Tíminn - 27.06.1970, Blaðsíða 12

Tíminn - 27.06.1970, Blaðsíða 12
12 ÍÞRÓTTIR TIMINN IÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 27. júní 197« Knattspyrnu- dagur Víkings er á morgun Stjóm knattspyrnudeildar Vík- ings hefur ákveðið að efná til Knattspyrnudags félagsins á morg un, sunnudaginn 28. júní. Dagur sem þessi hefur ekki verið hald- inn nú um nokkurra ára skeið og er kominn tími til að halda hann að nýju. Til þessa dags hefur ver ið boðið eftirtöldum félögum, en þau munu leika gegn liðum Vík- ings, allt frá byrjendum og upp í Old Boys. Félögin eru: Fylkir í Árbæjarhverfi, Stjarnan í Garða hreppi, UMF Njarðvíkur, Fram, Valur, Ármann, FH, Þróttur og KR. Einnig fer fram vítaspyrnu keppni milli form. knattspyrnu- deilda Reykjavikurfélaganna. Leik ið verður á 2 völlum og hefjast fyrstu leikirnir kl. 9.30, og verður byrjað á 5. fl. og síðan haldið upp koll af kolli. Hlé verður gert um k. 12.00, en byrjað aftur kl. 1.30 og leikið til kl 5.30. Ráðgert er að vítaspyrnukeppnin verði um k 15.30 og Old Boys um kl. 5. ---------------------------------- Á þessari mynd, sem tekin var í gæ r, sést verkamaður vera aS rífa þakið af Hálogalandi. Far vel, gamla Hálogaland... Þessa dagana er verið að rífa íþróttahúsið að Hálogalandi. Það verður trauðla sagt, að Há logalandsbragginn hafi verið neitt augnayndi, en engu að síður á reykvískt íþróttafólk góðar endurminningar úr þess- ari lágreistu byggingu, sem þjónað hefur íþróttunum í meira en þrjá áratugi, og þar hafa gerzt mörg ævintýri. Mesta ævintýrið, sem tengt er Háloglandi, er uppgangur handknattleiksíþróttarinnar. Eina aðstaða handknattleiks- manna í áratugi var innan veggja Hálogalands. Þar hafa allir okkar beztu handknattleiks menn alizt upp — og hlotið lærdóm. Og þó að aöstaðan að Hálogalandi hafi ekki verið upp á marga fiska, þá nægði hún sem rammi umhverfis eitt bezta handknattleikslið Evrópu á sínum tíma. En tímarnir breytast. Kröf- urnar eru meiri. Samkeppnin liarðari. Og til þess að vera sam keppnisfærir á alþjóðavett- vangi þurfum við fleiri og stærri íþróttahús. Þess vegna víkur nú Hálogaland. Innan fárra vikna munu standa eftir tóftir einar,, þar sem eitt sinn glumdu við hlátursköll og ærsl, gleði og sorg skiptust á — þar sem leikið var af lifi og sál. Far vel, gamla Hálogaland. — alf. NORRÆNA HliSIÐ ÍSLENZK ÞJÓÐLÖG í orbum og tónum » , - ~ " * kr , • GUÐRÚN TÓMASDÓTTIR syngur og kynnir íslenzk þjóðlög. Ólafur Vignir Albertsson leikur undir á píanó í NORRÆNA HÚSINU sunnudagsmorgun kl. 11,00. Miðasala í Traðaukotssundi í dag, laugardag kl. 11—19 og á morgun í Norrærya húsinu frá kl. 10 f.h. LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK Danskir knattspyrnumenn með auglýsingar á búningum sínum. IÞROTTIR um i LAUGARDAGUR: Knattspyrna: LaugardalsVöllur kl. 14,30. 1. deiild KR-ÍBV. Kópavogsvöllur: kl. 16,00 2. deild Breiðalb'lik — Vöilsungur. Hafnarfjarðarvöllur !kl. 16,00 2. deild FH — Selfoss. ísafjarðarvöllur' kl. 16,00 2. deild ÍBÍ — Haukar. Körfuknattlcikur: fþróttalhúsið, Seltjarnarnesi H. 16,00. Bikarkeppni KKÍ, 3 leikir, UMFS-Ármann b eða Breiðablik, HSK — KR, Ánmann a — Í!R. Sund: Laugardaislaug Id. 17,00. Sund meistaramót íslands 012 greioar) Golf: Grafarholt tol. 14,00. Coca-Cola keppnin, úrslit. Héraðsmót: Saltvík Jd. 14,00. Híéiraðstmót ÖMISK. SUNNUDAGUR: . Knattspyrna: Laugardaisyöllur M. 20,30. Þrótt ur — Vfb Spöldorf. i Akranesivöllur Jd. 16,00. 1. deild ÍA—ÍBK. Akureyrarvöllur Id, 17,00. 1. deáld ÉBA—Fra.an Vikingsvöllur kl. 9,30 til 17,30. Knattspyimudagur Víldngs. Snnd: Laugardalslaug: kfl. 16,00. Sund meistaramót íslands (12 greinar) 1 Héraðsmót: Sailtvdik M. 14,00. Héraðsimót UMISK MÁNUDAGUR: Knattspyrna: Laugar-dialsvöllur Od. 20,30. L 1 deild Víkingur—Valur. Bikar- keppni KKÍ klp-Reykjavík. Fyrsta umferð í Bikarkeppni KKl í körfuknattleik var Ieikinn í vikunni. KR b sigraði Akranes, og UMFS sigraði Snæfell. Þá sigraði Ármann b, Breiðablik, en þeir síðarnefndu hafa kært þann leik, og verður hann því leiMnn aftur, og átti hann að fara fram í gærkveldi. Á morgun verður keppninni hald ið áfram í íþróttahúsinu á Sel- tjarnarnesi og verða þá leikn- ir þrír leiMr. UMFS leikur við sigurvegarann úr leik Ármanns b og Breiðabliks, HSK leikur við KR a, og Ármanna a við Islands meistarana ÍR. Keppnin hefst kl. 16.00. Á þriðjudag verður keppninni haldið áfram á sama stað, og hefst kl. 19.30. AUGLYSINGATEKJUR GEFA DRJUGAN SKILOING Klp-Reykjavík. Fjárhagsvandræði íþróttafélag- aima er ekkert sérfyrirbrigði á íslandi, þó sjálfsagt sé það cinna mest áherandi hér. Fjárhagsvandræðin eru einnig höfuðverkur forustumanna félag anna á öðrum Norðurlöadum. En nú hafa Danir fundið upp ráð til að auka tekjurnar á auð veldan hátt, svo auðveldan, að þegar eru félög frá öðrum lönd um farin að taka þá sér til fyrir myndar. — Fyrir góða upphæð fá fyrir tæki í Danmörku, leyfi til að auglýsa sig þannig, að á búninga liðanna í 1. 2. og 3. deild er fest nafn fyrirtækisins, ásamt merki félagsins. Er svo mikil að- sókn þeirra í þetta. að sum félög in hafa komizt í stórvandræði. Etoki er okkur kunnugt um hvað þau fá fyrir þetta, en það hlýtur að vera dágóður skilding ur — því sagt er að forráðamenn knattspyrnufélaganna í Danmörku séu farnir að sjást á gangi á fjöl förnum götum — hattlausir, og brosandi. — Er þarna ekki komið gott ráð fyrir okkar fátæku félqg, til að fá peninga í tóma kassa?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.