Tíminn - 11.07.1970, Side 7
fcMKxARÐAGUR II. Krli 1970.
TIMINN
Mikilhæf forsætisráðherrahjón
AK, Rvik, 10. júlí. — Þegar þau
válegu tíðindi bárust snemma
í morgun, a3 forsætisráðherra,
dr. Bjarni Benediktsson, hefði
farizt í eldsvoða ásamt konu
sxnni og ungum dóttursyni þá
um nóttina, er Ráðherrabústað-
urinn á Þingvöllum brann,
greip djúp sorg og óhugur þjóð
ina alla við tiihugsunina um
svo sviplegt og liörmulegt slys.
Með Bjarna Benediktssyni er
fallinn frá mikilhæfur og á-
hrifaríkur stjórnmálaleiðtogi,
sem markað hefur djúp spor í
baráttusögu þjóðai-innar síð-
ustu áratugi og ráðið þar mik-
ilvægum úrsliíum. Hann var
síórbrotinn maður að gáfum
og allri gerð og búinn miklum
forystuhæfileikum, eins og
ferill hans í stjórnmálastarfinu
sýnir gleggst. XJm hann stóð
oftast stormur og styr, enda
var hann sjálfur mikill baráttu
maður, en hærra þeim átökum
bar virðingu og viðurkenningu
fylgismanna sem andstæðinga
á gáfum hans. þckkingu og
styrk í stjórnmálaatfylgi. Menn
virtu hann jafnt sem foringja
og andstæðing, og hans mun
lengi verða minnzt bæði af
þeim, sem áttu með honum sam
leið, og hinum, sem skrifa sögu
þjóðarinnar.
Nánar er rætt um fráfall
forsætisráðherrahjónanna í
forystugrein blaðsins.
•
Bjarni Benediktsson var
fæddnr 30. apríl 1908 i Reykja
vík, sopur hjónanna Guðrún-
ar Pétux-sdóttur og Benedikts
Sveinssonar, alþingismanns.
Hann varð stúdent í Mennta-
skóla Reykjavíkur 1926 og tók
lögfræðipróf yið HáskóLa ís-
lands 1930. Næstu tvö ár stund
aði hann framhaldsnám í stjórn
lagafræði í Berlín og Kaup-
mannahöfn en varð prófessor
í lögum við Háskóla íslands
1932, gegndi þvi embætti til
1940, er hann varð borgar-
stjóri í Reykjavík. Árið 1947
varð hann utanríkis- og dóms-
málaráðherra og gegndi ráð-
herraembætti til 1956. Þá varð
hann ritstjóri Morgunblaðsins,
en 1959 aftur dómsmálaráð-
herra. 1961 var hann settur for-
sætisráðherra um þriggja mán-
aða skéið og skipaður forsæt
isráðherra 1963 og gegndi því
embætti til dauðadags.
Hann var kjörinn á Alþingi
fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1942
og átti þar sæti síðan sem
þingmaður Reykjavákur. Hann
hefur átt sæli í fjölmörgum
nefndum og stjórnum félaga,
og í miðstjórn Sjálfstæðis-
flokksins sat hann frá 1936.
Hann var mörg síðustu ár
stjórnarformaður Almenna
bókafélagsins og í stjórn Eim
skipafélags íslands lengi Hann
hlaut margvísleg heiðursmerki
innlend sem erlend og hlaut
doktorsnafnbót við Háskola
íslands 1961. Eftir hann’ liggja
allmörg rit og_ bækur, einkum
um stjórnarfarsleg og lögfræði
legi efni en einnig ritgerða um
almenn málefni, auk fjölda
greina um rnenn og málefni í
blöðum og timaritum.
Bjarni Benediktsson var tví-
kvæntur. Fyrri kona hans var
Valgerður Tómasdóttir úr
Reykjavík, en hún lézt oftir
eins árs sambúð. Síðari kona
hans var Sigríður Björnsdótt-
ir, skipstjóra í Ánanaustum í
Reykjavík, Jónssonar, og áttu
þau fjögur uppkomin börn.
. Benedikt Vilmundarson, dótt
ursonur þeirra hjóna, fjögurra
ára drengur, var sonur Valgerð
ar dóttur þeirra og Vilmundar
Gylfasonar, hið efnilegasta
barn.
Dr. Bjarni Benediktsson
Frú Sigriður Björnsdóttir
Fram'haild af bls. 6.
ir að þeir komu að bústaðnum
kvað við dynkur innan úr hús-
inu, og í sömu andrá lyftist
þakið um ca. hálfan metra. Er
talið að þessi dyn'kur hafi sta£
að frá því, er eldurinn brauzt
út úr húsinu, en ekki vegna
sprengingar inni í þvi.
Séra Eiríkur J. Eiríksson,
þjóðgarðsvörður var ekkert far
inn að sofa í morgun, er frétta
mann Tímans bar að gerði hjá
honum. Séra Eirikur sagði, að
hann hefði farið í umsjónarferð
um þjóðgarðinn, Bolabás og
Skógarhóla um hálf eitt í nótt.
Er hann kom til baka, fór hann
heim á hlaðið á Þingvöllum, og
út að Konungshúsinu, en engar
mannaferðir var þar að sjá, og
allt með eðlilegum hætti. —1
Er ég kom heim, leit ég út um
gluggann hérna í húsinu, í
áttina til Valhallar. og þá var
ckkcrt óeðlilegt að sjá þar.
Eftir um þrjá stundarfjórðunga
eða svo, sagði svo séra Eiríkur
að þau hjón hefðu vaknað vi@,
að verið var að reyna að ná til
Reykjavíkur í símanum.
Aðstoðuðu þau við að ná til
Reykjavíkur og í Slökkvistöð-
ina. Einnig var hringt í lög-
regluna á Selfossi, slökkviliðið
þar, og rafmagnsmann. Síðan
sagði Eiríkur, að þau hefðu
skrúfað úr stofnöryggi, þar
sem spennistöðin fyrir svæðið
var í sumarhúsi forsætisráð-
herrans.
Eirikur sagðist af tilviljun
hafa vita'ð, að dr. Bjarni Bene-
diktsson, forsætisráðherra,
hefði verið á Þingvöllum þenn
an dag, en sagðist jafnvel hafa
haldið, að hann hefði farið það
an um kvöldið. Eiríkur sagðist
hafa vakið aðstoðarmann sinn,
Aðalstein og sent liann á bruna
staðinn, þegar hann kom þang-
að um tíu mínútur fyrir tvö,
var húsið fallið-
Virðist því svo sem ekki hafi
liðið meira en um stundaríjórð
ungur frá því eldurinn var npp
götvaður, þar til húsið var fall
iö, og nær- allt brunnið, sem
brunnið gat.
Konungshúsið, en svo var
sumarhús forsætisráðherrans
nefnt lengi vel, var byggt fyr-
ir konungskomuna 1907, er
Friðrik konungur áttundi ,kom
til íslands. Stóð húsið í fyrstu
norður á völlunum, en var flutt
árið 1930 á þann stað, sem það
hefur staðið á síðan. Húsið var
hitað upp með olíukyndingu, og
fyrir nokkrum árum var lagt í
það rafmagn frá Rafmagnsveit-
unum. Var spennistöðin fyrir
sumarbúStaðahverfið og Val-
höll, bak við sumarhúsið.
Skemmdist spennistöðin í brun
anu'- i nótt. Af þeim sökum
var al!t rafmagnslaust og kalt í
Vaihöll fram á dag.
Fyrir nokkrum árum var
byggt sérstakt hús, við hliöina
á gamla Konungshúsinu Var
það einskonar svefnskáli, sem
notaður var, þegar margt var
um manninn. Vindáttin í nótt
var þannig, að hvorki sprakk
rúða í nýja húsinu né sviðnaði
það. Stendur það því algjörlega
óskemmt.
Jón Eiríksson í Valhöll á
Þingvöllum sagði, að klukkan
hafi verið rútnlega hálf tvö,
þegar Hollendingarnir komu í
Valhöll og tilkynntu um eld-
inn. Sagðist hann þegar hafa
hringt í slökkviliðið í Reykja-
vík, en hann fékk ekki sam-
band strax í 02, og var móðir
hans, eiginkona Eiríks þjóð-
garðsvarðar, fljótari að ná til
Reykjavikur í gegn um Selfoss.
Jón sagðist síðan hafa farið
út, og þá hafi húsið staðið
í björtu báli og þakið verið
fallið.
Ávarp forseta íslands,
dr. Kristjáns Eldjárns, í
ríkisútvarpið 10. júli 1970
Þau sorgartíðindi spurðust
sncmma morguns í dag, að íor-
sætisráðherra. dr. Bjarni Bene
diktsson. kona hans frú Sigríð
ur Björnsdóttir, og ungur dótt-
ursonur þeirra Benedikt Vil-
mundarson, hefðu látið lífið,
er forsætisráðherrabústaður-
inn á Þingvöllum brann, þeg-
ar skammt var liðið nætur.
Slíkur atburður er hörmu-
legri en svo, að orðum verði
yfir komið. í einu vetfangi er
í burtu.svipt traustum forustu
manni, sem um langan aldur
hefur staðið í fylkingarbrjósti
og verið í fyrirsvari í þjóðlífi
voru, og með honum ágætri
konu hans, er við hlið hans
hefur staðið með sæmd og
prýði, og ungum sveini, sem
var yndi þeirra og eftjrlæti.
I-Iér er skarð fyrir skildi, en
á þessari stundu kemst ekki
annað að í huga vorum en sorg
og samúð. Það er stundum sagt
að íslenzku þjóðinni sé helzt
að líkja við stóra fjölskyldu.
Sannleik þeirra orða skynjum
vér bezt á stundum mikilla
tíðinda, til gleði eða sorgar.
Þjóðin er harmi lostin og syrg
ir forsætisráðherrahjón sín. Ég
mæli fyrir munn allra lands-
manna, þegar ég læt í liós
djúpa . hryggð mína og votta
börnum og allri fjölskyldu
þeirra hjónanna samúð, svo og
öllum þeim öðrum, er mi syrgja
sveininn unga
(Erá skrifstofu forseta
íslands).
Borten: Mikils metinn
„Hinar sársaukafullu fréttir
um hið skyndilega og átakan-
lega fráfall Bjarna Benedikts-
sonar, konu hans og barna
barns hafa orðið mér mi’kið
áfall. Mér finnst sem þetta sé
persónulegur missir minn.
Bj^rni Benediktsson var á
bezta aldri. Allir þekkja vin-
áttu hans, gestrisni og bróður-
þel. Við mátum hann allir, og
konu hans, mikils í norrænni
samvinnu. Bjarni Benediktsson
hefur haft mikla þýðingu fyr-
ir samvinnu Norðurlandanna
með áhrifum sínum og vilja
til þess að styikja nbrræn
bönd. Hann hefur lagt mikið af
mörkum á þessu sviði. Norræn
samvinna hefur misst mikils.
við dauða Bjarna Benedikts-
sonar.
Þessar fréttir hafa valdið
mér mikilli sorg. Ég sendi fjöl
skyldu Bjarna Benediktssonar,
íslenzku ríkisstjórninni og bjóð
inni allri mínar dýpstu samúð-
arkveðjur".
Baunsgaard: Harmi losfinn
„Við Danir urðum harmi lostn ‘
ir, er fréttir bárust af hinum
hörmulega dauða Bjarna Bene-
diktssonar. forsætisráðherra,
konu hans og bai’nabarns Með
þessu slysi hefur íslands ekki
aðeins misst rnikinn persónu-
leika, heldur einnig mjög reynú -
an og mikilsvirtan stjórnmála-
mann. Iíann hafði um langt
árabil gegnt umfangs- og
ábyrgðarmiklum emhættum í
þágu lands síns og þjóðar.
Hann varð þannig strax, sem
ungur lögfræðingur, gerður að
horgarstjóra Reykjavíkur 1944,
eftir að hafa verið pi’ófessor
við Háskóla íslands í mörg ár,
en úr borgarstjóraembættinu
fór hann til þess að taka við
embætti utanríkis- og dóms-
málaráðherra í íslenzku ríkis-
stjórninni.
Það var því eðlilegt, að hann
yrði eftirmaður Ólafs Thors,
sem forsætisráðherra, 1963,
enda hafði hann fram til hess
tíma gegnt mörgum ráðhcrra-
embættum.
Fráfalla hans mun vekja
djúpan söknuð á íslandi.
Bjarna Benediktsson verðui’
saknað hér Danmörku, þar sem
hann var kunnur fyrir tryggð
sína og hve ráðhollur hann var.
Hin jákvæða afstaða. sem
Bjai’ni Benediktsson sýndi ávalt
varðandi sambandið milli landa
okkar, kom einnig í ljós, þeg-
Framhald á bls. 14.