Tíminn - 30.06.1970, Page 6
8
TIMINN
ÞRIÐJUDAGUR 30. júní 1970.
Klaus Rlchter.
Maðurinn á
bak við forhengið
- sem málaði mynd af Hitier og afhjúpaði í því hans innri mann
í lok ágústmánaðar 1041
sátu Adolf Hitler og ítalski
fastistaleiktoginn, Benito
Mu&solini, í garðinum við aðal-
aðsetursstað hins fyrnefnda úti
á landi, Þeir ræddust við í
makindum, en andlát Brunós,
sonar Mussolinis skömmu áður
setti nokkurn dapurleikablæ á
samræðurnar.
En skyndilega var Hitler
ekki rólegar lengur. Einhver
viðstaddra hafði nefnt orðið
„Júði“, Gyðingur, og það nægði
til að hann fékk æðiskast.
Hann froðufelldi og greinilega
mátti lesa viðbjóð og ofsa úr
andlitsdráttum hans.
Andlit Hitlers eins og það
var á þessari stund hefur varð
veitzt handa síðari kynslóðum.
Á bak við forhengi leyndist
listmálari frá Berlín, Klaus
Richter að nafni. „í miklu
skyndí", eins og hann sagði
síðar, rissaði hann á pappír
andlit „foringjans“, að honum
óvitandi.
Hitler hafði aldrei fyrr né
síðar leyft að láta mála af sér
mynd. í stað þess að sitja fyrir
skipaði hann Iistamönnum að
gera myndir af sér eftir ljós-
myndum, sem sérlegur ljós-
myndari hans, Hoffmann að
nafni, tók. Þessi málverlk urðu
saankallaðar glansmyndir af
,4oringjanum“. En( listaverk
Klaus Richters var hins vegar
mynd „vitfirrts djöfuls, sem
kemur um stund fram úr
myrkrinu inn í ljósið", eins
og listaverkasali í Bad Godes-
berg hefur komizt að orði.
Aðsetursstaðar Hitlers var
vandlega gætt, og Richter
hafði fengið að koma þangað
til að gera málverk af Her-
manni Göring, ríkismarskálki,
og átti það að prýða einn vegg
inn í aýjum skemmtistað fyrir
loftherinn. Göring sat fyrir hjá
Richter klæddur baðslopp og
með vindil. Venjulega kastaði
Göring listmálurom á dyr eftir
10 mínútur eða svo, en Richter
fékk hins vegar að halda
áfram í tvo klukkutíma. Hann
kunni lagið á því að segja
Göring skrítlur af stjórnmála-
mönnum. Og eitt sinn er
Göring var verulega skemmt,
bað Richter um leyfi til að fá
einnig að mála Hitler. Göring
vissi um andúð Hitlers á því
að sitja fyrir, en vildi gjarnan
verða við bón listamannsins.
Þvi fékk hann þá hugmynd að
leyfa Richter að felast bak við
forhengið svo hann gæti í leyn
um gera skissur af „foringjan-
um“.
Ridhter lauk síðan við olíu-
málverk af þeim Hitler og Gör
ing í húsi sínu nálsegt Berlín,
en það .stóð nálægt stöðuvatni
og var þakið sefí. Richter hafði
lært málaralist hjá Lovis
Corinth í Munchen.
Nú er málverkið af Hitler
til sýnis almenningi í Berlín.
Það er 40x50 cm. að stærð.
Eitt Mixnohen-blaðanna hefur
kallað það „dýrmætasta, en
einnig skelfilegasta sögulega
málverkið, sem Þjóðverjar
eiga“. Það hangir uppi í húsi
við Liitzov-torg, sem nú er not-
að ti'l sýningahalds, en þar bjó
Riehter frá stríðslokum, þar
til hann lézt í janúar 1948,
60 ára að aldri.
Mynd þessa telja listsérfræð-
ingar nær tveggja milljón kr.
virði (ísl.) vegna sérstöðu sinn
ar, þótt málverk Richters séu
jdirleitt í miklu lægra verði.
Á milli 1920 og 1930 málaði
Richter Stresemann utanríkis-
ráðherra Þýzkalands, á bana-
beði og gerði einnig málverk
af Löbe þingforseta. Málverkið
af Hitler er að miklu leyti
í grænbrúnum lit, og er talið
sýna vel hans innri mann. Það
hefur varðv^itzt yel, þótt Klaus
Richter feldi það uppi á háa-
lofti til striðsloka vegna
hræðslu við Gestapo.
Til þess að forðast óþægindi
ef ti] húsrannsóknar kæmi,
hafði málarinn skrifað þessi
orð aftan á málverkið: „Mynd
af verkamanni að nafni J P
Bemberg, sem er mjög líkur
Adolf Hitler“. Áður en hann
setti síðasta dökka olíulitinn
á myndina, hafði hann hins
vegar skrifað framan á hana:
„Adolf Hitler 1941“ — og sést
nafnið vei í birtu frá kvarz-
lampa.
Málverkin af Hitler og Gör-
ing eru eign ekkja listamanns-
ins og hafa henni boðizt millj-
ónir fyrir hið fyrrnefnda, að
sögn dagblaðanna. í raun og
veru hafa henni þó aðeins boð-
izt tæpar 200.000 ísl. kr. frá
þýzkum áhugamönnum, og til
annarra landa vill ekkjan,
Hilde Richter-Laskowy ekki
selja það.
Listráðgjafi Berlínarborgar
Friedrich Lambart, sem var
vinur Richters hefur hvatt ut-
anríkisráðherra Þjóðverja,
Walter Seheel, til að kaupa
myndina. Scheel spurði hvað
ætti að gera við hana. Lambart
hefur látið í ljós þá skoðun
að málverkið af Hitler ætti að
hanga í Þinghúsinu I Berlín,
„þar sem brjálæði nazismanns
byrjaði — til þess að minna
á fortíðina og vera áminning
fyrir framtíðina. Það hlyti að
fylla hvaða þingmann sem væri
skelfingu".
Eftir 1945 eyðilögðu Rússar
öll málverk af Hitler, sem þeir
komu höndum yfir, nema verk
Richters. f húsrannsókn hjá
honum litu þeir aðeins á mynd-
ina ,en létu hana sdðan vera
er þeir sáu hinn skelfilega sann
leika sem í henni þýr.
MálverkiS, sem Richter málaði af Hitler 1941. — „Vltfirrhjr dlfifutt*.
Allt í þessu lífi hefur sína
jöfnu framvindu. Jafnvel at-
burðir eins og Listahátfð, sem
óralengi hefur verið tilhlökk-
unarefni, rennur sitt skdið og
er senn að baki. Nú hyllir und
ir síðustu daga hátíðarinnar,
og eftir situr áheyrandinn með
endurminningar sem sumar
hverjar verða óaftnáanlegar, en
aðrar dofna og skolast burt. —
Sl.l. laugardag þ. 27. júní urðu
þáttaskil í framkvæmd Lista-
hátíðarinnar. Löngu ákveðin
efnisskrá, færðist ti) og André
Prévin, sem stjórna átti Sin-
fóníuhljómsveit íslands, forfall
aðist á síðustu augnablikum. í
hans stað kom svo TJri Segal,
26 ára gamall ísraelsmaður,
og með honum og hljómsveit-
inni lók svo Vladimir Ashke-
nasy, fimmta píanókonseit
Beethovens. — Það hefur lengi
verið mænt á Laugardalshöll-
ina, sem „konser*hús“, og áður
verið reyndur þar flutningur
á Jklassiskri“ tónlist. — Sú
viðleitni gaf þó ekki góða raur.
og hefur ekki verið endurtek
in aftur fyrr en nú. Það var
mflt sumarkvöld í Laugardaln
um, þegar fólk tók að streyma
á tónleikana, og jafn mikinn
fjölda áheyrenda minnist und-
irrituð ekki að hafa séð saman
kominn á tónleikum í Reykja-
vík, hvoiiki fyrr né síðar. —
Það er líklega ekki margir
staðir í veröldinni, sem Ashke-
nazy á jafn mögnuð ítök i
áheyrendum og hér á íslandi.
Það er ekki aðeins að hann
sé aðal hvata- og stuðningsmað
ur þessarar Listahátiðar, held-
ur hefur hann stuðlað að því
að fá hingað flest hið heims-
þekkta listafólk, auk þess að
vera mikilvirikur þátttakandi
sjálfur. — Sinfóníuhljómsveit
fslands hefur verið stækkuð og
styrkt, til að allt mætti sem
bezt verða, og var ánægulegt
að sjá mörg mjög góðkunn
andlit á konsertpalli, sem öll
áttu sinn þátt í að breifcka og
auka hljómmagn sveitarinnar,
sem lengi hefur verið ósk-
hyggja, en var nú skyndilega
orðinn að veruleika. T.d. voru
lægri strengir og þá sérlega
víolur mun styrkari stoðir, og
var það gleðilegt. Hinir að-
komnu hljóðfæraleikarar sveit-
arinnar þetta kvöld, fylltu vel
upp, bæði hvað hljóm og
breidd snerti, og gáfu biust-
anda forsmekk um hvers vænta
má ef frjálsar hendur era um
vai hljóðfæraleikara. — Þótt
hinn ungi hljómsveitarstjóri,
Segal, tæki við stjóm á síð-
ustu stundu, var vel búið að
þvi efni er hann tók að sér,
og á undirrituð við vinnubrögð
Wodiczko, sem vitað er að hef
ur lagt hart að sér við allan
undirbúning. — Ashkenazy
sem lék fimmta píanókonsert
Beethovens, á alltaf sinn magn
aða tjáningarmáta í túlkun.
Tær tórin og voldug uppbygg-
ing „keisarakonsertsins" svo-
nefnda, var stórbrotin í þeirri
mynd, sem Ashkenazy dró upp.
Töfrar hans í „Adagio“-þætt-
inum, með sinni Óhaggandi
innri ró, eru yfirburðatúlkend
um aðeins mögulegir. — Sam-
leikur hljómsveitar og einleik
ara var óþvingaður og lifandi.
Tónleikarnir, sem hófust á
„Le Corsaire“-forleiknum eftir
Berlioz, orkuðu fyrst framan
af, sem tilraun, þar sem stjórn
andi og hljómsveit Oreifuðu
fyrir sér. Þegar á forleikinn
leið lifnaði yfir öllu, og dval-
inn hvarf. Það var ekki ólíkt
með upphaf tilbrigðanna eftir
Brahms um stef eftir Haydn.
— f fyrstu var um allt að því
varikárni að ræða. Smám sam-
an færðist myndin í annan
ramma, breidd og hljómur
hlóð utan um sig, og sá raun-
verulegi Brahms varð ijóslif-
andi. — f flutningi og túlkun
bar þó Eldfugl Stravinsky’s af.
Allt var með ævintýrablæ, og
styrkleikablutföllin sem Segal
byggði upp voru stórkostieg.
Þegar litið er yfir tónleikana
í heild, setur hljómburður
hússins sínar skorður. Hljóm-
ur flygilsins og hljómsveitar-
innar var aðein brot af því
raunverulega. — En þrátt fvrir
marga annmarka húsins hefur
undirrituð ekki haft aðra eins
gleði af að hlýða á svo fjöl-
menna tónleika, og skynja það
andrúmsloft sem þeim fylgir.
Það er ekki fráleitt að álykta
að margir þeir áheyrendur,
sem þarna voru staddir hafi
sumir hverjir verið betar að
sér í íþróttaheimi Laugardals-
hallarinnar, en tónlistarheim-
inum. Hið mikla húsrými tosar
kanski um „hjartarými" ein-
hverra, til að hlusta á lifandi
tónlist í framtíðinni, þótt húsa-
kynnin verði tniani. Uri Segal
er mikill stjórnandi, og sterk-
ur persónuleiki sem óvænt
gleði var að kynnast á konsert
palli.
fslenzkur söngfugl brá á leik
í Vatnsmýrinni á sunnudags-
morgunn í Norræna húsinu
kl. 11 árdegis. Guðrún Tómas-
dóttir söngkona flutti þar ísl.
þjóðlög með píanóaðstoð Ólafs
Vignis Albertssonar. Guðrún
helgaði okkar vmsælu þjóð-
lagasöngkonu Engel Lund,
þessa tónleika og flutti ein-
göngu þjóðlög, sem hún hefur
fengið úr þjóðlagasafni Bjarna
Þorsteinssonar, og vfðar, en
F. Rauter útsett. Öll eru þcssi
lög svo gróin og kunn, að nær
hvert mannsbarn þekkir þau.
— Skýringar Guðrúnar á efni
laganna á íslenzku og ensba
voru mjög greinargóðar en
tæplega nógu skýrt fluttar,
þrátt fyrir ágætan málróm
söngkonunnar. Persónulegur
túlkunarmáti Guðrúnar á sér
eðlislægan músiksmekk á ljóði
og lagi, sem er henni í blóð
borinn Klædd ísl. þjóðbúningi,
var framkoma hennar látlaus
og aðlaðandi, og hið litla
„Intermezzo" í Norræna hús-
Framhald á bls. 11.