Tíminn - 11.07.1970, Síða 8

Tíminn - 11.07.1970, Síða 8
B TIMINN LAUGARDAGUR 11. júlí 1970. Katalfnaflugbáturinn TF-ISP lentur í Largs Bay 11. jú 1 í 1945, eftir rúmlega sex tíma flug frá íslandi. MILULANDARUGID TUTTIIGU OG FIMM ADA í dag eru liðin 25 ár frá fyrsta flugi íslendinga með far þega og póst milli landa. Flug Katalina flugbáts Flugfélags íslands 11. júlí 1945 frá Skerja firði í Reykjavík til Skotlands markaði tímamót. Aldarfjórðungi síðar eiga menn máske erfitt áð setja setja sig í spor þeirra, sem stóðu að og framkvæmdu fyrsta millilandaflugið. Styrj- öldin í Evrópu hafði staðið frá haustdögum 1939 og lagt far- þegaflug milli landa í Evrópu í dróma. Er endalok styrjald- ar í Evrópu þóttu auðsæ vor- ið 1945, hófu framámenn Flug félags íslands undirbúning að millilandaflugi. Margar hindranir varð að yfirvinna, því styrjaldarástand ríkti og stríðsreksturinn sat hvarvetna í fyrirrúmi. Mörg bréf voru skrifuð og skeyti’send til út- vegunar leyfa, en einnig var rætt við yfirmann flughersins í Reykjavík, rikisstjórn ís- lands, sendiráð Breta í Reykja vík og fleiri. í febrúarmánuði 1945 barst Flugfélagi íslands bréf frá Utanríkisráðuneyt- inu í Reykjavík, þar sem fé- laginu var tilkynnt að þrezka stjórnin leyfði umbeðin flug milli landa. Jafnframt var beð ið um upplýsingar um væntan legan _ farkost, áhöfn og far- þega, Ýmis skilyrði voru sett fyrir því, að flugið mætti fara fram, m.a. að Bretar yrðu í áhöfn vélarinnar. Flugfélag íslands hafði haustið 1944 eignazt Katalina flugbát. Þetta var þá eina flugvél lands- manna, sem hafði nægjanlegt flugþol til flugs milli landa. Flugbáturinn, sem hlaut ein- kennisstafina TF-ISP, var innréttaður með strigasætum. svo sem þá tíðkaðist í herflug vélum. Um veturinn hafði fyr irtækið Stálhúsgögn í Reykja- vík tekið að sér að innrétta flugbátinn til farþegaflugs og rúmaði hann nú 22 farþega í sæti. Eftir mikil bréfaskipti og samtöl og skeytasendingar kom loks leyfi til millilanda- flugsins og um svipað leyti voru fjórir farþegar bókaðir til þessa fyrsta millilandaflugs. Þeir voru kaupsýslumennirn- ir Jón Jóhannesson, Hans Þórðarson og Jón Einarsson og séra Róbert \hö.'n flugbátsins var: Joiiannes R Snorrason flugstjóri, Smári Karlsson flugmaður, Jóhann Gíslason loftskeytamaður, Sig- urður Ingólfsson vélamaður og að auki tveir Bretar, W.E. Laidlaw siglingarfræðingur og A. Ogston loftskeytamaður. Þeir tveir síðastnefndu voru í áhöfninni að kröfu brezkra hernaðaryfirvalda. Snemma morguns hinn 11. júlí voru margm Flugfélagsmanna, svo og væntanlegir farþegar sam- ankomnir í aðalstöðvum Flug- félags íslands við Skerjafjörð. Undirbúningi var því sem næst lokið, eldsneytisgeymar höfðu verið fylltir og matar- pakkar farþega og áhafnar fluttir um borð. Kl. rúmlega 7 um morguninn var allt tilbú ið. Hreyflar voru ræstir, flug- báturinn leystur frá legufær- um og hnitaði nokkra hringa á Skerjafirði, meðan hreyfl- arnir voru hitaðir upp. Kl. 07:27 hóf Katalina flugbátur- inn sem í daglegu tali var kall aður „Pétur gamli“ sig á loft og beygði til suðausturs og hvarf mönnum, sem stóðu við fjöruna í Skerjafirði, í skýja- þykkni yfir Lönguhlíð., i . „ j Þennan dag- var skýjað yfir Suðurlandi og hafinu suður- undan og flugmennirnir flugu á „instrumentum", eins og þá var kallað. Ferðin sóttist vei og um 100 mílum suðaustur af Vestmannaeyjum birti til. Flugbáturinn TS-ISP kom út úr skýjum og flaug í glamp andi sólskini í 7000 feta hæð yfir skýjum. Þegar hér vir komið hafði Jóhann Gíslason loftskeytamaður, lokið við að hita kaffi og te, sem hann bar farþegunum ásamt smurðu brauði. Það kom einnig í Ijós, að einn farþeganna Hans Þórðarson, hafði útbúið sig ve! með nesti, sem hann veitti samfarþegum sínum og. áhöfn- inni. Yfir Tireeeyju undan Skotlandi, var flugið lækkað úr 7000 fetum niður í 4000 fet og þá komið niður úr skýjum. Áfram var flogið til Largs Bay skammt frá Glasgow og lent þar á flugbátahöfn brezka flughersins eftir 6 tíma og 4 mínútna flug frá Reykjavík í Lai-gs Bay var vel tekið á móti áhöfn og farþegum. Hraðbátur kom að flugvélinni og flutti farþegana í land. Svo og póst- inn, en þessi. fyrsta póstsemj- ing milli landa vog 4 kfló. For ráðamenn í Largs buðu fs- lendingunum til tedrykkju og fögnuðu komu flugbáts og far þega með ræðum Daginn eftir, hinn 12. júlí, hélt flugbátur- inn TF-ISP heimleiðis. Engir íar þegar voru í þeirri ferð, sem gekk að öllu leyti vel. Flugbát urinn var rétta 6 tíma frá Largs, þar til hann lenti á Skerjafirðinum kl. 17:01. Fjöl- menni var samankomið til þess að fagna áhöfninni. Þeg- ar gengið hafði verið frá flug- bátnum við legufærin, komu forráðamenn Flugfélagsins ásamt nokkrum framámönn- um íslenzkra flugmála út að honum á hraðbáti. Er í land var komið, var haldið að Hótel Borg, en þar efndi Flugfélag íslands til fagnaðar, vegna heimkomu áhafnar og forkosts. Þarna voru margar ræður flutt ar og gætti bjartsýni um fram hald millilandaflugsins. For- stjóri Flugfélagsins, Örn Ó. Johnson, skýrði frá því, að í undirbúningi væru tvær flug- ferðir til viðbótar til útlanda þetta sumar og að sennilega yrði flogið til Skotlands og Danmerkur. Nœsta millilandaflug Kata- lína flugbátsins TF-ISP var farið frá Reykjavík 22. ágúst. Lagt var af stað kl. 9:22 og og flogið sem leið lá til Largs Bay og lent þar kl. 15:34. Far- þegar voru 10 frá íslandi og ætlaði helmingur þeirra til Skotlands, en hinir til Dan- merkur, en þangað var ferð- inni heitið að þessu sinni Ákveðið var að halda kyrru fyrir í Largs, þar til daginn eftir, en þá var dimmviðri yfir Norðursjó, rigning og þoka og því ekki hægt að fljúga áfram til Kaupmannahafnar. Það var ekki fyrr en 25. ágúst, sem flugbáturinn gat haldið áfram ferðinni. Lagt var upp frá Largs Bay kl. 11:20. Flogið vai yfir Helgoland og suður yfir Kielarskurðinn, flogið lágt yf- ir Kiel og þaðan til Kaup- mannahafnar og lent þar ki. 15:40. Áhöfn flugbátsins hafði sent skeyti til íslenzka sendi- ráðsins í Kaupmannahöfn og tilkynnt komu sína. Eitthvað gengu skeytasendingar seint á- þessum tíma, því þegar TF- ISP lenti var skeytið ekki enn þá komið til sendiráðsins. Brezkir hermenn komu út að flugbátnum og buðust þeir til að láta starfsmenn sendiráðs- ins vita um komu hans. Stuttu síðar komu svo Tryggvi Svein- björnsson sendiráðsritari, og Anna Stefánsson, sem einnig starfaði [ sendiráðinu, til móts við farþega og áhöfn TF-ISP. Tveim dögum síðar, hinn 27. ágúst, var ákveðið að fijúga til Reykjavíkur. Allmargir ís- lendingar biðu fars í Kaup- mannahöfn, og 15 farþegar tóku sér far með „Pétri gamla" til f^lands þennan dag. Lagt var af stað frá Kaupmanna- höfn kl. 7:40 og lenti í Reykja- vík kl 21.20. Þar með var, fyrsti farþegahópurinn í milli- landaflugi kominn heim til fs- lands og jafnframt fyrsta flug- ið milli íslands og Norður- landa orðið að veruleika. Brezka setuliðið réði yfir lend ingarstað flugbátsins í Skerja- firði, svo þeir, sem ætluðu að taka á móti farþegunum kom- ust ekki þangað. Hins vegar fór vegabréfaskoðun og tollaf- greiðsla fram á Lögreglustöð- inni í Pósthússtræti, og þar safnaðist margt fólk saman, þegar fréttist að millilandafar- þegarnir væru væntanlegir Þriðja millilandaflugferð-. in, sem TF-ISP fór sumarið 1945, var í september, og voru þá fluttir 11 farþegar til út- landa. í þetta sinn var flug- báturinn fyrir allverulegum töfum í Kaupmannahöfn. Ástæðan var undir alda á Eyr- arsundi, sem torveldaði flag- tak. Heim kom svo flugbátur- inn „Pétur gamli“ hinn 20. september. Þá var flogið beint frá Kaupmannahöfn til Reykja víkur á 9 klst. og 45 mínútum. Sumarið 1945 voru farþegar Flugfélagsins milli landa 56. Um áramótin 1945 til 1946 samdi Flugfélag fslands við skozkt flugfélag um leigu á tveim Liberator flugvélum til reglubundins millilandaflugs, sem hófst vorið 1946. Þetta fyrirkomulag^ hélzt í 2 ár, unz Flugfélag fslands eignaðist Skymasterflugvélina „Gull- faxa“ tveim árum síðar Nú 25 árum eftir fyrstu millilandaflug landsmanna fljúga þotur oft á dag milli fslands og nágrannalandanna og þá vegalengd, sem „Pétur gamli“ flaug á 6 tímum og 4 mínútum árið 1945, flýgur þota Flugfélagsins „Gullfaxi“ nú á röskum IV2 tíma. En kannski segir tímamismunur- inn ekki mestu söguna, heldur sá reginmunur á þægindum, sem farþegar þá og nú verða aðnjótandi. Og þótt þeir, sem unnu að undirbúningi og fram kvæmd fyrsta millilandaflugs ins, hafi verið bjartsýnir o,° dreymt stóra drauma, er vafa- samt að nokkurn hafi órað fyr ir hinni skjótu þróun í flug- samgöngum milli íslands og annarra landa, sem hefur átt sér stað á þeim aldarfjórðun.gi, sem liðinn er síðan hið sögu- lega flug Katalína flugbátsms „Péturs gamla“ var farið. víkur ferjaðir að landi í Skerjafirði. í bátnum er einnig forstjóri Flugfélagsins, sem fór út að flug- bátnwm til þess að taka á móti farþegum og áhöfn þessa söguiega flugs.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.