niður einu stjórnarráði. Iiklega verður aldrei hreyft við Menntaskólanum, íþöku og stjórnarráðinu, sem að minni vitund eru einhver fegurstu hús í Reykjavík. En það er engan veginn nóg að hús sé fallegt, það verður að falla inn í umhverfi sitt. Ef húsin milli MenntaSkólans og Stjórnarráðs ins væru rifin, þá stæðu Mennta skólinn og Stjórnarráðið eftir eins og framandi hlutir og mynduðu enga heild í um- hverfinu. Ef við lítum á þessa húsa- röð sjáum við hreinan stil og einfaldan (að Gimli undan- skildu, sem mætti að skaðlausu hverfa). Klúður eða óþarfa prjál eru hvergi sýnileg og hlutföllin samsvara sér vel. Tuminn í Gunnlaugssenshús- inu er nokfcuð yngri, reistur árið 1905. Það var Rögnvaldur Ólafsson, einn færasti arkitekt. sem við höfum átt, sem teikn- aði hann. Það er greinilegt að Rögnvaldur hafði hinn mikla stærðarmismun á Menntaskólan um og Gunnlaugssenshúsi í huga þegar hann teiknaði turn inn og reyndi að minnka þessa spennu með því að hafa þak- skeggið á turninum í sömu hæð og þakskeggið á Menntaskólan- um. Ég ætla ekki að gera tilraun til að rekja sögu þessara húsa, en vil benda á bækur Jóns Helgasonar biskups, Klemenzar Jónssonar og Áma Óla um sögu Reykjavíkur. Þessi hús eru búin að þjóna Reykvíkingami um langan tíma og geyma margar sögur. Það þarf að lagfæra þau og hlúa að þeim, því í núverandi ástandi njóta þau sín engan veginn. Þau eiga fullan rétt á að fá " áð standá á sinum virðulega stað í Ingólfsbrekku hinni fornu og okfcur ber að sína þeim virðingu og sóma, ekki hvað sízt á sjálfri atómöld. Fyrir hönd ungra áhuga- manna um verndun gamalla húsa. Sigurður Örlygsson.“ FERMINGAUR Veljið yður í hag • Úrsmíði er okkar fag OMEGA !» • • ó* < Nivada ©lEgBflfÉíll tllppnn PIERPOÍIT Magnús E. Baldvinsson Laugaveg! 12 — Slmi 22804 s st= SE En ef bófarnir halda að ég sé þú, munu þeir skjóta . . . varpaðu gervinu áður en þeir byrja að skjóta! Heldurðu að Harte geri það sem þú segir honum? Við eltum hann til að komast að því. bráðlega ... Arden, hver andskotinn . Náið þessum grímumanni! Þegar steinmennið fellur, heggur Dreki hann aftur — hann skellur á jörðina eins og fallandi tré! Að lokum hefur Dreki komið sterkasta og óvenju- legasta andstæðingi sínum á kné! Hreyfðu þig ekki, eða þú ert dauðans matur! 11 HUÓÐVARP Fimmtudagur 4. júni. 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnii Tónleikar. 7.30 Fréttir Tóaleikar. 7.55 8æn 8.00 Morgunleik- fimi Tónleikar 8.30 Fréttir og veðurfregnir. 9.00 Frétta ágrip og útdráttur úr for- us+ greinum dagblaðanna. 9.15 Morgunstund barnanna: Sæmundur G. Jóhannesson les „Söguna af honum, „Gísla (7) 9.30 Tilkynning > ingar Tónleikar. 10.00 Frétt1 ir Tónleikar 10.10 Veður- fregnir 10.25 Sjávarútvegs- > mál: Nýr útvarpsþáttur í umsjá Ingólfs Stefánssonar.1 Tónleikar 11.00 Fréttir. Tónleikar 13.00 Á frívaktinni. Eydís Eyþórsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.40 Við sem 'eima sitjum Svava Jakobsdóttir talar um . Benjamír, Franklín og vin-' konur hans ! París. 15.00 Mfðdegisiítvarp. , Fréttir Tilkynningar. Sigild tónlist: 16.15 Veðurfregnir Létt lög. , (17 00 Fréttir). 18.00 Fréttir á ensku. Tónleikar Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá Inröidsins. 19.00 Fréttir Tilkvnningar. 19.30 Lióð eftir Pétur Sumarliða* son. Erlingur Gíslason leikari les. t9.40Einsöngur í útvarpssal: Guðrún L Símonar syngur við 'indirleik Guðrúnar Kristinsdóttur á pfanó. 20.00 Leikrit .Skemmtisigling", gamanleikur eftir Ansteu Allen. Þýðandi Stefán Jónsson. 21.35 Vinsæl fiðlutónlist. Miehaei Rabin leikur með Hollywood Bowi hljóm- sveitinni. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan „Tine“ eftir Herman Bang. Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði Helga Kristfn Hjörvar les (2). 22.35 Handboltapistill. 22.50 Létt músik á síðkvöldi. Flytjendur: Sandor Kóaya, Útvarpshljómsveitin í Berlin. Rita Streich og Sin- fóníuhljómsveit Lundúna. 23.30 Fréttir i stuttu máli Dagskrárlok. * ÍÞRÖTTATÆKl VélaverkstæSi BERNM^ROS HANNiSS., ! Suðurlandsbraut 12. Sfmi 35810.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.